Hoppa yfir valmynd
10. maí 2007 Innviðaráðuneytið

Ritið Samgöngur í þágu þjóðar komið út

Samgönguráðuneytið hefur gefið út ritið Samgöngur í þágu þjóðar þar sem fjallað er um verkefni ráðuneytisins síðustu fjögur árin og það sem framundan er. Ritið er á annað hundrað blaðsíður og er fáanlegt bæði í prentuðu formi og á vef ráðuneytisins.
Samgöngur í þágu þjóðar - forsíða
Samgöngur í þágu þjóðar - forsíða

Samgöngur í þágu þjóðar hefur að geyma margháttaðan fróðleik um hin ýmsu svið samgöngumála. Viðtöl eru við forstöðumenn stofnana og fyrirtækja sem heyra undir samgönguráðuneytið og hverju viðtali fylgja ýmsar fréttir um verkefni á viðkomandi sviði. Ritið er hliðstætt ritinu Samgöngur á nýrri öld, sem gefið var út fyrir fjórum árum en ritið var fyrst gefið út sem kynningarrit í tíð Steingríms J. Sigfússonar sem samgönguráðherra.

Í formála ritsins segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra meðal annars: ,,Með útgáfu ritsins Samgöngur í þágu þjóðar er sinnt þeirri sjálfsögðu upplýsingaskyldu ráðuneytisins að fyrir liggi samantekt á því sem unnið hefur verið að síðustu árin og um leið gefin innsýn í það sem framundan er. Vona ég að ritið geti verið mönnum fróðlegt aflestrar.”



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum