Hoppa yfir valmynd
10. júní 2008 Innviðaráðuneytið

Áfangaskýrsla um eflingu umferðarfræðslu í skólum

Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði til að móta tillögur um markmið og leiðir til að efla umferðarfræðslu í skólum hefur skilað áfangaskýrslu.
Forsíða skýrslu - Efling umferðarfræðslu í skólum
Forsíða skýrslu - Efling umferðarfræðslu í skólum


Tillögur starfshópsins eru fjölmargar en meðal þeirra er að umferðarfræðsla verði styrkt sem skilgreindur þáttur í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla, að starf Umferðarstofu verði eflt og stofnað verði þar umferðarfræðslusvið, að skólar verði hvattir til að setja sér umferðaröryggisáætlanir sem hluta af skólanámskrá, að umferðarfræði verði hluti af almennu kennaranámi, að gerður verði samningur við embætti Ríkislögreglustjóra um þátttöku lögreglunar í umferðarfræðslu í skólum og að heimilt verði að meta ökunám til eininga í framhaldsskólum.

Formaður starfshópsins var Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu, og var hlutverk hans að móta tillögur um útfærslu og tilhögun umferðarfræðslu í skólum í samráði við hagsmunaaðila. Fram kom í stefnuræðu forsætisráðherra á liðnu hausti að stórauka eigi umferðarfræðslu í skólum og í umferðaröryggisáætlun áranna 2007 til 2010 er lögð sérstök áhersla á mikilvægi fræðslu barna og ungmenna í forvörnum gegn umferðarslysum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum