Hoppa yfir valmynd
14. júní 2012 Innviðaráðuneytið

Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga komin út

Komin er út ársskýrsla eftiritsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 2011. Þar er fjallað um úrvinnslu áreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2010 og þróun fjármála þeirra og vikið er að fjárhagsáætlunum fyrir árið 2011.

Fjallað er í skýrslunni um þróun tekna og rekstrarútgjalda, framlegð og skuldir og skuldbindingar. Þá er rakið hvaða sveitarfélög samningar hafa verið gerðir við vegna fjárhagserfiðleika og birt er tafla yfir helstu fjárhæðir og kennitölur úr ársreikningum sveitarfélaga 2010.

Einnig er í ársskýrslunni fjallað nokkuð um hvernig skuldir hafa þróast og takið hvaða viðmið nefndin hefur sett varðandi heildarskuldir og skuldbiningar sveitarfélaga. Er miðað við að sveitarfélög geti skilað 15 til 20% framlegð frá rekstri og þar sem skuldahlutfall þeirra er 150%. Miðað við áætlaðar skuldir árið 2011 er þannig gert ráð fyrir að nettó skuldir og skuldbindingar verði um 102% og að áætluð framlegð verði um 8,1%.

Rekstur sveitarfélaganna hefur verið að styrkjast allt frá árinu 2008 þegar framlegðin var lægst eða 4,7%. Þegar litið er á samanlagðan rekstur er hægt að miða við að þegar framlegðin nær 10–12% og nettó skuldahlutfallið er um 100% sé ákveðnu jafnvægi náð varðandi getu til að greiða skuldir. Þó ber að hafa í huga að viðmið eftirlitsnefndarinnar nær ekki til fjárfestingar og því þarf framlegðin að vera umfram viðmið til að standa einnig undir slíkum skuldbindingum.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum