Hoppa yfir valmynd
17. október 2017 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisviðskipti Íslands og þátttaka í fríverslunarviðræðum EFTA

EFTA-ríkin hófu markvisst gerð fríverslunarsamninga við ríki utan Evrópusambandsins (ESB) á 10. áratug síðustu aldar. Í fyrstu einbeittu EFTA-ríkin sér að því að gera fríverslunarsamninga við ríki sem ESB hafði gert fríverslunarsamninga við, einkum við ríki Austur-Evrópu sem þá stóðu utan sambandsins. Markmiðið þá, líkt og nú, er að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra útflytjenda á erlendum mörkuðum, ekki síst gagnvart samkeppnisaðilum innan ESB. Að sama skapi er markmiðið að greiða aðgang að nýjum mörkuðum, ekki síst þeim sem eru í örum vexti og talið er að muni bera uppi vöxt í heimsviðskiptum á næstu árum og áratugum.

Síðan þá hefur umfang fríverslunarnets EFTA aukist verulega og áherslan færst frá Evrópu til Asíu og Ameríku. Áherslan á gerð fríverslunarsamninga við ríki sem ESB hefur samið við er enn eitt helsta leiðarstefið í stefnu EFTA á þessu sviði, enda eru ESB-ríkin helstu samkeppnisaðilar EFTA-ríkjanna og fríverslunarsamningar eru mikilvægir til að tryggja samkeppnisstöðu atvinnulífs í EFTA-ríkjunum. Jafnframt hefur EFTA verið reiðubúið að semja við önnur ríki sem eru mikilvægir eða vaxandi markaðir fyrir atvinnulíf þeirra.

Utanríkisviðskipti Íslands og þátttaka í fríverslunarviðræðum EFTA

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum