Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýtt pósthús á Húsavík

Nýtt pósthús Íslandspósts á Húsavík hefur verið tekið í notkun og var það rétt tæplega ár í byggingu. Pósthúsið er það fyrsta í röð 10 nýrra húsa sem Íslandspóstur byggir og tekur í notkun næstu misserin.

Nýtt pósthús vígt á Húsavík
Nýtt pósthús vígt á Húsavík

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og Björn Jósef Arnviðarson, stjórnarformaður félagsins, fluttu ávörp við opnunina ásamt Kristjáni L. Möller samgönguráðherra. Stöðvarstjóri pósthússins, Jónasína Skarphéðinsdóttir, tók síðan við lyklunum hjá forstjóranum.

Í ávarpi sínu sagði samgönguráðherra að nýir tímar væru framundan hjá Íslandspósti, starfsmönnum væru sköpuð betri vinnuskilyrði og unnt væri að taka upp nýjungar og endurbætur í þjónustu. Þá sagði ráðherra meðal annars:

,,Skýr stefna hefur verið mörkuð. Hún hefur verið kynnt og allir starfsmenn eru með á nótunum. Nú eru verkin látin tala sem aldrei fyrr. Það er þegar mikil samkeppni á þeim vettvangi sem Íslandspóstur starfar ? samkeppni um dreifingu bréfa, blaða og pakka.

Það er samkeppni á öllum sviðum flutningalausna eins og viðskiptaheimurinn kallar það á fagmáli sínu. Og við getum verið viss um eitt: Samkeppnin á bara eftir að aukast.

Íslandspóstur stendur vel að vígi í þessari samkeppni, hefur góða markaðshlutdeild og traustan fjárhag. Félagið ætlar að halda hlut sínum og það ætlar líka að ná góðri markaðshlutdeild á nýjum sviðum. Það geta verið svið sem tengjast núverandi starfsemi og það verður einnig á sviði rafrænnar þjónustu. Með því að víkka út starfsemina verður starfsgrundvöllur félagsins treystur og á það við um sóknarfæri bæði innanlands og utan.

Íslandspóstur hefur áfram mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Hann færir okkur daglega margs konar sendingar ? jafnvel eitt og annað sem við höfum alls ekki beðið um ? en allt gengur það hratt og vel fyrir sig. Við skutlum bréfi í póst síðdegis í dag og í fyrramálið er það komið fram á hinum enda landsins.?

Um helgina var síðan opnunarhátíð fyrir bæjarbúa og litu um 500 manns við. Næsta nýja pósthús Íslandspósts verður opnað á Reyðarfirði í lok mánaðarins.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira