Hoppa yfir valmynd
21. desember 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

107. Háhraðanet til allra íbúa Evrópusambandsins árið 2013

Ráðherrar Evrópusambandsins hafa sett sér það markmið að háhraðanet nái til allra íbúa sambandsins árið 2013.

Það gæti þó reynst erfitt þar sem árið 2009 höfðu 56% heimila háhraðanet í samanburði við 49% árið 2008. Mikill munur er á milli svæða. Sem dæmi má nefna að 26% heimila hafa aðgang að háhraðaneti í Búlgaríu en 80% í Svíþjóð.

Því hefur framkvæmdastjórnin verið beðin að gera tillögu að áætlun að háhraðanetsvæðingu sem gæti orðið til að aðstoða aðildarríkin við að finna leiðir til fjármögnunar og til að tryggja fjölbreytileika þjónustu. Jafnframt á framkvæmdastjórnin að finna leiðir til að draga úr mismun á milli svæða í Evrópu og tryggja öfluga og sanngjarna samkeppni sem og að draga úr hindrunum í virkni innri markaðarins.

Sérstaklega vilja ráðherrar Evrópusambandsins auka útbreiðslu ljósleiðara en talið er að um 300 milljarða evra muni þurfa til að tryggja útbreiðslu þess. Útlitið er ekki gott þar sem fjarskiptafyrirtæki nota eingöngu um 3% af tekjum sínum til fjárfestinga.

Á Íslandi er gert ráð fyrir að háhraðanetsvæðingu verði lokið í lok næsta árs. Þar með hafi allir landsmenn aðgang að háhraðanetstengingu. Um þetta er fjallað í fjarskiptaáætlun 2005-2010 en í henni er gert ráð fyrir að aðgangur 1.800 skilgreindra lögheimila utan þjónustusvæða fyrirtækja á markaði verði tryggður. Um þessar mundir er verkinu lokið að hálfu. Alls mun verkið kosta um einn milljarð króna.

Þetta má lesa nánar um í 3885-hefti af Europolitics

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira