Hoppa yfir valmynd
17. september 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra til Alþingis 2016 - leikskólar

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 er ákvæði þess efnis að mennta- og menningarmálaráðherra skuli á þriggja ára fresti gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólahalds í leikskólum. Í skýrslunni er að finna margvíslegar upplýsingar um leikskólastarf, s.s. um fjölda barna í leikskólum og lengd dvalartíma, um fjölda, stærð og dreifingu skóla, um starfsfólk, menntun þess og aldur og um ýmis verkefni sem hafa verið unnin til að þróa skólastarfið. Rétt er að taka fram að skýrslan fjallar ekki sérstaklega um rekstur leikskóla enda bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri og framkvæmd skólastarfs. Samband íslenskra sveitarfélaga gefur árlega út greinargott yfirlit yfir rekstur leikskóla í skólaskýrslu sinni. 

Skýrsla þessi var lögð fram á Alþingi í febrúar 2018.

Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra til Alþingis 2016 - leikskólar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum