Hoppa yfir valmynd
3. maí 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samanburður á gjaldskrám fyrir póstþjónustu

Samanburðarkönnun Póst- og fjarskiptastofnunar á gjaldskrám fyrir póstþjónustu á Norðurlöndum leiðir í ljós að póstburðargjöld innan lands eru lægst á Íslandi í öllum þyngdarflokkum bréfa.

Póst- og fjarskiptastofnun vann samanburðarkönnunina í tilefni af beiðni Íslandspósts hf. um hækkun póstburðargjalda frá 1. maí 2005. Stofnunin bar saman gjaldskrár fyrir bréf innan lands, fyrir bréf frá Norðurlöndum til annarra Evrópulanda og gjaldskrár fyrir bréf til landa utan Evrópu.

Í ljós kom að póstburðargjöld innan lands eru lægst á Íslandi í öllum þyngdaflokkum bréfa. Finnar eru með lægstu póstburðargjöldin á bréf til annarra Evrópuríkja, en Íslandspóstur býður að jafnaði þriðja lægsta verðið. Lítill verðmunur er á á Norðurlöndum á póstburðargjöldum til landa utan Evrópu fyrir léttustu bréfin, en eru með því hærri hér á landi í þyngdaflokkunum 100-2000 gr. Í könnuninni er gert ráð fyrir gjaldskrárbreytingum Íslandspósts sem tóku gildi 1. maí.

Nánari upplýsingar um könnunina og niðurstöður hennar er að finna á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar, www.pfs.isEfnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira