Hoppa yfir valmynd
16. október 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Öll tilboð í síðari áfanga farsímaþjónustu undir kostnaðaráætlun

Þrjú tilboð bárust í síðari áfanga GSM-farsímaþjónustu á landinu en tilboðin voru opnuð í dag. Tvö eru frá innlendum fyrirtækjum og eitt frá svissnesku. Tilboðin voru öll undir kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs sem var 732 milljónir króna.

Síminn hf. 655 milljónir króna - 12 mánaða verktími.

Og fjarskipti ehf. 487 milljónir króna - 22 mánaða verktími.

Amitelo AG 468 milljónir króna - 12 mánaða verktími.

Síðari áfangi GSM-farsímaþjónustunnar snýst um að koma upp og reka farsímaþjónustu á völdum svæðum á landinu, einkum á Vestfjörðum og Norðuausturlandi en einnig víða á Snæfellsnesi, Austfjörðum og Suðurstrandarvegi. Útboðið gerði ráð fyrir að ljúka skuli verkinu á 22 mánuðum en bjóðendum voru gefin stig fyrir að ljúka því fyrr. Verða tilboðin metin út frá heildarhagkvæmni en ekki einvörðungu fjárhæð tilboðs eins og fram kemur í útboðsgögnun.

Ríkiskaup önnuðust framkvæmd útboðsins fyrir hönd fjarskiptasjóðs. Farið verður yfir tilboðin næstu daga og vikur og gert er ráð fyrir að gengið verði frá samningum fyrir lok mánaðarins. Fyrirtækin þrjú voru valin í lokað útboð að undangengnu forvali sem auglýst var á Evrópska efnahagssvæðinu í mars á þessu ári. Fyrirtækin fengu útboðsgögn í júlí og skiluðu tilboðum sínum í byrjun mánaðarins.

Síminn átti lægsta tilboð í fyrri áfanga GSM-farsímaþjónustunnar og er það verk nú langt komið. Nær það til GSM-þjónustu á Hringveginum, fimm fjallvegum og nokkrum ferðamannasvæðum.

 Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira