Hoppa yfir valmynd
31. október 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Breyting fyrirhuguð á reglugerð um alþjónustu

Drög að nýrri reglugerð um alþjónustu í fjarskiptaþjónustu eru nú til umsagnar á vef samgönguráðuneytisins. Unnt er að senda inn umsagnir til 13. nóvember.

Með alþjónustu er átt við þá þætti fjarskipta sem boðnir eru öllum notendum á viðráðanlegu verði og óháð landfræðilegri staðsetningu. Tilgangur alþjónustu er að tryggja jafnvægi milli markaðar sem opinn er samkeppni og almenningsþarfa fyrir lágmarksfjarskiptaþjónustu með ákveðnum gæðum og á verði sem teljast má viðráðanlegt.

Markmið reglugerðarinnar um alþjónustu er að skilgreina hvaða þættir slíkra fjarskipta skuli boðnir öllum notendum og að setja reglur um mat á kostnaði fyrirtækja sem veita alþjónustu sem þeim er gert að veita með það í huga að bæta upp mismun kostnaðar og tekna af þjónustunni.

Meðal breytinga er að fleiri hugtök eru nú skilgreind en í fyrri reglugerð, bætt er inn ákvæðum um veitingu upplýsinga, um þjónustu við öryrkja og nánar er kveðið á um framlög til alþjónustu.

Umsagnarfrestur um reglugerðardrögin er til 13. nóvember og skulu umsagnir berast á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected].

Drög reglugerðarinnar má sjá hér.

Yfirlit um breytingar á núgildandi reglugerð má sjá hér.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum