Hoppa yfir valmynd
2. október 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

3G net opnað á miðunum við Ísland

Kristján L. Möller samgönguráðherra opnaði á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í morgun fyrir hönd Símans net langdrægra 3G senda á miðunum við Ísland. Netið veitir sjófarendum 3G samband á miðunum umhverfis landið.

Samgönguráðherra opnar langdrægt 3G net Símans.
Kristján L. Möller samgöngu-ráðherra opnar 3G netið. Hjá honum er Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans.

Þetta nýja kerfi Símans mun leysa NMT kerfið af hólmi og langdræga kerfið opnar nýja möguleika fyrir sjómenn og útgerðarfyrirtæki með háhraðagagnaflutningi og meiri talgæðum í samanburði við NMT kerfið. Fram kemur í upplýsingum frá Símanum að sjómenn geti þannig verið í stöðugu sambandi við vini og vandamenn í landi, notað netið og þau þægindi sem því fylgir og skipin geta verið í góðu sambandi við útgerðarfyrirtækin.

Samgönguráðherra hringdi fyrsta símtalið í Gullbergið VE sem gert er út af Vinnslustöðinni. Þar var Sverrir Gunnlaugsson skipstjóri fyrir svörum sem lét vel af sér á sjónum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira