Hoppa yfir valmynd
14. júní 2001 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Vel heppnuð heimsókn samgönguráðherra

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti sér í dag starfsemi Íslandssíma og átti fund með stjórnendum fyrirtækisins.

Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast nánar stöðu fyrirtækja á íslenska fjarskiptamarkaðnum en á næstu vikum ætlar ráðherra meðal annars að heimsækja Landssímann, Tal og Línu.Net.

Það er mat samgönguráðherra og stjórnenda Íslandssíma að fundurinn í dag hafi verið afar gagnlegur fyrir báða aðila. Rætt var um lagaumhverfið á fjarskiptamarkaðnum og reglugerðir sem fjarskiptafyrirtækjum er ætlað að starfa eftir. Einnig var rætt um eftirlitsstofnanir á fjarskiptamarkaðnum en ráðherra upplýsti að hafin væri vinna við að endurskipuleggja Póst- og fjarskiptastofnun með það í huga að efla eftirlitshlutverk hennar og auka frumkvæði. Einnig kom fram á fundinum að nú væri verið að endurskoða fjarskiptalög sem að grunni til voru samþykkt árið 1998.

Ráðherra segir fundinn í dag hafa staðfest þá skoðun sína að gildistaka nýrra laga árið 1998 hafi eflt til muna samkeppni á fjarskiptamarkaðnum enda hefur veltan aukist árlega um 20 og 30%. Til dæmis hafi fyrirtæki eins og Íslandssími og Tal náð öruggri fótfestu á markaði á þessum tíma, Tal náð góðum árangri á farsímasviði og Íslandssími hafið starfsemi á öllum meginsviðum fjarskipta á einungis hálfu öðru ári. Það er trú ráðherra að markaðurinn sé vel búinn undir einkavæðingu Landssímans í haust samhliða því að eftirlitsstofnanir verði efldar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira