Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2006 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Bæta þarf fjarskiptasamband víða um heim

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sat í byrjun vikunnar upphaf allsherjarþings Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, International Telecommunication Union, ITU, í Tyrklandi. Í ávarpi sínu sagði ráðherra meðal annars að nauðsynlegt væri að endurskoða og bæta fjarskiptasamband víða um heim; það yrði að vera afkastamikið og hagkvæmt.

SB_i_Tyrklandi
Sturla Böðvarsson flytur ávarp sitt. Með honum eru Ragnhildur Hjaltadóttir og Hrafnkell V. Gíslason.

Alþjóðafjarskiptasambandið er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna og sá samstarfsvettvangur sem hefur gert mönnum kleift að þróa nútíma samskiptaleiðir á heimsvísu eins hratt og raun ber vitni. Sambandið heldur allsherjarþing á fjögurra ára fresti þar sem mörkuð er sú stefna sem fylgt er í fjarskiptamálum á alþjóðlega vísu. Að þessu sinni munu um 2000 fulltrúar opinberra aðila og einkafyrirtækja á fjarskiptamarkaði, auk fulltrúa svæðisbundinna og alþjóðlegra samtaka og stofnana, sitja þingið.

Sturla Böðvarsson sagði einnig í ávarpi sínu að nauðsynlegt væri að ITU endurskoðaði starfsemi sína með hliðsjón af margs konar tækninýjungum sem nú settu mark sitt á fjarskiptamarkað um heim allan. Nefndi hann sérstaklega öryggi og áreiðanleika fjarskiptaneta. Sagði hann að ITU ætti áfram að vera vettvangur alþjóðlegrar umræðu og þróunar í fjarskiptum.

Á þeim þremur vikum sem þing Alþjóða fjarskiptasambandsins stendur munu fulltrúar þurfa að koma sér saman um fjölmörg úrlausnarefni varðandi hlutverk og starfsemi sambandsins næstu fjögur ár og til framtíðar. Málefni sem talið er að verði efst á baugi eru meðal annars endurskoðun á skipulagi ITU með tilliti til hinnar hröðu þróunar á sviði fjarskipta.

Ásamt ráðherra sátu upphaf þingsins þau Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar og Ari Jóhannsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Ari situr út þingið sem stendur fram í síðari hluta mánaðarins.

Sjá má ræðu Sturðu Böðvarssonar hér.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira