Hoppa yfir valmynd
11. september 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Starfsmenn norska samgönguráðuneytisins heimsóttu innanríkisráðuneytið

Hópur starfsmanna deildar norska samgönguráðuneytisins sem sinnir flugmálum, fjarskiptamálum og póstmálum heimsótti innanríkisráðuneytið í gær. Starfsmenn ráðuneytisins fræddu Norðmennina og fengu til liðs við sig fulltrúa frá Isavia og Póst- og fjarskiptastofnun.

Fulltrúar frá norska samgönguráðuneytinu heimsóttu innanríkisráðuneytið í gær.
Fulltrúar frá norska samgönguráðuneytinu heimsóttu innanríkisráðuneytið í gær.

Hópur starfsmanna deildar norska samgönguráðuneytisins sem sinnir flugmálum, fjarskiptamálum og póstmálum heimsótti innanríkisráðuneytið í gær. Starfsmenn ráðuneytisins fræddu Norðmennina og fengu til liðs við sig fulltrúa frá Isavia og Póst- og fjarskiptastofnun.

Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri skrifstofu innviða, ávarpaði hópinn og sérfræðingar á skrifstofunni fluttu kynningar. Gunnar Örn Indriðason sagði frá helstu þáttum í starfsemi ráðuneytisins, Vera Sveinbjörnsdóttir fjallaði um innleiðingu ESB-gerða og Ottó Winther um fjarskiptaáætlun og uppbyggingu á breiðbands- og ljósleiðaraneti. Þá fjölluðu fulltrúar Isavia um ýmsar hliðar flugmála, þau Ásgeir Pálsson, Sveinbjörn Þórðarson og Guðný María Jóhannsdóttir. Einnig fjallaði Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, um fjarskiptainnviði landsins.

Sigurbergur Björnsson ræddi við fulltrúa norska samgönguráðuneytisins sem komu í heimsókn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira