Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Málþing á morgun í tilefni af alþjóða netöryggisdeginum

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, 7. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir”. Áhersla verður lögð á að kynslóðir miðli af þekkingu sinni og reynslu milli kynslóða, en þannig má stuðla að jákvæðri og öruggri notkun Netsins. Málþing í tilefni dagsins hefst klukkan 13 með ávarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.

Málþingið fer fram í Bratta, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13-16. Er það haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Microsoft Íslandi  og Háskóla Íslands.

Dagskrá:

13.00 - Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, setur málþingið

13.10 - Ari Eldjárn, uppistandari: Hvernig er líf án Netsins og hvernig verður Netið í framtíðinni?

13.25 - Diljá Helgadóttir, ungmennaráði SAFT: Áhrif internetsins á samskipti fólks

13.45 - Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg: Ungir uppfæra eldri borgara

14.05 - Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Menntavísindasvið HÍ: Félagslegur jöfnuður og Internetið

14.25 - Kaffi

14.45 - Stefán Jökulsson, lektor í kennslufræði, Menntavísindasviði HÍ: Hvað er af sem áður var? Um kynslóðamun í stafrænum heimi

15.05 - Einar Skúlason, kynningarstjóri Fréttablaðsins og Vísis, Markaðssviði: Siðferði, fjölmiðlar og Netið – fjölmiðlafólk miðlar til grunnskólanema

15.25 - Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs Advania: Með tilkomu öflugra leitarvéla og samfélagsmiðla er einkalíf þitt og lífshlaup eins og opin bók. Friðhelgi fortíðar er fyrir bí. En skiptir það máli í nútímanum og hver er hættan í framtíðinni?

15.45 - Pallborðsumræður

16.00 - Veitingar

Málþingið verður sent beint út á Netinu en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira