Hoppa yfir valmynd
27. maí 2014 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að matslýsingu samgönguáætlunar og fjarskiptaáætlunar til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir um þessar mundir drög að matslýsingu fyrir samgönguáætlun 2015-2026 og fjarskiptaáætlun 2015-2026. Ráðuneytið leitar samráðs við almenning og hagsmunaaðila um matslýsinguna og er unnt að senda athugasemdir og ábendingar til 23. júní á netfangið [email protected].

Unnið er nú að gerð 12 ára samgönguáætlunar og 12 ára fjarskiptaáætlunar sem mótaðar eru á grunni stefnumörkunar innanríkisráðherra. Samgönguáætlun er háð lögum um umhverfismat áætlana og hefur verið ákveðið að meta samtímis umhverfisáhrif fjarskiptaáætlunar. Í matslýsingunni er gerð grein fyrir eftirfarandi þáttum:

  • Hvernig staðið verður að matsvinnunni.
  • Hvað muni koma fram í umhverfisskýrslu.
  • Hverjir séu helstu áhrifaþættir áætlananna.
  • Hvaða umhverfisþættir kunni að verða fyrir áhrifum.
  • Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
  • Matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisþátta.

Sem fyrr segir gefst almenningi og hagsmunaaðilum kostur á að senda ráðuneytinu skriflegar athugasemdir til 23. júní. Í kjölfarið mun ráðuneytið taka saman yfirlit athugasemda og ábendinga sem berast og hvernig þær muni nýtast við gerð umhverfisskýrslu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum