Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

03. febrúar 2017 HeilbrigðisráðuneytiðVEL Ræður og greinar Óttarrs Proppé

Landsbyggðarvinir - Framtíðin er núna

Ávarp heilbrigðisráðherra við afhendingu verðlauna Landsbyggarvina Framtíðin er núna – Unnsteinn Jóhannsson aðstoðarmaður flutti ávarpið fyrir hönd ráðherra

Góðir gestir – kæru landsbyggðarvinir.

Unnsteinn Jóhannesson heiti ég og kem hér fyrir hönd Óttars Proppé heilbrigðisráðherra sem bað fyrir góðar kveðjur og hvatningaróskir til ykkar sem hér vinnið að góðum verkum með hugmyndaflug og góðan vilja að verkfæri.

Þetta er gleðifundur og uppskeruhátíð þar sem kynntar verða og verðlaunaðar hugmyndir sem birtast í ritgerðum þátttakenda í verkefninu; Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir.

Það gefur auga leið að hugmyndavinna á þessu sviði vekur áhuga heilbrigðisráðherra og eflaust alla þá sem starfa á sviði forvarna og heilbrigðismála. Það sem er sérstaklega gott og mikilvægt við þetta verkefni er áherslan á heimabyggð, þ.e. hvað getur fólk gert á heimavelli, í nærumhverfi sínu til að efla heilbrigði, stuðla að heilsusamlegu líferni og sinna forvörnum.

Í þessu samhengi er tvímælalaust gagnlegt að skoða nýlega lýðheilsuvísa sem Embætti landlæknis hefur unnið að norskri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum. Íslensku lýðheilsuvísarnir voru fyrst kynntir í júní í fyrra. Þeim er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og veitendum heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að þvi að bæta heilsu og líðan. Verkefni embættisins um heilsueflandi samfélög og heilsueflandi skóla miða að sama marki og beinast að nærumhverfi fólks.

Gott fólk.

Þetta er eins og ég sagði áðan gleðifundur og uppskeruhátíð, svo það er rétt að ég leggi ekki of langan tíma undir ræðuhöld. Gestir hér eru líka ugglaust orðnir spenntir að kynnast verðlaunahöfunum sem brátt fá afhent verðlaun sín og að heyra kynningar þeirra á hugmyndum sínum. Ég ætla því ekki að hafa orð mín fleiri, en ítreka góðar kveðjur heilbrigðisráðherra Óttars Proppé til ykkar.

Takk fyrir.

-------------------------
(Talað orð gildir)

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum