Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Hraðari afhending bóluefna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - mynd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:

Staðan á Covid-19-far­aldr­in­um er góð hér­lend­is í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Ísland er í græn­um flokki sam­kvæmt litakóðun­ar­kerfi á korti Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu en land fær græn­an lit ef ný­gengi smita síðustu fjór­tán daga á hverja 100 þúsund íbúa er und­ir 25 og hlut­fall já­kvæðra sýna und­ir 4%. Í gær, 15. fe­brú­ar, var sú tala raun­ar bara 2,2 hér­lend­is. Alls hafa átta smit greinst frá 1. fe­brú­ar inn­an­lands og ein­ung­is eitt þeirra utan sótt­kví­ar en það var 1. fe­brú­ar. Það smit er jafn­framt það eina utan sótt­kví­ar sem greinst hef­ur inn­an­lands frá 20. janú­ar sl. Álag á Land­spít­ala vegna Covid-19 hef­ur minnkað veru­lega und­an­farið.

Við stönd­um því vel og af þeim sök­um gát­um við slakað aðeins á sam­komutak­mörk­un­um þann 8. fe­brú­ar síðastliðinn. Bólu­setn­ing gegn Covid-19 er haf­in hér­lend­is og geng­ur vel. Í könn­un á viðhorfi al­menn­ings til bólu­setn­ing­ar við Covid-19 sem embætti land­lækn­is lét gera í lok janú­ar 2021 kom fram að Íslend­ing­ar eru al­mennt já­kvæðir gagn­vart bólu­setn­ing­um. Rétt tæp­lega 90% svar­enda í könn­un­inni töldu al­veg ör­uggt að þau myndu láta bólu­setja sig, og að 92,5% teldu bólu­efn­in vera mjög eða frek­ar ör­ugg.

 

Ísland hef­ur samið við fimm lyfja­fram­leiðend­ur um bólu­efni gegn Covid-19, bólu­efni þriggja þeirra, Pfizer, AstraZeneca og Moderna, eru kom­in með markaðsleyfi og bólu­setn­ing með þeim haf­in hér á landi.

Gera má ráð fyr­ir að hægt verði að bólu­setja tæp­lega 190.000 ein­stak­linga hér á landi fyr­ir lok júní næst­kom­andi með bólu­efn­um Pfizer, AstraZeneca og Moderna. Þetta er mun meira en áður var vænst. Mestu mun­ar ann­ars veg­ar um nýj­an samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins við Pfizer sem trygg­ir Íslandi bólu­efni fyr­ir 25.000 til 30.000 manns strax á öðrum árs­fjórðungi, til viðbót­ar fyrri samn­ing­um og hins veg­ar aukna fram­leiðslu­getu AstraZeneca sem leiðir til mun hraðari af­hend­ing­ar bólu­efna en áður. Alls verður rúm­lega 280.000 ein­stak­ling­um boðin bólu­setn­ing hér á landi, þ.e. öll­um sem eru 16 ára og eldri. Gert er ráð fyr­ir að Ísland und­ir­riti samn­ing um auk­inn fjölda bólu­efna frá Pfizer á grund­velli nýs samn­ings Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir lok þess­ar­ar viku.

Einnig má nefna að gert er ráð fyr­ir að Evr­ópska lyfja­stofn­un­in leggi mat á bólu­efni Jans­sen og Curevac inn­an skamms en mat henn­ar er for­senda markaðsleyf­is. Áætlað er að af­hend­ing þess­ara bólu­efna geti haf­ist á öðrum fjórðungi þessa árs en ekki liggja fyr­ir staðfest­ar upp­lýs­ing­ar frá fram­leiðend­un­um um magn.

Í ljósi stöðu far­ald­urs­ins hér­lend­is og nýj­ustu frétta af bólu­efn­um tel ég að við get­um leyft okk­ur að horfa björt­um aug­um fram á veg­inn. Dag­inn tek­ur að lengja og með hverj­um deg­in­um birt­ir líka til í glím­unni við far­ald­ur­inn. Við skul­um njóta þess með hækk­andi sól.

Grein heilbrigðisráðherra birtist í Morgunblaðinu 16. febrúar 2021

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira