Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna starfar samkvæmt 4. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Nefndin er forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda innan þjóðlendna. Jafnframt skal nefndin árlega gera tillögur til forsætisráðherra um ráðstöfun tekna af réttindum innan þjóðlendna, sbr. 4. mgr. 3. gr. s.l.
- Regína Sigurðardóttir, sérfræðingur, formaður, skipuð án tilnefningar.
- Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðherra.
- Hreinn Hrafnkelsson, sérfræðingur, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
- Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
- Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, tilnefndur af Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir fundi samstarfsnefndar um málefni þjóðlendna seinni hluta árs 2021:
Þriðjudagurinn 5. október 2021
Þriðjudagurinn 9. nóvember 2021
Þriðjudagurinn 7. desember 2021
Ath. birt með fyrirvara um breytingar.
Sjá einnig: