Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um nýtt fyrirkomulag prófs í verðbréfaviðskiptum sem gengur í gildi 1. október 2020

Helstu breytingar frá núverandi fyrirkomulagi

I. Prófið skiptist í tvö hluta: lögfræði og viðskiptafræði. 

Í lögfræðihlutanum reynir á eftirfarandi greinar:

  1.     lög og reglur á fjármálamarkaði,
  2.     almenn siðfræði og tengd löggjöf á fjármálamarkaði,
  3.     aðrar greinar á sviði lögfræði að því marki sem þær skipta máli við umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga:

        a. félagaréttur,
        b. samninga- og kröfuréttur,
        c. gjaldþrotaskipti og sambærileg málsmeðferð,og
        d. skaðabótaábyrgð vegna fjárfestingarráðgjafar.

Í viðskiptafræðihlutanum reynir á eftirfarandi greinar:

  1.     verðbréf, afleiður og gjaldeyrir,
  2.     fjárfestingarferli,
  3.     viðskiptahættir,
  4.     aðrar greinar á sviði viðskiptafræði að því marki sem þær skipta máli við umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti og þjónustu með fjármálagerninga og fjárfestingarráðgjöf:

        a. skattaleg atriði, og
        b. þjóðhagfræði.

II. Prófin verða haldin á tímabilinu mars til júní 2021, þ.m.t. sjúkrapróf, að því gefnu að  tilskilinn fjöldi þátttakenda hefur skráð sig í próf (a.m.k. 10 manns).

III. Ekki verða veittar undanþágur frá einstaka prófhlutum. En þeir sem lokið hafa prófi eða öðlast réttindi á Evrópska efnahagssvæðinu sem krafist er í viðkomandi ríki til að vera heimilt að hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga eiga rétt á, ef þeir óska eftir því við prófnefnd, að fá útgefið skírteini um próf í verðbréfaviðskiptum, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og 2. gr. laga nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

Drög að nýrri reglugerð og prófefnislýsingu sem gilda munu frá 1. október 2020.

I . Drög að nýrri reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum 

II. Drög að nýrri prófefnislýsingu

Athugasemdir við drögin má senda á [email protected].

Síðast uppfært: 4.4.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum