Hoppa yfir valmynd
26. mars 2020 Utanríkisráðuneytið

Sendiskrifstofur og borgaraþjónusta standa vaktina víða um heim

Frá 14. til 25. mars sinnti starfsfólk utanríkisþjónustunnar hátt í þrjú þúsund og fimm hundruð erindum í síma, með tölvupósti og skilaboðum á Facebook.  - mynd
Opnunartími sendiskrifstofa Íslands víða um heim hefur verið skertur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Starfsfólk utanríkisþjónustunnar sinnir áfram erindum að heiman í síma, í gegnum tölvupóst og facebook. Íslenskir ríkisborgarar sem þurfa á þjónustu að halda vegna neyðarvegabréfa eða hyggjast sækja um almenn vegabréf eru hvattir til að hafa samband beint við sendiskrifstofu.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veitir Íslendingum vernd og aðstoð í neyðartilfellum erlendis og er ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar. Starfsfólk sinnir verkefnum í húsnæði utanríkisráðuneytisins í Reykjavík og sendiskrifstofum Íslands í þremur heimsálfum.

Frá 14. til 25. mars sinnti starfsfólk utanríkisþjónustunnar hátt í þrjú þúsund og fimm hundruð erindum í síma, með tölvupósti og skilaboðum á Facebook. Þá voru reglulega sendir upplýsingapóstar til þeirra ellefu þúsund einstaklinga erlendis sem skráðir voru í gagnagrunn borgaraþjónustunnar sem stofnaður var 25. febrúar vegna Covid-19.

Af þeim er áætlað að um sjö þúsund manns hafi þegar snúið til baka til Íslands en um fjögur þúsund Íslendingar dvelji enn erlendis. Af þeim er áætlað að átta hundruð og níutíu manns stefni á heimkomu á næstu tveimur mánuðum. Rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð manns hafa ekki skráð sérstakan heimferðardag og því má áætla að margir hyggist dvelja áfram erlendis.

Hægt er að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með skilaboðum á Facebook, með tölvupósti á [email protected] eða í neyðarsíma borgaraþjónustu +354 545-0-112 sem er opinn allan sólahringinn. Svör við algengum spurningum og upplýsingar um þekktar ferðatakmarkanir vegna COVID-19 má finna á utn.is/ferdarad

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum