Hoppa yfir valmynd

Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs

Sóttvarnalæknir ráðleggur íbúum Íslands frá ferðalögum á áhættusvæði. Stór hluti annarra þjóða er enn óbólusettur og mikið um smit meðal óbólusettra en bólusettir einstaklingar smitast líka og geta smitað aðra, þótt bólusetning verji einstaklinginn gegn alvarlegum sjúkdómi.

Ferðaráð utanríkisráðuneytisins eru uppfærð jafnóðum eftir því sem upplýsingar berast um ferðatakmarkanir og skilyrði fyrir komu til annarra ríkja.  Ekki er um tæmandi lista að ræða. Fyrir ítarlegri ferðaráð bendum við á ferðaviðvaranir nágrannaríkja Íslands  sem hafa víðtækara net sendiskrifstofa og geta gefið mun ítarlegri viðvaranir. Þá inniheldur vefurinn Re-open EU ítarlegar upplýsingar vegna ferðalaga innan EES-svæðisins.

Jafnframt má skoða upplýsingar Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) um ferðatakmarkanir.

Forskráning fyrir komu til Íslands og aðrar upplýsingar vegna COVID-19 á Íslandi má finna á www.covid.is

Allar upplýsingar um hverjir mega ferðast til landsins og dæmi um hvaða gögnum þarf að framvísa í hverju tilviki má finna á heimasíðu lögreglunnar. 

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar Íslendinga í erfiðleikum erlendis. Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] Í neyðartilvikum sem ekki þola bið má hringja í neyðarnúmer borgaraþjónustu +354 545-0-112 allan sólarhringinn.


Svör við algengum spurningum

Svör við algengum spurningum vegna ferðalaga á tímum COVID-19 heimsfaraldurs.

Opnun landamæra og sóttvarnarkröfur einstakra ríkja

Athugið að listinn er ekki tæmandi.

ATH. Frá og með 22. nóvember 2021 er í gildi útgöngubann í Austurríki. Ferðamönnum er óheimilt að koma til landsins og þá hefur flestum verslunum, veitingastöðum og hótelum verið lokað. Útgöngubannið gildir til 13. desember. Textinn hér að neðan verður uppfærður þegar nánari upplýsingar liggja fyrir. 

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Engin lönd ESB og Schengen svæðisins eru nú skilgreind sem áhættusvæði. Landamæri Austurríkis eru opin öllum þeim sem koma frá svæðinu og geta sýnt fram á gilt bólusetningarvottorð, vottorð um yfirstaðið smit eða neikvætt próf. Upplýsingar um ferðalög frá þriðju ríkjum (þ.m.t. frá Bretlandi) er að finna á vefsíðu austurrískra stjórnvalda.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Smitvottorð
Gerð er krafa um að sýna fram á neikvætt Covid-próf ef bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit er ekki til staðar. Um er að ræða PCR próf sem ekki má vera eldra en 72 klst við komu, eða antigen hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst við komu.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er að Evrópsku lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Íslensk bólusetningarskírteini eru með samevrópskum QR kóða sem tekinn er gildur íAusturríki.

3. Sóttkví

Einstaklingar sem koma frá ESB/Schengen svæðinu þurfa ekki að fara í sóttkví við komu til landsins.

4. Landganga

Reglur innanlands
Reglur innanlands. Oft þarf að sýna fram á Covid-tengd vottorð, svo sem bólusetningarvottorð, við komu á veitingastaði, búðir eða leikhús.

5. Millilendingar

Ekki þarf að sýna fram á Covid-tengd vottorð eða forskrá sig ef millilent er í Austurríki.

6. Skimun í Austurríki

Í Austurríki er hægt að taka antigen hraðpróf og PCR próf víðsvegar. Nánari upplýsingar...

7. Gagnlegir tenglar

https://www.austria.info/en/service-and-facts/coronavirus-information

https://www.oesterreich.gv.at/en/themen/coronavirus_in_oesterreich/pre-travel-clearance.html

https://reopen.europa.eu/en/map/AUT/7001

Síðast uppfært 22. nóvember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Ferðabann sem verið hafði í gildi gagnvart ríkisborgurum Schengen-ríkjanna og nokkurra annarra ríkja féll niður 8. nóvember skv. ákvörðun Bandaríkjastjórnar frá 25. október 2021. Þar með er íslenskum  ferðamönnum aftur kleift að koma til Bandaríkjanna að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem gerð er grein fyrir hér að neðan. Rétt er að minna á mikilvægi þess að fylla í tæka tíð út umsókn um ferðaheimild, ESTA, sjá: https://esta.cbp.dhs.gov/

Frá og með 8. nóvember 2021 geta ferðamenn flogið til Bandaríkjanna að því gefnu að þeir séu að fullu bólusettir og framvísi bólusetningarvottorði. Áfram er jafnframt gerð sú krafa að fólk sýni neikvætt COVID-próf og með sérstakri forsetatilskipun frá 2. desember 2021 verður gerð sú krafa frá og með 6. desember að prófið sé ekki eldra en sólarhringsgamalt miðað við brottför flugs. Ekki skiptir máli í þessum efnum hvort farþegar eru bólusettir eður ei. Bæði PCR vottorð og hraðpróf (antigen) eru tekin gild.

Einstaklingar undir 18 ára aldri verða undanþegnir kröfunni um bólusetningu. Sú krafa gildir þó að viðkomandi framvísi neikvæðu COVID-prófi áður en þau fara um borð í flugvél. 

Reglurnar eiga ekki við um fólk sem ekki getur undirgengist bólusetningu af læknisástæðum eða sem hefur ekki getað klárað fulla bólusetningu vegna hliðarverkana tengdum fyrsta skammti. Loks munu takmarkaðar undanþágur eiga við um fólk frá ríkjum þar sem mjög lítið hefur verið bólusett vegna skorts á bóluefni. Um 50 ríki eru nú á lista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) yfir lönd þar sem innan við 10% landsmanna hafa hlotið bólusetningu. 

Tekin verða gild þau bólusetningarvottorð sem WHO hefur gefið grænt ljós fyrir og Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna.

Frekari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins bandaríska: https://travel.state.gov/content/travel/en/international-travel/emergencies/covid-19-faqs-for-travel-to-the-us-information.html

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

Brýnt er að hafa gilda ESTA-heimild, sjá hér: https://esta.cbp.dhs.gov/

Gerð er krafa um að farþegar sem ferðast með flugi til Bandaríkjanna (einnig bólusettir einstaklingar) hafi orðið sér úti um neikvætt COVID próf fyrir brottför (má ekki vera eldra en sólarhrings gamalt frá og með 6. desember). Þá verða farþegar að geta sýnt fram á að þeir hafi verið að fullu bólusettir.

Börn 2-17 ára eru undanskilin kröfunni um bólusetningu en þurfa eftir sem áður að sýna neikvætt COVID-próf sem er ekki eldra en sólarhrings gamalt. Sé óbólusett barn 2-17 ára að ferðast upp á sitt einsdæmi eða er í för með óbólusettum foreldrum þarf neikvætt COVID-próf að vera í mesta lagi sólarhrings gamalt. Ekki er gerð krafa um að sýnd séu neikvæð COVID-próf fyrir börn yngri en tveggja ára en þó mælast sóttvarnayfirvöld til þess að slík próf séu framkvæmd. 

Um aðrar undanþágur frá kröfunni um bólusetningu sjá lið 1 að ofan.

3. Grímuskylda og aðrar upplýsingar

Grímuskylda er í gildi í öllu flugi til Bandaríkjanna og innanlandsflugi, sem og í almenningssamgöngum almennt. 

Flugfélögum verður falið að taka niður upplýsingar um ferðamenn sem gerir stjórnvöldum kleift að hafa uppi á þeim eftir komu til Bandaríkjanna, ef viðkomandi til að mynda reynist hafa verið í samskiptum við annað fólk sem síðan reynist vera með COVID-19.

Séu ferðamenn ekki bólusettir er gerð krafa um að þeir undirgangist COVID-próf 3-5 dögum eftir komu til Bandaríkjanna, nema viðkomandi hafi náð sér af COVID-19 veikindum á undanliðnum 90 dögum (og geti þá sýnt fram á það).

Varðandi kröfur um sóttkví, sjá: https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/travelers/noncitizens-US-air-travel.html

4. Skimun í Bandaríkjunum

Fyrirkomulag skimana er breytilegt milli fylkja Bandaríkjanna. CDC (miðstöð sjúkdómavarna og forvarna) heldur úti lista yfir heilbrigðisyfirvöld í hverju fylki.

Þá bjóða margir flugvellir í Bandaríkjunum upp á COVID-próf og apótek CVS og Walgreens einnig.

5. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 3. desmber 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Á vefsíðunni Re-open EU má finna upplýsingar um þær reglur sem gilda fyrir ferðafólk frá ýmsum löndum sem hyggur á ferðalög til Belgíu, og þar með talið Íslendinga. Ferðabann er í gildi frá löndum sem belgísk stjórnvöld flokka sem há-áhættusvæði, eða ,,very high risk areas“ sjá nánar hér. Ferðir til Belgíu frá þessu ríkjum eru eingöngu heimilar ef ferðin telst nauðsynleg og uppfyllir skilyrði sem nánar eru skilgreind á framangreindri vefsíðu.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

Sjá heimasíðu belgískra stjórnvalda um undirbúning fyrir komuna til Belgíu

Þeir sem koma til Belgíu frá grænum svæðum þurfa ekki að fara í sóttkví né að fara í skimun.

Þeir sem koma til Belgíu frá rauðum svæðum innan EES svæðisins og geta framvísað vottorði um fulla bólusetningu, um afstaðin COVID-19 veikindi á síðastliðnum 180 dögum eða um neikvætt PCR-próf, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í skimun. Þeir sem koma til Belgíu frá rauðum svæðum utan EES svæðisins og geta framvísað vottorði um fulla bólusetningu eða afstaðin COVID-19 veikindi þurfa að fara í skimun á 1. eða 2. degi eftir komuna til landsins og vera í sóttkví að meðan beðið er eftir niðurstöðu. Ef hún reynist neikvæð má ljúka sóttkví. Börn yngri en 12 ára þurfa ekki að fara í skimun. Athugið að vottorðið þarf að vera viðurkennt evrópsk vottorð eða viðurkennt af belgískum yfirvöldum.

Þeir sem koma til landsins og eru hvorki með fulla bólusetningu né sönnun um afstaðin COVID-19 veikindi á undanförnum 180 dögum verða að fara í sóttkví í 10 daga og í skimun á 1. og 7. degi. Þessi krafa á ekki við um tiltekin lönd, sjá hér.

Í nokkrum undantekningartilvikum er ekki gerð krafa um skimun og/eða sóttkví, sjá nánar hér.

3. Forskráning

Allir sem koma til Belgíu, bæði ferðamenn og þeir sem eru búsettir í landinu, verða að fylla út svokallað ,,Passenger Locator Form“ innan 48 stunda áður en komið er til landsins.

4. Sóttkví

Reglur um sóttkví eftir komuna til Belgíu er að finna hér.

4. Landganga

Reglur um sóttvarnir á landamærum og innanlands í Belgíu er að finna á heimasíðu belgískra stjórnvalda um COVID-19 faraldurinn og aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu. Einnig eru upplýsingar aðgengilegar á Re-open EU.

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar við komuna til Belgíu eru breytilegar eftir löndum, sjá nánar á Re-open EU.

6. Skimun

Hægt er að fara í PCR-próf á flugvellinum í Brussel. Víða er hægt að fara í PCR-próf í  Brussel samkvæmt því sem fram kemur hér. Almennt gjald fyrir PCR-próf er 46,81 evra. Þeir sem eru sjúkratryggðir í Belgíu greiða ekki fyrir skimunina.

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 1717

Grímunotkun
Almenn grímuskylda fyrir 10 ára og eldri. Nær til almenningssamgangna, verslana og annarrar þjónustu, bæði innan- og utandyra þar sem ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk. Einnig er skylt er að bera grímu í kvikmyndahúsum, leikhúsum, tónleikahúsum o.s.frv.

Fjöldatakmarkanir
Samkomur skipulagðar af einkaaðilum innandyra eru bannaðar, þó ekki brúðkaup og erfidrykkjur. Sýna þarf bólusetningarpassa fyrir aðgang að samkomum þar sem fleiri en 50 manns koma saman innandyra og 100 utandyra. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda frá 26. nóvember sl. eru samkomur aðeins leyfðar milli kl. 17:00 og 23:00, að brúðkaupum undanskildum.

Fjarlægðamörk
1,5m.

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Framvísa þarf bólusetningarvottorði, neikvæðu COVID prófi eða vottorði um afstaðna sýkingu á kaffi- og veitingahúsum, söfnum, tónleikastöðum, leikhúsum o.s.frv. Veitingahús mega einungis taka á móti gestum á milli 17:00 og 23:00 skv. ákvörðun stjórnvalda frá 26. nóvember sl.
Skemmtistaðir og barir eru lokaðir samkvæmt ákvörðun stjórnvalda frá 26. nóvember sl.

Síðast uppfært 2. desember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Farþegar mega koma frá öllum ríkjum nema þeim sem eru flokkuð rauð samkvæmt breskum stjórnvöldum (ekki sami listi og frá sóttvarnarstofnun Evrópu) en strangari kröfur við komu gilda fyrir þá sem koma frá rauðum löndum. Sjá betur á vef breskra stjórnvalda.  Ísland er ekki á rauða lista breskra stjórnvalda.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

Hafa nauðsynleg vottorð tiltæk sem og að fylla út forskráningarskjal (Passenger Locator Form) (sjá lið 2.2) og bóka Day 2 Test. Frá og með 7. desember þurfa allir farþegar, 12 ára og eldri, að framvísa neikvæðu Covid prófi (hraðpróf eða PCR) sem er ekki eldra en 48 klukkustundir. Frá og með 30. nóvember þurfa allir farþegar sem koma til Bretlands að taka PCR próf innan tveggja daga frá komu og vera í sóttkví á dvalarstað þangað til niðurstaða fæst. Ekki er hægt að klára skráningu á Passenger Locator forminu nema setja inn kóða fyrir keyptu prófi. Við mælum sterklega með því að fólk kynni sér vel hversu niðurstöður eru lengi að berast frá þeim aðila sem próf er keypt hjá, en það getur verið töluverður munur á milli fyrirtækja. Gera má fastlega ráð fyrir því að próf sem eru tekin á staðnum (flugvelli eða testing-centres) skili niðurstöðum fyrr en próf sem þarf að senda til baka með pósti. Á vef breskra stjórnvalda má finna upplýsingar um hvar hægt sé að bóka próf.

2.1. Vottorð

Smitvottorð
Ekki þarf að framvísa neikvæðu prófi fyrir ferð til Bretlands en hinsvegar þarf að bóka próf eftir komu, svokallað Day     2 test. Án staðfestingarnúmers á slíkri pöntun er ekki hægt að klára forskráningu.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur:

 1. Í gegnum breska heilbrigðiskerfið (NHS)
 2. Í gegnum bólusetningarprógram Sameinuðu þjóðanna
 3. Í ríki sem Bretland viðurkennir bólusetningar (Ísland er þar á meðal)

Íslensk bólusetningarskírteini eru með QR kóða sem tekinn er gildur í Bretlandi.

Vottorð um fyrra smit
Bresk stjórnvöld taka ekki við vottorðum um fyrri smit

Mótefnavottorð
Mótefnavottorð eru ekki tekin gild á landamærum Bretlands.

2.2 Forskráning
Fylla þarf út eyðublað á vef breska innanríkisráðuneytisins 48 tímum fyrir brottför. Lesið vel upplýsingarnar á síðunni     og svo má hefja umsókn með því að smella á „Start now“ neðst.  

3. Sóttkví

Frá og með 30. nóvember þurfa allir farþegar sem koma til Bretlands að taka PCR próf innan tveggja daga frá komu og vera í sóttkví á dvalarstað þangað til niðurstaða fæst. Sjá nánar í lið 2.

4. Landganga

    4.1. Sóttvarnir á landamærum

    Fullbólusettir farþegar þurfa að fylla út forskráningarform og bóka og taka Day 2 Test. Þá þarf að framvísa neikvæðu     Covid prófi fyrir byrðingu í flugvél, annað hvort hraðprófi eða PCR, sem er ekki eldra en 48 klukkustundir.

    4.2. Reglur innanlands

    Búið er að afnema flestar covid tengdar reglur í Englandi, en bera þarf andlitsgrímur í almenningssamgöngum og     verslunum.

5. Millilendingar

Sömu kröfur eru gerðar til farþega sem millilenda í Bretlandi og þeirra sem þangað ferðast að því einu undanskildu að þeir þurfa ekki að bóka Day 2 Test (fari þeir ekki af flugvelli)

Ferðamenn eru hvattir til að kanna sérstaklega kröfur flugfélaga sem ferðast er með.  

6. Skimun í Bretlandi

Í Bretlandi er hægt að fara í PCR og hraðpróf í flestum apótekum. Komi upp smit í kringum þig og þú beðin/n um að fara í sóttkví þarf að fara í PCR próf hjá breska heilbrigðiskerfinu NHS.

7. Staða faraldurs

7 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 438,9

Grímunotkun
Skylda í verslunum og almenningssamgöngum.

Fjöldatakmarkanir
Engar.

Fjarlægðamörk
Engin.

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Engar opinberar takmarkanir í gildi í Bretlandi.

8. Annað

Sóttkví (self isolation) er ekki lengur krafist þegar upp kemur smit nálægt einstaklingum séu þeir fullbólusettir, nema um sé að ræða staðfest tilfelli af Omricon afbrigðinu og þurfa allir þá að fara í sóttkví, óháð bólusetningarstöðu.

Síðast uppfært 6. desember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Frá 25. október 2021 tóku í gildi nýjar og mun rýmri reglur á landamærum Danmerkur.  Ekki er lengur notast við litakóðun landa sem ferðast er frá. Einstaklingar frá löndum innan EU og Schengen sem og OECD landa sem eru fullbólusettir, hafa áður greinst með veiruna og einstaklingar sem hafa neikvæð kórónaveirupróf mega ferðast til landsins án takmarkana. https://en.coronasmitte.dk/travel-rules/covidtravelrules

Athugið að aðrar reglur gilda fyrir ferðamenn sem dvalið hafa á svæðum sem teljast áhættusvæði vegna stökkbreytta afbrigða 10 dögum fyrir komu til Danmerkur. Nánari upplýsingar má finna hér: https://en.coronasmitte.dk/travel-rules/categorization-of-countries

 2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Vottorð um neikvætt smit
Ekki þarf að sýna neikvæða skimun (PCR eða hraðskimun) við komu frá Íslandi.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er af Evrópsku lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Íslensk bólusetningarskírteini eru með samevrópskum QR kóða sem tekinn er gildur í Danmörku.

Vottorð um fyrra smit – hlekkur á uppl.
Einstaklingar sem geta sýnt fram á fyrra smit (sem er eldra en 14 daga) teljast ónæmir í 12 mánuði eftir smit. Íslensk vottorð um fyrri smit eru með samevrópskum QR kóða sem tekinn er gildur í Danmörku.

Mótefnavottorð – ekki tekið gilt

2.2 Forskráning – ekki nauðsynleg

3. Sóttkví

Reglur um sóttkví: https://en.coronasmitte.dk/travel-rules/new-mandatory-testing-and-isolation-requirements

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum - https://en.coronasmitte.dk/travel-rules/covidtravelrules

4.2. Reglur innanlands - https://en.coronasmitte.dk/rules-and-regulations

5. Millilendingar

6. Skimun í Danmörku
https://en.coronasmitte.dk/find-covid-19-test-center

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 901

Grímunotkun
Frá og með mánudeginum 29. nóvember mun grímuskylda ná til almenningssamgangna, verslana og verslunarmiðstöðva, og á heilbrigðisstofnunum og læknastofum.

Fjöldatakmarkanir
Engar.

Fjarlægðamörk
Engin. Mælt er með að halda öruggri fjarlægð eins og unnt er. 

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Framvísa þarf bólusetningarvottorði eða neikvæðri skimun á veitinga- og skemmtistöðum innandyra. Frá og með mánudeginum 29. nóvember verður sama krafa gerð í menntastofnunum á efstu stigum, við heimsóknir á hjúkrunarheimili og við ýmsa þjónustu sem krefst nálægðar líkt og á snyrtistofum, húðflúrstofum og hárgreiðslustofum. Framvísun bólusetningarvottorðs eða neikvæðrar skimunar verður einnig krafist á samkomum þar sem að fleiri en 100 koma saman innandyra og 1.000 utandyra. Atvinnurekendum verður heimilt að krefja starfsmenn sína um framvísun bólusetningarvottorðs.
Neikvæð PCR skimun mun gilda í 72 tíma frá sýnatöku og hraðskimun í 48 tíma.

8. Annað

9. Gagnlegir tenglar
Gagnvirk síða um komur til Danmerkur á dönsku: https://coronasmitte.dk/raad-og-regler/emner/rejser-til-eller-via-danmark

Síðast uppfært 3. desember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

 • Eistneskir ríkisborgarar, íbúar og fjölskyldur þeirra
 • Ríkisborgarar og íbúar ESB, Schengen-ríkja, Bretlands, Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins og handhafar langtímadvalarleyfa og fjölskyldur þeirra ef einkennalaus
 • Ríkisborgara landa á undanþágulista Evrópusambandsins
 • Bólusettir ríkisborgarar þriðju ríkja
 • ·o.fl. Nánari upplýsingar á vm.ee/en/information-countries-and-self-isolation-requirements-passengers

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Smitvottorð
Farþegar frá gulum og rauðum löndum þurfa að hafa með sér vottorð um neikvæða niðurstöðu úr COVID-skimun. Nánari upplýsingar.

Bólusetningarvottorð
Tekið er við íslenskum bólusetningarvottorðum sem nálgast má á Heilsuveru.

Vottorð um fyrra smit
Ef þú hefur fengið COVID-19 síðustu 6 mánuði fyrir komu til Eistlands er hægt að framvísa vottorði þess efnis.

2.2 Forskráning
Allir flugfarþegar þurfa að fylla út forskráningarform og hafa það tilbúið við byrðingu. Skráningarform.

3. Sóttkví

Reglur um sóttkví fara eftir nýgengni í því landi sem ferðast er til Eistlands frá. Nánari upplýsingar og landaflokkun má finna á vm.ee/en/information-countries-and-self-isolation-requirements-passengers

Athugið að staða COVID-19 smita í því ríki sem farþegi kann að millilenda í ákvarðar hvaða reglur gilda við komu til Eistlands.

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum

Framvísun vottorða, skimun og sóttkví fer eftir nýgengni smita í því landi sem ferðast er frá til Eistlands. Nánari upplýsingar á vm.ee/en/information-countries-and-self-isolation-requirements-passengers

4.2. Reglur innanlands 

Upplýsingar um innlendar takmarkanir vegna COVID-19.

5. Millilendingar

Farþegar í millilendingu (e. transit) eru undanþegnir takmörkunum á landamærum.

6. Skimun í Eistlandi

7. Annað

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 20. júlí 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Frá og með 26. júlí 2021 eru landamæri Finnlands opin aðildarríkjum Schengen-samstarfsins og ESB, Andorra, Mónakó, San Marínó, Vatíkaninu og þriðju ríkjum á undanþágulista ESB.

Nánari upplýsingar á vef finnsku landamæralögreglunnar.

Athugið að sóttvarnarreglur á landamærum (krafa um vottorð, skimun eða sóttkví) geta átt við þó landamærin séu opin.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Mismunandi sóttvarnarreglur gilda við komu til Finnlands eftir því hvort ferðamaður kemur frá lág- eða hááhættusvæði. Nánari upplýsingar á vef finnska landlæknisembættisins.

2.2. Forskráning
Á ekki við.

Mælt er með að ferðamenn nýti sér FINENTRY þjónustuna áður er haldið er af stað til Finnlands. Með henni er til dæmis hægt að bóka tíma í skimun í Finnlandi endurgjaldslaust.

3. Sóttkví

Mismunandi sóttvarnarreglur gilda við komu til Finnlands eftir því hvort ferðamaður kemur frá lág- eða hááhættusvæði.

Farþegar frá lágáhættusvæðum eru undanþegnir öllum sóttvarnarráðstöfunum.

Vottorð um bólusetningu, fyrri COVID-19 sýkingu, neikvæða skimun eða fyrri bóluefnaskammt geta veitt undanþágur frá tilteknum sóttvarnarráðstöfunum þegar ferðast er til Finnlands frá hááhættusvæðum.

Nánari upplýsingar á vef finnska landlæknisembættisins.

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum - Mismunandi sóttvarnarreglur gilda við komu til Finnlands eftir því hvort ferðamaður kemur frá lág- eða hááhættusvæði. Nánari upplýsingar á vef finnska landlæknisembættisins.

4.2. Reglur innanlands Upplýsingavefur finnsku ríkisstjórnarinnar.

5. Millilendingar

Hægt er að millilenda á Helsinki-flugvelli svo lengi sem farþegi getur sýnt fram á heimild til að ferðast á lokaáfangastað.

6. Skimun í Finnlandi

PCR próf fyrir þá sem ferðast frá Finnlandi (til Íslands og annarra landa sem krefjast neikvæðs sýnis):

COVID-19 testing at Aava Airport Medical Centre - Coronavirus testing services for air passengers: https://www.aava.fi/en/service/coronavirus-testing-services-for-air-passengers

Finnair er með samstarf við einkastofuna Terveystalo: https://www.finnair.com/fi-sv/safe-travel-during-coronavirus/coronavirus-testing

Einkastofan Mehiläinen (þar er drive in): https://www.mehilainen.fi/en/coronavirus/coronavirus-test

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 242

Grímunotkun
Mælt er með að 12 ára og eldri noti grímur á höfuðborgarsvæði Helsinki þar sem erfitt er að halda fjarlægð og smithætta gæti verið mikil, t.d. í:

 • Almenningssamgöngum
 • innandyra þar sem margt fólk kemur saman
 • Ekki þarf að nota grímur utandyra nema þar sem margt fólk kemur saman í lengri tíma og erfitt er að halda öruggri fjarlægð.

Fjöldatakmarkanir
Fjöldatakmarkanir eru svæðisbundnar, allt frá 20-100 manns. Með framvísun COVID-19 „vegabréfs“ má sleppa við takmarkanir.

Fjarlægðamörk
Fólki er ráðlagt að halda öruggri fjarlægð frá hvoru öðru eins og hægt er.

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Takmarkanir á opnunartíma og fjölda viðskiptavina eru mismunandi eftir svæðum.
Á útbreiðslusvæðum mega veitingahús hafa opið til kl. 18:00 en aðeins selja áfengi til 17:00.
Staðir sem krefja viðskiptavini sína um að framvísa COVID-19 vegabréfi þurfa ekki að hlíta ströngustu takmörkunum. 

8. Annað

Finnska utanríkisráðuneytið ræður sem fyrr frá ferðalögum til útlanda.

9. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 2. desember 2021

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Mismunandi reglur gilda um ferðalanga eftir því hvaðan þeir koma.  Lönd eru skilgreind sem „græn“, „appelsínugul“ eða „rauð“.

Ferðalangar frá „grænum“ löndum geta ferðast til Frakklands ef þeir geta framvísað gildu bólusetningarvottorði eða nýlegu, neikvæðu PCR- eða antigen smitprófi.  Börn 11 ára og yngri eru undanþegin kröfu um að framvísa neikvæðu smitprófi. 

Sjá upplýsingar um litaflokkun landa á vefsíðu franskra stjórnvalda: https://www.diplomatie.gouv.fr/en/coming-to-france/coronavirus-advice-for-foreign-nationals-in-france/#sommaire_1

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Vottorð um neikvætt smit – Óbólusettir einstaklingar (12 ára og eldri) þurfa að sýna fram á neikvætt, nýlegt smitpróf https://www.diplomatie.gouv.fr/en/coming-to-france/coronavirus-advice-for-foreign-nationals-in-france/#sommaire_1

Bólusetningarvottorð – https://www.diplomatie.gouv.fr/en/coming-to-france/coronavirus-advice-for-foreign-nationals-in-france/#vaccination

Vottorð um fyrra smit – Vottorð um fyrra smit (jákvætt PCR próf) með samevrópskum QR kóða er tekið gilt í Frakklandi.  Vottorð um fyrra smit er gilt frá 12. degi eftir greiningu smits og gildir í 180 daga eftir greininu smits.

Mótefnavottorð – Veitir ekki undanþágu á að framvísa bólusetningarvottorði eða neikvæðu PCR- eða antigen-prófi

2.2 Forskráning
https://www.interieur.gouv.fr/Actualites/L-actu-du-Ministere/Certificate-of-international-travel#from2

3. Sóttkví

Ferðalangar frá „grænum“ löndum þurfa ekki að fara í sóttkví. 
Óbólusettir einstaklingar frá „appelsínugulum“ og „rauðum“ löndum þurfa að fara í sóttkví.

Sjá frekari upplýsingar um sóttkví og litaflokkun landa á vefsíðu franskra stjórnvalda: https://www.diplomatie.gouv.fr/en/coming-to-france/coronavirus-advice-for-foreign-nationals-in-france/#sommaire_1

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum - https://www.diplomatie.gouv.fr/en/coming-to-france/coronavirus-advice-for-foreign-nationals-in-france/

4.2. Reglur innanlands - https://www.gouvernement.fr/en/coronavirus-covid-19

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar - https://www.parisaeroport.fr/en/passengers/flights/covid-19-informations-to-passengers#correspondance

6. Skimun í Frakklandi

Hægt er að fara í skyndipróf (antigen) í flestum apótekum í Frakklandi.

Upplýsingar um skimunarstaði í Frakklandi má finna á heimasíðunni www.sante.fr
Þar er valið héraðið sem viðkomandi er staddur í og hakað við "Tests RT-PCR" og/eða „Tests antigéniques“ (skyndipróf) í síunni (filtrer). Þá fást upp allir skimunarstaðirnir á viðkomandi svæði með upplýsingum um símanúmer, heimilisfang og hvort viðkomandi staður tekur eingöngu við fólki sem hefur bókað tíma (sur rendez-vous uniquement) eða hvort hægt er að mæta án bókunar (sans rendez-vous).

Skimunarstaðir sem gefa niðurstöður á ensku:

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 399

Grímunotkun
Grímuskylda almennt innanhúss, nema þar sem framvísa þarf heilsupassa. Grímuskylda utanhúss þar sem mikill mannfjöldi safnast saman, svo sem á útimörkuðum.

Fjöldatakmarkanir
Engar fjöldatakmarkanir eru í gildi.

Fjarlægðamörk
Fólk er hvatt til að virða fjarlægðarmörk almennt.

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Framvísa þarf heilsupassa (bólusetningarvottorði, neikvæðu smitprófi eða vottorði um afstaðna sýkingu) á kaffi- og veitingahúsum, leikhúsum, verslunarmiðstöðvum o.s.fv.

8. Annað

Mælt er með því að fólk hlaði niður appinu „TousAntiCovid“ við komu.

9. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 2. desember 2021.

1.Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Travel - Corona í Føroyum

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?  

Nei

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?  

Á ekki við.

4. Sóttkví:  

Ferðamenn eru hvattir til að fara í skimun 2 dögum fyrir komuna til landsins  – og einnig 2 daga eftir komuna.

5. Skimanir: 

Er skimun á flugvelli við komu?  Nei

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já, en ekki krafa.

 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.

 

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Upplýsingar eru einnig að finna á síðu flugfélagsins:

www.atlantic.fo og hjá Smyrilline: Covid 19 information (smyrilline.fo)

9. Gagnlegir tenglar:  

Síðast uppfært 20. september 2021

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Grikkland heimilar öllum ferðamönnum frá öllum ESB+ ríkjunum (ESB, EES/EFTA og Bretlandi auk nokkurra þriðju ríkja) að koma inn í landið, svo fremur þeir geti framvísað gögnum sem staðfesta eitt af eftirfarandi aðstæðum (tólf ára börn og eldri) :  

 • Neikvæða niðurstöðu úr RT-PCR prófi fyrir SARS-CoV-2 kórónuveiru sem er ekki eldra en 72 tíma gamalt fyrir brottför eða antigen hraðprófi sem er ekki eldra en 48 tíma gamalt fyrir brottför, og vottorðið þarf að vera á ensku.
 • Sýna vottorð á bólusetningu sem er minnst tveggja vikna gömul. Bólusetningarottorðið þarf að sýna nafn viðkomandi, týpu bóluefnis og dagsetningu á (seinni) bólusetningu.Vottorðið þarf að vera á ensku.
 • Sýna fram á fyrri Covid 19 sýkingu sem er ekki nýlegri en mánaða gömul og gildir þar af í 6 mánuði. Vottorðið þarf að vera á ensku.
 • Sýna stafrænt sam-evrópskt Covid-19 vottorð sem staðfestir fulla bólusetningu, fyrrum Covid sýkingu eða neikvæða útkomu úr smitprófi.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Öll vottorð verða að sýna fram á upplýsingar eins og fjöldi skammta bóluefnis og dagsetningu þeirra, hvaða bóluefni var notað og fullt nafn verður að vera það sama og nafn í vegabréfinu. Vottorðin verða að vera á á grísku, ensku, frönsku, þýsku, spænsku, ítölsku eða rússnesku.  Sjá hér

2.2 Forskráning
Allir ferðamenn skulu hafa fyllt út forskráningarform (Passenger Locator Form) fyrir komu til landsins. Upplýsingar fyrir ferðamenn og formið er að finna á https://travel.gov.gr/#/ 

3. Sóttkví

Einungis þeir sem greinast jákvæðir í smitprófum, tekin að handahófi við komu til landsins, þurfa í sóttkví í 10 daga. Fullbólusettir einstaklingar sem greinast jákvæðir í smitprófum, þurfa í sóttkví í 7 daga.  Einnig þurfa ferðamenn að taka nýtt PCR smitpróf á síðasta degi sóttkvíar.

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum
Tekin eru smitpróf af handahófi af ferðamönnum sem koma til landsins.

4.2. Reglur innanlands
Hér er hægt að lesa hvaða sóttvarnarreglur gilda hverju sinni innanlands.

5. Millilendingar

Heimilt er að millilenda á alþjóðlegum flugvöllum í Grikklandi og ferðamaður þarf ekki að sýna fram á forskráningu, neikvætt próf eða bólusetningarvottorð svo lengi sem ferðamaður þarf ekki að yfirgefa flugvöllinn / fara inn í landið. 

6. Skimun í Grikklandi

Hér er hægt að finna lista yfir þá staði sem bjóða uppá skimun í Grikklandi, sjá hér

7. Annað

Allir ferðamenn skulu hafa fyllt út forskráningarform (Passenger Locator Form) minnst 24 tímum fyrir komu til landsins. Upplýsingar fyrir ferðamenn og formið er að finna á https://travel.gov.gr/#/

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 21. september 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Grænlands. Nánari upplýsingar á https://corona.nun.gl/da/rejser/indrejse-til-gronland/

Fyrir aðra en fullbólusetta er Grænland almennt lokað nema viðkomandi sé með búseturétt á Grænlandi, er að flytja til landsins eða vinna í lengri tíma.

Allar helstu upplýsingar um ferðatakmarkanir og sóttvarnarreglur á landamærunum er að finna á eftirfarandi vefsíðum

https://naalakkersuisut.gl/~/media/Nanoq/Files/Kundgoerelser/DK/2021/Bekendtgoerelser/Bkg40_090821_da.pdf

https://corona.nun.gl/da/rejser/

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

Allir sem ferðast til Grænlands þurfa að framvísa neikvæðu PCR Covid-19 prófi, sem ekki má vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er að Evrópsku lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Sjá nánar hér: https://corona.nun.gl/da/rejser/for-din-rejse-til-gronland/

2.1. Vottorð

Vottorð um neikvætt PCR próf
Gildir einnig um börn 2 – 17 ára sem ekki eru fullbólusett. Eldri en 18 ára þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf ásamt því að sýna fram á fulla bólusetningu.

https://corona.nun.gl/da/rejser/for-din-rejse-til-gronland/

Hér skal sérstaklega sjá texta varðandi covid próf fyrir erlenda ferðamenn (aðra en danska og grænlenska).

https://travel.covid.is/

Bólusetningarvottorð
Hér má sjá upplýsingar af íslenskum vefsíðum þar sem hægt er að nálgast bólusetningarvottorð.

https://innskraning.island.is/?id=minarsidur.heilsuvera.is&qaa=4&authId=ca9c13b2-b911-4f5a-a959-15524bb8cab2

https://www.covid.is/undirflokkar/boluefni-eda-motefni

Þeir sem þurfa að nálgast grænlenskt bólusetningarvottorð, sjá upplýsingar hér:

https://corona.nun.gl/da/coronapas-2/                

Vottorð um fyrra smit
Ef ferðamaður hefur áður verið smitaður með Covid-19 og getur sýnt vottorð um jákvætt PCR prófsvar sem á ferðadegi er minnst 14 daga gamalt og mest 12 vikna gamalt gilda sömu reglur og ef um fullbólusetta er að ræða.

https://corona.nun.gl/da/rejser/for-din-rejse-til-gronland/

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item43707/vottord-vegna-fyrri-sykingar-af-voldum-covid-19-tekin-gild-a-landamaerum

Mótefnavottorð
Mótefnavottorð eru ekki tekin gild á landamærum Grænlands.

3. Sóttkví

Reglur um sóttkví

https://corona.nun.gl/da/rejser/efter-ankomst-til-gronland/

Þeir farþegar sem hafa verið fullbólusettir við COVID-19 eru undanþegnir kröfu um sóttkví.

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum
Grímuskylda er í öllu millilanda- og innanlandsflugi, bæði á flugvallarsvæði og í flugi. 

4.2. Reglur innanlands
Þeir sem koma til landsins eru hvattir til kynna sér reglur innanlands og hvaða sóttvarnarreglur gilda hverju sinni. Greinargóðar upplýsingar má nálgast á eftirfarandi vefsíðum:

https://corona.nun.gl/da/

https://corona.nun.gl/da/rejser/indenrigsrejser-i-gronland/

https://corona.nun.gl/da/omraderestriktioner/

6. Skimun í Grænlandi

Ekki er möguleiki á skimun á landamærum við komu til landsins. Möguleiki er að fara í einkennasýnatöku í flestum stærri bæjum Grænlands, einnig skimun ef einstaklingar hafa verið í nánum tengslum við smitaða einstaklinga. Ekki er sérstaklega skimað fyrir brottför til Danmerkur eða Íslands.

https://corona.nun.gl/da/test/

https://corona.nun.gl/da/smitte-og-symptomer/

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 24. september 2021

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Lönd ESB/Schengen svæðisins eru annaðhvort skilgreind sem "örugg" eða "áhættusvæði" hjá hollenskum stjórnvöldum. Komufarþegar frá öruggum löndum innan Evrópu þurfa ekki að sýna fram á nein Covid-tengd vottorð við komu til landsins, en þeir sem koma frá áhættusvæðum þurfa að framvísa einu af eftirfarandi: bólusetningarvottorð, vottorð um fyrra Covid smit eða neikvætt Covid próf. Nánari upplýsingar má finna hér.

Lönd utan ESB/Schengen svæðisins eru flokkuð sem örugg, áhættusvæði, há-áhættusvæði með háa tíðni smita og há-áhættusvæði sem ekki eru með háa tíðni smita. Ferðamenn sem koma frá þeim svæðum sem flokkuð eru sem örugg eru undanþegnir ferðabanni gagnvart þriðju ríkjum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Hægt er að svara spurningalista um ferðalag þitt til Hollands og fá nákvæmar leiðbeiningar um hvað þú þarft að hafa tilbúið til þess að geta ferðast til Hollands. Þá ber þess að geta að frá og með föstudeginum 5. nóvember munu hollensk yfirvöld gera kröfu um að fólk sýni bólusetningarvottorð ef það ætlar sér á listasöfn, íþróttaviðburði eða aðra staði þar sem mikið er um fólk.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Smitvottorð
Þau neikvæðu próf sem tekin eru gild við komu til Hollands eru annaðhvort eitt PCR próf tekið innan við 24 klst fyrir brottför til landsins, eða PCR próf tekið innan 48 klst og antigen hraðpróf tekið innan við 24 klst fyrir brottför.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er að Evrópsku lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Íslensk bólusetningarskírteini eru með samevrópskum QR kóða og eru tekin gild.

3. Sóttkví

Einstaklingar sem koma frá ESB/Schengen svæðinu þurfa ekki að fara í sóttkví við komu til landsins en þeim ber skylda að sýna fram á viðeigandi vottorð. Þær sóttkvíreglur sem gilda í Hollandi má finna á vefsíðu hollenskra stjórnvalda.

4. Landganga

Reglur innanlands

Reglur innanlands má sjá hér. Grímuskylda gildir almennt í almenningssamgöngum, í búðum og í skólum.

5. Millilendingar

Gagnlegt er að soða tékklista hollenskra stjórnvalda fyrir millilendingar eða stuttar heimsóknir í landinu.

6. Skimun í Hollandi

Hægt er að fara í gjaldfrjálsa einkennasýnatöku hjá hollenska ríkinu eða panta gjaldfrjáls sjálfspróf sem send eru heim. Einkareknar skimanastöðvar bjóða einnig víðsvegar upp á skimanir gegn gjaldi vegna ferða erlendis.

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 1760

Grímunotkun
Grímuskylda innandyra þar sem ekki er krafist bólusetningarvottorðs. Skylda í almenningssamgöngum, verslunum og skólum (þegar ekki er setið).

Fjöldatakmarkanir
1250 manns á menningarviðburðum innandyra.

Fjarlægðamörk
1,5m

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)

 • Viðburðir mega aðeins eiga sér stað frá 06:00-18:00
 • Veitingastaðir og barir verða að loka frá og með 20:00. Skylda er að skrá fólk í sæti. Nauðsynlegt að sýna bólusetningarvottorð.
 • Almennar verslanir mega vera opnar frá 06:00 til 18:00. Nauðsynlegar verslanir mega vera opnar til 20:00
 • Heimavinna reglan, nema að það sé ómögulegt.  
 • Fá í mesta lagi fjóra á dag í heimsókn.
 • Ef einhver í fjölskyldunni fær COVID-19 þarf öll fjölskyldan í sóttkví.
 • Skólar/leikskólar eru opnir.

8. Gagnlegir tenglar

https://www.government.nl/topics/coronavirus-covid-19

https://reopen.europa.eu/en/map/NLD/7001

https://www.government.nl/topics/coronavirus-covid-19/visiting-the-netherlands-from-abroad

Síðast uppfært 2. desember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Indland heimilar ferðamenn hvaðanæva úr heiminum svo fremi sem þeir hafi skráð sig áður en ferð hófst hér:

Air Suvidha | Covid-19 Update | Coronavirus | Self Declaration | Ministry of Health & Family Welfare India | Newdelhi Airport 

Frá og með 28.11.2021 tóku í gildi viðbótarreglur fyrir ferðamenn frá hááhættusvæðum: ListofCountriestobereferredtoincontextofGuidelinesforinternationalarrivalsdated11thNovember2021updatedon28112021ver4.pdf (mohfw.gov.in)

Ferðamenn frá ofangreindum löndum þurfa að fara í COVID-19 próf við komu til Indlands og bíða eftir niðurstöðu þess áður en farið yfir landamærin: Algorithm: Guidelines for International Arrivals (Dated ___ October 2021) (mohfw.gov.in)

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Ferðamenn skulu hlaða inn vottorði af neikvæðu RT-PCR prófi sem var tekið innan 72 klst. áður en fyrsti leggur ferðar hófst, og bólusetningarvottorði      

2.2 Forskráning – linkur á form

Air Suvidha | Covid-19 Update | Coronavirus | Self Declaration | Ministry of Health & Family Welfare India | Newdelhi Airport 

3. Sóttkví

Reglur um sóttkví – GuidelinesforInternationalarrival28112021.pdf (mohfw.gov.in)

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum - GuidelinesforInternationalarrival28112021.pdf (mohfw.gov.in)

4.2.Reglur innanlands – Guidelinesfordomestictravelflighttrainshipbusinterstatetravel.pdf (mohfw.gov.in)

5. Millilendingar

    Reglur um millilendingar – GuidelinesforInternationalarrival28112021.pdf (mohfw.gov.in)

6. Skimun á Indlandi

Testing Facilities (icmr.org.in)

7. Annað

8. Gagnlegir tenglar

Algorithm: Guidelines for International Arrivals (Dated ___ October 2021) (mohfw.gov.in)

 

Síðast uppfært 29. nóvember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Öllum þeim sem koma frá ESB/Schengen svæðinu er heimilt að ferðast til Írlands en þurfa að sýna fram á neikvætt COVID próf. Sjá nánar undir lið 2.1.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Frá og með 3. desember 2021 þurfa allir farþegar að framvísa neikvæðu COVID prófi. Bólusettir og þeir sem geta sýnt fram á yfirstaðna sýkingu geta framvísað antigen hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klukkustunda gamalt við komu til Írlands eða PCR prófi sem er ekki eldra en 72. klst. gamalt. Óbólusettir verða að framvísa PCR prófi.

2.2 Forskráning

Allir sem ferðast til Írlands þurfa að skrá sig (fylla út "Passenger Locator Form") á https://travel.eplf.gov.ie/en.

3. Landganga

3.1. Sóttvarnir á landamærum

 Við komu til Írlands meta landamæralögreglur forkskráningareyðublaðið ogviðeigandi vottorð.

3.2. Reglur innanlands

Upplýsingar um sóttvarnarreglur á Írlandi, svo sem grímuskyldu og fjöldatakmarkanir má finna hér.

4. Millilendingar

Millilendingar eru almennt heimilar en allir þurfa að fylla út forskráningarform "Passenger Locator Form".

5. Skimun á Írlandi

Upplýsingar um skimanir á Írlandi má finna hér.

6. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 2. desember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Löndum er skipt í flokka sem mismunandi reglur gilda um. Nánari upplýsingar um flokkana frá utanríkisráðuneyti Ítalíu.

Á COVID-19 upplýsingasíðu ítalska utanríkisráðuneytisins geta ferðamenn fengið upplýsingar um gildandi takmarkanir með því að svara spurningum um ferðalag sitt.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Kröfur um vottorð fara eftir í hvaða flokki landið sem ferðast er frá er í. Nánari upplýsingar um flokkana, nauðsynleg vottorð og aðrar reglur frá utanríkisráðuneyti Ítalíu.

2.2 Forskráning

Öllum farþegum ber að forskrá sig áður en lagt er af stað:

3. Sóttkví

Ekki er sóttkví nema viðkomandi komi frá löndum sem eru ekki í C flokki.

4. Landganga

 4.1. Sóttvarnir á landamærum
Engar sóttvarnir fyrir þá sem koma frá löndum í flokki C.

4.2. Reglur innanlands
Einungis heimil ferðalög í lestum, ferjum og skipum fyrir þá sem eru með EU Digital Covid Certificate sem kallast Green pass á Ítalíu. 

Einnig þarf að sýna það á veitingastöðum, börum og þegar farið er inn í stórar verslunarmiðstöðvar. Líkamshiti er mældur á flugvöllum og öðrum fjölmennum stöðum.

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar:
https://www.salute.gov.it/portale/nuovocoronavirus/dettaglioContenutiNuovoCoronavirus.jsp?lingua=english&id=5412&area=nuovoCoronavirus&menu=vuoto

6. Skimun á Ítalíu

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 283

Grímunotkun
Ekki skylda utandyra í héruðum sem eru skilgreind með litla smitáhættu (s.k. hvít héruð). Hins vegar er skylda að hafa með sér grímu og nota þar sem ekki er hægt að halda fjarlægð. Jafnframt skylda innandyra á stöðum á borð við veitingahús, söfn og í almenningssamgöngum.

Fjöldatakmarkanir
Engin takmörk í kvikmynda- og leikhúsum og öðrum menningarstofnunum. Skemmtistaðir geta hleypt inn 50% af leyfilegum hámarksfjölda, 75% utandyra. Aðgengi alltaf háð framvísun á COVID passa (bólusetningarvottorð, vottorð um neikvætt COVID próf eða afstaðna sýkingu).

Fjarlægðamörk
1 meter. Gildir ekki á söfnum. Grímuskylda þar sem ekker hægt að virða þessi fjarlægðarmörk.

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Öll héruð Ítalíu eru skilgreind hvít eins og er en það getur breyst og því einnig ofangreindar reglur.

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 2. desember 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Nei, en þeir sem eru með áður útgefið dvalarleyfi komast til landsins. Sömuleiðis er hægt að sækja um undanþágur í sérstökum tilfellum.

Á COVID-19 upplýsingasíðu japanska utanríkisráðuneytisins er að finna allar helstu upplýsingar um ferðatakmarkanir, undanþágur og reglur um sóttkví. Nánari upplýsingar er einnig að finna hér.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Íslenskir ríkisborgarar þurfa að sækja um vegabréfsáritun til Japans hjá sendiráði Japans á Íslandi.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já. Hægt er að sækja um leyfi til millilendingar við komu ef farþegar þurfa að gista eða fara á milli millilandaflugvalla. 

4. Sóttkví:  

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir farþegar þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki má vera eldra en 72 tíma og undirgangast PCR próf við komu til landsins auk þess að fylgja sérstökum reglum japanskra almannavarna í 14 daga eftir komu.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Sjá hlekk japanska utanríkisráðuneytisins: https://www.mofa.go.jp/ca/fna/page25e_000334.html

5. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 2. desember 2021

 

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Kanada. Framvísa þarf neikvæðu COVID-19 sameindaprófi (hraðpróf eru ekki tekin gild) og fylla út forskráningarform. Nánari upplýsingar um samþykkt COVID próf, forskráningu og aðrar kröfur má finna  á https://travel.gc.ca/travel-covid

Hægt er að svara spurningalista til að finna út hvort maður megi ferðast til Kanada á https://travel.gc.ca/travel-covid/travel-restrictions/wizard-start

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð: 
Upplýsingar um vottorð um neikvætt COVID-19 próf: https://travel.gc.ca/travel-covid/travel-restrictions/flying-canada-checklist/covid-19-testing-travellers-coming-into-canada
Upplýsingar um samþykkt bólusetningarvottorð: https://travel.gc.ca/travel-covid/travel-restrictions/covid-vaccinated-travellers-entering-canada
Upplýsingar um vottorð vegna fyrri sýkingar: https://travel.gc.ca/travel-covid/travel-restrictions/flying-canada-checklist/covid-19-testing-travellers-coming-into-canada#recovered-test-positive

2.2 Forskráning – https://www.canada.ca/en/public-health/services/diseases/coronavirus-disease-covid-19/arrivecan.html

3. Sóttkví

Á eftirfarandi síðu má finna upplýsingar um hverjir eru undanþegnir sóttkví í Kanada: https://travel.gc.ca/travel-covid/travel-restrictions/exemptions

Ef engin af undanþágunum eiga við þig skaltu kynna þér reglur um sóttkví: https://travel.gc.ca/travel-covid/travel-restrictions/isolation

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum: https://www.cbsa-asfc.gc.ca/travel-voyage/menu-eng.html

4.2. Reglur innanlands: https://www.canada.ca/en/public-health/services/publications/diseases-conditions/travellers-with-symptoms-return-canada.html

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar: https://travel.gc.ca/travel-covid/travel-restrictions/border

6. Skimun í Kanada

Flugfélagið Air Canada heldur úti lista yfir hvar hægt sé að komast í skimun í Kanada á https://www.aircanada.com/ca/en/aco/home/book/travel-news-and-updates/2020/covid-19.html#/region-ct-1

7. Annað

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 21 október 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Nei.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Flestir þurfa að fara í sóttkví, einhver undanþága er fyrir sum lönd en Ísland er ekki þar á meðal sem stendur.

Hversu löng er hún? 

14 dagar á hóteli + ein vika heima.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já en þrátt fyrir það er skimað á flugvelli.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Upplýsingar ekki fyrirliggjandi.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Sem stendur eru landamærin lokuð öllum nema kínverskum ríkisborgurum.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 12. júní.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Allir sem koma frá löndum ESB eða Schengen.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Ferðamönnum ber skylda að sýna fram á eitt af eftirfarandi: gilt bólusetningarvottorð, vottorð um fyrri Covid sýkingu eða neikvætt PCR próf (má ekki vera eldra en 72 klst)/ antigen hraðpróf (má ekki vera eldra en 48 klst).

2.2 Forskráning

Allir sem ferðast til Króatíu þurfa að skrá sig á https://entercroatia.mup.hr/ 

4. Reglur innanlands
Almennt gildir að fólk skuli bera grímu innandyra, svo sem í búðum og á veitingastöðum og í almenningssamgöngum, eða utandyra þar sem ekki er hægt að tryggja nægilega fjarfægð milli fólks.

Nánari upplýsingar má finna hér.

5. Millilendingar

Almennt er öllum heimilt að millilenda í Króatíu að því gefnu að farið sé úr landi innan 12 klst. Hér má finna nánari upplýsingar um millilendingar.

6. Skimun í Þýskalandi

Upplýsingar um skimunarstaði í Króatíu koma fram á Covid-upplýsingavef króatískra stjórnvalda.

7. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 13. ágúst 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Landamæri Lettlands eru opin öllum þeim sem koma frá ESB/Schengen svæðinu og geta sýnt fram á gilt bólusetningarvottorð, vottorð um yfirstaðið smit eða neikvætt próf.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Smitvottorð
Gerð er krafa um að sýna fram á neikvætt Covid-próf ef bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit er ekki til staðar. Um er að ræða PCR próf sem ekki má vera eldra en 72 klst við komu, eða antigen hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst við komu.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er að Evrópsku lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Íslensk bólusetningarskírteini eru með samevrópskum QR kóða og eru tekin gild.

Forskráning

Fylla þarf út forskráningareyðublað hér: https://covidpass.lv/en/ fyrir komu til Lettlands.

3. Sóttkví

Einstaklingar sem koma frá ESB/Schengen svæðinu þurfa ekki að fara í sóttkví við komu til landsins en þeim ber skylda að sýna fram á viðeigandi vottorð.

4. Landganga

          Sóttvarnir á landamærum

          Allir þurfa að fylla út forskráningareyðublað fyrir komu til Lettlands.

Reglur innanlands

Reglur innanlands má sjá hér. Grímuskylda gildir almennt allsstaðar innandyra.

5. Millilendingar

Heimilt er að millilenda í Lettlandi fyrir þá sem eru á leið til síns heimalands.

6. Skimun í Lettlandi

Sjá kort sem sýnir skimunarstaði hér.

7. Gagnlegir tenglar

Covid upplýsingasíða lettneskra stjórnvalda.

https://reopen.europa.eu/en/map/LVA/7001

https://www.latvia.travel/en/article/covid-19-and-travelling-latvia

Síðast uppfært 19. ágúst 2021.

Sjá Sviss.

Síðast uppfært 12. júní.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Allir sem koma frá ESB/Schengen svæðinu þurfa að sýna fram á gilt bólusetningarvottorð, vottorð um yfirstaðið smit eða neikvætt Covid-próf við komu til landsins.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Smitvottorð
Gerð er krafa um að sýna fram á neikvætt Covid-próf ef bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit er ekki til staðar. Um er að ræða PCR próf sem ekki má vera eldra en 72 klst við komu, eða antigen hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst við komu.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er að Evrópsku lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Íslensk bólusetningarskírteini eru með samevrópskum QR kóða og eru tekin gild.

Forskráning

Fylla þarf út forskráningareyðublað hér: https://keleiviams.nvsc.lt/en/form fyrir komu til Lettlands.

3. Sóttkví

Einstaklingar sem koma frá ESB/Schengen svæðinu þurfa ekki að fara í sóttkví við komu til landsins en þeim ber skylda að sýna fram á viðeigandi vottorð. Ef umgengist hefur verið aðila með staðfest smit er gerð krafa um 7 daga sóttkví og Covid-próf við lok hennar. 

4. Landganga

          Sóttvarnir á landamærum

          Allir þurfa að fylla út forskráningareyðublað fyrir komu.

Reglur innanlands

Reglur innanlands má sjá hér. Grímuskylda gildir almennt allsstaðar innandyra.

5. Millilendingar

Heimilt er að millilenda í Litháen. Nánari upplýsingar um millilendingar má finna á síðu Re-open EU.

6. Skimun í Litháen

Hægt er að skrá sig í Covid-próf fyrir ferðalög erlendis á https://selfreg.myhybridlab.com/covid-pass.

7. Gagnlegir tenglar

https://koronastop.lrv.lt/en/

https://reopen.europa.eu/en/map/LTU/7001

Síðast uppfært 19. ágúst 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Öllum frá Schengen svæðinu, auk ríkisborgara San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatikaninu er heimilt að koma til Lúxemborgar.

Ríkisborgarar þriðju ríkja er ekki heimilt að koma til Lúxemborg til og með 30 september, nema þeir sem koma frá tilteknum þriðju ríkjum:

Visiting Luxembourg - Coronavirus - Official information - Luxembourg (public.lu)

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Allir sem koma frá Íslandi, eða öðrum Schengen löndum, þurfa að framvísa, einhverju af; bólusetningarvottorði, vottorði um bata eða neikvætt PCR, TMA eða LAMP próf, sem er yngra en 72 tíma fyrir brottför.

Sjá nánar hér:

https://reopen.europa.eu/en/map/LUX/7001 og

https://covid19.public.lu/en/travellers/visiting-luxembourg.html

2.2 Forskráning
Á ekki við.

3. Sóttkví

https://covid19.public.lu/en/health-protection/isolation-quarantine-treatment.html

4. Landganga

Sjá nánar hér:

Visiting Luxembourg - Coronavirus - Official information - Luxembourg (public.lu)

4.1. Sóttvarnir á landamærum
Fyrir utan ráðstafanir á flugvellinum, eru ekki sérstakar ráðstafanir á landamærunum.

Sjá nánar hér: Travellers - Coronavirus - Official information - Luxembourg (public.lu)

4.2. Reglur innanlands
Sjá nánar hér: Coronavirus - Official information - Luxembourg (public.lu)

og hér: Sanitary measures - Coronavirus - Official information - Luxembourg (public.lu)

5. Millilendingar

               Reglur um millilendingar: Travellers - Coronavirus - Official information - Luxembourg (public.lu)

6. Skimun í Lúxemborg

Upplýsingavefur stjórnvalda um skimun: https://covid19.public.lu/en/testing.html

7. Gagnlegir tenglar

https://msan.gouvernement.lu/en/dossiers/2020/corona-virus.html 

Síðast uppfært 12. júlí 2021.

Fylla þarf út rafræna heilsufarsyfirlýsingu á www.vuelaseguro.com áður en ferðast er til Mexíkó.

Síðast uppfært 6. september 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Landið er opið fyrir alla útlendinga sem annars hafa leyfi til að ferðast til Noregs samkvæmt útlendingalögum landsins.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Tekin eru gild samevrópska bólusettningarvottorðið og  bólusettningavottorð sem gefið er út af norskum yfirvöldum.

2.2 Forskráning
Allir eldri en 16 ára þurfa að fylla út forskráningareyðublað fyrir komuna til Noregs.

3. Sóttkví

Þeir sem ekki geta sýnt fram á fulla bólusetningu eða fyrri sýkingu/mótefni þurfa að fara í sóttkví í 10 daga.  Möguleiki er að að stytta tímann í sóttkví og fara í PCR próf á þriðja degi og losna þá úr sóttkví ef svarið er neikvætt.

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum
Allir eldri en 16 ára, sem ferðast til Noregs, þurfa að sýna fram á forskráningu.

 • Fullbólusettir einstaklingar þurfa að sýna bólusetningarvottorð við landamærin.
 • Allir sem koma til landsins,fullbólusettir og óbólusettir fara í smitpróf við komuna til landsins og bíða eftir svari áður en haldið er inn í landið.
 • Óbólusettir einstaklingar skulu sýna fram á neikvætt próf sem er ekki eldra en 24 tíma gamalt við brottför til Noregs (börn 18 ára og yngri eru undanþegin). Þeir þurfa einnig að fara í próf innan 24 tíma við komu til Noregs og fara í sóttkví. Sóttkví er 10 dagar en leyfilegt er að fara í PCR smitpróf á þriðja degi, og losna þá úr sóttkví ef svarið er neikvætt. Sjá reglur við komu til Noregs hér.

Ath! að frá og með 27. Nóvember 2021 voru settar á strangari sóttvarnarreglur við landamæri Noregs fyrir þá sem koma til landsins eftir dvöl í eftirfarandi löndum: Suður-Afrika, Namibia, Zimbabwe, Botswana, Mosambik, Lesotho, Eswatini og Malawi.  Sjá nánari upplýsingar hér.

4.2. Reglur innanlands
Frá 3.nóvember 2021 gilda þær reglur á landsvísu að nota skal andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að halda meters fjarlægð og í almenningssamgöngum, verslunum, leigubílum og heilsustofnunum.

5. Millilendingar

Heimilt er að millilenda á alþjóðaflugvöllum komi maður frá hááhættusvæði en ekki má yfirgefa alþjóðasvæði flugvallarins. Sjá hér

6. Skimun í Noregi

Opinbera heilbrigðisþjónustan í Noregi gefur ekki út vottorð sem sýnir niðurstöður úr Covid-sýnatöku til notkunar fyrir ferðalög. Bæði þeir sem eru búsettir í landinu sem og ferðalangar þurfa að sækja þá þjónustu hjá einhverjum af þeim fjölmörgum einkareknu læknamiðstöðvum í landinu svo sem Dr.Dropin, Koronastasjonen, Volvat og Kry (athugið að listinn er langt frá því tæmandi).

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 547

Grímunotkun

Skylda þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð og í almenningssamgöngum, leigubílum, verslunum, verslunarmiðstöðvum og heilbrigðisstofnunum.

Fjöldatakmarkanir
Engar.

Fjarlægðamörk
Einn metri.

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Sveitarfélög þar sem smittíðni er há geta sett á fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk og grímuskyldu. Mikilvægt er að kynna sér reglur þess sveitarfélags sem ferðast er til.
Í Oslo og sveitafélögum í kring eru eftirfarandi reglur:
- Veitingastaðir skulu skrá alla gesti.
- Einungis er leyfilegt að bjóða uppá mat/drykki/áfengi til gesta sem sitja til borðs
- Fjöldatakmörkun á opinberum viðburðum er 600 manns skipt niður í 200 manna hópa.
- Fjöldatakmörkun á einkasamkomum/veislum er 100 manns

8. Annað

Sveitafélög hafa heimild til að leggja fram sóttvarnarreglur ef smitstaða er há. Því er mikilvægt að skoða vel þær reglur sem gilda í því sveitafélagi sem ferðast er til. Hér finnur þú lista yfir sveitafélög og þær reglur sem gilda þar.

Strangari sóttvarnarreglur gilda um land allt (29. Nóv 21), fyrir þá sem grunar / greinast með nýja vírus afbrigðið omikron.  Sjá hertari sóttvarnarreglur hér og ath að þetta gildir einungis omikron smit.

9. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 3. desember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Ferðalangar frá EES löndum og öðrum völdum löndum þurfa að sýna bólusetningarvottorð eða neikvætt nýlegt smitpróf (PCR og/eða antigen) við komu til landsins, og einnig á gististöðum (hótel, AirBnB, o.s.frv.). Börn 12 ára og yngri eru undanþegin kröfu um að framvísa neikvæðu smitprófi.

https://www.visitportugal.com/en/content/covid-19-measures-implemented-portugal

https://reopen.europa.eu/en/from-to/ISL/PRT

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Vottorð um neikvætt smit – Óbólusettir einstaklingar (13 ára og eldri) þurfa að sýna fram á neikvætt, nýlegt smitpróf. https://www.visitportugal.com/en/content/covid-19-measures-implemented-portugal

Bólusetningarvottorð – Sömu reglur gilda og annars staðar í EES. https://www.visitportugal.com/en/content/covid-19-measures-implemented-portugal

Vottorð um fyrra smit – Veitir ekki undanþágu á að framvísa bólusetningarvottorði eða neikvæðu PCR- eða antigenprófi.

Mótefnavottorð – Veitir ekki undanþágu á að framvísa bólusetningarvottorði eða neikvæðu PCR- eða antigenprófi.  

2.2. Forskráning

https://portugalcleanandsafe.pt/en/passenger-locator-card

3. Sóttkví

Ferðalangar frá EES og öðrum völdum löndum þurfa ekki að sæta sóttkví við komu til landsins. Við komu frá Bretlandi, Brasilíu, Indlandi, Nepal og Suður-Afríku þarf bæði að sýna neikvætt smitpróf og sæta sóttkví í 14 daga. https://www.visitportugal.com/en/content/covid-19-measures-implemented-portugal

4. Landganga

            4.1. Sóttvarnir á landamærum - https://imigrante.sef.pt/en/covid-19/faqs/#1621260535009-137b54b5-ae9a

            4.2. Reglur innanlands - https://www.acm.gov.pt/-/covid-19-medidas-orientacoes-e-recomendacoes

5. Millilendingar

                Reglur um millilendingar: https://www.flytap.com/en-us/travel-restrictions

6. Skimun í Portúgal

Upplýsingar um skimunarstaði í Portúgal má finna hér https://covid19.min-saude.pt/infoadrpcc/. Velja þarf hérað undir flipanum „Distrito“ og þar koma upp helstu upplýsingar um skimunarstaði.

7. Annað

Mælt er með því að fólk hlaði niður appinu „Stayaway Covid“ við komu.

8. Gagnlegir tenglar

https://www.visitportugal.com/en/content/covid-19-measures-implemented-portugal

https://www.visitportugal.com/en/content/covid-19-frequently-asked-questions

https://reopen.europa.eu/en

https://www.ana.pt/en/corporate/ana/faq

Síðast uppfært 23. júlí 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Ríkisborgarar EFTA-landa, ESB og Sviss og fjölskyldumeðlimir þeirra auk ríkisborgara ákveðinna landa og allir með búseturétt í Póllandi vegna vinnu, skóla o.s.frv.

https://europa.eu/youreurope/citizens/travel/travel-and-covid/poland/index_en.htm

https://www.strazgraniczna.pl/pl/cudzoziemcy/covid-epidemia-koronawi/8578,Outbreak-of-coronavirus-rules-of-entry-and-stay-on-the-territory-of-the-Republic.html

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

https://europa.eu/youreurope/citizens/travel/travel-and-covid/poland/index_en.htm

2.1. Vottorð

Vottorð um neikvætt smit: Innan 48 klst. fyrir komu.

Bólusetningarvottorð: Venjuleg og rafræn.

https://www.gov.pl/web/certificate/about-certyficate

Vottorð um fyrra smit: Allt að 180 daga gamalt

3. Sóttkví

Allir sem koma til Póllands frá Schengen-svæðinu og geta ekki framvísað prófi fyrir eða gildu vottorði (sjá lið 4.1) skulu fara í 10 daga sóttkví. Hægt er að ljúka sóttkví með því með að fara í skimun eftir komu.

Ferðist fólk til Póllands frá löndum utan Schengen-svæðisins skal það fara í 10 daga sóttkví, en fólk með bólusetningarvottorð er undanþegið. Þá eru börn 12 ára og yngri í fylgd með bólusettum aðilum einnig undanþegin. Einungis er hægt að taka PCR- eða antigen próf 7 dögum eftir komu til þess að stytta sóttkvína.

https://www.gov.pl/web/coronavirus/travel

http://kidsinthecity.pl/coronavirus-quarantine-in-poland/

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum
Allir þeir sem koma til Póllands frá ESB/Schengen-svæðinu skulu sýna frama á neikvætt PCR- eða Antigen próf, tekið innan 48 klst. fyrir komu til landsins. Hægt er að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit eigi eldra 180 daga í stað þess.

Ferðist börn 12 ára eða yngri með foreldrum eða umráðamönnum sem ofangreint á við, eru börnin undanþegin skimun og sóttkví.

Rafræna bólusetningarvottorðið er einnig tekið gilt.

https://europa.eu/youreurope/citizens/travel/travel-and-covid/poland/index_en.htm

https://www.gov.pl/web/certificate/about-certyficate

4.2. Reglur innanlands
https://www.gov.pl/web/coronavirus/temporary-limitations

5. Millilendingar

Allir sem millilenda í Póllandi og geta sýnt fram á flugmiða í annað flug innan 24 klst. eru undanþegnir skimun og sóttkví við komu. Þetta á einnig við um farþega í millilendingum milli landa utan Schengen og ESB. Sé dvöl lengur en 24 klst. eiga sóttkvíar og skimunarákvæði við.

https://europa.eu/youreurope/citizens/travel/travel-and-covid/poland/index_en.htm

6. Skimun í Póllandi

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 784

Grímunotkun
Grímuskylda innandyra og í almenningssamgöngum.

Fjöldatakmarkanir

 •  Innandyra, ein manneskja á 15 m2, eða 50% nýting rýmis. Utandyra 250 manns hámark (bólusett ekki inni í þeirri tölu).
 • Skemmtistaðir: 100 manns.
 • Fundir, samkomur og hátíðir: 100 manns. Fullbólusett ekki talin með.
 • Veitingastaðir: Mega nýta 50% rýmis. Sama gildir fyrir hótel (nema fullbólusettir ekki talin með).
 • Íþróttaviðburðir: Hámarksfjöldi er 250 manns. Fullbólusett fólk er ekki talið með.
 • Verslanir mega aðeins vera með 1 manneskju fyrir hverja 15 fermetra.

Fjarlægðamörk
1,5m.

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 3. desember 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Sjá upplýsingar frá Ferðamálastofu Rússlands

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Öllum erlendum ríkisborgurum ber að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-próf á ensku eða rússnesku, sem var tekið innan 72 klst. fyrir komuna til landsins. Ekki er tekið við vottorðum um bólusetningu, fyrri sýkingu eða mótefni.    

2.2 Forskráning
Fylla þarf út eyðublað sem framvísa þarf við innritun og þegar farið er í gegnum landamæraeftirlit.

3. Reglur um sóttkví

Ekki er gerð krafa til erlendra ríkisborgara um sóttkví.

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum
Farþegar gætu verið hitamældir við komu til landsins.

Ekki er gerð krafa til erlendra ríkisborgara um skimun á meðan dvöl stendur. Rússneskum ríkisborgurum ber að fylla út eyðublað fyrir brottför, sem má finna hér, og taka PCR-próf innan þriggja daga við komu til Rússlands.

4.2. Reglur innanlands
Reglur um sóttvarnir eru ólíkar milli einstakra borga og héraða.

Upplýsingar um sóttvarnir í Moskvu

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar má finna hér

6. Skimun í Rússlandi

Fjölmargar einkastofur bjóða upp á PCR-próf fyrir ferðamenn í Rússlandi, hafið samband við sendiráð Íslands í Moskvu ef nánari upplýsingar vantar. Einstaka flugvellir bjóða bæði upp á hraðpróf og hefðbundið PCR-próf, vinsamlega athugið nánar hjá viðkomandi flugvelli.

7. Annað

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 22. október 2021

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Allir sem eru fullbólusettir mega ferðast til landsins og eru þá undanþegnir skimunar- og sóttkvískyldu. Þeir sem eru ekki bólusettir þurfa að fara í einangrun í fimm daga og skimun við lok hennar.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Ekki þarf að sýna fram á vottorð um neikvætt próf við komu. Upplýsingar um gild bólusetningarvottorð má finna hér.

2.2 Forskráning

Allir sem ferðast til Slóvakíu þurfa að skrá sig á https://korona.gov.sk/ehranica/.

3. Sóttkví

Upplýsingar um sóttkví í Slóvakíu má finna á vefsíðu Re-open EU.

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum

 Við komuna til Slóvakíu og við innritun í flug þangað kemur bólusetningarvottorð í stað fyrir skimun og sóttkví.

4.2. Reglur innanlands

 Almennt gildir að fólk skuli bera grímu innandyra, svo sem í búðum og á veitingastöðum og í almenningssamgöngum, eða utandyra þar sem ekki er hægt að tryggja nægilega fjarfægð milli fólks. Gagnlegt er að skoða yfirlit yfir þær reglur sem gilda í Slóvakíu á www.korona.gov.sk/en/.

5. Millilendingar

Reglur um millilendingu og gegnumkeyrslu má finna hér.

6. Skimun í Slóvakíu

Upplýsingar um skimunarstaði má finna á Covid-vef slóvakískra stjórnvalda.

7. Gagnlegir tenglar

https://korona.gov.sk/en/

https://reopen.europa.eu/en/map/SVK/7011

Síðast uppfært 18. ágúst 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Allir sem koma frá ESB/Schengen svæðinu þurfa að sýna fram á bólusetningarvottorð, vottorð um fyrra smit eða neikvætt Covid-próf við komu til landsins.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Smitvottorð
Gerð er krafa um að sýna fram á neikvætt Covid-próf ef bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit er ekki til staðar. Um er að ræða PCR próf sem ekki má vera eldra en 72 klst við komu, eða antigen hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst við komu.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er að Evrópsku lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Íslensk bólusetningarskírteini eru með samevrópskum QR kóða og eru tekin gild.

Forskráning

Fylla þarf út forskráningareyðublað á https://app.euplf.eu/#/ fyrir komu til Slóveníu.

3. Sóttkví

Þeir sem ferðast frá Schengen svæðinu með bólusetningarvottorð, vottorð um yfirstaðið smit eða neikvætt próf þurfa ekki að fara í sóttkví við komu. 

4. Reglur innanlands

Upplýsingar um þær reglur sem gilda innanlands í Slóveníu má finna á vefsíðu slóvenskra yfirvalda.

5. Millilendingar

Þeir sem millilenda í Slóveníu í minna en 12 klst eru undanþegnir skimunar- og sóttkvískyldu.

6. Skimun í Slóvakíu

Upplýsingar um skimunarstaði má finna hér.

7. Gagnlegir tenglar

https://www.gov.si/en/topics/coronavirus-disease-covid-19/border-crossing/

https://www.gov.si/en/topics/coronavirus-disease-covid-19/measures-to-contain-the-spread-of-covid-19-infections/

https://reopen.europa.eu/en/map/SVN/7001

Síðast uppfært 19. ágúst 2021.

ATH. Uppfærslur á dagsetningum á þeim reglum sem gilda á Spáni eru mjög tíðar. Fólk er hvatt til að fara inn á tenglana hér að neðan til að kynna sér mögulegar uppfærslur sem ekki hafa enn skilað sér inn í ferðaráðin.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Ferðamenn frá ríkjum sem eru hluti af Schengen, ESB, San Marínó, Andorra og Mónakó mega ferðast til Spánar. Ísland er hluti af Schengen og fellur því hér undir.

Ferðamenn frá þriðju ríkjum (með undantekningum fyrir ákveðin ríki) er hins vegar meinuð landganga fyrir ónauðsynlegar ferðir, nema þeir séu fullbólusettir eða með fasta búsetu í ofangreindum Evrópuríkjum (sjá frekari undanþágur í hlekknum hér að neðan).

Ferðamenn sem koma frá Bretlandi og N-Írlandi er heimil landganga gegn framvísun bólusetningarvottorðs eða smitprófs (PCR og önnur „NAAT“ próf).

Sérstakar reglur um hááhættusvæði (þ.m.t. innan Evrópu).

Almennt er miðað við að ferðamenn komi í beinu flugi. Utanríkisráðuneytið mælir með því að ferðamenn sem koma til Spánar með tengiflugi, kanni reglur sem gilda um farþega sem koma frá því ríki og geri sömu ráðstafanir og ferðamenn sem fljúga beint þaðan.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Ísland er á lista yfir áhættusvæði (risk country). Ferðamönnum sem koma frá áhættusvæðum ber að framvísa bólusetningarvottorði, mótefnavottorði eða vottorð um fyrra smit.

Ferðamönnum frá hááhættusvæðum (high risk country) ber að framvísa neikvæðu smitprófi við lendingu, annað hvort PCR prófi sem er innan við 72ja tíma gamalt fyrir lendingu eða hraðprófi sem er innan við 48 tíma gamalt. Listi yfir slík svæði og lönd er uppfærður tvisvar til fjórum sinnum á mánuði.

Ferðamenn sem koma beint frá Íslandi þurfa ekki að framvísa þessum Covid-prófum, ef Ísland er ekki á listanum yfir hááhættusvæði (high risk counry).

Allir ferðamenn þurfa að framvísa forskráningarvottorði.

Börn undir 12 ára þurfa ekki að framvísa neinum vottorðum nema forskráningarvottorði.

2.2 Forskráning

Ferðamenn sem koma frá ríkjum sem eru utan hááhættusvæðis, geta fengið hraðafgreiðslu („Fast control“) fyrir skoðun á forskráningarvottorði. Þetta gildir jafnan um ferðamenn frá Íslandi. Sjá undir „If you don‘t come from a risk country/area“

3. Sóttkví

Reglur um sóttkví, sjá „Quarantine“

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum: https://www.spth.gob.es/more

4.2. Reglur innanlands: https://www.spth.gob.es/more

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar, sjá „International Transits“

6. Skimun á Spáni

Aðgengi að PCR-prófum á Spáni er almennt gott á einkareknum sjúkrahúsum og rannsóknarstofum. Athugið að flugfélög geta verið með samninga við rannsóknarstofur og því rétt að kanna þann möguleika.

Upplýsingar um skimunarstaði víðsvegar á Spáni:

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 219

Grímunotkun
Grímuskylda innanhúss frá 6 ára aldri og utanhúss þar sem ekki er unnt að virða 1,5 metra fjarlægðamörk

Fjöldatakmarkanir
Engar fjöldatakmarkanir á landsvísu. Ath. að reglur geta verið eitthvað mismunandi eftir héruðum

Fjarlægðamörk
1,5 meter

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
10 mega sitja saman við borð á veitingahúsum
Grímuskylda nema meðan veitinga er notið.
Sum héruð krefjast framvísun vottorða til að komast á veitingahús, líkamsræktarstöðvar og öldrunarheimili.

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 6. desember 2021

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já. 

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei, engar sérstakar ráðstafanir gilda um Ísland. Sviss uppfærir reglulega hverjir þurfa að sæta sóttkví eftir því hvaðan ferðast er, sjá nánar undir lið 4.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já. Heimilt er að millilenda á alþjóðaflugvöllum. Engin skilyrði eru fyrir því að gista í Sviss fyrir þá sem ferðast frá ríkjum sem talin eru upp í lið 1 nema sóttkvíarákvæði eigi við.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Sviss uppfærir reglulega hverjir þurfa að sæta sóttkví eftir því hvaðan ferðast er. Upplýsingar um hverjir þurfa að sæta sóttkví.

Hversu löng er hún?

10 dagar

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Já Sviss hindrar ekki ferðamenn sem vilja yfirgefa landið.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Sviss uppfærir stöðu þeirra þjóða sem þurfa sæta sóttkví reglulega og mikilvægt er að staðfesta stöðu Íslands áður en ferðast.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Ef Ísland er á lista yfir lönd sem sæta þurfa sóttkví. 

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Neikvæð niðurstaða í COVID-19 prófi gefur ekki undanþágu við kröfu um sóttkví. 

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Á ekki við.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Frá og með mánudeginum 7. júlí verður skylda að vera með grímur í öllum almenningssamgöngum í Sviss. Nánari upplýsingar um sóttvarnaraðgerðir má finna á vef svissneskra stjórnvalda.

Fólk sem kemur til landsins er beðið um að fylgjast með og fylgja ráðum svissneskra yfirvalda hvernig forðast megi smit

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 17. maí 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Engar landamæratakmarkanir gilda um þá sem ferðast frá Íslandi eða öðru landi innan Norðurlandanna til Svíþjóðar. 

Þeir sem ferðast til Svíþjóðar frá öðru landi en Íslandi eða einhverju Norðurlandanna geta kynnt sér þær takmarkanir sem eru í gildi á heimasíðu sænsku lögreglunnar: https://polisen.se/en/the-swedish-police/the-coronavirus-and-the-swedish-police/travel-to-and-from-sweden/

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Ekki er gerð krafa um framvísun vottorðs fyrir farþega sem ferðast frá Íslandi eða öðru landi innan Norðurlandanna til Svíþjóðar. 

Þeir sem ferðast til Svíþjóðar frá öðru landi en Íslandi eða einhverju Norðurlandanna geta kynnt sér kröfur um vottorð á heimasíðuFolkhälsomyndigheten: https://www.folkhalsomyndigheten.se/the-public-health-agency-of-sweden/communicable-disease-control/covid-19/if-you-are-planning-to-travel/negative-covid-19-test-required-for-entry-into-sweden/

2.2 Forskráning 
Ekki er gerð krafa um forskráningu

3. Sóttkví

Þeir sem ferðast frá Íslandi eða öðru landi innan Norðurlandanna eru undanþegnir ráðleggingum um smitgát og skimun við komu til Svíþjóðar 

Þeir sem ferðast til Svíþjóðar frá löndum utan Norðurlandanna eru beðnir um að fara í skimun eftir komu.

Þeir sem ferðast til Svíþjóðar eftir að hafa dvalist í Suður-Afríku, Lesótó, Botsvana, Simbabve, Mósambík, Namibíu eða Esvatíní eru beðnir um að fara í skimun við fyrsta tækifæri eftir komu og halda sig svo heima (smitgát) í sjö daga. 

4. Landganga

Engar landamæratakmarkanir gilda um þá sem ferðast frá Íslandi eða öðru landi innan Norðurlandanna til Svíþjóðar.

Hægt er að lesa um gildandi takmarkanir og ráðleggingar innanlands á heimasíðu sænskra stjórnvalda -https://www.krisinformation.se/en/hazards-and-risks/disasters-and-incidents/2020/official-information-on-the-new-coronavirus/visiting-sweden

5. Millilendingar

Engar landamæratakmarkanir gilda um þá sem ferðast frá Íslandi eða öðru landi innan Norðurlandanna til Svíþjóðar, hvort sem er vegna millilendinga eða annarra ferða.

Þeir sem ferðast til Svíþjóðar frá öðru landi en Íslandi eða einhverju Norðurlandanna geta kynnt sér reglur um millilendingar á heimasíðu sænsku lögreglunnar: https://polisen.se/en/the-swedish-police/the-coronavirus-and-the-swedish-police/travel-to-and-from-sweden/

6. Skimun í Svíþjóð

Fyrir einstaklinga með einkenni eða þá sem hafa verið í návist við sýktan einstakling - https://www.1177.se/en/other-languages/other-languages/covid-19/lamna-prov-engelska/

Þeir sem hafa verið á ferðalagi utan Norðurlandanna geta farið í skimun á vegum opinberra aðila. Aðrir einkennalausir geta ekki farið í skimun á vegum opinberra aðila vegna ferðalaga og þurfa því að snúa sér til einkaaðila. Hér að neðan eru dæmi um einkaaðila sem bjóða upp á bæði PCR-próf og hraðpróf. Listinn er ekki tæmandi og er birtur án ábyrgðar.

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 168

Grímunotkun
Engin grímuskylda

Fjöldatakmarkanir
Engar

Fjarlægðamörk
Engin

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)
Framvísa þarf bólusetningarvottorði á opinberum viðburðum og samkomum þar sem fleiri en 100 manns koma saman innandyra, nema í tilvikum þar sem skipuleggjandi velur að grípa frekar til sérstakra smitvarnaraðgerða, t.d. með því að hafa aukið rými á milli gesta ofl. Reglurnar ná ekki yfir starfsemi veitingastaða.

8. Annað

Þeir sem millilenda á leið sinni til Svíþjóðar eru hvattir til þess að kanna sér reglur þess ríkis sem millilent er í. 

9. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 2. desember 2021

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Verið er að opna landið fyrir öllum ferðamönnum. Frá 1. nóvember geta fullbólusettir ferðamenn frá samþykktum löndum komið til Taílands án sóttkvíar. Sjá nánar á opinberum fréttavef ferðamálayfirvalda í Taílandi: https://www.tatnews.org/thailand-reopening/

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Vottorð um neikvætt COVID-19 próf
PCR próf inna 72 tíma fyrir komu https://www.tatnews.org/entry-thailand-frequently-asked-questions/

Bólusetningarvottorð
Upplýsingar um bólusetningavottorð má finna á https://www.tatnews.org/2021/08/covid-19-vaccine-guide-for-travellers-to-thailand/

Vottorð um fyrra smit
Þeim sem hafa verið smitaðir af COVID er ráðlagt að vera bólusett fyrir komu til Taílands.
https://www.tatnews.org/entry-thailand-frequently-asked-questions/

Mótefnavottorð
Ekki tekin gild
https://www.tatnews.org/entry-thailand-frequently-asked-questions/

2.2 Forskráning
Allir þurfa að skrá sig í gegnum vissa vefsíður fyrir komu https://coethailand.mfa.go.th/regis/step?language=en3

3. Sóttkví
Reglur um sóttkví - https://www.tatnews.org/entry-thailand-frequently-asked-questions/

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum – https://www.tatnews.org/entry-thailand-frequently-asked-questions/

4.2. Reglur innanlands – https://www.tatnews.org/entry-thailand-frequently-asked-questions/

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar – hægt ef tenging er styttri en 12 tímar
https://www.caat.or.th/en/archives/56377

6. Skimun í Taílandi
Heilbrigðisráðuneyti Taílands heldur úti lista yfir viðurkenndar COVID-19 skimunarstaði á https://service.dmsc.moph.go.th/labscovid19/indexen.php

7. Annað

8. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 25. október 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Allir sem ferðast frá ESB/Schengen svæðinu mega ferðast til Tékklands. Þeir sem eru fullbólusettir eða geta sýnt fram á vottorð um fyrra smit eru undanþegnir sóttkví- og skimunarskyldu og þurfa ekki að sýna fram á neikvætt Covid próf við komu. Hins vegar gilda mismunandi reglur um óbólusetta ferðalanga eftir því hvaðan þeir koma, en lönd eru skilgreind sem græn, appelsínugul, rauð eða dökkrauð. Á vefsíðu tékkneska heilbrigðisráðuneytisins má finna kort sem sýnir flokkun landa og hér er greint frá þeim reglum sem gilda fyrir hvert land fyrir sig á ensku.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

 Smitvottorð
Mismunandi reglur gilda um hvaða smitvottorð óbólusettir ferðamenn þurfi að framvísa eftir því hvort ferðast sé frá  grænu, appelsínugulu, rauðu eða dökkrauðu landi. Á Re-open EU vefsíðunni er að finna skýrt yfirlit yfir þær kröfur.

Bólusetningarvottorð
Framvísa þarf vottorði sem sýnir að einstaklingur hafi verið bólusettur með bóluefni sem samþykkt er að Evrópsku  lyfjastofnuninni (European Medicines Agency – EMA). Íslensk bólusetningarskírteini eru með samevrópskum QR kóða og eru tekin gild.

Forskráning
Fylla þarf út forskráningareyðublað á https://plf.uzis.cz/ fyrir komu til Tékklands.

3. Sóttkví

Óbólusettir ferðamenn sem ferðast frá (eða hafa dvalið í allt að 14 daga í) rauðu eða dökk rauðu landi þurfa að framvísa neikvæðu PCR prófi við komu (ekki eldra en 72 klst). Halda þarf þá fimm daga einangrun og fara í aðra sýnatöku við lok hennar.

4. Reglur innanlands 

Upplýsingar um þær reglur sem gilda innanlands í Tékklandi má finna hér.

5. Millilendingar 

Þeir sem millilenda í Tékklandi í minna en 12 klst eru undanþegnir skimunar- og sóttkvískyldu.

6. Skimun í Tékklandi 

Upplýsingar um skimunarstaði má finna á Covid upplýsingasíðu tékkneskra stjórnvalda.

7. Gagnlegir tenglar 

Reglur á landamærunum

Tékkland á Re-open EU vefnum

Forskráningareyðublað

Covid upplýsingasíða Tékklands

Síðast uppfært 26. ágúst 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, ekki þarf að framvísa neikvæðri COVID-19 skimun í millilendingum. 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Ferðamenn sem ferðast hafa til Indlands 10 dögum fyrir komu. 

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei, rjúfa má sóttkví ef skimun sem tekin er á tíunda degi reynist neikvæð. 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Nei.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei, en allir farþegar fara í heilbrigðisskoðun á einkennum COVID-19 vírussins við komu, þar á meðal hitamælingu.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já, allir farþegar 6 ára og eldri þurfa að framvísa PCR prófi við komu sem ekki er eldra en 72 klukkutíma. 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

N/A

8. Annað sem fram þarf að koma?

Farþegar sem að ferðast hafa síðustu 10 daga frá Indlandi þurfa að fara í 14 daga sóttkví við komu. Sóttkví fer fram í húsnæði á vegum yfirvalda. Rjúfa má sóttkví ef að skimun sem tekið er á 10. degi reynist neikvæð. Allir farþegar þurfa að fylla út eyðublað 72 tímum eða síðar fyrir brottför: https://register.health.gov.tr/

Útgöngubann er í gildi frá 29. apríl til 17. maí 2021.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 3. maí 2021.

 

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Landamæri Ungverjalands eru opin fyrir þá ferðamenn frá Schengen svæðinu sem geta sýnt fram á bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri Covid-sýkingu. Hins vegar er ferðamönnum heimilt að ferðast landleiðis frá Króatíu, Austurríki, Rúmeníu, Serbíu, Slóvakíu eða Slóveníu óháð þjóðerni eða vernd gegn Covid.

Börnum yngri en 18 ára er heimilt að ferðast til Ungverjalands að því gefnu að ferðast sé með foreldrum eða forráðamönnum sem hafa bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu.

http://www.police.hu/en/content/information-on-general-rules-of-border-crossing

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð
Ferðamönnum ber skylda að sýna fram á gilt bólusetningarvottorð eða vottorð um yfirstaðna Covid-sýkingu (vottorð um fyrri sýkingu má ekki vera eldra en 6 mánaða gamalt).

3. Sóttkví

Þeir sem geta sýnt fram á ofangreind vottorð þurfa ekki að fara í sóttkví við komu til Ungverjalands.

4. Landganga

Reglur innanlands.

5. Millilendingar

Reglur um millilendingar.

6. Gagnlegir tenglar

http://www.police.hu/en/content/information-on-general-rules-of-border-crossing

https://reopen.europa.eu/en/map/HUN/7001

Síðast uppfært 30. júlí 2021.

1. Hverjir mega ferðast til landsins?

Allir sem koma frá löndum ESB, Schengen eða löndum af ákveðnum lista yfir önnur „örugg“ lönd.

2. Ráðstafanir fyrir ferðalag (áður en haldið er af stað)

2.1. Vottorð

Vottorð um neikvætt smit

Bólusetningarvottorð

Vottorð um fyrra smit
Sjá upplýsingar frá heilbrigðisráðuneyti Þýskalands og svör við algengum spurningum, sérstaklega liðina "What rules apply to people who have been vaccinated or who have recovered?" og "What constitutes proof of recovery?"

Mótefnavottorð
Mótefnavottorð eru ekki tekin gild. Sjá á vef heilbrigðisráðuneytis Þýskalands undir liðnum "What tests are recognised?"

2.2 Forskráning

Allir sem ferðast til Þýskalands þurfa að skrá sig www.einreiseanmeldung.de. Ákveðnar undantekningar eru þó til staðar.

3. Sóttkví

Upplýsingar um sóttkví má finna á vefsíðu innanríkisráðuneytis Þýskalands (á ensku).

4. Landganga

4.1. Sóttvarnir á landamærum
Allir sem ferðast til Þýskalands, sama hvaðan og hvernig, þurfa að geta sýnt bólusetningarvottorð, vottorð um fyrra smit, neikvætt PCR-próf, eigi eldra en 72 tíma, eða antigen skyndipróf, eigi eldra en 48 tíma (24 tíma ef komið er frá landi þar sem sérstök afbrigði vírussins eru útbreidd), við komuna til Þýskalands. Tímasetning miðar við komuna til Þýskalands. Sýna þarf fyrrnefnd vottorð við innritun í flug og mögulega á landamærunum í Þýskalandi.

Börn undir 12 ára aldrei eru undanþegin því að þurfa að sýna fyrrnefnd vottorð.

4.2. Reglur innanlands
Almennt gildir að fólk skuli bera grímu innandyra, svo sem í búðum og á veitingastöðum og í almenningssamgöngum, eða utandyra þar sem ekki er hægt að tryggja nægilega fjarfægð milli fólks. Oft þarf að skrá sig til að komast í búðir og inn á veitingastuði á viðkomandi eyðublöð, eða með ákveðnum smáforritum í síma.

Gildandi reglur gætu þó verið mismunandi milli sambandslanda. Nánari upplýsingar (á þýsku).

5. Millilendingar

Millilendingar og gegnumkeyrsla eru almennt lítið mál, sérstaklega ef um er að ræða ferðalög innan Schengen-svæðisins. Búist er við því að fólk sé ekki að slóra og haldi rakleitt áfram á áfangstað eftir bestu getu.

6. Skimun í Þýskalandi

Íbúum Þýskalands er boðið upp á ókeypis skyndipróf (Antigen eða „Schnelltest“ á þýsku) og ferðamenn geta einnig nýtt sér það, en gætu þurft að borga eitthvað gjald fyrir. Stundum þarf niðurstöðu úr slíku prófi til þess að komast í sumar verslanir og á innisvæði veitingastaða, en bólusetningarvottorð og vottorð um fyrri smit eru oftast einnig tekin gild.

Ef fólk þarf að ferðast til útlanda, veita skimunarstöðvar slíka þjónustu. Enginn miðlægur gagnagrunnur er um slíkar stöðvar, en einföld leit að t.d. „covid test center in my area“ eða svipað ætti að skila þónokkrum niðurstöðum, sérstaklega ef dvalið er í einhverri af stærri borgum Þýskalands.

7. Staða faraldurs

14 daga nýgengi á 100.000 íbúa: 943

Grímunotkun
Grímuskylda innanhúss og í almenningssamgöngum, sums staðar einnig utandyra þar sem fólk safnast saman. Á veitingastöðum og viðburðum er grímuskylda þangað til að viðskiptavinur hefur sest við sitt borð eða fast sæti.

Fjöldatakmarkanir
Fyrir íþróttir, menningarviðburði eða sambærilega stórviðburði gildir:

o Innandyra að hámarki 30%-50% nýting rýmis, þó ekki fleiri en 5.000 manns.
o Utandyra að hámarki 30%-50% rýmisnýting, þó ekki fleiri en 15.000 manns.

Sambandslöndum er heimilt að grípa til strangari reglna og því er mikilvægt að kynna sér reglur á hverjum stað.

Fjarlægðamörk
1,5 m

Annað sem skipta kann máli (t.d. helstu reglur á veitingahúsum og skemmtistöðum)

 •  2G regla (sýna fram á bólusetningu eða yfirstaðna sýkingu) er í gildi á landsvísu fyrir allt opinbert líf innandyra, þ.á.m. verslanir og menningarviðburði. Verslanir með nauðsynjavörur (matvöruverslanir og apótek) eru þó undanþegin sem og fólk sem ekki getur þegið bólusetningu vegna aldurs eða samkvæmt læknisráði.
 • Í sveitarfélögum þar sem nýgengið fer yfir 350 taka samkomutakmarkanir gildi: innanhúss 50 manns og utandyra 200 manns (2G regla í gildi) og skemmtistaðir loka.
 • Í almenningssamgöngum og á vinnustöðum gildir 3G regla (bólusett, yfirstaðin sýking eða neikvætt Covid-próf (ekki sjálfspróf)).

8. Annað

Við komuna til Þýskalands og við innritun í flug þangað kemur bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit í staðinn fyrir skimun og sóttkví. Þetta á bæði við um þá sem eru koma frá áhættusvæðum (Risikogebiete) og svæðum með háa tíðni smita (Hochinzidenz-Gebiete). Fyrir þá sem eru koma af svæðum þar sem bráðsmitandi útgáfur af veirunni eru útbreiddar (Virusvarianten-Gebiete) þarf fólk hins vegar að fara í sóttkví, en þeir sem eru bólusettir geta lokið henni með því að sýna fram á bólusetningarvottorð.

Allir þeir sem koma frá þessum svæðum þurfa að skrá sig fyrir komuna til Þýskalands á forskráningarsíðunni. Þeir sem hafa hins vegar undanfarna 10 daga fyrir komu dvalið á svæðum sem falla ekki í fyrrnefnda flokka þurfa ekki að klára skráningarferlið. Samt sem áður er mælt með því að fólk líti á síðuna.

9. Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært 6. desember 2021.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira