Hoppa yfir valmynd

Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs

Hægt er að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með tölvupósti á [email protected], í neyðarsíma borgaraþjónustu +354 545-0-112 sem er opinn allan sólahringinn eða með skilaboðum á Facebook.

Einnig verður mikilvægum upplýsingum miðlað á Facebook og Twitter síðum utanríkisráðuneytisins.

Íslensk stjórnvöld ráða Íslendingum frá ferðalögum og hvetja Íslendinga á ferðalagi erlendis til að íhuga að flýta heimför. Hér að neðan má finna yfirlit ríkja sem tilkynnt hafa um ferðatakmarkanir og ráðleggingar vegna ferðalaga. Ekki er um tæmandi lista að ræða.

Almennar upplýsingar um kórónaveiruna, sóttkví, einangrun og annað tengt má finna á covid.is.

Hér að neðan má finna svör við algengum spurningum og upplýsingar um þekktar ferðatakmarkanir eftir löndum. Athugið að dregið hefur úr framboði á farþegaflugi og eru nú helstu leiðir til Íslands í gegnum London og Boston. (Sjá nánar um millilendingar í London undir Bretland).

Við bendum einnig á að ferðaviðvaranir annarra þjóða eru uppfærðar reglulega og má nálgast hér

Sömuleiðis bendum við á vef Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) sem hefur að geyma upplýsingar um aðgerðir ríkja í tengslum við COVID-19 og upplýsingar frá OECD og aðildarríkjum um aðgerðir þar. 

Spurningar og svör

Ástandið breytist hratt og ráð sem gefin eru í dag geta orðið úrelt daginn eftir, eða jafnvel samdægurs. Við hvetjum þig að fylgjast vel með fréttum og fylgja leiðbeiningum stjórnvalda á hverjum stað fyrir sig.

Ísland tekur þátt í ferðatakmörkunum innan Schengen samstarfsins og ríkja Evrópusambandsins. Einstaklingum sem hvorki eru EES- né EFTA-borgarar er óheimilt að koma til landsins nema þeir geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda. Tilmælin gilda í 30 daga (frá 20. mars) og er ætlað að draga tímabundið úr ferðum fólks inn á Schengen svæðið í því skyni að draga úr útbreiðslu COVID-19.

Ríkisborgarar Schengen svæðisins og aðstandendur þeirra munu áfram geta komið óhindrað inn á svæðið og er sérstaklega kveðið á um að útlendingar sem hafa dvalar- eða búseturétt innan svæðisins eigi einnig rétt á að koma. Þá eru ákveðnar starfsstéttir undanþegnar takmörkunum, þ. á m. starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og þeir sem sinna farmflutningum. Nánari upplýsingar á vef Útlendingastofnunar á íslensku og ensku.

Uppfært 28. mars 2020

Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga á ferðalagi erlendis til að íhuga að flýta heimför.

Ef tvö af eftirfarandi atriðum eiga við þig mæla íslensk stjórnvöld með að þú íhugir heimferð til Íslands:

• Ef þú ert eldri en 60 ára
• Ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóm
• Ef þú ert fjarri vinum og fjölskyldu
• Ef þú átt ekki rétt á heilbrigðisþjónustu í landinu þar sem þú dvelst eða heilbrigðiskerfið þar annar ekki álaginu.

Sérstök athygli er vakin á því að fólk sem sýnir sjúkdómseinkenni gæti átt á hættu að vera synjað um innritun í flug og því er óráðlegt að bíða of lengi.

Ekki er víst hvaða aðgang og réttindi ferðamenn munu hafa að heilbrigðisþjónustu erlendis, auk þess sem heilbrigðiskerfi í mörgum ríkjum munu mögulega ekki anna álagi, þar á meðal á Spáni þar sem búast má við miklu álagi. Mikilvægt er að skipuleggja heimferð í samráði við ferðaskrifstofu, flugfélag eða tryggingafélag. Með þeim ferðatakmörkunum sem mörg ríki hafa gripið til og lokun landamæra er orðið erfiðara að ferðast, auk þess sem framboð flugferða hefur minnkað til muna.

Frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 er Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Nánari upplýsingar um sóttkví á vef landlæknis.

Uppfært: 19.03.2020 kl. 10:30

Þú getur leitað leiða til að ferðast heim með því að hafa samband við þína ferðaskrifstofu, flugfélag eða tryggingafélag. Helstu leiðir til Íslands í dag eru í gegnum London og Boston.

 • Ef þú getur ekki ferðast eins og er skaltu halda þig á öruggum samastað þar sem þú getur tryggt aðgang að helstu nauðsynjum. Fylgdu fyrirmælum stjórnvalda á staðnum í hvívetna.
 • Skráðu þig á lista utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendinga erlendis vegan COVID-19 á www.utn.is/covid19 og hafðu samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í tölvupósti á [email protected] eða í neyðarsíma borgaraþjónustu +354 545-0-112 sem er opinn allan sólahringinn.

Uppfært 29.3.2020

Það er alltaf á eigin ábyrgð að meta stöðuna og taka ákvarðanir um ferðalög. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá því að leggja upp í ferðalög erlendis (í samræmi við ráðleggingu íslenskra stjórnvalda 14. mars), ekki síst vegna landamæralokana og ört minnkandi flugframboðs.

Þeir sem eru á ferðalagi, eru hvattir til að skrá sig á lista utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendinga erlendis vegna COVID-19. Þá eru íslenskir ferðamenn erlendis hvattir til að fylgist með ferðaviðvörunum nágrannalanda okkar sem í flestum tilfellum eru með starfsemi á viðkomandi stöðum og geta því gefið mun ítarlegri og betri viðvaranir.

Upplýsingar um einstök ríki er að finna hér fyrir neðan. Þá má finna hlekki á ferðaviðvaranir helstu nágrannaríkja Íslands á vef Stjórnarráðsins. Íslenskir ferðamenn erlendis eru einnig hvattir til að kynna sér ráðleggingar Embættis landlæknis og almannavarna um ferðalög.

 

Vefsíða Alþjóðsambands flugfélaga (IATA) er uppfærð reglulega og getur innihaldið hagnýtar upplýsingar.

Mörg flugfélög hafa bætt við flugum til Íslands frá svæðum þar sem verið er að loka landamærum. Einnig er möguleiki á því að flugfélög felli niður eða sameini flug við þessar aðstæður.

Helstu leiðir til Íslands eru í gegnum London og Boston. Sjá nánar um millilendingar í London undir Bretland hér að neðan.

Í tilkynningu frá Icelandair segir m.a.: „Flugáætlun félagsins í heild sinni er í stöðugri skoðun við þessar fordæmalausu aðstæður og er því breytingum háð. Allar breytingar á flugáætlun félagsins verða birtar á heimasíðu félagsins“. Þeir farþegar sem eiga flug með Icelandair eru því hvattir til að fylgjast með upplýsingum á vef flugfélagsins

Önnur flugfélög:

Azerbaijan Airlines (AZAL): Flug á milli London og Bakú.  Ekki er hægt að kaupa miða flugmiða á netinu. Samkvæmt utanríkisráðuneyti Breta geta Bretar sem eru í Bakú keypt miða hjá Silk Way Travel Office - heimilisfang: 126A Nizami Street, Baku eða með því að hringja í +994 70 437 1100.

British Airways flýgur daglega frá Miami til London. 

EasyJet er hætt að fljúga frá London til Íslands. Farþegar sem áttu miða munu fá upplýsingar frá EasyJet.

Emirates hef­ur til­kynnt að það muni hætta öllu farþega­flugi frá og með 25. mars.

Ethiopian Airways: Félagið hefur hefur ekki fellt neina áfangastaði niður nema þar sem flug er almennt bannað*. Það gæti breyst ef Eþíópia fellur undir flokk hááhættusvæða, eins og Namibía hefur gert. Tíðni fluga hefur eitthvað minnkað. Ethiopian Airlines flýgur enn til eftirfarandi staða: LHR (24., 26., 27. og 28. mars), Amsterdam (26., 27. og 28. mars), Stokkhólms (26., 27. og 28. mars). Einnig flogið til Dublin, Johannesborg og Cape Town, Botswana (Gaborone), Kenya (Nairobi), Tanzania (Dar es Salaam), Eritrea (Asmara), Benin, Mauritius, Togo, Trinidad. Í einhverjum tilvikum er um "code-share" fyrirkomulag að ræða sem þýðir að önnur flugfélög gætu verið að selja miða í sömu flug. 

EtihadFrá og með 26. mars mun flugfélagið fella niður öll flug til, frá og gegnum Abu Dhabi í 14 daga.

Finnair:

1. apríl

Millilandaflug er á dagskrá frá þessum borgum til Helsinki: Amsterdam, Berlin, Brussels, Doha, Frankfurt, London, Munich, París, Stokkhólmur, Zürich.

Brottfarir frá Helsinki miðvikudaginn 1. apríl til eftirfarandi Evrópuborga:
07:30 Stokkhólmur
07:35       Paris CDG
07:40 Frankfurt
08:00 London Heathrow
08:10 Amsterdam
09:00 Munich
10:35 Stokkhómur – SAS
12:20 Stokkhólmur
16:10  London Heathrow
16:20 Paris CDG
16:20 Stokkhólmur
16:30 Zürich
16:40 Brussels
17:35 Berlin

2. apríl

Millilandaflug er á dagskrá frá þessum borgum til Helsinki:
Amsterdam, Berlin, Doha, Frankfurt, London, Munich, París, Stokkhólmur, Zürich.

Brottfarir frá Helsinki fimmtudaginn 2. apríl til eftirfarandi Evrópuborga:
07:30 Stokkhólmur
07:35   Paris CDG
07:45 Berlin
08:00 London Heathrow
10:35 Stokkhómur – SAS
16:10  London Heathrow
16:15 Munich
16:15 Amsterdam
16:20 Stokkhólmur
16:55 Frankfurt

Almennur fyrirvari: flug geta verið felld niður með skömmum fyrirvara.

Kenya Airways: Kenya Airways hefur aflýst öllu flugi til London, Parísar og Amsterdam frá og með 25. mars til 6. apríl. Áður hafði verið ákveðið að aflýsa flugi til Rómar og Genfar til 30. apríl.
Nánar á vef Kenya Airways

KLM:

Flugframboð KLM hefur dregist saman vegna landamæralokana en flugfélagið heldur ennþá úti flugi til fjölda borga. Hægt er að bóka flug á www.klm.nl.

Norwegian  tilkynnti 16. mars að félagið hefði sagt upp 90% starfsfólks og fellt niður 85% flugferða frá 21. mars. Farþegar sem eiga bókaðan flugmiða með þeim eru hvattir til að hafa samband við flugfélagið. Samkvæmt vefsíðu norska forsætisráðuneytisins 17. mars mun norska ríkið hlaupa undir bagga með flugfélaginu á ákveðnum flugleiðum sem annars hefðu verið lagðar niður. Ekki er ljóst hversu lengi flugfélagið muni halda áfram að fljúga né heldur hversu lengi þær flugleiðir sem Íslendingar hafa nýtt sér muni haldast opnar.

Qatar Airways: Farþegar Qatar Airways geta enn flogið með flugfélaginu og millilent á Hamad-alþjóðaflugvellinum. Sjá nánar hér.

RyanairBreytingar á leiðakerfi félagsins eru gerðar á hverjum degi. Frá miðnætti 24. mars var 90% af flota flugfélagsins kyrrsettur. Undanskildar eru nauðsynlegar ferðir á milli Bretlands og Írlands. Sjá nánar hér. 

SAS: SAS hefur dregið verulega úr flugframboði. SAS mun flúga milli Stokkhólms og New York til 19. apríl og býður upp á flug frá Spáni til Stokkhólms fram til 31. mars. Sjá nánar hér.

Turkish Airlines: Flugfélagið tilkynnti að öll alþjóðleg flug leggjast af 27. mars fyrir utan eftirfarandi flugleiðir:

 • New York
 • Washington, DC
 • Hong Kong
 • Addis Ababa
 • Moscow

Vietnam Airlines hefur hætt öllu alþjóðlegu flugi frá og með 25. mars fram til 30. apríl 2020. Millilendingar í Víetnam eru ekki leyfðar.

Uppfært 1. apríl kl. 11:07.

 

Þekktar ferðatakmarkanir (athugið að ekki er um tæmandi lista að ræða):

Öll landamæri á landi eru lokuð nema fyrir vöruflutninga. Flug og ferjusiglingar til og frá Ítalíu hafa verið stöðvaðar sem og ferjur og rútur frá Grikklandi. Líkamshiti er mældur á öllum sem lenda á flugvellinum í Tirana. Við bendum einnig á ferðaráð breska utanríkisráðuneytisins.

Þeir sem hafa verið á skilgreindum hættusvæðum á lista WHO og í Grikklandi eiga að fara í heimasóttkví í 14 daga. Brot við þessu varða um 5000 evru sekt. Við grun um smit skal hringja í númerið 127.

Stjórnvöld hvetja alla sem staddir eru í Albaníu til að halda sig innandyra. Útigöngubann er í gildi nema á milli klukkan 06:00 og 10:00 á morgnana og á milli klukkan 16:00 og 18:00 að eftirmiðdegi.

Akstur bifreiða og annarra farartækja er bannaður til 3. apríl nema fyrir þá sem hafa sérstakt leyfi. Almenningssamgöngur og akstur leigubíla hafa verið stöðvaðar tímabundið.

Veitingastaðir, kaffihús, næturklúbbar, líkamsræktarstöðvar o.fl. er lokað til 3. apríl. Öllum samkomum, svo sem menningar- og íþróttaviðburðum, sem voru á dagskrá til 3. apríl hefur verið aflýst.

Opnunartími opinberra stofnana hefur verið styttur.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthonustan

Uppfært 19 mars kl. 21:08.

 

Alsír lokaði landamærum sínum og stöðvaði allt millilandaflug og siglingar 19. mars. Neyðarástandi var svo lýst yfir í landinu þann 22. mars.

Frá og með 24. mars hefur öllum fyrirtækjum sem ekki selja mat verið lokað gegn ströngum viðurlögum. Öllum samkomustöðum hefur verið lokað og verslanir sem eru opnar verða að tryggja eins metra bil á milli fólks. Leigubílar mega ekki keyra. 50% vinnandi fólks skipað í frí. Í wilaya Algiers mega ekki fleiri en tveir koma saman og útgöngubann er í gildi frá kl. 19-07. Í wilaya Blida var sett á algjört sóttkví í tíu daga frá og með 20. mars, öll umferð til og frá Blida var bönnuð og sérstakt leyfi þarf til að yfirgefa hús sín. Fólki verður séð fyrir mat og öðrum nauðsynjavörum. Alsír hafði áður lokað á allt flug og allar siglingar til og frá Evrópu þann 19. mars síðastliðinn.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 11.44.

Angóla hefur lokað öllum landamærum, stoppað allt flug og skipaumferð.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 11.25.

Stjórnvöld í Argentínu hafa lokað landamærum fyrir öðrum en þeim sem hafa fasta búsetu í landinu. Lokunin gildir til 1. apríl en gæti verið framlengd. 

Útgöngubann hefur verið sett á í Argentínu frá 19. mars til miðnættis 31. mars. Á meðan á því stendur mun fólk einungis geta yfirgefið heimili sín til þess að kaupa nauðsynjar, þ.e. lyf og matvæli á sínu nærsvæði. Brjóti einhver gegn þessu banni gæti sá hinn sami sætt ákæru. Flugsamgöngur úr landi eru áfram opnar og því ætti fólk sem hefur keypt flugmiða að geta farið á flugvöllinn og náð sínu flugi.

Frá 17. mars verður Aerolines Argentinas eina flugfélagið sem flýgur með erlenda ríkisborgara til Bandaríkjanna, þó ekki sé útilokað að önnur flugfélög fái einstaka flugheimildir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 20. mars kl. 10.27.

Möguleikar á því að yfirgefa Aserbaídsjan fara sífellt minnkandi. Hægt er að kaupa miða frá Bakú til London með Azerbaijan Airlines á vefsíðu flugfélagsins.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 16.14.

Frá 20. mars fá einungis ástralskir ríkisborgarar, fjölskyldumeðlimir þeirra og þeir sem hafa fasta búsetu í landinu, heimild til að koma inn í landið. Sjá nánar hér.

 Þeir sem eru nýkomnir til landsins verða að fara í sóttkví á hóteli eða á heimili í fjórtán daga eftir komu.

Sidney-flugvöllur

 • Takmarkaðar upplýsingar eru um hvort millilendingar séu leyfðar en á vefsíðu Sidney-flugvallar kemur fram að millilendingar séu þar leyfðar fyrir þá sem eru á leið til síns heima.  Ef tímasetning næsta flugs er samdægurs þá verða farþegar að halda sig á flugvellinum. Ef farþegar þurfa að gista þurfa þeir að fylgja sömu reglum og gilda fyrir heimasóttkví. 
 • Staðan getur breyst hratt. Sjá nánar: Vefsíða Sidney-flugvallar

Melbourne-flugvöllur

 • Í Melbourne er ljóst að útlendingar mega millilenda þar, þrátt fyrir komubann, en mælt er með því að þeir hafi samband við flugfélagið sitt til að tryggja að þeim verði hleypt um borð í flugið sitt.
 • Staðan getur breyst hratt. Sjá nánar: Vefsíða Melbourne-flugvallar

Almennt er ekki hægt að millilenda í Ástralíu. Hægt er að sækja um undanþágur frá innanríkisráðuneyti Ástralíu hér.  Frekari upplýsingar má m.a. nálgast af vefsíðu sendiráðs Svíþjóðar í Ástralíu eða í ferðaviðvörum breska utanríkisráðuneytisins.

Samkomubann, að fjölskyldum undanskildum, miðast nú við tvo einstaklinga að hámarki. Allir eiga að halda sig heima. Þó má fara út og kaupa nauðsynjar, fara til læknis, hreyfa sig og fara til og frá vinnu eða skóla. Fólk eldra en 70 ára og fólk eldra en 60 ára með undirliggjandi sjúkdóma, eða frumbyggjar eldri en 50 ára, á að halda sig heima í því skyni að vernda sjálfa sig. Allir ferðalangar sem snúa heim frá útlöndum verða settir í sóttkví á hóteli eða öðrum stað í fjórtán daga. Knæpur, klúbbar, hótel (að undanskilinni gistingu), líkamsræktarstöðvar, skautahallir, íþróttahús, kvikmyndahús, snyrtistofur, leikjasalir og útileikjasvæði, bænastaðir og aðrir staðir þar sem almenningur kemur saman, eiga að loka. Fjöldatakmarkanir eru við brúðkaup, jarðarfarir og þar sem útileikfimi fer fram. Matvöruverslanir og apótek verða áfram opnar.

Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 30. mars kl. 09.29.

Frá 20. mars þurfa allir sem koma til Austurríkis að fara í 14 daga heimasóttkví og þurfa að framvísa læknisvottorði, sem ekki er eldra en fjögurra daga gamalt, til staðfestingar á að þeir séu ekki með COVID-19.

Flug um Vín-Schwechat

Alþjóðaflugvöllurinn Schwechat er opinn, en stöðugar breytingar eru á flugi. Eftirfarandi reglur gilda til 10. apríl 2020:

 • Samkvæmt borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis Austurríkis er íslenskum farþegum enn leyft að fljúga gegnum Wien-Schwechat (transit) frá ríkjum bæði innan og utan til Íslands, en það þarf að fylgjast með fréttum á hverjum degi, því þetta gæti breyst.
 • Frá ríkjum utan Schengen er flug bannað til Schwechat frá Kína, Suður-Kóreu, Íran, Úkraínu og Rússlandi.
 • Frá Schengen-ríkjum er flug bannað frá Ítalíu, Spáni, Sviss, Frakklandi, Bretlandi og Hollandi. Undantekningar eru leyfðar ef farþegar fara í tveggja vikna einangrun og eru með heilbrigðisvottorð.
 • Austrian Airlines er hætt að fljúga til 28. mars og Laudamotion-flugfélagið til 8. apríl. Önnur flugfélög eru að fækka flugferðum umtalsvert. Þá eru engar lestarferðir til Spánar, Frakklands og Sviss.
 • Hvað alþjóðaflugvöllinn Vín-Schwechat varðar, þá eru nýjustu  upplýsingar vegna Covid-19 að finna á ensku hér

Landamærum lokað:

 • Landamærum við nágrannaríki Austurríkis, sem öll eru í Schengen, hefur verið lokað (eftir dagsetningum) um ákveðinn tíma:
 • Ítalía: (Frá 11. mars af hálfu Austurríkis)
 • Tékkland: (Frá 12. mars af þeirra hálfu)
 • Slóvakía: (Frá 13. mars af þeirra hálfu)
 • Þýskaland: (Frá 15. mars af þeirra hálfu).
 • Ungverjaland: (Frá 17. mars af þeirra hálfu)
 • Slóvenía, Liechtenstein og Sviss: (Frá17. mars af hálfu Austurríkis)

Austurrísk yfirvöld hafa hert á aðgerðum og sett á útgöngubann. Fólk má bara fara til og frá vinnu, ef það getur ekki unnið að heiman. Matvöruverslunum og apótekum verður haldið opnum.

Núverandi einangrunarsvæði "Quarantäne-Gebiete" í Austurríki eru: Allt sambandslandið Tirol, Arlberg-svæðið (Vorarlberg), Gastein-dalurinn, Grossarl-dalurinn og Flachau í sambandslandinu Salzburg og Heiligenblut í sambandslandinu Kärnten.

Almennt ástand: Fólk í Vín ber sig vel. Góður aðgangur er að matvörubúðum, bönkum, lyfjabúðum, læknis- og heilsugæslu. Aðstæðurnar í borginni eru óvenjulegar: Veitingahús, kaffihús, leikhús, kvikmyndahús, óperuhús og allar verslanir, nema þær sem selja matvæli eru lokuð, og samkomubann í gildi. Almenningsgarðar eru lokaðir. Ekki mega fleiri en fimm koma saman, og lögregla fylgist með slíku á götum. Fátt fólk er því á ferli, nema nauðsyn beri til vegna barna, matvælainnkaupa, umönnunar eldra fólks, o. s. fr. Tilmæli eru um að fólk sé einsamalt á ferli.

Gagnlegar vefsíður og símanúmer:

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 23. mars kl. 12.00.

Frá 5. mars hefur útlendingum sem ferðast höfðu til Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu síðustu 20 daga á undan verið neitað um landgöngu.

Ríkisborgarar Bahamaeyja og þeir sem búsettir eru þar þurfa að fara í sóttkví í 14 daga. Frá og með fimmtudeginum 19. mars munu útlendingar sem ferðast hafa til Bretlands, Írlands eða í Evrópu á síðustu 20 dögum verða neitað um landgöngu.

Bætast þessi lönd við þá ferðatakmarkanir sem settar voru 5. mars

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 17. mars kl. 20:41.

Ferðabann til Bandaríkjanna frá Schengen ríkjum (þ.m.t. Íslandi) tók gildi laugardaginn 14. mars. Icelandair flýgur sem stendur til og frá Boston. Flugáætlun félagsins breytist dag frá degi og mögulegt að daglegt flug til Bandaríkjanna kunni að raskast. Hægt er að sjá flugáætlun Icelandair og upplýsingar um aflýst flug hér.

Flugfélögum er enn heimilt að fljúga til og frá Bandaríkjunum til ákveðinna flugvalla en takmarkanir gilda við komu til landsins fyrir farþega, aðra en bandaríska ríkisborgara og þá sem hafa þar fasta búsetu, sem dvalið hafa á Schengen svæðinu eða á Bretlandi og Írlandi í 14 daga fyrir komu til Bandaríkjanna. Á þessum flugvöllum verða ýmsar ráðstafanir, m.a. þurfa ferðamenn við komu að fylla út sérstakt eyðublað og geta átt von á því að sæta læknisrannsókn og sérstökum viðtölum.

Ekki er heimilt að fara um eða millilenda á bandarískum flugvelli ef viðkomandi hefur verið á Schengen svæðinu sl. 14 daga og eru engar undantekningar þar á. Borið hefur á því að bandarísk stjórnvöld  afturkalli gildar ESTA áritanir og neiti ferðamönnum um millilendingu í Bandaríkjunum þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki verið á Schengen svæðinu sl. 14 daga. Þannig er ekki hægt að treysta því heimild fáist fyrir millilendingu í Bandaríkjunum og er mælt með því velja aðrar mögulegar flugleiðir.

Farþegar á leið til Bandaríkjanna 14. mars og síðar:

 • Ferðabannið tekur til ríkisborgara annarra landa en Bandaríkjanna (þ.m.t. Íslendinga) og ferðamanna á leið til landsins hafi þeir verið í landi sem tilheyrir Schengen-svæðinu, Bretlandi og Írlandi, einhvern tímann á 14 daga tímabili fyrir áætlaðan komudag til BNA. Ferðabannið tekur einnig til ferðamanna sem hafa verið í Kína eða Íran á sama tímabili.
 • Ferðabannið nær ekki til bandarískra ríkisborgara og þeirra sem hafa fasta búsetu í BNA. Allir sem koma frá Schengen-ríkjunum, Bretlandi og Írlandi, eða sem hafa verið á því svæði á síðustu 14 dögum þurfa að fara í sjálfskipaða sóttkví í 14 daga.
 • Ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna og ferðamenn á leið frá BNA geta flogið áleiðis þaðan (en þó ekki millilent í Bandaríkjunum), þar sem ferðabannið gildir einungis um ferðalög til BNA.

Undanþágur - Ferðabannið tekur ekki til eftirfarandi:

 • Bandarískra ríkisborgara
 • Fólk með fasta búsetu (Green Card Holders)
 • Nánustu fjölskyldumeðlima ríkisborgara eða fólks með fasta búsetu í Bandaríkjunum (maki, börn, systkini og foreldrar) 
 • Áhafnir skipa og flugvéla með C-1 eða D vegabréfsáritun
 • Allir sem eru með A áritun (sendierindrekar), C áritun (embættismenn í millilendingu) og G áritun (starfsmenn alþjóðastofnanna) ferðast óhindrað inn í landið en þurfa að sæta sóttkví og læknisskoðun við komu til landsins.
 • Skýringarskjal heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna má sjá hér.

Ferðamenn sem ferðast hafa á ESTA til Bandaríkjanna og komast ekki vegna ferðabannsins til síns heima áður en gildistími ESTA áritunar rennur út (involuntary overstay) geta sótt um framlengingu. Þetta á þó aðeins við um þá sem hafa lögmæta ástæðu fyrir að hafa ekki flýtt heimför s.s. sjúkrahúsvist eða aðrar slíkar ófyrirsjáanlegar aðstæður. Þeir sem ekki hafa sinnt leiðbeiningum um að flýta heimferð og lenda í vandræðum geta ekki átt von á að fá slíka fyrirgreiðslu frá hendi bandarískra stjórnvalda og geta átt í vændum hömlur/bann á endurkomu til Bandaríkjanna síðar. Beiðni um framlengingu á ESTA (Emergency Request for Extension of Satisfactory Departure date) þarf að berast rétt fyrir eða á þeim degi sem gildistími ESTA áritunar rennur út. Hafa þarf samband við USCIS (útlendingaeftirlit Bandaríkjanna) í síma +1-800-375-5283 og panta viðtalstíma til að óska eftir framlengingu.  Frekari upplýsingar má finna hér.

Tilkynnt hefur verið að öll hefðbundin þjónusta tengd vegabréfsáritunum í öllum sendiráðum Bandaríkjanna hafi verið felld niður frá og með 20. mars um ótilgreindan tíma.

Á miðnætti að staðartíma aðfararnótt 21. mars verður landamærum Bandaríkjanna og Kanada lokað. Aðeins þeir sem eiga brýnt erindi milli landanna fá að ferðast en nákvæmar upplýsingar um það hvað telst brýnt hafa ekki verið gefnar upp. Fólk er hvatt til þess að reikna einfaldlega með því að landamærin séu lokuð og láta helst ekki á það reyna nema ástæðan sé bráðnauðsynleg.

Koma skemmtiferðaskipa hefur verið bönnuð næstu 30 daga.

Bandarísk stjórnvöld biðja Bandaríkjamenn sem eru á ferðalagi um að annað hvort koma heim eða undirbúa sig undir að finna sér samastað.

Lokun landamæranna hefur ekki áhrif á vöruflutninga milli landanna.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 20.34.

Stjórnvöld í Bangladess hafa tilkynnt að fólk frá Evrópuríkjum, að Bretlandi undanskildu, fái ekki að koma inn í landið á tímabilinu frá 16. - 31. mars. Eina undantekningin eru diplómatar með gild skírteini. Sérstök flug til þess að ferja erlenda ríkisborgara frá Bangladess verða metin í hverju tilviki fyrir sig.

Frá miðnætti 22. mars þar til 31. mars hefur öllum flugum frá Bahrain, Indlandi, Kúveit, Malasíu, Óman, Katar, Sádi-Arabíu, Singapúr Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum til alþjóðlegra flugvalla í Bangladess verið aflýst. Flug til og frá Kína, Hong Kong, Tælandi og Bretlandi halda áfram þar til annað kemur í ljós. Þeir sem þurfa að komast frá Bangladess geta nýtt þær flugleiðir.

Enn verður öllu farþegaflugi frá þjóðum sem hafa aflýst ferðum til Bangladess með sama hætti fellt niður frá Bangladess og vegabréfsáritanir við komu eru felldar niður um tveggja vikna skeið. Öllum sem koma til landsins frá áhættusvæðum er gert að fara í sjálfskipaða sóttkví í tvær vikur. Útlendingum með gild dvalarleyfi í Bangladess fá tækifæri til að framlengja leyfin um tvo mánuði. Þeir ferðamenn sem búa í eða hafa verið í Evrópu eða Íran frá 1. mars verður hleypt inn í landið til 15. apríl.

Ríkisborgarar ESB-ríkja eða Íran eða hafa verið búsettir fyrir utan þau svæði síðan 29. febrúar verður leyft að ferðast til Bangladess hafi þeir tilskildar vegabréfsáritanir. Þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa gildar vegabréfsáritanir þurfa að geta framvísað gildu heilbrigðisvottorði sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt sem staðfestir að handhafinn hafi ekki nein einkenni COVID-19.

Frá 26. mars er fólki í Bangladess ráðlagt að vera heima fyrir og fara ekki út nema brýna nauðsyn beri til. Spítalar eru opnir sem og apótek og matsöluverslanir. Frá 24. mars hafa almenningssamgöngur verið takmarkaðar og er fólki ráðlagt að nota þær ekki nema brýna nauðsyn beri til. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 13:27.

 

Farþegar sem hafa verið í Kína, Íran, Írak og Suður-Kóreu síðustu fjórtán daga fá ekki inngöngu í landið, aðrir en þeir sem eru með ríkisfang í Bahrein eða í samtökum Persaflóaríkja.


Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 16. mars kl. 14.10

Frá 26. mars verða allir farþegar sem koma frá sýktum svæðum að fara í 14 daga sóttkví.

Belavia, flugfélag landsins, flýgur óbreytt til og frá Bretlandi.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 8.30

Ríkisstjórn Belgíu hefur ekki takmarkað ferðir til og frá landinu vegna kórónaveirunnar. Utanríkisráðuneyti Belgíu ræður fólki frá því að ferðast til útlanda. Farþegum sem koma til Belgíu er enn sem komið er ekki skylt að fara í sóttkví.

Þjóðaröryggisráð Belgíu, undir forystu Sophie Wilmes forsætisráðherra, tilkynnti 17. mars að sett verði á útgöngubann (f. confinement générale) frá hádegi 18. mars. Útgöngubannið, sem er með svipuðu sniði og það sem þegar hefur verið sett á í Frakklandi, Ítalíu og á Spáni, mun standa til 5. apríl, en verður þá tekið til endurskoðunar. Samkomur eru bannaðar og á fólk að halda sig sem mest heima en er þó heimilt að sækja vinnu. Heimilt er að stunda líkamsrækt og útivist með fjölskyldu en virða skal fjarlægðarmörk við annað fólk. Fólk má fara til læknis, kaupa í matinn og fara í bankann. Mjög verður dregið úr þjónustu hvað varðar almenningssamgöngur. Verslanir, aðrar en matvöruverslanir og apótek eiga að vera lokaðar. Lögregla mun fylgja banninu eftir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 17. mars kl. 20:14

Hertar ferðatakmarkanir geta tekið gildi þá og þegar, segir í tilkynningu frá yfirvöldum 26. mars. Ferðafólk er hvatt til að fylgjast með vef heilbrigðisráðuneytisins.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 8.40.

Benín hefur sett á samkomubann en ekki lokað fyrir flug né landamæri enn sem komið er.

Allir þeir sem koma til Benín verða skimaðir við landamæri landsins og á flugvöllum og þurfa að tilkynna um komu sína með því að hringja í eitt af eftirfarandi númerum: +229 95 36 11 07, 51 02 00 00, 51 04 00 00. Allir þeir sem koma þurfa að fara í sóttkví í 15 daga. Þeir sem finna fyrir einkennum eiga að hringja í númerið +229 95 36 11 02 eða 95 36 11 04.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 13.06.


Stjórnvöld hafa sett allsherjarsóttkví á í landinu og í kjölfarið, lokað landamærum fyrir bæði ferðamönnum og ríkisborgurum landsins, til 15. apríl eða þar til sóttkvínni lýkur. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 31. mars kl. 9.59

Öllu millilandaflugi er aflýst frá og með 30. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 8.30.

Landamærum hefur verið lokað, nema fyrir ríkisborgurum Botsvana og fólki með fasta búsetu í landinu.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 9.30.

Flugfarþegum frá Íslandi, ásamt Ástralíu, Kína, Íran, Japan, Suður-Kóreu, Malasíu, Noregi, Sviss, Bretlandi og löndum Evrópusambandsins er óheimilt að koma til Brasilíu frá og með 25. mars. Aðeins ríkisborgarar Brasilíu fá að fara inn í landið, auk þeirra sem eru þar með fasta búsetu, sendifulltrúar alþjóðastofnana, erlendir starfsmenn á vegum stjórnvalda og þeir sem eiga fjölskyldumeðlimi í Brasilíu.

Þann 19. mars tilkynntu brasilísk stjórnvöld að þau hefðu lokað landamærum sínum í 15 daga fyrir útlendingum við eftirfarandi nágrannalönd í Suður-Ameríku: Argentína, Bólivía, Kolumbía, Guiana, Fanska Guiana, Paragvæ og Perú. Ríkisborgurum Brasilíu verður áfram hleypt inn ásamt þeim sem hafa fasta búsetu í landinu.

Frá og með 17. mars gilda nýjar reglur um þá sem koma til landsins, þeir eiga að fylgja læknisráðum um sóttkví. Af hálfu yfirvalda er litið á brot á þeim reglum sem glæp sem varði fangelsi eða sektum, án réttarhalda.

Þann 24. mars til 7. apríl er útgöngubann í Brasilíu í gildi. Aðeins fyrirtæki og þjónusta sem telst nauðsynleg í landinu heldur áfram starfsemi.  Þann 21. mars tók gildi 15 daga lokun á ströndum, almenningsgörðum, verslunarmiðstöðvum, börum og veitingahúsum. Rútusamgöngur á milli borga hafa einnig verið stöðvaðar. Áfram verður opið í matvörubúðum, apótekum og á heilsugæslustöðvum.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 09:05.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti þann 23. mars að:

 1. Allir eiga að halda sig heima. Leyfilegt er að fara út til að versla, fara í líkamsrækt úti (hlaupa, ganga), sækja sér læknisþjónustu og fara til vinnu ef nauðsyn ber til.
 2. Fleiri en tveir mega ekki koma saman úti. Kirkjur o.þ.h. verða lokaðar en garðar verða opnir til að fólk geti hreyft sig. Öllum verslunum nema þeim nauðsynlegustu verður lokað.

Enn eru engar takmarkanir á ferðum til Bretlands. Íslenskir ríkisborgarar og ríkisborgarar ESB og EFTA-ríkjanna geta  millilent í landinu að því gefnu að flugáætlun þeirra sem ferðast standist og þeir séu án einkenna COVID-19. Hægt er að ferðast á milli flugvalla að því gefnu að fólk hafi brottfararspjöld eða alþjóðlega viðurkenndar flugupplýsingar við hönd. 

Uppfært 31.mars: Líkur eru á að Gatwick flugvelli verði lokað, eftir að Easyjet lággjaldaflugfélagið kyrrsetti sínar farþegavélar. British Airways hefur hætt flugi til Gatwick og flýgur nú eingöngu í gegnum Heathrow flugvöll. 

Lista yfir þá ríkisborgara ríkja utan EES/EFTA/áritanafrelsis sem þurfa og þurfa ekki sérstakar áritanir fyrir millilendingar (e. direct and non-direct airside transit visa) er að finna hér.* Þetta getur skipt máli vegna fjölskyldumeðlima frá þriðju ríkjum en rétt að ítreka að sá sem er með dvalarleyfi á EEA/Sviss þarf aldrei áritun til að millilenda.

Bretland mun áfram virða rétt ríkisborgara ESB/EES til að ferðast til landsins, ferðabann ESB hefur engin áhrif.

Einstaklingar með einkenni Covid-19 eru beðnir að fara í einangrun í 7 daga (óháð ferðalögum). Nýjustu leiðbeiningar um hvað eigi að gera ef þú ert með einkenni eru hér, og fyrir þá sem eru að koma úr ferðalagi hér.

Fólk eldra en sjötugt hefur verið beðið um að halda sig innandyra. Fólki stendur ennþá til boða að nota almenningssamgöngur, einnig á háannatímum en mælst er til að fólk reyni að ferðast á öðrum tímum.

Bresk stjórnvöld ráðleggja borgurum sínum frá öllum ferðalögum. 

Gott er að hafa í huga að margar stærri hótelkeðjur í London hafa lokað flugvallarhótelum sínum þar í borg en engin opinber tilmæli hafa þó verið gefin út hvað það varðar. Því gæti reynst vandkvæðum bundið fyrir fólk að finna sér gistingu ef það hyggst dvelja í London yfir nótt áður en það nær flugi heim til Íslands. Þeim sem þurfa að gista í London er ráðlagt að vera á hóteli við flugvöllinn sem flogið er frá. 

Sendiráð Íslands hefur tekið saman upplýsingar um gististaði nálægt Heathrow flugvelli. Listinn hér að neðan var síðast uppfærður 30. mars, en áfram er verið að fylgjast með. 

- Hótel sem eru opin og taka við bókunum: 

Thistle London Heathrow Terminal 5 - taka við bókunum svo lengi sem gestir geta sýnt fram á að þeir eigi bókað flug áfram til Íslands.

           +44 20 7523 5056
           Terminal 5, Bath Rd, Longford, London UB7 0EQ, United Kingdom
           Vefsíða

ibis Style London Heathrow Airport - eru ennþá að taka við bókunum
            +44 20 3862 7689
            272 Bath Rd, Harlington, Sipson, Heathrow UB3 5AY, United Kingdom

            Vefsíða (vefsíðan segir að hótelið sé lokað en skv. símtali er ennþá opið)

Aerotel T3 London Heathrow - er ennþá opið en ráðleggja ferðalöngum að hafa samband amk degi áður en þeir mæta til að vera vissir um að þeir geti bókað.
            +44 20 8745 9805
            Heathrow Airport, Terminal 3 Arrivals Hall, East Wing, Middlesex TW6 1AA, United Kingdom

            Vefsíða
Shepiston Lodge - ennþá opið og taka við bókunum
            +442085610795
            31 Shepiston Lane Hayes Greater London UB3 1LJ United Kingdom

            Vefsíða
Heathrow Palace – Er ennþá opið og tekur við bókunum. Hægt að bóka í gegnum booking.com en þeir vilja helst taka við bókunum í gegnum síma
            +44 20 8384 3333
            19 Haslemere Ave, Hounslow TW5 9UT, United Kingdom
Pacific Inn London Heathrow - Taka við erlendum ferðamönnum, en fólk gæti þurft að sýna fram á að það sé að millilenda og sé ekki búsett í London, t.d. með því að framvísa flugmiða.
            +442088432445
            60-66 The Broadway, Southall, UB1 1QB, United Kingdom

            Vefsíða
Heathrow Inn Hotel - Ennþá opið og tekur við bókunum

            +44 20 8561 8725
            140 Coldharbour Lane, Hayes, Middlesex UB3 3HG, London - United Kingdom

            Vefsíða
OYO Osterley Park - taka við bókunum svo lengi sem gestirnir geta sýnt fram á að þeir séu með bókað flug áfram til Íslands.
            +44 20 8568 9981
            764 Great West Rd, Isleworth TW7 5NA, United Kingdom

            Vefsíða
Novotel London Heathrow Airport T1 T2 and T3 - hótelið er opið og tekur við bókunum en skv. símtali þann 30. mars eru þau uppbókuð til og með 5. apríl
            +44 20 8917 1599
            Heathrow Point West, 234 Bath Rd, London UB3 5AP, United Kingdom

            Vefsíða
Leonardo London Heathrow Airport
            +44 20 - 899 000 00
             Bath Road, Sipson, West Drayton, UB7 0DP, United Kingdom

            Vefsíða
Apple House Guesthouse Heathrow Airport - Ennþá opið og taka við bókunum
            +44 7774 433228
            W End Ln, Harlington, Hayes UB3 5LY, United Kingdom

            Vefsíða
Homestay Hotel Heathrow - Ennþá opið og taka við bókunum
            +44 20 8572 1481
            2 Bulstrode Rd, Hounslow TW3 3AT, United Kingdom

            Vefsíða

Hótel sem eru lokuð: 

Atrium Hotel Heathrow (þau taka ekki við bókunum)
Crowne Plaza London – Heathrow
DoubleTree by Hilton Hotel London Heathrow Airport
easyHotel London Heathrow
Heathrow Lodge
Heathrow/Windsor Marriott Hotel
Heston Hyde Hotel
Hilton Garden Inn London Heathrow Terminals 2 and 3
Hilton London Heathrow Terminal 4
Holiday Inn London - Heathrow Ariel
Holiday Inn London Heathrow - Bath Road
Hyatt Place London Heathrow Airport
ibis London Heathrow Airport
ibis Styles London Heathrow East Hotel (skv vefsíðu)
Kings Paget Hotel
Novotel London Heathrow Airport T1 T2 and T3
Park Inn by Radisson London Heathrow
Radisson Blu Edwardian, Heathrow
Renaissance London Heathrow Hotel
Sofitel London Heathrow
St Giles Heathrow
The Ostrich Inn London Heathrow
The Stanwell Heathrow
The Swan Inn Pub
VII Hotel
YOTELAIR London Heathrow Airport

 Athugið að framboð á gistingu getur breyst hratt og því ekki hægt að ábyrgjast að ofangreindir gististaðir verði opnir áfram. Hafið beint samband við hótel til að bóka upp á að upplýsingar séu sem áreiðanlegastar.

*"Airside transit" merkir að við millilendingu þurfi ekki að fara í gegnum bresku landamærin (UK Border Control). Til þess þarf bókun að vera staðfest alla leið á áfangastað, farangur innritaður alla leið og viðkomandi þarf að hafa skjöl sem sýna að hann hafi rétt til að fara inn í það ríki þangað sem förinni er heitið. Tengiflugið áfram þarf að leggja af stað fyrir miðnætti sama dag og komið er. Viðkomandi má ekki fara út af flugvellinum. Ákjósanlegast er að flugin komi og fari frá sömu álmu (e. terminal) en hægt að taka strætisvagn eða lest innan vallar milli álma án þess að fara í gegnum landamæri, með því að fylgja fjólubláum skiltum merkt ,,connecting flight". 

„Landside transit“-áritun þarf að fara í gegnum umsóknarmiðstöð og tekur umsóknarferlið nokkra daga.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 31.03. 

Stjórnvöld í Búlgaríu hafa um ótilgreindan tíma hætt að hleypa erlendum ríkisborgurum inn í landið nema þeim sem hafa þar fasta búsetu. Landamærunum við Tyrkland hefur líka verið lokað fyrir fólk sem og einnig landamærunum við Grikkland. Bansko skíðasvæðið hefur verið sett í sóttkví til 1. apríl og útlendingum var veittur frestur til 20. mars að koma sér úr bænum.

Gripið hefur verið til margvíslegra annarra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar, t.d. hefur öllum íþrótta- og menningarviðburðum verið aflýst, verslunum hefur verið lokað öðrum en matvöru- og lyfjaverslunum. Samkomubann er í gildi miðað við tvo einstaklinga að hámarki og eftirlit er við borga- og bæjarmörk og engum hleypt út eða inn án gildrar ástæðu. Lögregla er á verði.

Hægt er nálgast nýjar uppfærðar upplýsingar um stöðu mála á Facebooksíðu breska sendiráðsins í Sófía.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 8.15.

Búrkína Fasó hefur stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 12.00.

Allir farþegar frá Kína, Suður-Kóreu, Íran, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Spáni og öðrum ríkjum Evrópusambandsins – auk þeirra sem hafa dvalið í þessum löndum á síðustu fjórtán dögum – verða að sæta sóttkví í fjórtán daga.

Þá hefur landið einnig stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 12.05.

Grænhöfðaeyjar hafa stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.10.

Chad hefur stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 12.20.

Stjórnvöld í Chile hafa tilkynnt að öllum landamærum (á landi, flugvöllum og höfnum) verði lokað fyrir erlendum ríkisborgurum frá miðvikudeginum 18. mars. Ríkisborgarar Chile og þeir sem hafa þar fasta búsetu og koma frá svæðum með mikla smitáhættu mega koma til landsins svo lengi sem þeir gefa sig fram við heilbrigðisyfirvöld og fara í 14 daga sóttkví. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 17. mars kl.14:50

Útgöngubann er í gildi frá 24. mars til 13. apríl. Undanþegin eru heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, her, starfsfólk apóteka og matvöruverslana.

Öll erlend farþegarflug falla niður í 30 daga frá og með 23. mars. Öll innanlandsflug falla niður frá 25. mars til 3. apríl.

Land- og sjóleiðin til Columbia er einnig lokuð.

Öllu námi hefur verið frestað.

Öll afþreying, þ.m.t. barir, verða lokaðir meðan á útgöngubanni stendur.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 22. mars kl. 10.15.

Stjórnvöld á Kosta Ríka hafa lýst yfir neyðarástandi. Frá og með 17. mars til 12. apríl er öllum skólum lokað. Eingöngu ríkisborgurum Kosta Ríka verður hleypt inn í landið frá og með 18. mars til 12. apríl og gildir sú ákvörðun um komur landleiðis, sjóleiðis og flugleiðis. Kosta Ríka-búar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins og hlíta fyrirmælum sóttvarnarlæknis um hreinlæti. Engar vegabréfsáritanir verða heimilaðar frá 17. mars til 17. maí.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 18. mars kl. 15.50.

Fílabeinsströndin hefur stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.05.

Ráðstafanir stjórnvalda í Danmörku til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar hafa verið framlengdar til mánudagsins 13. apríl, 2. í páskum. Markmiðið er einkum tvíþætt, 1) hindra að of margir verði alvarlega veikir á sama tíma sem hafi áhrif á getu heilbrigðiskerfisins til að meðhöndla sjúklinga og 2) að draga úr hættunni á því að atvinnustarfsemi í landinu lamist.

Landamærum Danmerkur var lokað fyrir komu ferðamanna frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 14. mars og gildir það í mánuð, til 13. apríl. Danir hafa staðfest að allir ESB-borgarar geta farið í gegnum Danmörku hindrunarlaust.

Öllum skólum og leikskólum var lokað frá og með mánudegi 16. mars í a.m.k. 14 daga og opinberir starfsmenn mæta heldur ekki til vinnu í 14 daga frá og með 13. mars, að undanþegnum þeim sem eru í mikilvægum störfum, sem óhjákvæmilegt er að sinna við þessar aðstæður (kritiske funktioner).

Frá miðvikudegi, 18. mars kl. 10:00 til og með 13. apríl nk. gilda eftirtaldar takmarkanir:

 • Ekki fleiri en 10 einstaklingar mega safnast saman hvort sem er inni eða úti. Fólk er hvatt til að gæta að því sama inni á heimilum sínum.
 • Í verslunum verður þess gætt að viðskiptavinir geti haft nauðsynlega fjarlægð á milli sín og verða settar upp sérstakar merkingar í verslunum í þeim tilgangi. Þetta mun aðeins eiga við um matvöruverslanir, því aðrar verslanir mega ekki hafa opið næstu tvær vikur. Verslanamiðstöðvar verða einnig lokaðar en þó hægt að komast í matvöruverslanir í slíkum miðstöðvum.
 • Íþróttamiðstöðvar, sólbaðsstofur, nuddstofur, húðflúrstofur, hárgreiðslustofur og önnur starfsemi sem krefst líkamlegrar snertingar við viðskiptavini lokar. Tannlæknastofur verða lokaðar næstu þrjá mánuði.
 • Veitingahús og kaffihús loka fyrir gesti, en hægt verður að panta mat frá veitingahúsum og sækja hann. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Gagnlegir hlekkir:

Vefsíða Kastrup-flugvallar

Utanríkisráðuneyti Dana

Uppfært 26. mars kl. 14.45.

 

Alþjóðaflugvöllurinn í Djíbúti er lokaður frá og með 18. mars fyrir öllu farþegaflugi.

Millilendingar eru ekki leyfðar.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.05.

Ferðamenn eru skimaðir fyrir COVID-19 við komu og verða að útfylla ferðaskýrslu um hvar þeir hafa verið. Flugum frá Mílanó hefur veirð aflýst og þeir einstaklingar sem koma frá áhættusvæðum þar sem útbreiðsla COVID-19 er meiri gætu þurft að fara í umfangsmeiri skimanir og sjálfskipaða einangrun. Farþegum skemmtiferðaskipa er ekki hleypt inn í landið. 

Flugfélögin Jet Blue og Delta fljúga til Bandaríkjanna.

Stjórnvöld í landinu lýstu yfir neyðarástandi þann 19. mars og útgöngubann var sett á 20. mars og verður í gildi til 3. apríl og varir frá 17.00-06:00. Almenningssamgöngur hafa verið stöðvaðar.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 30. mars kl. 21.16.

Flugvellir í Egyptalandi eru lokaðir frá 19. mars fram til 31. mars og hefur allt millilanda flug verið stöðvað.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.05.

Erlendir ríkisborgarar geta ekki ferðast til Eistlands nema þeir hafi dvalarleyfi í landinu. Fjórtán daga sjálfskipuð sóttkví í Eistlandi gildir fyrir alla sem koma til landsins. Ekki má lengur gefa út vegabréfsáritanir fyrir erlenda ríkisborgara nema í einstaka undantekningartilfellum, t.d. veikindi eða andlát náins ættingja í Eistlandi. Erlendir ríkisborgarar mega fara í gegnum Eistland á leið sinni heim ef þeir sýna ekki einkenni um COVID-19.

Neyðarástandi var lýst yfir í Eistlandi 12. mars og það varir til 1. maí. Landamæraeftirlit hefur verið hert tímabundið. Frá og með 27. mars gildir samkomubann um fleiri en tvo á opinberum stöðum og tveggja metra fjarlægðarregla gildir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 10.09.

Allt reglubundið millilandaflug liggur niðri frá 16. mars til 5. apríl. Landamærum hefur verið lokað og erlendir ríkisborgar fá ekki lengur að koma inn í landið, hvorki land-, sjó- eða flugleiðis. Sömu takmarkanir gilda um ríkisborgara Ekvador og útlendinga með dvalarleyfi í landinu. Allt flug til Galapagos liggur niðri.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 22. mars kl. 12.50.

Farþegar frá Kína og Ítalíu eru skyldugir í sóttkví við komu til landsins. Ekki hafa verið settar neinar ferðatakmarkanir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.05.

Allir farþegar sem koma til Eþíópíu þurfa að fara í 14-daga sóttkví á hótelum sem stjórnvöld hafa valið, á eigin kostnað.Nánari upplýsingar má finna undir Immigration & Entry Restrictions hér.

Ethiopian Airlines hefur aflýst flugi til 80 landa. 

Ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti 23. mars um margvíslegar aðgerðir til þess að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar, sem er þegar farin að láta á sér kræla í landinu.

Ákveðið hefur verið að aflýsa fjöldasamkomum og setja fjarlægðarmörk milli einstaklinga, hvatt er til þess að starfsfólk sinni verkefnum sínum í fjarvinnu eftir því sem kostur er og eins eru fjölmiðlar hvattir til þess að gera þjóðina meðvitaða um aðstæður. Ríkisstjórnin varar kaupmenn við að hækka nauðsynjavörur.

Öllum landamærastöðvum til nágrannaríkja hefur verið lokað, her og lögregla eru í viðbragðsstöðu og þjóðvarnarliði beitt til að stöðva för fólks á landamærum. Vöruflutningar eru heimilaðir.

Í öllum héruðum Eþíópíu er verið að koma upp sóttvarnarskýlum. Tigray hérað hefur lýst yfir neyðarástandi og lagt bann við öllum ferðalögum innan héraðsins.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 01. apríl. kl. 13.21


 

Færeyjar eru lokaðar frá 14. mars öðrum en ríkisborgurum „Rigsfælleskabet“, þ.e. Danmörku, Grænlandi og Færeyja en þeim er gert að fara í sóttkví í 14 daga við komu til Færeyja.

Einungis flugleiðin Færeyjar-Kaupmannhöfn-Færeyjar er opin og aðeins vegna brýnna ferða starfsfólks í heilbrigðisgeiranum og Færeyinga sem hvattir hafa verið til að snúa heim erlendis frá. Að óbreyttu gildir þetta til 13. apríl nk.

Öllum skólum og leikskólum var lokað frá og með mánudegi 16. mars í a.m.k. 14 daga og opinberir starfsmenn mæta heldur ekki til vinnu í 14 daga frá og með 13. mars, að undanþegnum þeim sem eru í mikilvægum störfum, sem óhjákvæmilegt er að sinna við þessar aðstæður.

Frá miðvikudegi, 18. mars kl. 10:00 til og með 30. mars nk. gilda eftirtaldar takmarkanir:

 • Ekki fleiri en 10 einstaklingar mega safnast saman hvort sem er inni eða úti. Fólk er hvatt til að gæta að því sama inni á heimilum sínum.
 • Í verslunum verður þess gætt að viðskiptavinir geti haft nauðsynlega fjarlægð á milli sín og verða settar upp sérstakar merkingar í verslunum í þeim tilgangi. Þetta mun aðeins eiga við um matvöruverslanir, því aðrar verslanir mega ekki hafa opið næstu tvær vikur.
 • Verslanamiðstöðvar verða einnig lokaðar en þó hægt að komast í matvöruverslanir í slíkum miðstöðvum. Íþróttamiðstöðvar, sólbaðsstofur, nuddstofur, húðflúrstofur, hárgreiðslustofur og önnur starfsemi sem krefst líkamlegrar snertingar við viðskiptavini lokar.
 • Veitingahús og kaffihús loka fyrir gesti, en hægt verður að panta mat frá veitingahúsum og sækja hann.

Helgina, 28-29. mars, tilkynnti heilbrigðisráðherra Færeyja hertar reglur um sóttkví, þ.e. nú þurfa einstaklingar að vera 14 daga í sóttkví eftir að hafa greinst með smit óháð hvenær síðast var fundið fyrir einkennum. Áður en þessar reglur tóku gildi var miðað við sóttkví í tvo sólarhringa frá því síðast var fundið fyrir einkennum. Með þessum nýju reglum hafa Færeyingar nú sagt skilið við samskonar reglur í Danmörku en virðast fylgja sambærilegum reglum og gilda á Íslandi. Sóttvarnarlæknir Færeyja telur að íslenskum heilbrigðisyfirvöldum hafi tekist vel með sínum aðgerðum, það hafi hin færeysku líka gert, en ástæða sé að stíga þetta skref til að styrkja aðgerðir enn frekar.

30. mars höfðu samtals 168 einstaklingar greinst með Covid 19 veiruna en 3825 sýni hafa verið tekin. Þetta er mjög hátt hlutfall sýnataka, þ.e. sýni hafa verið tekin úr um 7,5% Færeyinga.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 30. mars kl. 11.52.

Ekki eru lengur gefnar út vegabréfsáritanir til landsins. Allir samningar um afnám vegabréfsáritana hafa tímabundið verið felldir úr gildi. Reglur sem kváðu á um að þeir sem kæmust inn til Filippseyja án vegabréfsáritunar falla tímabundið úr gildi. Þetta hefur ekki áhrif á ferðamenn sem eru nú þegar í landinu.

Lýst hefur verið fyrir neyðarástandi í landinu. Útgöngubann er á Luzon héraði og nær til höfuðborgarinnar, Manila. Ferðafrelsi er mjög skert innanlands og hafa mörg bæjar- og sveitarfélög lagt á svæðisbundið útgöngubann. Miklar raskanir eru á alþjóðaflugi og allt innanlandsflug liggur niðri. Erlendum ríkisborgurum er þó leyfilegt að ferðast innanlands til að komast í flug úr landi allt að 24 tímum fyrir áætlaða brottför.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 10.15.

Ríkisstjórn Finnlands hefur, að fengnu samþykki þingsins, ákveðið frekari aðgerðir í baráttunni við COVID-19 veiruna. Aðgerðirnar voru kynntar á fjölmiðlafundi formanna stjórnarflokkanna þann 30. mars.

Nú stefnir allt í að finnskt samfélag verði undir neyðarlögin sett til loka maímánaðar.

 1. Gildistími neyðarráðstafana vegna kórónaveirunnar framlengist um einn mánuð eða til 13. maí nk. Hér er m.a. um að ræða samkomubann m.v. 10 manns, lokun skóla, menningarstofnana, íþróttamiðstöðva o.fl. Jafnframt verður undirbúið að skólar verði lokaðir til loka vorannar, krefjist þróun faraldursins þess. Menntamálaráðherra lagði á það áherslu að tryggja að nemendur yrðu ekki fyrir seinkun í námi þrátt fyrir þessar ráðstafanir, þannig að námsmat færi fram þótt með breyttu sniði yrði.
 2. Veitingahús, kaffihús, barir o.þ.h. loka til 31. maí nk. Þó verður heimilt að selja veitingar („take away“) og senda heim.
 3. Undirbúið verður að herða reglur um landsamgöngur milli Finnlands og Svíþjóðar annars vegar og Finnlands og Noregs hins vegar sem og að stöðva farþegaflutninga á sjó. Vöru- og fraktflutningar eiga hins vegar að geta haldið áfram.
 4. Gera á gangskör að því að auka sýnatöku og skimun í Finnlandi í því augnamiði að hefta útbreiðslu veirunnar. Alltaf ber að taka sýni úr starfsfólki í félags- og heilbrigðisgeiranum ef minnsti grunur um smit vaknar.
 5. Ríkisstjórnin ákvað einnig að styrkja samsetningu samhæfingarhóps stjórnarráðsins vegna faraldursins.

Þá er rétt að minna á að sett hefur verið á samgöngubann, en í því felst að héraðinu Uusimaa (Nyland), sem bæði Helsinki og Vantaa-flugvöllur eru hluti af, var lokað frá 27. mars. Allar ónauðsynlegar ferðir inn og út úr héraðinu verða óheimilar til 19. apríl. Áfram er heimilt að fara til síns heima, hvort sem er með bíl eða í lest, og aðrar nauðsynlegar ferðir verða heimilar, en lögreglan, og jafnvel herinn ef nauðsyn reynist, hafa eftirlit á héraðsmörkum. Heimilt er að sekta þá sem brjóta samgöngubannið.

Ferjusiglingum hefur meira og minna verið aflýst. Þó siglir Viking Line milli Helsinki og Tallinn til 31. mars með breyttri tímatöflu. Silja Linen/Megastar siglir áfram frá Helsinki til Tallinn á óbreyttum tíma. 

Finnair:

1. Apríl - Helsinki flug á áætlun út úr landinu [Finnair-númer (AY) nema annað sé tekið fram]:

 Millilandaflug er á dagskrá frá þessum borgum til Helsinki:

Amsterdam, Berlin, Brussels, Doha, Frankfurt, London, Munich, París, Stokkhólmur, Zürich.

Brottfarir frá Helsinki miðvikudaginn 1. apríl til eftirfarandi Evrópuborga:

07:30    Stokkhólmur
07:35   Paris CDG
07:40    Frankfurt
08:00     London Heathrow
08:10    Amsterdam
09:00    Munich
10:35    Stokkhómur – SAS
12:20    Stokkhólmur
16:10      London Heathrow
16:20    Paris CDG
16:20    Stokkhólmur
16:30    Zürich
16:40    Brussels
17:35    Berlin

2. apríl

Millilandaflug er á dagskrá frá þessum borgum til Helsinki:
Amsterdam, Berlin, Doha, Frankfurt, London, Munich, París, Stokkhólmur, Zürich.

Brottfarir frá Helsinki fimmtudaginn 2. apríl til eftirfarandi Evrópuborga:
07:30 Stokkhólmur
07:35   Paris CDG
07:45 Berlin
08:00 London Heathrow
10:35 Stokkhómur – SAS
16:10  London Heathrow
16:15 Munich
16:15 Amsterdam
16:20 Stokkhólmur
16:55 Frankfurt

Almennur fyrirvari: flug geta verið felld niður með skömmum fyrirvara.

Uppfært 1. apríl kl. 11.06. Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Landamæri Frakklands hafa verið lokuð fyrir öðrum en ESB-borgurum, ríkisborgurum í öðrum Schengen-ríkjum og Bretlandi.

Íslenskir ríkisborgarar og fólk með fasta búsetu á Íslandi getur ferðast í gegnum Frakkland til þess að komast til síns heima („transit“). Fólk á slíku ferðalagi þarf að geta framvísað skilríkjum sem sýna fram á búseturíki. Þá er sterklega mælt með því að hafa gögn með í för sem sýna ferðina til leiðarenda (t.d. flugmiða til Íslands), sérstaklega ef ferðaáætlunin er nokkuð flókin. Einnig getur sendiráð Íslands í París gefið út liprunarbréf fyrir aðila sem þurfa að ferðast í gegnum Frakkland til þess að komast til síns heima (þ.e. aðila í transit).

Það ganga enn lestar í Frakklandi þó fáar séu. Upplýsingar um tíma eru settar inn daglega kl: 17:00 og má nálgast hér.

Almennt útgöngubann gildir frá 17. mars til 15. apríl. Lista yfir opin hótel í París má finna hér.

Í því felst að fólk má eingöngu vera á ferli til að ná í nauðsynjavörur, fá læknisþjónustu, fara til nauðsynlegrar vinnu sem viðurkennt er að ómögulegt er að sinna með fjarvinnu, fara eitt út með hunda eða í göngutúr og fara með börn milli fráskildra foreldra í samræmi við umgengnisrétt og til að bregðast við öðrum algerlega bráðnauðsynlegum fjölskylduaðstæðum. 

Í hvert sinn sem farið er út þarf fólk að vera með skriflega yfirlýsingu um ástæður þess að farið er út. Hægt er að fylla út slíka yfirlýsingu hér.

Viðurlög við broti gegn útgöngubanninu er sekt að upphæð 135 evrur fyrir fyrsta brot, 1500 evrur fyrir annað brot og 3700 evrur fyrir fjórða brot auk allt að 6 mánaða fangelsis.

Frönsk stjórnvöld ráðleggja einstaklingum búsettum í Frakklandi að bíða með ferðalög eftir því sem við verður komið og sé fólk í tímabundinni ferð erlendis er þeim ráðlagt að snúa heim sem fyrst og nýta beinar ferðir til Frakklands eftir getu.

Frakkland er skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu og ferðamönnum sem koma þaðan til Íslands er gert að sæta 14 daga sóttkví. Nýjustu upplýsingar um sóttkví og svæði með mikla smitáhættu má finna á vef Embættis landlæknis.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 10.55.

Allar vegabréfsárintar sem gefnar hafa verið til ríkisborgara Kína, Suður-Kóreu, Írans, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafa verið gerðar ógiltar.

Gabon hefur dregið saman allt millilandaflug – leyfir eitt flug frá hverju flugfélagi.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.05.

Gambia hefur lokað öllum landamærum og stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.10.

Gana hefur lokað öllum landamærum, stöðvað allt millilandaflug og hætt útgáfu allra vegabréfsáritana til almennings.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.10.

 

Ríkisstjórn Georgíu hefur tilkynnt um margvíslegar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og lýst yfir neyðarástandi. Öll alþjóðleg umferð á landi, láði og legi er óheimil meðan neyðarástand er í gildi. Allt millilandaflug liggur niðri en veittar eru undanþágur vegna flugvéla sem koma gagngert til þess að flytja fólk frá Georgíu. Flug með varning, lyf og nauðsynjar, er einnig heimilt, auk sjúkraflugs og flugs sem tengist hernaði og NATO.

Öllum menntastofnunum hefur verið lokað í Georgíu til 21. apríl. Hvatt er til fjarkennslu. Námskeiðahald, ráðstefnur, málþing og slíkar samkomur eru bannaðar. Menningarviðburðir, jafnt innan dyra og utan, eru bannaðir, nema gegnum fjarbúnað. Sama gildir um íþróttaviðburði.
Mannamót eiga að miðast við hámark tíu einstaklinga meðan neyðarástand varir. Brúðkaup, jarðarfarir og aðrir slíkir viðburðir eru EKKi undanskildir.

Undanþágur veittar frá þessari reglu ná meðal annars til lyfjastofnana, opinberra stofnana, fangelsa og lögreglustöðva. Tveggja metra fjarlægðarmörk milli einstaklinga gilda.

Verslunum er almennt lokað. Undanþágur gilda um lyfjaverslanir, matvöruverslanir, verslanir með landbúnaðarvörur og verslanir fyrir dýr. Veitingastaðir fá einungis að selja heimsendan mat eða mat seldur er gegnum lúgu til viðskiptavina. Skemmtistaðir, kvikmyndahús, félagsmiðstöðvar og snyrtistofur loka. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 24. mars kl. 9.00

Gínea hefur bannað öll flug frá löndum með smit.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 13.10.

Flugáætlun Air Iceland Connect gerir ekki ráð fyrir flugi til Grænlands fyrr enn 13. apríl. Föstudaginn 20. mars kl. 23:59 tók gildi ákvörðun grænlenskra stjórnvalda sem hafa frá þeirri dagsetningu bannað allt farþegaflug til og frá Grænlandi sem og innanlandsflug. Mun bannið gilda til miðvikudagsins 8. apríl. Undantekningar verða leyfðar fyrir sjúkraflutninga og heilbrigðisstarfsfólk.

Eftir 20. mars má enginn borgari yfirgefa né koma til Nuuk og gildir það bann til 8. apríl 2020. Vöruflutningar eru undanskildir

Samkomubann sem takmarkast við 10 manns í Nuuk tók í gildi 18. mars og gildir til 8. apríl. Eru mannafundir innandyra og utanhúss bannaðir. Skólum, dagheimilium, íþróttahúsum, æfingastöðvum, veitingahúsum (þó enn leyfð heimsendingarþjónusta)  og aðalverslunarmiðstöðinni var lokað með undantekningum fyrir þær verslanir sem hafa möguleika á því að hafa inngang utan frá. Matvöruverslanir eru opnar og hafa margar hverjar lengt opnunartíma sinn.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 26. mars kl.13.32.

Að undanskildum íbúum Evrópusambandsríkja og íbúum á Schengen svæðinu hafa grísk stjórnvöld ákveðið að ríkisborgarar annarra þjóðríkja verði meinað að koma inn í landið frá 18. mars til 18. apríl. Ákvörðunin nær til allra landamærastöðva og allra samgangna, á sjó, landi og lofti. Undantekningar ná meðal annars til heilbrigðisstarfsfólks, diplómata, farþega í tengiflugi og bílstjóra vöruflutningabifreiða með neysluvarning.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 19. mars kl. 13.45.

Tilkynnt var í Gvatemala 16. mars að ákveðið hafi verið að loka landamærum í tvær vikur vegna kórónaveirunnar.

Stjórnvöld tilkynntu 17. mars að erlendir ríkisborgarar gætu farið frá Guatemala til Mexíkó í gegn um Tecun Uman og El Carmen landamærastöðvarnar. Öllum þjónustustöðum og fyrirtækjum hefur verið gert að loka en bankar, bensínstöðvar, lyfjaverslanir og matvörubúðir eru undanskilin.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 20. mars kl. 12.50.

Millilandaflug hefur að mestu leyti verið stöðvað og hafnir eru lokaðar. Aðeins verða veittar undanþágur vegna vöruflutninga með lyf og aðrar nauðsynjar.

Útgöngubann er í gildi frá kl. 20:00 að kvöldi til kl. 05:00 að morgni. Að hámarki tíu einstaklingar mega koma saman.

Ef þú ert á Haíti og finnur fyrir einkennum á að hringja í heilbrigðisráðuneyti landsins í síma (+509) 4343 3333.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 8.35.

Hollensk stjórnvöld hafa bannað allt farþegaflug til og frá Kína, Hong Kong, Ítalíu, Íran, Suður-Kóreu og Spáni.  Þá er einnig búið að herða takmarkanir á komum til landsins fyrir ríkisborgara þjóða utan Evrópusambandsins frá og með 19. mars.

Undanþágur eru nokkrar, meðal annars gilda hertar reglur ekki um Breta, Norðmenn, Íslendinga, Svisslendinga og íbúa Lúxemborgar og fjölskyldur þeirra. Hægt er að lesa sér til um undanþágur (á hollensku) hér: https://www.rijksoverheid.nl/ministeries/ministerie-van-justitie-en-veiligheid/nieuws/2020/03/18/nederland-sluit-de-grenzen-voor-mensen-van-buiten-europa

Stjórnvöld veita upplýsingar á Schiphol flugvelli til allra farþega sem komu frá löndum sem eru skilgreind áhættusvæði.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 26. mars kl. 8.50.

Yfirvöld í Hong Kong hafa gefið út að frá 25. mars er öllum erlendum ríkisborgurum meinaður aðgangur að Hong Kong. Erlendir ríkisborgarar geta þá ekki millilent á Hong Kong International Airport eftir þann tíma.


Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 01.apríl kl. 14.00

Ríkisstjórn Indlands hefur tekið þá ákvörðun að setja á algert flugbann í vikutíma, frá 22. mars til 29. mars. Allt millilandaflug er bannað. Indversk stjórnvöld höfðu áður hætt að mestu útgáfu vegabréfsáritana og þannig afstýrt komum erlendra ríkisborgara til landsins.

Allar lestarferðir innanlands hafa verið felldar niður til 31. mars. Innanbæjarsamgöngur í Mumbai og Kolkata hafa einnig verið stöðvaðar. 

Indversk stjórnvöld hafa einnig fyrirskipað miklar takmarkanir á samgöngum og opinberri þjónustu í Nýju Delí í vikutíma, frá mánudeginum 23. mars til þriðjudagsins 31. mars. Leigubílar og önnur einkafyrirtæki í akstri eru bönnuð og aðeins strætisvagnar á vegum ríkisins (DTC) eru í akstri og aðeins að litlu leyti. Öllum verslunum, verksmiðjum og skrifstofum verður lokað, byggingastarfsemi hætt, borgarmörkum verður lokað og samgöngur með lestum og strætisvögnum falla niður. Allt flug til Delí fellur niður. Fólk er hvatt til þess að halda sig heima og fara ekki út að nauðsynjalausu. Mannamót eru miðuð við hámark fimm einstaklinga. Brot varða refsingu.

Þessar hertu reglur ná ekki til þeirra sem sinna nauðsynlegum störfum eins og lögreglu, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið og fleiri.

Stjórnvöld á Indlandi hafa tilkynnt að þau muni líta á hótel og aðra gististaði sem stuðningsþjónustu við þá ferðamenn sem eru strandaglópar í landinu vegna takmarkana á millilandaflugi. Fylgst verður með því að viðkomandi séu einkennalausir. Mælst er til þess að ferðamenn finni fyrir sem minnstum óþægindum af þessari stöðu og á gististöðum ber að bjóða upp á herbergisþjónustu með mat og drykk.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 24. mars kl. 9.55.

Frá 20. mars hafa stjórnvöld í Indónesíu meinað útlendingum með hefðbundar vegabréfsáritanir um landgöngu. Sá sem ferðast til Indónesíu þarf að fá vegabréfsáritun í einhverju sendiráða eða aðalræðisskrifstofu Indónesíu. Sá sem vill ferðast til Indónesíu þarf aukinheldur að hafa við hönd heilbrigðisvottorð sem staðfestir að sá hinn sami hafi ekki COVID-19 sýkingu. Íslendingar þurfa þar að auki að skila blóðprufu um að að þeir séu ekki með Covid-19 til að fá að fara í flug frá Indónesíu. Slíka blóðprufu er ekki hægt að fá í Indónesíu.

Ríkisstjórn Indónesíu ræður fólki frá því að ferðast að nauðsynjalausu til útlanda og hvetur þá sem eru erlendis að huga að heimferð við fyrsta hentugleika.

Undanþágur vegna vegabréfsáritana hafa verið felldar úr gildi í mánaðartíma, aðeins fyrir fram útgefnar vegabréfsáritanir af stjórnvöldum með upplýsingum um tilgang ferðar verða teknar til greina. Fyrri takmarkanir um bann við komu fólks frá Kína og Suður-Kóreu verða áfram í gildi en nú gilda þau ákvæði líka um þá sem ferðast hafa um eftirtalin ríki síðustu fjórtán daga: Íran, Ítalía, Vatíkanið, Spánn, Frakkland, Þýskaland, Sviss, Bretland.

Indónesískir komufarþegar sem sýna einkenni COVID-19 verða færðir í sóttkví á vegum ríkisins í fjórtán daga og aðrir einkennalausir eru hvattir til að fara í sjálfskipaða sóttkví í jafn langan tíma.

Reglurnar tóku gildi 20. mars kl. 00:00 (GMT+7) og gilda þangað til annað verður ákveðið.

Búið er að tilkynna að í Jakarta, og á nokkrum öðrum svæðum og borgum, verði skólar lokaðir. Sumir opinberir starfsmenn og starfsmenn í einkageiranum hafa beðið fólk um að vinna heima. Ferðamannastaðir verða lokaðir.

Neyðarástandi lýst yfir á Bali: Allir þeir sem koma til indónesísku eyjarinnar Bali þurfa nú að gangast undir 14 daga sóttkví, og aukið eftirlit er með gestum til eyjarinnar. Stjórnvöld á Bali lýstu á mánudag yfir neyðarástandi vegna aukins fjölda smita af völdum kórónuveirunnar.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 1.apríl 13,45.

Allir þeir sem koma til landsins þurfa að fara í 14 daga sóttkví. Þessi krafa nær aftur á móti ekki til þeirra sem millilenda á Írlandi og eru á leið til síns heima. Millilendingar eru leyfðar í Dublin.

Írska utanríkisráðuneytið ráðleggur nú fólki frá því að fara í óþarfa ferðalög til Tékklands, Kýpur, Danmörku, Möltu, Póllands og Slóvakíu. Nánari leiðbeiningar verða gefnar út varðandi Spán en þangað er einnig ráðlagt gegn óþarfa ferðalögum. Alveg bannað að ferðast til Ítalíu.  Þá hafa nokkur flugfélög fellt niður ferðir.  

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 01. apríl kl. 14:37.

Frá og með 12. mars tóku reglur um erlenda ferðamenn gildi. Allir erlendir ríkisborgarar sem koma til landsins er gert að fara í 14 daga sóttkví. Hótel og gististaðir eru ekki viðurkenndir staðir til að vera í sóttkví og því aðeins þeim sem hafa heimili eða samastað og geta sannað það hleypt inn í landið. Viðurlög eru við því að svíkjast undan sóttkvíarskyldunni.

Ríkisstjórn Ísrael hefur tilkynnt um miklar takmarkanir á ferðum fólks innanlands og samkomubann. Miðað er við að tíu einstaklingar að hámarki megi koma saman á mannamótum. Fólk er hvatt til þess að halda sig heima og fara ekki út úr húsi að nauðsynjalausu. Samkomuhúsum hefur verið lokað, þar með talið veitingahúsum, verslunarmiðstöðvum, kvikmyndahúsum og söfnum. Almenningssamgöngur verða aðeins til klukkan 20:00 virka daga og engar um helgar. Flugi getur verið aflýst með litlum fyrirvara og þegar hafa nokkur flugfélög aflýst flugi til og frá Ísrael. Enn fremur gæti komið til takmarkana á lestarferðum og öðrum samgöngum til og frá flugvöllum.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 19. mars kl. 11.00.

Takmarkanir eru á ferðafrelsi á Ítalíu. Fylla má út skjal frá innanríkisráðuneyti Ítalíu varðandi nauðsyn ferðar. Skjalið má finna hér.

Lestar ganga á Ítalíu en þær eru fáar; hægt er að fylgjast með á þessari síðu. Fólk þarf að hafa flugmiða meðferðis sem sannar áframhaldandi ferðalag. Flug eru að mestu frá Róm til London fyrir Íslendinga sem hyggja á heimkomu en flogið er áfram innanlands á Ítalíu. Athugið að það gæti verið vandkvæðum bundið að fá bílaleigubíl á Ítalíu. Tilkynna skal sóttvarnaryfirvöldum um komu inn til Ítalíu og er fólki gert að fara í sóttkví við komuna til Ítalíu. Aðeins einn aðili má ná í farþega á flugvöll og þarf sá aðili að vera búsettur á sama stað og komufarþegi.

Samkvæmt samgönguráðuneyti Ítalíu má enginn má koma inn til landsins nema með bréf um að það sé nauðsynlegt vegna vinnu og má ekki vera lengur en 72 klst frá komu og í mesta lagi 48 í viðbót ef það er hægt að sýna fram á nauðsyn þess. Enginn má ferðast innan Ítalíu nema geta sýnt fram á nauðsynlega skýringu á ferðum sínum.

Ítalía er skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu og þeim sem ferðast þaðan til Íslands er gert að sæta sóttkví í 14 daga eftir komu. Nýjustu upplýsingar um sóttkví og svæði með mikla smitáhættu má finna á vef Embættis landlæknis.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl.09.34.

Frá 25. mars - 7. apríl verður engum hleypt inn í landið. Einungis ráðherra innflytjendamála getur veitt undanþágur og er undanþegnum þá skylt að fara í 14-daga sóttkví.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 27. mars kl. 8.20.

19. mars tóku gildi nýjar ferðatakmarkanir japanskra yfirvalda en samkvæmt þeim er Ísland flokkað sem sérstakt áhættusvæði og öllum sem verið hafa á Íslandi 14 dögum fyrir komu til Japans ekki leyft að koma inn í landið.

Almennt munu allir farþegar sem koma til Japans frá landi innan Schengen svæðisins, og fleiri landa, þurfa að sæta einangrun í 14 daga. Þetta gildir ekki um millilendingar í Japan.

Allir íslenskir ferðamenn til Japans þurfa að sækja um vegabréfsáritun og þær áritanir sem gefnar hafa verið út fyrir 20. mars verða ógiltar og nauðsynlegt að sækja um nýja vegabréfsáritun (þetta gildir ekki um einstaklinga sem nú þegar eru komnir til Japans).

Sjá nánar um aðgerðir japanskra stjórnvalda hér:
https://www.japan.travel/en/coronavirus/

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 8.15.

Landamærunum var lokað 16. mars. Útgöngubann tók gildi í landinu að morgni 18. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 20. mars kl. 18.25.

Frá 17. mars er í gildi 30 daga ferðabann fyrir ferðalanga frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni.

Landamærunum við Laos, Víetnam og Tæland hefur öllum verið lokað. Flugframboð frá Kambódíu fer einnig ört minnkandi.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 14.49.

Ríkisstjórn Kamerún hefur ákveðið að loka landamærum frá og með 18. mars um óákveðinn tíma. Það gildir um ferðir í lofti, láði og legi, þ.m.t. millilendingar. Aðeins flutningaflug á nauðsynjum er heimilað.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 12.05.

Frá 21. mars voru landamæri Kanada lokuð erlendum ríkisborgurum, nema þeim sem starfa sinna vegna eiga brýnt erindi til Kanada (essential travel). Farþegum sem eiga að millilenda í Kanada er þó leyft að halda för sinni áfram. Landamærin verða áfram opin fyrir kanadískum ríkisborgurum og nánum ættingjum þeirra, íbúum með staðfest dvalarleyfi, flugáhöfnum og diplómötum, sem starfa sinna vegna eiga erindi til landsins.

Enn eru fjórir alþjóðaflugvellir opnir í Kanada, Toronto, Montreal, Calgary og Vancouver. Kanadísk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til að forðast allar ónauðsynlegar ferðir. Kanadabúar á ferðalögum eru hvattir til að finna leiðir til að snúa heim svo fljótt sem auðið er. Við heimkomu eiga allir að fara í sjálfskipaða 14 daga sóttkví.

Lokun landamæranna hefur ekki áhrif á vöruflutninga milli landanna.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 20:22.

 

 

Antígva og Barbúda

Farþegar og flugáhafnir sem hafa ferðast til Kína, Íran, Ítalíu, Japan, Suður-Kóreu, eða Singapúr síðust 28 daga verður meinuð landganga. Ríkisborgarar Antígva og Barbúda og diplómatar þar í landi sem hafa ferðast til Kína, Íran, Ítalíu, Japan og S-Kóreu á síðustu 28 dögum verður leyfð landganga.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 18. mars kl. 18:36

Barbadoseyja

Þeir sem hafa ferðast til Kína og Suður-Kóreu og hafa einkenni verða settir í 14-daga sóttkví. Allir sem koma til landsins og hafa verið í Íran og Ítalíu fara í 14 daga sóttkví. Þeir sem eru í áhættuhópi verður gert að sæta sóttkví. Þeir sem ekki eru í áhættuhópi fara í sjálfskipaða sóttkví heima fyrir. Stjórnvöld á Barbadoseyju framkvæma skimanir á flugvölllum og höfnum. American Airlines mun hefja flug þann 26. mars með tveimur flugum frá Miami til Barbados og einu flugi frá Charlotte til Barbados, til miðvikudagsins 1. apríl.  Þá mun Jet Blue hefja beint flug á laugardögum til New York um óákveðinn tíma. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 18. mars kl. 18:36

Dóminíka

Stjórnvöld hafa bannað allar ferðir til og frá Kína. Komufarþegar munu þurfa að fylla út heilbrigðisskýrslu og verða hitamældir. Sé talin þörf á þurfa þeir sem hafa einkenni eða verið á sýktum svæðum síðustu 14 daga að fara í 14 daga sjálfskipaða sóttkví heima.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 18. mars kl. 18:36

Grenada

Öllu millilandaflugi hefur verið aflýst. Skemmtiferðaskip og skemmtisnekkjur fá ekki að koma til hafna.

Forsætisráðherra Grenada hefur lýst yfir neyðarástandi sem gildir í 21 dag frá og með 25. mars. Ýmsar nýjar reglur um daglegt líf fólks hafa verið settar, meðal annars um að fara ekki út úr húsi að nauðsynjalausu, útgöngubann frá 19:00 að kvöldi til 05:00 að morgni, miklar takmarkanir á samkomum og lokun flestra verslana. Bankar, nýlenduvöru- og lyfjaverslanir eru undanþegnar. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 27. mars kl. 8.35.

Sankti Lúsía

Flugvöllum var lokað 23. mars. Hvað samgöngur á sjó varðar eru eingöngu vöruflutningar heimilaðir til Sankti Lúsíu.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á  www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 18. mars kl. 18:36

Sankti Kitts og Nevis

Mælst er til þess að farþegar sem hafa ferðast til einhverra af eftirtöldum löndum síðustu 14 daga verði um kyrrt og ferðist ekki til Sankti Kitts og Nevis: Kína, Ítalía, Íran, Hong Kong, Singapúr, Suður-Kórea og Japan. Þetta á við um ríkisborgara, þá sem hafa fasta búsetu og ferðamenn, þar til annað kemur í ljós.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 18. mars kl. 18:36

Sankti Vinsent og Grenadínur

Þeir sem hafa ferðast til Kína, Ítalíu, Japan, Hong Kong, Macau, Singapúr, Suður-Kóreu á síðustu 14 dögum verður gert að sæta 14 daga sóttkví. Þeir sem hafa einkenni verður gert að sæta einangrun eða sóttkví, eftir atvikum, á spítalanum í Kingstown. Stjórnvöld hafa heilbrigðisstarfsmenn á flugvellinum til þess að fylgjast með þeim komufarþegum sem gætu haft einkenni.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 26. mars kl.10.07.

Landinu hefur verið lokað fyrir ferðir útlendinga. Nær allt alþjóðlegt flug liggur niðri frá Nursultan og Almaty. Landamærin eru lokuð fyrir komu erlendra ferðamanna. Umtalsverðar ferðatakmarkanir, samkomubann o.fl. hefur tekið gildi. Flestar þessara takmarkana eru ótímasettar og ólíklegt er að þessar takmarkanir verði dregnar til baka fyrr en faraldurinn hefur gengið yfir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 11.29.

Frá og með 18. mars er engum erlendum farþegum hleypt í gegnum landamæraeftirlit til landsins, ekki heldur þeim sem hafa landvistarleyfi. Tengifarþegar, þeir sem aðeins ætla að millilenda í Katar og yfirgefa ekki flugstöðina, eiga ekki að verða ekki fyrir áhrifum af þessari ákvörðun.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 17. mars kl. 18.30.

Frá og með 17. mars gilda eftirfarandi reglur í 30 daga. Öllum útlendingum hefur verið meinaður aðgangur að landinu. Skólum hefur verið lokað. Keníabúar verða að vera í heimasóttkví í 14 daga. Þeir sem brjóta reglurnar, verða settir í einangrun jafn lengi á eigin kostnað.

Allir sem geta eiga að vinna að heiman. Allar trúarsamkomur eru takmarkaðar við 15 manns. Allir veitingastaðir eru lokaðir, nema fyrir heimsendingarþjónustu.

Útgöngubann er í gildi, milli 19.00 og 05.00. Útgöngubanninu hefur verið framfylgt af mikilli hörku.

Kenía tilkynnti bann á allt millilandaflug frá og með miðnætti 25. mars. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 01. apríl. kl. 12.28.

 

Í ljósi útbreiðslu COVID-19 í heiminum hafa stjórnvöld tilkynnt að frá og með miðnætti 28. mars, um ótilgreindan tíma, verði öllum útlendum ríkisborgurum synjað um komu til landsins, líka þeim sem hafa fengið vegabréfsáritanir og þeim sem hafa dvalarleyfi. Bannið nær ekki til diplómata og þeirra sem hafa C-vegabréfsáritun, auk nokkurra annarra. Bent er á að leita upplýsinga í sendiráðum Kína.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 8.55.

Öllum landamærum hefur verið lokað og engum útlendingum er leyft að koma inn í landið. Miklar ferðatakmarkanir eru innanlands. Allt flug liggur niðri utan tvö vikuleg flug til Rússlands frá Bishkek og eitt vikulegt flug frá Osh. Stjórnvöld hafa ekki tilgreint hve lengi allar þessar aðgerðir munu standa en það verður fram í miðjan apríl hið minnsta.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 25. mars kl. 11.29.

Engu fólki sem verið hefur í Kína að undanförnu verður hleypt inn í landið. Sama gildir um heimamenn.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 16. mars kl. 14.10.
Lýðveldið Kongó hefur lokað öllum landamærum og stoppað allt flug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 12.55.

Miklar takmarkanir eru í gildi í Kosovo, bæði um flugferðir og samgöngu milli landa. Margar landamærastöðvar eru lokaðar í báðar áttir. Frá 13. mars tóku gildi reglur um skilyrðislausa sjálfskipaða sóttkví fyrri alla sem koma til Kosovo frá ríkjum í áhættuflokkum í samræmi við fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 17. mars kl. 10.05.

Stjórnvöld hafa ákveðið að loka landamærum. Aðeins króatískum ríkisborgurum verður heimilt að snúa heim eða til þess lands þar sem þeir starfa og búa, að uppfylltum fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Ríkisborgarar Evrópusambandsríkja, Bretlands og Schengen ríkjanna og fjölskyldur þeirra fá heimfararleyfi, svo og ríkisborgarar þriðja ríkis sem hafa langtíma dvalarleyfi. Frá þessum reglum eru undantekningar hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, tiltekna vísindamenn og fólk sem þarfnast brýnnar læknisaðstoðar, svo dæmi séu nefnd.

Allir sem koma til landsins þurfa að fara í 14-daga sóttkví.

Víðtækar takmarkanir hafa verið settar á ferðafrelsi og halda skal 2 metra fjarlægð inni og 1 metra úti. Þar að auki eru lög sem banna fólki að ferðast frá þeim stað sem það er með fasta búsetu.

Einnig er bann við opinberum viðburðum og fleiri en 5 mega ekki vera saman. Allar verslanir eru lokaðar nema mat- og hreinlætisvöruverslanir, markaðir og fiskmarkaðir, apótek og verslanir með dýralækningavörur, landbúnaðarvörur, bensínstöðvar, sjoppur og bakarí, hreinsanir, lækningavörur, sérverslanir með vörur fyrir börn, dýrafóður, byggingavöruverslanir og heildverslanir fyrir matvöru, drykki, hreinlætisvörur og lyf.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 24. mars kl. 7.45.

Stjórnvöld í Kúveit hafa bannað öllu ferðafólki að koma til landsins. Aðeins ríkisborgarar Kúveit fá landgöngu. Bann við öllu millilandaflugi tók gildi 13. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 16. mars kl. 15.35.

Allt farþegaflug frá Kýpur hefur verið stöðvað frá 22. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 22. mars kl. 17.30.

Frá 20. mars hafa stjórnvöld í Laos ógilt allar vegabréfsáritanir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 15.40.

Landamærum var lokað 17. mars og verða til 14. apríl.  Þetta á við um flugvelli, hafnir, lestir og vegakerfi. Alþjóðlegt flug hefur verið lagt niður frá og með 17. mars. Bannið á ekki við um herflugvélar, flugvélar í eigu ríkisins og svokölluð Repatriation flug.

Samgönguráðuneytið getur gert undantekningar fyrir farþega sem sækja um sérstakt leyfi. Það á við um ríkisborgara Lettlands og erlendra ríkja sem eru búsettir í Lettlandi; erlenda ríkisborgara sem eru á ferðalagi í Lettlandi og erlenda diplómata og fólk sem starfar að mannúðarástæðum í Lettlandi.

Landsmönnum er alfarið ráðlagt að ferðast ekki til útlanda. Farþegar sem koma til landsins er skylt að fara í tveggja vikna sóttkví. Ekki má lengur gefa út vegabréfsáritanir fyrir erlenda ferðamenn.

Síðasta repatriation flug með airBaltic fer frá Frankfurt til Riga á áætlun 30. mars.

Tilmæli stjórnvalda til íbúa landsins:

Neyðarástandi hefur verið lýst í öllu Lettlandi til 14. apríl 2020, með það fyrir augum að takmarka útbreiðslu COVID-19. Aðgerðir stjórnvalda og fyrirmæli til hins almenna borgara má lesa nánar um hér 

Fyrirmæli til lettneskra ríkisborgara á heimleið

Faraldurinn breytist hratt og áhættumatið breytist í samræmi við það. Gagnlegir hlekkir;

Utanríkisráðuneytið Lettlands
Center for Disease Prevention and Control
Heilbrigðisráðuneyti Lettlands

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 30. mars kl. 10.15.

Öllu flugi til og frá Beirút hefur verið aflýst á tímabilinu frá 18. mars til 29. mars með fáeinum undantekningum eins og til dæmis herflugi, sjúkraflugi og flugi flutningavéla. Líbanskir ríkisborgarar erlendis og útlendingar með búsetu í Líbanon hafa heimild til að koma til landsins fram til 18. mars, gildir þó ekki um þá sem hafa ferðast um hááhættusvæði. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 18. mars kl. 13.40.

Líbýa hefur lokað öllum landamærum og stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 15.35.

Stjórnvöld í Litháen hafa lýst yfir að landamærum landsins verði alfarið lokað frá miðnætti aðfararnótt 16. mars til kl. 12.00 þann 30. mars. Á þó ekki við um vöruflutninga. Frestur hefur verið framlengdur til miðnættis 13. apríl fyrir skiptifarþega sem fara um Litháen á leið til lokaáfangastaðar, svo fremi að þeir staldri ekki við að nauðsynjalausu. (Sjá vef utanríkisráðuneytis Litháens fyrri frekari uppl.)

Allt flug til Litháen liggur niðri fyrir utan neyðarflug. Þá hafa rútufyrirtæki aflýst ferðum sínum frá Litháen til t.d. Varsjár, til loka sóttkvíartímabilsins, og á það einnig við um ferjuna frá Klaipeda til Svíþjóðar.

Einungis litháískir ríkisborgarar og aðrir sem eiga fasta búsetu í landinu fá að koma til landsins. Þeir sem vilja fara úr landinu hafa frest til miðnættis 19. mars til þess. Erlendir ríkisborgarar hafa sama frest á leið í gegnum landið, enda hafi þeir ekki viðdvöl í landinu. Langflestum verslunum verður einnig lokað næstu tvær vikurnar fyrir utan matvöruverslanir og apótek.

Svör við algengum spurningum varðandi ferðatakmarkanir frá utanríkisráðuneyti Litháen (á ensku).

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 15.27.

Stjórnvöld í Lúxemborg ráða fólki frá því að ferðast að nauðsynjalausu til Kína, Íran, Ítalíu og frönsku héraðanna Oise og Haut Rhin, auk hérðanna North Rhine-Westphalia og Baden-Wurthemmberg í Þýskalandi. Ekkert beint flug er á milli Kína og Lúxemborgar. Engar ferðatakmarkanir eru í gildi gagnvart fólki af kínversku bergi brotið og heldur engar sérstakar ráðstafanir gerðar gagnvart farþegum Luxair sem koma frá Ítalíu. Hins vegar hefur flugfélagið fellt niður allt flug til Ítalíu frá 15. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 17. mars kl. 14.05

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (DRC) hefur stöðvað allt millilandaflug.

Stjórnvöld í Madagaskar hafa lokað á allt alþjóðaflug til landsins og innanlandsflug frá og með 20. mars til 20. apríl. Þeir sem hafa vegabréfsáritun sem rennur út á þessu tímabili fá tímabundna framlengingu sem gildir í 30 daga og verður hægt að endurnýja hana ef neyðarástandinu sem lýst hefur verið yfir í landinu ílengist. Þeir erlendu ferðamenn sem eru staðsettir í Madagaskar eiga að upplýsa viðeigandi sendiskrifstofu. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 17.18.

Farþegar frá Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Íran og Japan verða skyldaðir í 14 daga sóttkví.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 19. mars kl. 9.20.

Stjórnvöld í Malasíu hafa tekið fyrir utanlandsferðir eigin ríkisborgara og erlendum ríkisborgurum er ekki hleypt inn í landið. Þessar ákvarðanir tóku gildi 18. mars. Hins vegar eru flugstöðvar opnar og skiptifarþegar geta haft viðkomu, t.d. í Kuala Lumpur, á leið sinni á annan áfangastað. Reglurnar gilda að minnsta kosti til 31. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 19. mars kl. 15.00.

Malaví lokaði fyrir allt farþegaflug frá 1.apríl. Áfram er flogið með heilbrigðis-og hjálparstarfsfólk, heilbrigðisvörur og aðrar nauðsynjar vegna Covid-19. Almennt vöruflug er enn í gangi. 

Landamærin eru enn opin, en allir sem koma yfir þau þurfa að fara í skoðun og  fara í sóttkví í 2 vikur. Búið er að setja samkomubann á og íbúar landa með smit mega ekki koma til landsins.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 01.apríl kl. 17.10

Yfirvöld á Maldívum hafa ákveðið að allir farþegar og áhafnir sem hafa ferðast um áhættusvæði á síðustu fjórtán dögum fái hvorki leyfi til að koma inn í landið eða hafa þar viðkomu. Listi með þeim löndum sem bannið gildir um er hér. Þetta á ekki við um ríkisborgara þessara landa sem ekki hafa dvalið í fyrrgreindum ríkjum.

Frá og með 27. mars verða engar vegabréfsáritanir við komu veittar á Maldívum.

Heimamenn og aðrir með fasta búsetu á eyjunum þurfa að fara í sjálfskipaða sóttkví við komuna til landsins.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 8.30.

Malí hefur stöðvað allt millilandaflug frá löndum með smit. Stjórnvöld í Malí heimila enn fremur ekki flug frá Evrópu til landsins.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 15.13.

Öllum alþjóðlegum flugum til Möltu verður aflýst frá kl. 23:59 20. mars.

Þeim tilmælum er beint til allra sem koma til landsins, ferðafólki og heimamönnum, að fara sjálfviljugt í fjórtán daga sóttkví.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 20. mars kl. 18.25.

Máritanía hefur stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 15.38.

Máritíus hefur stöðvað allt millilandaflug og sett á útgöngubann. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 15.40.


Frá og með 15. mars lokuðu stjórnvöld í Marokkó á flug til Alsír, Belgíu, Kína, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgal og Spánar, sem og allar ferjusiglingar. Þá var landamærum lokað við Ceuta og Melilla, sem eru spænsk sjálfstjórnarsvæði á Miðjarðarhafsströnd Marokkó.

20. mars var sett á útgöngubann sem var nýverið framlengt til 20. apríl næstkomandi. Ekki er leyfilegt að fara úr húsi án sérstaks leyfis þar sem fram kemur hvað viðkomandi er að gera (kaupa mat/nauðsynjar/fara til vinnu/sækja læknisþjónustu). Þá hafa þeir lagt niður öll ferðalög á milli borga eins og stendur – engar rútur og engir leigubílar. Þetta á þó ekki við um ferðalög sem eru nauðsynleg vegna heilsu viðkomandi eða vegna vinnutengdra ástæðna. Einnig hefur öllum veitingastöðum, skólum, háskólum, og almenningsgörðum og opnum svæðum verið lokað. Þó er hægt að panta mat í heimahús.

Breska sendiráðið í Rabat gæti hugsanlega hjálpað þeim sem fastir eru í landinu.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 11.24.

Stjórnvöld á Marshalleyjum hafa ákveðið að engum útlendingum verði hleypt inn í landið gegnum alþjóðaflugvöllinn RMI til 5. apríl næstkomandi. Enn fremur fá hvorki skemmtiferðaskip eða snekkjur að koma til hafnar. Heimamönnum er ráðið frá utanlandsferðum.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 19. mars kl. 11.00

Bandaríkin og Mexíkó hafa lokað landamærunum á milli landanna nema fyrir nauðsynlegri umferð, er þar aðalega átt við flutning á nauðsynjum. Ferðamenn geta því ekki átt von á að komast á milli ríkjanna á landi, í skipi eða flugi.

Engar aðrar takmarkanir eru á flugi til og frá Mexíkó vegna COVID-19. 

Á sumum flugvöllum er líkamshiti kannaður hjá farþegum og þeir sem hafa óeðlilegan hita gætu þurft að fara í frekari heilsufarsskoðun. Engin krafa er um annað en hefðbundin ferðaskjöl við komu eða brottför.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 23. mars kl. 12.57.

 

Ríkisstjórn Miðbaugs-Gíneu hefur lokað öllum landamærum og bannað allt millilandaflug í einn mánuð, frá 15. mars til 15. apríl.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 15.40.

Stjórnvöld í Mjanmar hafa lokað fyrir komu erlendra ríkisborgara til landsins frá og með 19. mars. Þann 30. mars var allt farþegaflug til Mjanmar stöðvað til 13. apríl. Þetta á ekki við björgunarflug, vöruflutninga eða önnur sérstök flug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 30. mars kl. 16:41.

Allt reglubundið flug hefur verið fellt niður til Moldóvu frá Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Kýpur, Þýskalandi, Írlandi, Bretlandi, Póllandi, Portúgal og Rúmeníu, fram til 31. mars eða lengur. Flugfélögum er bannað að flytja farþega til Moldóvu, þó ekki ríkisfangslausu fólki og þeim útlendingum sem hafa dvalarleyfi í landinu.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 18. mars kl. 13.50.

Stjórnvöld í Mongólíu hafa lokað öllum landamærum til 30. apríl. Útlendingar geta enn farið úr landi en ferðamöguleikar eru takmarkaðir, flogið er til Seoul 2. apríl, til Tokyo 3. apríl og hugsanlega verður flogið til evrópskra áfangastaða en það er óstaðfest. Útlendingar með einkenni veikinnar, og þeir sem hafa verið í löndum með staðfest smit, verða að sæta 14 daga sóttkví á eigin kostnað.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 9.05.

Landamærunum hefur verið lokað og allar samkomur bannaðar frá 13. mars. Almenningssamgöngur eru takmarkaðar og fleiri en tveir mega ekki ferðast saman í bifreið. Matvöruverslanir og apótek opin en engin önnur þjónusta.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 24. mars kl. 7.50

Samkomubann er í gildi og búið er að herða landamæraeftirlit.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.10.

Stjórnvöld í Namibíu hafa tilkynnt um altækt ferðabann sem gildir í 30 daga og tekur til allra þjóða í heiminum, einnig ríkisborgara Namibíu og þá sem hafa fasta búsetu í landinu. Undanþágubeiðnir eru metnar í hverju tilviki fyrir sig. Opinberir starfsmenn vinni heima. Almenningur haldi sér heima og forðist mannamót. Þinghaldi er aflýst í 21 dag, frá 25. mars til 14. apríl.

Namibía hefur sett á samkomubann og bannað flug til Qatar, Eþíopíu og Þýskalands.

Verið er að kanna áhuga á meðal Evrópubúa um mögulegt neyðarflug til Evrópu. Í því samhengi er rétt að benda áhugasömum á að skrá sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins hér.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 09:48.

Frá miðnætti 22. mars og til miðnættis 31. mars mega engar farþegaflugvélar lenda í Nepal. Bann þetta nær ekki til fraktflugs, björgunarflugs eða annars neyðarflugs. 

Frá 20. mars og til 15. apríl verður öllum farþegum, þar á meðal nepölskum ríkisborgurum,  bannað að koma til Nepal frá löndum Evrópusambandsins, Bretlandseyjum, Vestur-Asíu, löndum við Persaflóa, Tyrklandi, Malasíu, Suður-Kóreu og Japan. Farþegar sem millilenda í þessum löndum verður einnig meinað að koma til Nepal. 

Nepalska ríkisstjórnin ákvað 12. mars að stöðva tímabundið útgáfu vegabréfsárita við komu til landsins og jafnframt að hætta veitingu á leyfum í fjallgöngur, meðal annars á Everest. Þessar ákvarðanir gilda til 30. apríl.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 14.17.

Níger hefur lokað á allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.15.

Nígería hefur stöðvað allt millilandaflug og allar lestarsamgöngur frá og með 23. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.15.

Ekki hefur verið tilkynnt um neinar ferðatakmarkanir til Níkaragva, enn sem komið er.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 10.00.

Allir útlendingar sem koma til Norður-Kóreu verða að fara í 30 daga sóttkví.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 19. mars kl. 9.20.

Alþjóðaflugvellinum í Skopje var lokað á miðnætti 19. mars. Landamærum við Albaníu, Búlgaríu, Grikkland, Kosovo og Serbíu hefur verið lokað. Aðeins ríkisborgurum Norður-Makedóníu er hleypt inn í landið. Heimamönnum er ráðið frá því að ferðast.

Stjórnvöld Norður-Makedóniu hafa sett útgöngubann sem gildir frá 22. mars frá kl. 21.00-6.00. Á þessum tíma verða engar almenningssamgöngur leyfðar.

Samkomubann hefur einnig verið sett á og mega ekki fleiri en fimm vera saman á almannafæri.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 22. mars kl. 18.00.

Stjórnvöld í Noregi hafa frá og með kl. 08:00 16. mars lokað landamærum landsins fyrir erlenda ríkisborgara án dvalarleyfis í Noregi. Innanlandsflug heldur áfram. Allir einstaklingar sem koma til landsins eiga að fara í sóttkví.
Erlendum ríkisborgurum án dvalarleyfis verður snúið við á landamærunum. Alþjóðaflugvellir verða opnir m.a. til þess að gefa Norðmönnum sem eru erlendis kost á því að koma til Noregs og erlendum ríkisborgurum í landinu kost á að komast brott frá landinu.
Eftirfarandi einstaklingum verður ekki neitað um inngöngu í landið:

 • Ríkisborgarar EES og fjölskyldur þeirra með dvalar- eða atvinnuleyfi í Noregi
 • Ríkisborgarar EES sem þurfa að ferðast í gegnum Noreg til að komast til síns heimalands
 • Erlendir ríkisborgarar sem þurfa að dveljast á flugvelli vegna millilendinga
 • Sjá nánar hér.

Farþegar sem ætla sér í tengiflug til Íslands daginn eftir (eða síðar) verður komið fyrir á sóttvarnarhóteli við flugvöllinn og dvelja þar þangað til þeir eiga tengiflug til Íslands (jafnvel þó það séu fleiri nætur). Í einhverjum tilfellum hafa ferðalangar greitt 1 600 norskar krónur fyrir nóttina á sóttvarnarhótelinu með þremur máltíðum. Samgöngur milli flugvallarins og hótelsins eru skipulagðar af hermönnum eða lögreglu á flugvellinum. Ekki er skylda að vera með miða áfram til Íslands við komu, en farþegum er skylt að kaupa sér miða í næstu vél sjálft.

Ef farþegar fá neitun um að fara um borð í flug til Noregs af flugvallarstarfsfólki erlendis á grundvelli þess að þeir séu ekki með norskt ríkisfang eða búsestu í Noregi er ráðlagt að sýna texta beint frá síðu AVINOR.

Allir sem koma til Noregs erlendis frá eiga að fara í 14 daga sóttkví. Reglurnar eru afturvirkar og á tímabilið að hefjast þann dag sem komið var til Noregs. Undantekningin undanfarna daga hefur verið fyrir þá sem koma frá Svíþjóð og Finnlandi, en frá og með 17. mars gilda sömu reglur fyrir þá, en þó án þess að vera afturvirkt.

Innanlandsflug í Noregi heldur áfram og almenningssamgöngur verður haldið óbreyttum. Nokkur fylki og sveitafélög í landinu hafa nýlega ákveðið að skylda alla sem koma annarstaðar frá í landinu að fara í 14 daga sóttkví. Þessar nýju reglur eru í mikilli þróun og þurfa ferðamenn innanlands að kanna sértaklega hvort búið er að setja á slíkar reglur á áfangastað þeirra.

Norsk stjórnvöld ráða Norðmönnum frá ferðalögum og hvetja Norðmenn á ferðalagi erlendis til að íhuga að flýta heimför. Vegna ráðstafana erlendra stjórnvalda eiga Norðmenn á hættu að verða innlyksa eða lenda í sóttkví erlendis. Ferðaviðvörun þessi gildir að minnsta kosti til 14. apríl.

Norsk stjórnvöld hafa aukið takmarkanir innanlands, meðal annars með því að loka bæði grunn- og leikskólum fram til 13. apríl.

Stjórnvöld hafa lagt bann við að dvelja í bústöðum sem eru utan lögheimilissveitarfélags einstaklings (þ.e. bann við að dveljast í „hyttu“).

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 28. mars kl. 12.20.

Frá og með miðnætti 19. mars verður engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn í landið. Jafnframt er þeim tilmælum beint til landsmanna að snúa heim og fara í sjálfskipaða fjórtán daga sóttkví.

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hættu að taka við tengifarþegum 26. mars. Undantekningar gilda um farþega sem hafa gögn sem sýna samkomulag viðkomandi ríkisstjórna um heimflug.

Stjórnvöld í Nýja Sjálandi vekja athygli á því að þar sem engar ferðatakmarkanir eru á brottförum flugvéla, enn sem komið er, haldi stjórnvöld áfram að auðvelda strandaglópum að komast til síns heima.

Viðbragðsstig almannavarna í Nýja-Sjálandi er á stigi 4. Sjá frekari upplýsingar hér

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 10.17.

Paragvæ hefur stöðvað flug frá Evrópu og lokað landamærum á landi gagnvart nágranaríkjum nema fyrir nauðsynlegum flutningum, ferðamenn geta ekki átt von á því að komast landleiðina til Paragvæ.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 23. mars kl. 11.45.


Stjórnvöld í Perú lokuðu landmærum sínum og flugi til og frá Evrópu og Asíu þann 16. mars og gildir það  í 30 daga, hið minnsta. Enn er heimilt að fljúga til og frá Bandaríkjunum. Vöruflutningar eru áfram heimilaðir.

Þann 17. mars leyfðu stjórnvöld í Perú neyðarflug úr landi til þess að bjarga strandaglópum. Danir, í samvinnu við önnur norræn ríki og ríki frá ESB, vinna að því að kanna möguleika á slíkri ferð.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 18 . mars kl. 23.04.

Pólsk stjórnvöld hafa lokað alþjóðlegum flugsamgöngum og lestarsamgöngur liggja niðri frá aðfaranótt 15. mars. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra landa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóðlegt flug (samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sunnudaginn 15. mars). Pólverjar standa fyrir leiguflugum á ýmsa staði og fylgja í slíkum tilvikum svokallaðari board to board-reglu, þ.e. að tengiflug verði að vera fyrir hendi. Vilji fólk nota aðra valkosti, rútu eða lest, sker innanríkisráðuneyti landsins úr um það hvort það sé í samræmi við fyrrgreinda reglu. 

Landamærin eru nú lokuð til 13. apríl öðrum en Pólverjum, handhöfum svokallaðs „Pólverjakorts“, sem staðfestir að viðkomandi sé af pólskum uppruna, einstaklingum með dvalarleyfi, atvinnuleyfi, diplómötum og akandi sem eru á leið um landið/úr landi (transit). Reglurnar gilda frá 15. mars til 13. apríl. Allir sem koma til Póllands þurfa að fara í 14 daga sóttkví. Ekki eru takmarkanir á vöruflutningum.

Stjórnvöld hafa gefið út smáforrit (app) sem skyldar fólk sem er smitað eða í sóttkví til að taka mynd af sér og sanna að það sé inni og innan ákv. GPS hnita. Ef áminningu er ekki svarað innan 20 mín. er lögregla látin vita. Smáforritið á líka að nýtast í neyð þannig að fólk geti haf samband við viðbragðsaðila.

Verslunarmiðstöðum verður gert að loka hluta verslana sinna, auk þess verður veitingastöðum, börum og spilavítum lokað. Samkomubanni fyrir fleiri en fimmtíu manns hefur jafnframt verið komið á.

Við bendum einnig á upplýsingar frá sendiráði Dana í Varsjá.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 01. apríl  kl.12.20.

Portúgal lýsti yfir neyðarástandi þann 18. mars síðastliðinn, sem á að standa til 2. apríl en á meðan því stendur verða takmarkanir á ferðafrelsi og viðskiptum í gildi. Fólki er aðeins heimilt að koma til landsins ef það eru ríkisborgarar eða með búsetu í Portúgal. 

Eftirlit og hert gæsla var tekið upp við landamærin við Spán þann 17. mars og lestum, flugi og siglingum frestað til 15. apríl. Fólki á leið frá Portúgal til síns heima er það heimilt en heilsufar þeirra verður kannað.

Flugi hefur verið aflýst til flestra landa utan ESB og EES landanna með þeim undantekningum að flogið er áfram til Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Venesúela, Suður-Afríku, Brasilíu og þjóða þar sem portúgalska er þjóðtunga. Fyrri ákvörðun um að fella niður flug til Ítalíu stendur.

Frá 19. mars eru vegabréfsáritanir takmarkaðar við fjölskyldumeðlimi ríkisborgara innan Evrópusambandsins, mannúðarmál og tilfelli er varða þjóðhagslega hagsmuni Portúgals.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 11.31.

Rúanda hefur lokað öllum landamærum og allt millilandaflug liggur niðri. Útgöngubann er einnig í gildi.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.20.

Stjórnvöld hafa ákveðið að taka ekki á móti erlendum ríkisborgurum frá og með 22. mars nema í sérstökum undantekningatilvikum. Sjá nánar hér, en frá og með 25. mars munu allir sem koma til Rúmeníu verða settir í sóttkví eða einangrun. Frá sama degi hefur enn fremur öllum flugum frá Frakklandi og Þýskalandi verið aflýst í 14 daga.

Þann 22. mars tóku gildi víðtækar ráðstafanir rúmenskra stjórnvalda til þess að hamla útbreiðslu COVID-19 veirunnar. 

Tannlæknaþjónusta verður einungis heimil í neyðartilvikum, verslunarmiðstöðvum verður lokað að undanskildri starfsemi sem tengist matvælasölu, þvotti eða lyfjasölu. Fólk á að leitast til þess að ferðast á almannafæri í minni hópum, ekki fleiri en þrír, og þá er mælst til þess að fólk ferðist ekki á milli 6 á morgnanna til kl. 22 á kvöldin nema á leið í vinnu, að kaupa mat eða vörur, ef fólk þarf að útvega sér gögn frá heilbrigðisstofnunum sem ekki mega bíða, ef fólk er að sinna annað hvort börnum, fötluðum eða þeim sem eldri eru, nú eða ef upp kemur dauðsfall í fjölskyldunni.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 15.22.

Samgöngur og flug

Flug til og frá Moskvu hefur dregist mikið saman. Aeroflot heldur einkum uppi farþegaflugi frá Terminal F á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu, skv. ákvörðun stjórnvalda. Þar eru sérstakar ráðstafanir vegna smithættu, allir farþegar til dæmis hitamældir við brottför og komu. Sumar takmarkanir voru tilkynntar í síðustu viku (Danmörk og Noregur felldar niður, nýjar reglur um flug til Evrópu, UK, USA og UAE), aðrar hafa fallið niður sjálfkrafa við lokum viðkomandi flugvalla (Riga, Varsjá, Vilníus).

Aeroflot hefur breytt áætlunum sínum mjög mikið um helgina. Nær ómögulegt er að finna flug til landa með tengingu við Ísland og sem eru á áætlun eftir 28. Mars, önnur en London-Heathrow, New York-JFK og Paris-CDG (skv. uppflettingu að morgni 23. mars). Opinberlega eru áætlunarflug til Evrópu frá og með 21. mars til Amsterdam (segja daglegt flug en aðeins bókanlegt til 28. mars), Berlínar (segja daglegt flug en aðeins bókanlegt til 25. mars), Brussel (segja daglegt flug en í augnablikinu óbókanlegt), Búkarest (óbókanlegt), Dyflinnar (daglegt flug), Genfar (tvö flug á dag), Lundúna (allt að sjö sinnum á dag), Madrídar (allt að þrisvar á dag), Parísar (1-2 flug á dag) og Rómar (dagleg flug). Flestöllu flugi til Evrópu hefur annars opinberlega verið hætt til 23. apríl (nema þar sem takmarkanirnar komu til vegna lokunar flugvalla á viðkomustaðnum, sbr. Riga til 15. apríl). Flug til Hvíta-Rússlands og Armeníu hefur dregist saman og flestum leiðum til Mið-Asíu verið hætt tímabundið. Daglegt flug er nú til Dúbaí og nokkur flug á viku til áfangastaða í Asíu þ.m.t. Beijing, Guangzhou, Hong Kong, Seúl, Tókíó, Tælands (Bangkok og Phuket) og Víetnam (Hanoi og Ho Chi Minh).

(19.03.20) Rússnesk stjórnvöld lokuðu öllum landamærunum fyrir ferðamönnum, hvort sem það er úr lofti, á láði eða legi, frá og með 18. mars til 1. maí. Enginn fær að koma inn í landið nema þeir sem eru með dvalarleyfi, diplómatískar áritanir, áhafnir flugvéla og skipa og örfáar aðrar undantekningar. Rússnesk sendiráð og ræðisskrifstofur hafa jafnframt hætt að afgreiða áritanir til ferðamanna. Frá og með 18. mars til 1. maí eru því í raun engum útlendingum (án dvalarleyfis eða annarra utantekninga) hleypt inn í landið en „transit-farþegar“ geta enn farið í gegnum Sheremetyevo (SVO) flugvöll í Moskvu ef þeir eiga millilendingu þar með Aeroflot á leið sinni „heim“ eða til áfangastaða þar sem þeir fá inngöngu.

 Landamærum Rússlands við bæði Evrópu- og Asíuríki hefur verið lokað fyrir ferðamönnum, þ.m.t. fyrir lestina sem fer milli Rússlands og Litháen (sem er mikilvæg leið fyrir Rússa milli meginlandsins og Kaliningrad). Landamærunum milli Finnlands og Rússlands var lokað 17. mars, skv. ákvörðun finnsku stjórnarinnar (gildir til 13. apríl). Schengen/EES-borgarar komast landleiðina frá Rússlandi til Finnlands til að komast til síns heima. Ekki er hægt að komast yfir landamærin í leigubíl né fótgangandi.  Fara þarf á einkabíl yfir landamærin og þarf skráður eigandi bifreiðarinnar að vera með í för.

Búið er að loka öllum skólum, íþróttamiðstöðvum, menningarstofnunum o.fl. og setja fjöldatakmarkanir við 50 manna samkomur í Moskvu. Virðist aðallega koma niður á viðburðum og menningarstarfsemi. Að kvöldi 23. mars voru ekki komnar neinar takmarkanir um fjölda fólks í verslunum eða verslunarmiðstöðvum. Aeroflot hefur tímabundið hætt flugi til Helsinki, Stokkhólms og fleiri borga. Eftir þessa viku virðast einu einföldu tengingarnar við Ísland vera í gegnum London-LHR og NYC-JFK og París-CDG ef/þegar Icelandair flýgur þangað.

Þá virðast stjórnvöld, vegna þrýstings frá Moskvu, vera að laga ferla við greiningu sýna. Nú verða sýni frá Moskvu greind á rannsóknarstofu hér í borg, sem sparar 2-3 daga í sendingu til síberísku borgarinnar þar sem eina COVID-greiningin hefur farið fram hingað til. Þá munu einstaklingar nú vera álitnir sýktir ef ein rannsóknarniðurstaða bendir til smits, sem er jafnframt einföldun á ferlinu. Miðað við þetta og þá væntingastjórnun sem yfirvöld virðast viðhafa á þessum tímapunkti má búast við að tilfellum fjölgi hægt og bítandi og fari yfir 1000 markið í vikulokin.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 24. mars kl. 11.19.

 

Ferðamönnum til Sambíu verður leyfð innganga í landið að lokinni skimun. Þeir sem sýna einkenni COVID-19 fara í sóttkví á heilbrigðisstofnun í landinu á meðan aðrir einkennalausir ferðamenn fara í 14 daga sóttkví.

Alþjóðaflug frá Harry Mwaanga Nkumbula, Simon Mwansa Kapwepwe og Mfuwe flugvöllunum hefur verið stöðvað. Millilandaflug er einungis starfrækt frá Kenneth Kaunda Interniational flugvellinum.

Stjórnvöld í landinu hafa auk þess lagt bann við ónauðsynlegum ferðalögum, sér í lagi til landa með staðfest tilfelli COVID-19. Samkomur eru takmarkaðar fyrir 50 manns í einu, veitingastaðir mega einungis afgreiða úr húsi og þá eru kvikmyndahús, barir og önnur slík starfsemi lokuð.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 01.april. kl.17.13.

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tóku ákvörðun þann 23. mars um að loka flugsamgöngum landsins. Bannið tók gildi 48 tímum seinna, gildir í tvær vikur og lokar á millilendingar í landinu.

Frá 19. mars hefur einungis ríkisborgurum furstadæmisins verið hleypt inn í landið. Fólk með búsetu í furstadæmunum sem er statt erlendis verður ekki leyft að komast aftur inn í landið í að minnsta kosti tvær vikur. Tímabilið gæti þó lengst.

Ferðamönnum verður ekki hleypt inn í landið um óákveðinn tíma.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 17.10.

Senegal hefur stöðvað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.20.

Landamærunum var lokað 15. mars nema fyrir vöruflutninga. Einungis serbneskir rískisborgarar, alþjóðlegir diplómatar og fólk með dvalarleyfi fá að komast inn í landið. Öllum alþjóðlegum flugum frá Belgrad aflýst frá 19. mars.

Sett hefur verið á útgöngubann sem gildir frá kl. 17:00 til 5:00 með þeirri undantekningu að fólk má viðra gæludýr milli 20:00 og 21:00. Landamæri, sjúkrahús og miðstöðvar flóttafólks er gætt af hernum.

Lögreglan fylgist með þeim sem sitja í sóttkví í 14 eða 28 daga. Þeir sem virða ekki sóttkví geta átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm.

Leikskólum, skólum og háskólum verður lokað út skólaárið.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 24. mars kl. 7.50.

Sierra Leone hefur lokað á allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.45.

Frá 23. mars kl. 23:59 verður ferðamönnum í stuttum ferðalögum hvaðanæva úr heiminum meinuð landganga í Singapúr og þá verður ekki hægt að millilenda í landinu. Ekki er búist við því að flugvöllurinn í Singapúr loki.

Einungis ríkisborgarar Singapúr eða þeir sem hafa varanlegt dvalarleyfi í landinu eða til lengri tíma, munu fá að snúa aftur til landsins, og fá 14 daga “stay-home notice” og þurfa að sýna fram á gögn sem sanna hvar verður gist meðan á sóttkví stendur. Einnig gæti verið skimað, þrátt fyrir að viðkomandi sýni ekki nein einkenni. Frá kl. 09.00 að staðartíma 27. mars þurfa allir þeir sem koma til Singapúr að skila inn heilbrigðisvottorði á rafræna gátt stjórnvalda 

Frekari upplýsingar má finna hér og hjá heilbrigðisráðuneyti Singapúr.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 14.37. 
Slóvakía hefur lokað öllum landamærum fyrir öðrum en eigin ríkisborgurum um óákveðinn tíma. Allir sem koma til landsins verða að sæta fjórtán daga sóttkví. Alþjóðaflugvöllum hefur verið lokað. Öllum lestarferðum milli landa, rútuferðum og bátsferðum hefur verið aflýst um óákveðinn tíma.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 19. mars kl. 11.30.

Frá og með 16. mars falla öll farþegaflug niður frá Ljubljana. Hótel munu ekki lengur taka á móti gestum. Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt að núverandi gestir geta verið áfram í landinu þangað til þau finna leið heim. Almenningssamgöngur (þ.m.t. rútur og strætó) liggja niðri. Leigubílar munu starfa áfram fyrir neyðartilfelli. Ferðir farþegalesta á milli Slóveníu og Austurríkis hafa verið lagðar niður. Stjórnvöld hafa ráðlagt ríkisborgurum að ferðast ekki til útlanda.

Erlendum ríkisborgurum sem komast ekki heim vegna núverandi aðstæðna er bent á að hafa samband við næstu sendiskrifstofu heimalands síns.

Útgöngubann tekur gildi í Slóveníu kl. 20.00 þann 30. mars og takmarkast ferðir fólks við það að fara til og frá vinnu og aðrar nauðsynlegar ástæður s.s.  ferðir til kaupa á lyfjum. Einnig er takmarkað hversu mikið fólk má ferðast á milli sveitarfélaga.

Sjá nánar hér.

Landamæri Slóveníu eru opin allan sólarhringinn nema annað kom fram:

 1. Gornja Radgona - Bad Radkersburg
 2. Kuzma - Bonisdorf (opið frá 05.00-21.00)
 3. Holmec - Grablach
 4. Karavanke - Karawankentunnel
 5. Jurj - Langegg (opið frá 06.00-21.00)
 6. Vic - Lavamund (05.00-23.00)
 7. Ljubelj - Loibltunnel
 8. Trate - Mureeck
 9. Radlje - Radlpass
 10. Gederovci - Sicheldorf
 11. Sentilj (avtocesta) - Spielfeld (Autobahn)
 12. Sentilj (magistrala) - Spielfeld (Bundestrasse)
 13. Korenko sedlo - Wurzenpass
Hægt er að fylgjast með gangi mála í Slóveníu hér.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 30. mars kl. 13.50.

Sómalía hefur bannað allt millilandaflug.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.45.

Sóttvarnalæknir hefur skilgreint Spán sem hááhættusvæði. Íslendingar sem ekki hafa fasta búsetu á Spáni eru hvattir til að flýta heimför eins og auðið er. Aðrir eru hvattir til að meta stöðu sína í ljósi heilbrigðisþjónustu þar sem þeir eru búsettir og aðgangs að henni.

Eins og annars staðar á Schengen-svæðinu hefur Spánn lokað landamærum sínum fyrir öðrum en eigin ríkisborgurum, ríkisborgurum annarra ESB-ríkja og aðildarríkja Schengen-samstarfsins á leið heim til sín. Þetta á þó ekki að koma í veg fyrir að Íslendingar á leið frá Spáni komist heim til Íslands, hvort sem ferð þeirra hefst á Spáni eða millilent er þar.

ATH ef ferðast er með tengiflugi til Íslands getur verið mikilvægt að geta sýnt fram á að eiga flugmiða alla leið til Íslands.

Flug milli Kanarí-eyja og meginlands Spánar hefur að mestu verið fellt niður og leyfist ekki nema sem hluti af tengiflugi annað, t.d. á leið til Íslands. Mikilvægt er að geta sýnt fram á það með flugmiðum. Sama á við um flug milli Baleares-eyja (Ibiza, Mallorca, Menorca) og meginlands Spánar og flug milli spænsku borganna Ceuta og Melilla á meginlandi Afríku og meginlands Spánar.

Tilkynnt hefur verið um lokun allra gististaða ferðamanna á Spáni og þurfa hótel að loka í síðasta lagi fimmtudaginn 26. mars.

Leiga á íbúðum til ferðamanna til lengri tíma er undanþegin banninu. Það er skilyrði að í íbúðinni sé allt sem þarf til að geta fullnægt útgöngubanninu, s.s. að það sé snyrting og eldhús í íbúðinni. Íbúðin þarf að vera leigð til lengri tíma til búsetu. Ekki er tekið fram hversu löng dvölin þarf að vera en hún þarf að vera nægilega löng til að hægt sé að tala um búsetu.

Millilandaflug heldur áfram frá meginlandi Spánar en í miklu minna mæli en áður. SAS heldur t.a.m. enn uppi flugi frá Alicante til Osló og Stokkhólms og hægt er að komast til London með öðrum félögum.

Upplýsingar um flugferðir á Spáni má finna á flugvallavefnum AENA. Yfirlýsing um réttindi farþega um niðurfellingu á flugi má finna á vefsíðu stjórnvalda (einungis á spænsku).

14. mars lýstu spænsk stjórnvöld yfir neyðarástandi. Það felur m.a. í sér:

 • að öllum verslunum er lokað nema matvöruverslunum, bakaríum, apótekum, tóbaksbúðum og bensínstöðvum
 • fólk má ekki vera á ferli nema til að sækja sér þjónustu fyrrnefndra verslana
 • flest annað er lokað, s.s. kvikmyndahús, barir og veitingastaðir
 • hótel mega halda veitingastöðum opnum en einungis fyrir hótelgesti, en hótelin loka í síðasta lagi 26. mars
 • almenningssamgöngur liggja að mestu niðri
 • leigubílar halda áfram að aka en taka færri farþega, jafnvel ekki nema einn í einu
 • fólk er hvatt til að halda fjarlægð við aðra einstaklinga þegar farið er á milli staða eða staðið í röð

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 20.38.

Allir alþjóðaflugvellir á Sri Lanka verða lokaðir fyrir alþjóðlegt farþegaflug frá 19. til 25. mars, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum. Ákvörðunin verður stöðugt endurskoðuð í ljósi aðstæðna.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 18. mars kl. 14.55

Súdan hefur lokað öllum flugvöllum, höfnum og landamærum – aðeins hjálparstarfsfólk fær landgönguleyfi.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.50.

Forseti Suður-Afríku lýsti yfir neyðarástandi í landinu í ávarpi 15. mars. Þann 25. mars tilkynntu stjórnvöld í landinu um lokun lofthelgi landsins fyrir farþegaflugi frá 26. mars til 16. apríl hið minnsta. 

Þriggja vikna útgöngubann og ferðabann tók gildi þann 27. mars. Aðeins nauðsynlegir starfsmenn mega vera á ferli, s.s. her og löggæslumenn, starfsfólk heilbrigðisstofnana sem og almannavarnir og matvælamarkaðir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 01. apríl. kl. 13.26

Allir sem koma til Suður-Kóreu þurfa að fara í  14 daga sóttkví frá og með 1. apríl.  Allir ferðamenn sem koma  til Suður-Kóreu þurf að hlaða niður “Self-Quarantine Safety and Protection App” í snjallsíma sína. Þeir sem sýna einkenni Covid-19 og þeir farþegar sem koma frá Evrópu verða færðir í sérstakan hluta flugstöðvarinnar þar sem þeir verða skimaðir fyrir Covid-19.

Þeir sem greinast jákvæðir með sjúkdóminn verða eftir atvikum, annað hvort lagðir inn á sjúkrahús eða settir í einangrun . Þeir útlendingar sem hafa vegabréfsáritunin til lengri tíma eiga að fara í sóttkví á heimili sínu.  Erlendir ríkisborgarar sem ekki hafa fasta búsetu í landinu eða dveljast þar til skemmri tíma verða færðir í ríkisrekin húsakynni í sóttkví á eigin kostnað.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 30. mars kl. 10.11.


Ríkisstjórn Surínam lokaði öllum landamærum 14. mars. Komur og brottfarir verða óheimilaðar í þrjátíu daga. Þó verður farþegaflugi með útlendinga haldið áfram til 22. mars. Öllum skólum hefur verið lokað og samkomubann er í gildi miðað við hámark 100 manns.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 18. mars kl. 13.05.

Landamæraeftirlit var tekið upp við landamæri Þýskalands, Austurríkis og Frakklands á miðnætti aðfararnótt 17. mars. Aðeins ríkisborgurum og íbúum Sviss er hleypt inn í landið en einnig þeim sem koma þangað vegna vinnu. 

Tilkynnt hefur verið um framlengingu á tímabundnu eftirlit á innri landamærum Sviss gagnvart öllum Schengen-ríkjum að frátöldu Liecthenstein í 10 daga frá og með 25. mars. Það sama á við um flug. Farþegaflug frá Schengenríkjum verður beint í gegnum þrjá flugvelli, Zürich-Kloten, Genf-Cointrin og Basel-Mulhouse. Öðrum flugvöllum verður lokað.

Svissnesk yfirvöld hafa hert enn frekar aðgerðir varðandi komu fólks til landsins hvort sem er land- eða flugleiðis, þ.m.t. innan Schengen.  Við komuna þarf að sýna dvalar- eða atvinnuleyfi. Millilendingar í gegnum Sviss eru ennþá mögulegar.

Öllu flugi til landa innan Schengen svæðisins hefur verið aflýst, nema flugi til Liechenstein.

Samkomubann er í gildi og miðast nú við 5 manns (gildir fyrir allt landið) og verður fjarlægð við næstu manneskju að vera 2 metrar. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að vera sektaðir. Öllum veitingastöðum, börum og skemmtistöðum hefur verið lokað. Matvörubúðir og heilsustofnanir, apótek og spítalar haldast opnir.

Það er ekki útgöngubann í Sviss en ætlast er til að fólk sé ekki á ferli að óþörfu nema það þurfi að sækja nauðsynjavörur, læknisþjónustu, fara í nauðsynlega vinnu ef fjarvinna er ekki möguleg, eða að aðstoða vini eða ættingja.

Gildir til 19. apríl.  

Öllum skólum í Sviss hefur verið lokað.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 26. mars kl. 8.30.

Frá 19. mars gildir komubann til Svíþjóðar frá löndum utan EES og Sviss. Bannið ekki áhrif á þá sem ferðast til Svíþjóðar frá löndum innan EES/Sviss, þ.m.t. Íslandi.

Ríkisborgarar í EES/Sviss sem ferðast til Svíþjóðar frá löndum utan EES/Sviss, til dæmis til að millilenda, fá að koma inn í landið ef ferðin er liður í heimferð viðkomandi. Sama gildir um þá sem eru með fasta búsetu eða landvistarleyfi í EES/Sviss og um nána fjölskyldumeðlimi þessara hópa.

Undanþágur eru gerðar fyrir ýmsa hópa, og eru ákveðnar í hverju tilviki fyrir sig. Dæmi um þá sem hugsanlega geta fengið undanþágu eru heilbrigðisstarfsfólk, fólk sem vinnur við vörflutninga, fjölmiðlafólk, aðrir sem þurfa að millilenda, fólk með brýnar fjölskylduástæður og sendierindrekar annarra landa.

Ekki er gerð krafa um að fólk fari í sóttkví þegar það kemur til Svíþjóðar. Þeir sem finna fyrir einkennum veikinda, jafnvel mjög mildum, eru beðnir að halda sig heima. Fólk yfir 70 ára og aðrir í áhættuhópum er beðið að forðast aðstæður sem geta leitt til smits. Þeir sem þurfa ráðgjöf vegna veikinda geta hringt í 1177.

Aðgengi að þjónustu er gott. Fólk er hvatt til þess að fylgjast með síðunni www.krisinformation.se þar sem staðfestar upplýsingar frá stjórnvöldum koma fram. Þeir sem ekki finna svör á vefsíðunni geta hringt í 113 13.

Hér að neðan eru hagnýtar upplýsingar fyrir ferðalanga sem eru á heimleið í gegnum Arlanda flugvöll: 

Hótel í Stokkhólmi og í grennd við Arlanda-flugvöll eru opin og hægt er að bóka eftir sömu leiðum og venjulega, til dæmis með bókunarsíðum á netinu.

Tvö hótel eru inni á Arlanda-flugvelli. Nánari upplýsingar um þau má nálgast á síðu flugvallarins:
https://www.swedavia.com/arlanda/hotel/

Þeim sem lenda á Arlanda-flugvelli er heimilt að yfirgefa flugvöllinn. Lestir, flugrútur og leigubílar ganga enn á milli Arlanda-flugvallar og Stokkhólms og er ferðatími frá 18 til 49 mínútur eftir því hvaða farkostur er valinn.

Upplýsingar um lestarsamgöngur frá Arlanda:
https://www.swedavia.com/arlanda/train/

Upplýsingar um flugrútur:
www.flygbussarna.se

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 1.apríl, 14.52

Landinu hefur verið lokað fyrir ferðum útlendinga. Síðan 20. mars er eru engar ferðir leyfðar um eina alþjóðaflugvöll landsins í Dushanbe eða landamærin að Úsbekistan 20. mars s.l. Ófullnægjandi upplýsingar eru um ferðir um önnur landamæra (Afganistan, Kirgistan og Kína). Ákvörðunin um lokun fyrir millilandaflug stendur þangað til annað er ákveðið en ákvörðunin um lokun landamæranna milli Tadsíkistan og Úsbekistan var tekin af stjórnvöldum í síðarnefnda ríkinu og fer því væntanlega eftir ákvörðun þeirra hvenær þau opnast að nýju.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 11.29.

Lokað hefur verið fyrir komur erlendra ríkisborgara til Tælands.

Þeir skiptifarþegar sem eiga leið um alþjóðaflugvelli í Taílandi á leið til þriðja ríkis þurfa að framvísa svokölluðu „fit to fly“ læknisvottorði. Reglan gildir fram til 31.mars en fastlega er gert ráð fyrir að það verði framlengt. Mikilvægt er að fólk hafi samband við sitt flugfélag og fái skýrar upplýsingar um hvaða kröfur eru gerðar áður en lagt er af stað.

Hámarkstími í „transit“ er sólarhingur, 24 klst.

Fit to fly: https://www.allcleartravel.co.uk/blog/fit-to-fly-certificates/ læknisvottorði 

Flugfélög hafa fækkað ferðum í þessum heimshluta og aflýst flugferðum til nokkurra áfangastaða, sérstaklega í Kína. Farþegar frá löndum þar sem smit hefur greinst - við millilendingu í Tælandi – fá sérstakt merki sem gefur til kynna að þeir hafi farið í gegnum hitaskanna og sýni engin merki um sjúkdóminn. Ekki hafa verið gefin út tilmæli að breyta ferðatilhögunum til eða frá Tælandi, en vegabréfsáritanir við komu verða ekki gefnar út fram til 30. apríl.

Lýst var yfir neyðarástandi í landinu 26. mars.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 01.apríl kl.16.00.

Stjórnvöld í Taívan hafa tilkynnt hertar reglur um komur erlendra ríkisborgara til landsins sem taka gildi frá og með 22. mars.

Reglurnar fela í sér að ferðafólk þarf að framvísa læknisvottorði sem staðfestir að viðkomandi sé ekki sýktur af kórónaveirunni. Jafnframt verða allir erlendir ríkisborgarar að framvísa skjölum um heilsutryggingu fyrir að lágmarki 100 þúsund bandarískra dala.

Fyrri ferðatakmarkanir voru bundnar við tiltekin lönd og svæði. Nýju reglurnar gilda um alla erlenda ríkisborgara sem koma til Taílands. Þeir sem ekki geta framvísað fyrrnefndum skjölum við brottför fá ekki að stíga um borð.

(Taívan lokaði fyrir komur allra erlendra ríkisborgara frá og með miðnætti 18. mars.)

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 20. mars kl.10.40.


Tanzania hefur ekki stöðvað millilandaflug.

Zanzibar hefur hins vegar stöðvað allt millilandaflug og bannað túristum að fara til eyjunnar.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 19.50.

Tékknesk stjórnvöld hafa lokað landinu fyrir öllum erlendum ríkisborgurum, nema fyrir þeim sem hafa lögheimili (permanent residence) í Tékklandi eða meira en 90 daga tímabundið dvalarleyfi (temporary residence) sem og einstaklingum sem tékknesk stjórnvöld ákveða að hleypa inn vegna hagsmuna ríkisins.
Erlendir ríkisborgarar sem komu löglega til landsins er heimilt að dvelja í landinu meðan á neyðarástandinu stendur.

Tékkneskum ríkisborgurum hefur einnig verið gert óheimilt að ferðast til Bretlands, Þýskalands, Austurríkis, Svíþjóðar, Ítalíu, Noregs, Frakklands, Hollands, Belgíu, Spánar, Danmörku, Sviss, Kína, Suður-Kóreu og Íran. Reglurnar gilda frá 13. mars. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 19. mars kl. 13.50. 

Ytri landamærum ESB hefur verið lokað fyrir allri umferð. Þjóðverjar eru undanskildir þessum reglum. Ríkisborgarar ESB ríkja og fjölskyldur þeirra sem og ríkisborgarar Bretlands, Íslands, Lichtenstein, Noregs og Sviss geta ferðast um Þýskaland á leiðinni í heimalönd sín. Það sama á við um þá sem eru með dvalarleyfi í þessum löndum.

Íslendingar geta því sem stendur ferðast til Þýskalands frá öðrum löndum innan ESB séu þeir á leiðinni áfram heim til Íslands. Landamæravarsla er á höndum sambandslandanna og er hvert tilfelli skoðað sérstaklega á hverri landamærastöð fyrir sig. Innanríkisráðherra landsins hefur hvatt Þjóðverja til að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum. Erlendum ríkisborgurum með dvalarleyfi og skráð lögheimili í Þýskalandi verður heimilt að snúa til baka til landsins.

Frá og með mánudegi 23. mars

 • Mega ekki fleiri en tveir vera saman nema fjölskyldumeðlimir eða fólk sem býr saman.
 • Almennt skulu samskipti við aðra vera í algeru lágmarki.
 • Lágmark 1,5 metrar á milli fólks úti við.
 • Veitingastaðir og sambærilegt verða lokaðir.
 • Annað, s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur o.s.frv. verður lokað, en nauðsynlegar læknisfræðilegar meðferðir áfram leyfðar.
 • Fylgst verður með því að fólk haldi sig við reglurnar og viðurlögum beitt þegar um brot er að ræða.
 • Strangar reglur um hreinlæti fyrirtækja og viðskiptavina (t.d. verslanna).
 • Áfram verður hægt að fara út úr húsi, til vinnu, aðstoða aðra eða eins síns liðs til að hreyfa sig eða stunda íþróttir.
 • Undantekningar á reglum um fundi fleiri en tveggja einstaklinga þegar brýn ástæða er til, vinnutengt eða v. umönnunar. 

Reglurnar gilda næstu tvær vikur.  

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 22. mars 17.50.

Togo bannar aðilum frá Schengen að koma til landsins.

Frár 19. mars hafa Air France, Brussel Airlines, aflýst öllu flugi til Lome International flugvallarins, um óákveðinn tíma. 

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23 . mars kl. 19.55.

Ríkisstjórn Trinídad og Tóbagó hefur ákveðið að setja upp skimunarbúnað við landamærastöðvar til þess að geta greint hugsanlega einstaklinga sem kynnu að vera smitaðir af kórónaveirunni. Þá verður öllum skemmtiferðaskipum óheimilt að koma í hafnir þar til 24. apríl næstkomandi.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 16. mars kl. 20.50

Túnis hefur lokað landamærum sínum og engin flug eru til og frá landinu. Almennt útgöngubann var sett á þann 17. mars sl. og algert útgöngubann stendur yfir frá kl. 18.00 - 6.00. Þá má ekki ferðast milli borga innanlands.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 27. mars kl. 11.35.

Landinu hefur verið lokað fyrir ferðir útlendinga. Stjórnvöld hafa lokað öllum landamærum, flugvöllum og stærstu höfn landsins fyrir öllum ferðum nema vöruflutningum. Ólíklegt er að þessar takmarkanir verði dregnar til baka fyrr en faraldurinn hefur gengið yfir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan. Uppfært 25. mars kl. 11:29.

Frá 18. mars hafa tyrknesk yfirvöld aflýst öllum flugum frá Austurríki, Aserbaídsjan, Belgíu, Kína, Danmörku, Egyptalandi, Frakklandi, Þýskalandi, Íran, Írak, Ítalíu, Írlandi, Kósóvó, Mongólíu, Hollandi, Noregi, Spáni, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Sádí-Arabíu, Sviss, Úkraínu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bretlandi. Allir ferðalangar sem hafa verið í þessum löndum síðustu 14 daga fyrir komu, fá ekki að koma inn í landið. Tyrkland hefur einnig lokað landamærum að Íran og Írak, auk Dilucu landamærastöðinni til Aserbaídsjan og Sharp landamærastöðinni til Georgíu.

Síðustu flug frá Istanbul og Antalya til Bretlands voru 24. mars. Eftir 27. mars flýgur Turkisk Airlines eingöngu á fimm áfangastaði: Hong Kong, Moskvu, Addis Ababa, New York og Washington.

Íslendingum í landinu er ráðlagt að hafa samband við sitt flugfélag og ef það skilar ekki árangri að kanna flug með öðrum flugfélögum.

Enn er ekki búið að lýsa yfir formlegu útgöngubanni en yfirvöld í Tyrklandi hafa biðlað til almennings að halda sig innandyra í 3 vikur.

Loka á veitingastöðum en heimsendingar verða leyfðar.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 16.09.

Stjórnvöld í Úganda tilkynntu 30. mars um bann við öllum komum til landsins, hvort heldur sem er í lofti, á láði eða legi. Öllum landamærastöðvum hefur verið lokað og herinn settur í að gæta landamæra.

Þá hefur verið sett á útgöngubann frá 19.00 til 07.00,  og hefur öllum verslunum utan þeirra sem selja matvæli verið lokað. Allar samgöngur bannaðar, þ.m.t. einkabílar, hafa verið bannaðar og samkomur fleiri en fimm einstaklinga bannaðar. Öllum vinnustöðum hefur verið lokað utan þeirra sem teljast nauðsynlegir, s.s. löggæsla, heilbrigðisþjónusta og almannavarnastofnanir.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 30. mars kl. 12.48.

 

Frá 15. mars verður þeim sem ekki dvelja í Úkraínu meinuð landganga. Þeir sem eru í Úkraínu verður leyft að yfirgefa landið. Frá 17. mars hafa flug og lestarsamgöngur verið stöðvaðar og einnig rútuþjónusta. Takmarkað flug er í í boði fyrir þá sem vilja yfirgefa landið.

Stjórnvöld í Úkraínu tilkynntu 19. mars að engum viðurlögum yrði beitt gagnvart þeim erlendu ríkisborgurum sem dvelja í landinu umfram þær dagsetningar sem tilgreindar eru í vegabréfsáritunum.

Heilbrigðisyfirvöld í Úkraínu búa sig nú undir verstu sviðsmynd Covid-19 faraldursins í landinu og segja að ástandið gæti orðið eins og á Ítalíu.

Þá hafa yfirvöld hvatt fólk til að halda fjarlægð frá hvort öðru og forðast óþarfa samneyti. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hvatt til að þess að þjóðarvá verði lýst yfir, en enn hafa slíkar ákvarðanir ekki verið teknar. Hins vegar hafa einstök héruð og borgir lýst yfir neyðarástandi, s.s. Kyiv-borg og Dniporpetrovsk hérað. Borgarstjórinn í Kyiv lýsti því yfir að allar almenningssamgöngur í Kyiv myndu stöðvast frá og með 23. mars.

Flug frá Kyiv flugvelli (Borispol) er til Brussel, Dubai, London, Berlin, Frankfurt og Tel Aviv.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthonustan
Uppfært 23. mars kl. 10.29.

Forsætisráðherra Ungverjalands tilkynnti 16. mars að tekin hefði verið ákvörðun um að loka landamærum, án þess tilgreina dagsetningu eða tíma. Aðeins ungverskum ríkisborgurum verður hleypt inn í landið. Útlendingum sem vilja yfirgefa Ungverjaland er bent á að gera ráðstafanir fyrr en síðar því aðstæður breytist fljótt og flugvellir loki.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthonustan
Uppfært 17. mars kl. 8.30

Frá og með 20. mars hefur Úrúgvæ stöðvað allt flug til og frá Evrópu. Þeir sem snúa heim eða koma frá svæðum þar sem sýkingin er útbreidd þurfa að sæta 14 daga sóttkví.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan
Uppfært 23. mars kl. 12.48.

Landinu hefur verið lokað fyrir ferðir útlendinga. Stjórnvöld lokuðu öllum landamærum landsins 16. mars s.l. fyrir öllum ferðum nema vöruflutningum. Samkvæmt fréttum eru engar ferðir til og frá flugvellinum í Tashkent nema skipulagðar flugferðir fyrir úsbeska strandaglópa frá Moskvu. Stjórnvöld hafa ekki tilgreint hve lengi þessar lokanir munu standa en það verður fram í miðjan apríl hið minnsta.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 25. mars kl. 11.29.

Frá og með 22. mars verður öllum erlendum ríkisborgurum óheimilt að koma til Víetnam, um ótilgreindan tíma. Þessi ákvörðun nær einnig til víetnamskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis, maka þeirra og börn. Diplómatar og aðrir sem koma til landsins í opinberum erindagjörðum fá að fara inn í landið.

Vietnam Airlines hefur hætt öllu alþjóðlegu flugi frá og með 25. mars til 30. apríl og millilendingar í Víetnam eru óheimilar.

Sjá nánar á vefsíðu utanríkisráðuneytis Víetnam.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.

Uppfært 28. mars kl. 12.20.

Zimbabwe hefur sett á samkomubann en ekki bannað millilandaflug né lokað landamærum enn sem komið er.

Staðan getur breyst hratt. Nýjustu upplýsingar eru jafnóðum settar á www.facebook.com/utanrikisthjonustan.
Uppfært 23. mars kl. 20.10.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira