Hoppa yfir valmynd

Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs

Hægt er að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með tölvupósti á [email protected], í neyðarsíma borgaraþjónustu +354 545-0-112 sem er opinn allan sólahringinn eða með skilaboðum á Facebook.

Ráðleggingar stjórnvalda vegna ferðalaga til útlanda voru uppfærðar 14. ágúst 2020.  Skilgreining sóttvarnarlæknis á áhættusvæðum vegna smithættu er í fullu gildi en frá 19.8.2020 eru öll lönd og svæði heims skilgreind sem áhættusvæði. Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði.

Hér að neðan má finna yfirlit ríkja sem tilkynnt hafa um ferðatakmarkanir og ráðleggingar vegna ferðalaga. Ekki er um tæmandi lista að ræða. 

Fyrir ítarlegri ferðaráð bendum við á ferðaviðvaranir nágrannaríkja Íslands, en þau ríki eru í flestum tilfellum með starfsemi á viðkomandi stöðum og geta því gefið mun ítarlegri og betri viðvaranir.

Ferðaráð fyrir komuna til Íslands, forskráningarform og fleira er að finna á www.covid.is ásamt almennum upplýsingum um kórónuveiruna, sóttkví, einangrun og annað þessu tengt. 

Sömuleiðis bendum við á vef Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) sem hefur að geyma upplýsingar um aðgerðir ríkja í tengslum við COVID-19, upplýsingar frá OECD og aðildarríkjum um aðgerðir þar og upplýsingasíðu Evrópusambandsins um opnun landamæra.

Opnun landamæra og sóttvarnarkröfur einstakra ríkja

Athugið að listinn er ekki tæmandi.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Engar sérstakar takmarkanir eru á millilendingum og Íslendingar mega sem áður ferðast til Albaníu og gista þar ef þörf er.

4. Sóttkví: 

Engin almenn krafa er um sóttkví en heilbrigðisyfirvöld geta skipað fólki að fara í sóttkví ef sérstök ástæða er til.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Ekki er almenn skimum við komu en á flugvellinum eru heilbrigðisstarfsmenn sem mæla í sumum tilvikum líkamshita þeirra sem ferðast til landsins.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Ekki er gerð krafa um að smitprófi/læknisvottorði sé framvísað.

 

 7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Ekki er þörf fyrir undanþágu fyrir íslenska aðila.

 

8. Annað sem fram þarf að koma?

Þeir sem eru í Albaníu og telja sig smitaða af Covid-19 geta hringt í númerið 127 (innanlands í Albaníu) til að fá aðstoð og ráðleggingar.

 

9. Gagnlegir tenglar:

Erfitt er að finna upplýsingar á öðrum tungumálum en albönsku en sendiráð Svíþjóðar í Tirana er með uppfærðar upplýsingar um stöðu mála á sinni heimasíðu:
https://www.swedenabroad.se/sv/om-utlandet-f%C3%B6r-svenska-medborgare/albanien/

Síðast uppfært 19. ágúst 2020.

1.Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já. Öllum farþegum er skilt að fylla út forskráningarform á vefnum.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Ísland er á lista yfir ríki sem eru undanþegin 10 daga sóttkví. Sjá listann "appendix A" (PDF skjal) á vef austurrískra stjórnvalda. Ef Ísland er ekki lengur á listanum gildir krafa um 10 daga sóttkví.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Íslendingum er heimilt að millilenda, gista á flugvallarhóteli og fara úr millilendingarsvæði án þess að framvísa læknisvottorði eða fara í sóttkví.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir sem hafa dvalið í landi sem er ekki á lista austurrískra stjórnvalda yfir undanþágulönd (appendix A) undanfarna 10 daga fyrir komu til Austurríkis. Uppfærður listi er aðgengilegur á vef austurríksra stjórnvalda.

Á sjötta degi eftir komu til Austurríkis er hægt að fara í skimun og ef niðurstaðan er neikvæð má binda endi á sóttkví.

Hversu löng er hún?

10 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Ekki ef Ísland er á lista austurrískra stjórnvalda yfir undanþágulönd (appendix A).

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Ekki ef Ísland er á lista austurrískra stjórnvalda yfir undanþágulönd (appendix A).

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Já, boðið er upp á skimun, sem kostar 190 evrur. Þrjár klukkustundir tekur að fá niðurstöðu.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já, en bara fyrir fólk í viðskiptaerindum. Læknisvottorð sem er ekki eldra en 72 tíma gamalt.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Sjá 6.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 
Samstarfsaðili/fyrirtæki í Austurríki þarf að sækja um undanþágu.

8. Annað sem fram þarf að koma? 

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 15. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Nei.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Ísland er ekki á undanþágulista.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, en allir farþegar sem koma til Ástralíu, jafnvel þeir sem millilenda, þurfa að fara í 14 daga sóttkví. 

4. Sóttkví: 

Já.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir.

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Alþjóðlegir flugfarþegar sem millilenda í Ástralíu geta farið í tengiflug ef eitt af eftirfarandi skilyrðum er mætt:

 • Ef 8 klukkustundir eru í tengiflug verða farþegarnir að bíða á flugvellinum og fá samþykki fyrir áframhaldandi flugi. Gæta þarf fjarlægðar við aðra og sótthreinsa hendur.
 •  Ef 8-72 klukkustundir eru í tengiflugið þurfa farþegar að dvelja í sóttkví á vegum ríkisins fyrir brottför.
 • Engin ferðalög innanlands eru leyfð, jafnvel í þeim tilgangi að ná alþjóðlegu flugi. Slíkir farþegar fara í einangrun á vegum ríkisins þar sem þeir komu inn í landið.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já. Landamæri Ástralíu eru lokuð. Eingöngu ástralskir ríkisborgarar, fólk með staðfesta búseta í landinu og nánustu fjölskyldumeðlimir geta ferðast til Ástralíu.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

 5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Farþegar frá hvaða landi sem eru gætu þurft að fara í heilsuskoðun við komu til Ástralíu. Allir farþegar verða einangraðir í 14 daga og „state and territory travel restrictions“ gætu einnig gilt um þá.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Nei.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Á ekki við.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Eftirtaldir eru undanþegnir sóttkví:

 • Flugáhafnir
 • Áhafnir skipa (nema skemmtiferðaskipa)

Á eftirfarandi síðu eru upplýsingar um frekari undanþágur frá ferðatakmörkunum og hvernig skal sækja um undanþágu: https://covid19.homeaffairs.gov.au/travel-restrictions 

Mismunandi sóttkvíarreglur eru í gildi í fylkjum Ástralía. Á eftirfarandi síðu má finna upplýsingar fyrir hvert fylki eða svæði: https://www.health.gov.au/news/health-alerts/novel-coronavirus-2019-ncov-health-alert/coronavirus-covid-19-restrictions/coronavirus-covid-19-advice-for-international-travellers#apply-for-a-quarantine-exemption 

8. Annað sem fram þarf að koma?

Nei.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 1. október 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Nei. Ferðabann er í gildi gagnvart ríkisborgurum Schengen-ríkjanna. Um Íslendinga gilda sömu reglur og um aðra með búsetu í Schengen ríkjum.

Frá og með 26.janúar nk.verða allir farþegar sem ferðast með flugi til Bandaríkjanna  (þar á meðal farþegar í tengiflugi) að vera með neikvætt COVID próf fyrir brottför (ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt). Börn undir 2 ára aldri og flugáhafnir eru meðal þeirra sem eru undanþegin þessari skyldu. Nánari upplýsingar á vef CDC og svör við algengum spurningum.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Heimilt er að lenda á bandarískum flugvöllum (13 flugvellir í landinu eru með heimild til millilandaflugs) en einungis ef ekki er ferðast frá Schengen, Kína, Íran, Suður Kóreu og Brasilíu. Viðkomandi verður auk þess að vera með gilt ESTA (ígildi vegabréfsáritunar fyrir lönd sem eru ekki áritunarskild).

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir sem koma til Bandaríkjanna (undantekning fyrir áhafnir skipa og flugvéla). Mismunandi kröfur eru gerðar eftir fylkjum og því mikilvægt að kynna sér reglur hvers fylkis.

Hversu löng er hún? 

14 dagar. Mismunandi kröfur eru gerðar eftir fylkjum og því mikilvægt að kynna sér reglur hvers fylkis.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Já, ferðast má á áfangastað frá þeim stað/flugvelli sem komið er inn í landið.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já, en eins og stendur gildir komubann.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir: 

Er skimun á flugvelli við komu?

Ástand komufarþega er kannað, hiti mældur og möguleg einkenni en ekki eiginleg skimun líkt og á Íslandi.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Mismunandi kröfur eru gerðar eftir fylkjum og því mikilvægt að kynna sér reglur hvers fylkis.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Mismunandi kröfur eru gerðar eftir fylkjum og því mikilvægt að kynna sér reglur hvers fylkis.

7. Eru möguleikar til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Nú eru að opnast möguleikar fyrir eftirfarandi hópa að sækja um undanþágu:

- Einstaklingar sem þurfa að sinna viðskiptaerindum sem talist geta nauðsynlegar.

- Stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum í Bandaríkjunum og fjölskyldur þeirra.

- Vísindamenn sem sinna rannsóknarvinnu við skóla eða stofnanir (þarf ekki að tengjast COVID-19).

- Námsmenn - á eingöngu við ef nemendur þurfa að sækja einhverja tíma í skólanum (fari nám alfarið fram á netinu á þetta ekki við)

Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir allar upplýsingar um umsóknarferlið: https://is.usembassy.gov/

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Tilskipun forseta Bandaríkjanna undanskilur aðila sem ferðast vegna mikilvægra hagsmuna tegndum viðksiptum, vísindum, námi og rekstri fyrirtækja í Bandaríkjunum. Einnig eru þeir sem eru á diplómatískum áritunum undanskildir, en aðeins ef þeir eru búsettir í Bandaríkjunum eða í erindagjörðum gagnvart bandarískum stjórnvöldum. Allir sem ferðast til Bandaríkjanna þurfa að sæta sóttkví í samræmi við reglur hvers fylkis. Meginreglan er 14 daga sóttkví við  komu frá Schengen-ríkjunum. Innanlandsflug er í gangi en framboð er takmarkað og oft eru breytingar gerðar á áætlunum fyrir einstök flug.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 13. janúar 2021

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já. 

Þeir sem koma frá rauðum svæðum til Belgíu og eru ekki með búsetu í landinu þurfa að vera með neikvætt PCR próf sem er innan við 72 tíma gamalt við komuna til landsins. Þeir þurfa einnig að fylla út PLF (passenger locator form) a.m.k. 48 tímum fyrir brottförina til Belgíu. Neikvætt PCR próf getur verið forsenda þess að komast í gegnum innritun á flugvelli – þeim sem geta ekki framvísað slíku prófi gæti verið meinað að fara um borð í flugvélina.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum

Ísland er á appelsínugula listanum hjá belgískum stjórnvöldum ásamt öðrum ríkjum sem fengið hafa sömu flokkun.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já.

Ekki eru sérstök skilyrði fyrir gistingu í millilendingu fyrir þá sem koma frá Íslandi.

4. Sóttkví:

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Þeir sem koma frá Íslandi til Belgíu þurfa hvorki að fara í skimun né í sóttkví nema þeir séu með sjúkdómseinkenni og greinist með COVID-19.

Belgía styðst við litakóðun Sóttvarnarstofnun Evrópu og er ríkjum skipt í græn, gul og rauð svæði. Hertar reglur tóku gildi 25. desember sl. og verða allir sem dvalið hafa á rauðu svæði í meira en 48 stundir, og hyggjast dvelja í Belgíu í meira en 48 stundir, að framvísa neikvæðu PCR-prófi sem má ekki vera en eldra en 72 stunda gamalt. Fólk sem er með fasta búsetu í landinu geta farið í PCR-próf á komudegi. Í báðum tilvikum tekur við sjö daga sóttkví og þá er nýtt PCR-próf tekið. Sóttkví lýkur ef seinna prófið er neikvætt. 

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Já 

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Hægt er að fara í PCR-próf á flugvellinum í Brussel. Víða er hægt að fara í PCR-próf í Belgíu, sjá hér, og í Brussel samkvæmt því sem fram kemur hér. Almennt gjald fyrir PCR-próf er 46,81 evra. Þeir sem eru sjúkratryggðir í Belgíu greiða ekki fyrir skimunina. 

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Þeir sem koma frá rauðum svæðum til Belgíu og eru ekki með búsetu í landinu þurfa að vera með neikvætt PCR próf sem er innan við 72 tíma gamalt við komuna til landsins. Neikvætt PCR próf getur verið forsenda þess að komast í gegnum innritun á flugvelli – þeim sem geta ekki framvísað slíku prófi gæti verið meinað að fara um borð í flugvélina.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

PCR próf.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Af upplýsingasíðu belgískra stjórnvalda (https://www.info-coronavirus.be/en):

"The obligation to go into quarantine and take a test when returning from a red zone can be waived on the basis of the optional Coronavirus Infection Risk Self-Assessment Questionnaire as part of the Passenger Locator Form. The obligation to go into quarantine can be temporarily lifted in order to fulfil an essential activity but only if this activity cannot be postponed.

  • For example: a foreign student must stay in quarantine for two weeks before starting his/her studies, a person travelling to a funeral can attend the funeral, however, he/she must stay in quarantine for the remainder of his/her stay.
  • During these activities, social distancing and other protective measures must be respected at all times.
  • For any other reasons not linked to the essential activity, quarantine must be respected.

For short-stay travel (less than 48 hours) in Belgium or abroad, please tick the relevant box on the Passenger Locator Form and no text message will be sent. In this case, quarantine is not mandatory.

What are the exceptions to testing?

The obligation to go into quarantine and take a test when returning from a red zone can be waived on the basis of the optional Coronavirus Infection Risk Self-Assessment Questionnaire as part of the Passenger Locator Form.

There is an exception to performing a test: either when the PLF does not need to be completed or a person has been abroad for less than 48 hours or will be in Belgium for less than 48 hours (to be indicated on the electronic PLF) and no activation code has been received.

The Ministerial Order provides that employers in the construction, cleaning, agriculture, horticulture and meat sectors, who temporarily employ an employee or self-employed person living or residing abroad, keep an up-to-date register.

This register should be kept from when the activity starts until fourteen days after the activity has ended and must contain the following information about the employee or self-employed person:

 • identification data;
 • place of residence in Belgium;
 • telephone number;
 • the details of the person with whom he/she works.

These contact details may only be used for the purposes of tackling COVID-19. They must be destroyed 14 days after the activity has concluded. The obligation to register does not apply to:

 • Frontier workers;
 • When the employee/self-employed person does not stay longer than 48 hours.

If the employees and self-employed persons are required to complete the Passenger Locator Form (See question: “When should I fill in a Passenger Locator Form?” in the ‘International’ section), the employer must check whether they have done this. In the absence of proof that the form has been filled in, the employer must ensure that the form is completed at the latest when the activity starts."

8. Annað sem fram þarf að koma?

Belgísk stjórnvöld tilkynntu í dag að frá miðnætti í kvöld, 21. desember, verði sett á sólarhringsbann við landgöngu ferðafólks frá Bretlandi til Belgíu sem kemur með flugi eða lest. Ferðir með Eurostar munu einnig liggja niðri á meðan bannið er í gildi. Þessi ákvörðun er tekin í varúðarskyni og með hliðsjón af flugbanni sem Hollendingar hafa þegar sett á Bretland vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst. Ef þörf krefur verður bannið framlengt.

Frá 1. ágúst er öllum skylt að fylla út viðeigandi eyðublað innan 48 tíma fyrir komu til landsins, sem má nálgast hér.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 23. janúar 2021. 

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei, frá og með 18. janúar verða engin ríki undanþegin sóttkví. 

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, það má gista á hótelum en fylla þarf út eyðublað (Passenger Locator Form) fyrir brottför og framvísa neikvæðu Covid prófi frá og með 18. janúar. Eftir að nýtt afbrigði Covid-19 fannst í Bretlandi hafa mörg ríki tekið upp hertar aðgerðir vegna komu fólks þaðan og getur það haft áhrif á ferðalagið ef millilenda á í Bretlandi. Farþegum er því ráðlagt að kynna sér vel hvaða reglur gilda á loka áfangastað. 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Frá kl. 04:00 mánudaginn 18. janúar þurfa allir farþegar sem koma til Bretlands að sæta sóttkví í 10 daga. Hinsvegar er hægt að bóka Covid próf (ekki undir NHS) á degi 5 og rjúfa sóttkví sé það neikvætt. 

Allar reglur um hvernig sóttkví skuli háttað má finna á vef breskra stjórnvalda.

Fylla þarf út eyðublað á vef breska innanríkisráðuneytisins 48 tímum fyrir brottför. Lesið vel upplýsingarnar á síðunni og svo má hefja umsókn með því að smella á „Start now“ neðst.   

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei en verið að prófa tæknina svo einhverjir gætu farið í hitamælingu. Enn sem komið er mun niðurstaðan ekki hafa nein áhrif á för fólks.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já, frá og með 18. janúar er öllum farþegum sem ferðast til Bretlands, 11 ára og eldri, gert að framvísa neikvæðu Covid prófi fyrir brottför sem er ekki eldra en 72 klukkustundir. Sjá nánar á vef breskra stjórnvalda. Þetta á einnig við um farþega sem eingöngu millilenda í Bretlandi sem og þá sem er með mótefna- eða bólusetningarvottorð. Áfram þarf að framvísa Passenger Locator Form.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR próf eins og þau sem hægt er að taka á heilsugæslustöðvum á Íslandi. Nánari upplýsingar um próf og gjaldskrá er að finna á vef heilsugæslunnar

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já. Sjá nánar á vef breskra stjórnvalda.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Þann 4. janúar 2021 tilkynntu bresk yfirvöld að útgöngubann tæki aftur gildi. Upplýsingar um hvað má og hvað ekki er að finna á gov.uk vefnum fyrir England. Reglur hinna landanna má finna á vef skosku heimastjórnarinnar, vef velsku heimastjórnarinnar og vef norður-írsku heimastjórnarinnar

Þess ber að geta að ýmis ríki hafa takmarkað flug til og frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis Covid-19 sem greinst hefur þar í landi. Fólk er hvatt til að kynna sér takmarkanir hvers ríkis fyrir sig vel ef ætlunin er að ferðast áfram frá Bretlandi.

Allir sex ára og eldri þurfa að hafa andlitsgrímur á flugvelli og í almenningssamgöngum.

Notkun andlitsgríma er skylda í öllum matvöruverslunum og búðum í Englandi en börn 11 ára og yngri eru undanskilin. Notkun andlitsgríma hefur verið skylda í Skotlandi frá og með 10. júlí. Sektir liggja við brotum á reglunum.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 15. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Schengen og Evrópusambandið.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já.

4. Sóttkví: 

Nei, ekki fyrir þá sem ferðast frá Íslandi.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Ferðamenn utan Evrópusambandsins og Schengen svæðisins, að undanskildum ferðamönnum frá Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Marokkó, Nýja Sjálandi, Rúanda, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Suður Kóreu, Tælandi, Túnis, Úrúgvæ og Úkraínu.

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Nei.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

PCR próf tekin innan 72 klukkustunda frá komu til landsins. 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

8. Annað sem fram þarf að koma?

Frá 20. desember 2020 – 31. janúar 2021 loka búlgörsk stjórnvöld fyrir flug til og frá Bretlandi. Þessi ákvörðun er tekin í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af Covid-19 þar í landi.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Nei. Landamærin eru lokuð öðrum en ríkisborgurum Chile og útlendingum með dvalarleyfi í Chile.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já. Farþegar geta millilent en verða að halda sig á millilendingarsvæði (e. transit area) flugvallarins.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Allir sem koma til landsins.

Hversu löng er hún?

14 dagar.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei. Hiti farþega er mældur. 

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Á ekki við.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

 7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Í neyðar- eða mannúðartilvikum er hægt að sækja um undanþágu sem er metin af utanríkisráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti Chile. 14 daga sóttkví gildir engu að síður um þá sem fá undanþágu til að koma til landsins.

8. Annað sem fram þarf að koma?

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 8. september 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Nei.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Frá 9. janúar til og með 7. febrúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Enginn kemst inn í landið nema með lögmætt erindi og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má sjá hér: https://coronasmitte.dk/rejser-ind-i-danmark
Frá 9. janúar kl. 1700 þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi og í millilendingu að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en sólarhringsgamalt. Hraðpróf verða einnig tekin gild, ekki einungis PCR próf. Nýjar reglur hafa ekki áhrif á fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum.

Upplýsingasími dönsku lögreglunnar +45 70206044.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Millilendingar eru heimilar með framvísun neikvæðs Covid-19 prófs sem ekki er eldra en sólarhringsgamalt. 

Nánari upplýsingar á COVID vef danskra stjórnvalda.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Mælst er til þess að þeir sem að hafa ferðast til lokaðra landa fari í 10 daga sóttkví við komu til Danmerkur. Ljúka má sóttkví ef að neikvætt próf mælist, sem ekki er tekið fyrr en fjórum dögum eftir komu. Sjá nánar hér: https://um.dk/da/rejse-og-ophold/rejse-til-udlandet/rejsevejledninger/

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Frá 9. janúar kl. 1700  þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild, ekki einungis PCR próf.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR próf og hraðpróf.

7. Eru möguleikar fyrir þarlend fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Nei

8. Annað sem fram þarf að koma?

Upplýsingar um sýnatökur fyrir brottför má nálgast á heimasíðu heilsugæslunnar.

 9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 9. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?  

Nei. Sömu reglur gilda um Ísland og önnur ESB/Schengen ríki, Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkanið. Eistnesk yfirvöld gefa vikulega út lista yfir hvaða lönd þurfa að sæta sóttkví við komu til landsins.

Hægt er að fylla út skráningareyðublað allt að 24 tímum fyrir komu til landsins og flýta þannig fyrir ferlinu við komu.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Þeir sem sýna einkenni, farþegar frá löndum ESB/EES/Schengen sem eru rauðmerkt á lista eistneskra stjórnvalda og farþegar sem koma frá löndum þar sem gögn eru ónæg eða eru utan ESB/EES/Schengen. Undanskildir eru farþegar frá löndum á undanþágulista ESB. 

Farþegar frá löndum sem eru á lista eistneskra stjórnvalda yfir ríkimeð háa tíðni COVID smita þurfa frá 15. janúar 2021 að undirgangast tvöfalda skimun. Nánari upplýsingar undir lið 5.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Ef Ísland er rauðmerkt á lista eistneskra yfirvalda

5. Skimanir:

Frá og með 15. janúar 2021 er farþegum frá ríkjum sem eru á lista yfir lönd með háa tíðni COVID smita skilt að fara í tvöfalda skimun. Fyrsta skimun má fara fram allt að 72 tímum fyrir komu til Eistlands. Seinni skimunin getur farið fram í fyrsta lagi á 6. degi frá fyrri skimun. Fólk skal vera í sóttkví á milli skimana en reynist fyrra sýni neikvætt er leyfilegt að fara út í búð eftir nauðsynjum. Reynist niðurstaða seinna sýnis neikvæð er viðkomandi aðila heimilt binda endi á sóttkví.

Þeir sem ekki geta farið í skimun fyrir brottför til Eistlands geta farið í skimun strax við komuna til Eistlands. Annars gilda sömu reglur og bíða þarf fram á 6. dag fyrir seinni skimun. 

Upplýsingar um sýnatökustaði fást á flugvelli/landamærum. Annar kostur er 10 daga sóttkví, gildir fyrir farþega frá áhættusvæðum. 

Mikilvægt er að ferðamenn kynni sér vel reglur í því landi sem millilent er í.

Er skimun á flugvelli við komu? 

Já, fyrir þá sem velja tvöfalda skimun.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Hægt að framvísa neikvæðu prófi á landamærum en það þarf samt sem áður að fara í sýnatöku á landamærum.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð frá miðnætti 21. desember 2020 til 1. janúar 2021. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

Miðað er við 16 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðastliðna 14 daga þegar ákvarðanir um ferðatakmarkanir er teknar.

Innanríkisráðherra Eistlands mælir ekki með ferðalögum Eistlendinga til útlanda.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 23. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Nei, ekki nema í undantekningatilfellum svo sem að viðkomandi sé núverandi eða fyrrverandi filippseyskur ríkisborgari, sé með gilt dvalarleyfi eða sé náinn ættingi núverandi eða fyrrverandi filippseysks ríkisborgara.

 2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Á ekki við.

4. Sóttkví:  

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir sem koma til landsins.

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei, sjá lið 1.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir: 

Er skimun á flugvelli við komu? 

Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Á ekki við

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já, ef um er að ræða fyrirtæki sem vinna í nauðsynlegum innviðum á Filippseyjum.

8. Annað sem fram þarf að koma? 

9. Gagnlegir tenglar: 

https://www.doh.gov.ph/2019-nCoV

https://philembassy.no/

 

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já. 

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Þú getur tekið covid próf 72 klst. áður en þú kemur til Finnlands (þarft að fá vottorð á ensku), ferð síðan í 4-5 daga sóttkví og tekur annað covid próf í Finnlandi. Ef það reynist neikvætt ertu laus úr sóttkví.

Þú getur líka tekið covid próf á landamærunum (á flugvellinum), er gjaldfrjálst, farið í 4-5 daga sóttkví og svo aftur í covid próf. Starfsmenn flugvallar veita upplýsingar um hvar hægt er að fara í síðari sýnatöku.

Ef þú vilt ekki fara í sýnatöku þarftu að fara í 10 daga sóttkví í Finnlandi.

Tekið er við vottorði um fyrra smit og má það ekki vera eldra en 6 mánaða gamalt.

Mælst er til þess að fólk ferðist af flugvellinum í bíl en það er ekki bannað að taka lest. Hins vegar er þá mikilvægt að huga vel að sóttvörnum (grímunotkun og fjarlægð).

Hversu löng er hún? 

Ef þú vilt ekki fara í sýnatöku þarftu að fara í 10 daga sóttkví. Ef þú velur tvöfalda skimun ferðu í 4-5 daga sóttkví á milli skimana.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já. Ekki þarf að fara í sóttkví ef sýnt er fram á læknisvottorð um fyrri sýkingu af völdum Covid-19 á síðustu 6 mánuðum.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Vottorð (ekki eldra en 72 klst.) má framvísa frá og með 1. október.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð frá 21. desember 2020 til 4. janúar 2021. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

Finnska utanríkisráðuneytið ræður sem fyrr frá ferðalögum til útlanda.

Miðað er við 25 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðastliðna 14 daga þegar ákvarðanir um ferðatakmarkanir er teknar.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 23. janúar 2021

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum

Sömu reglur gilda um fólk sem kemur frá Íslandi og frá aðildarríkjum ESB, Noregi, Liechtenstein og Sviss auk annarra landa utan þessa svæðis sem ESB hefur opnað á.

Frá og með sunnudeginum 24. janúar munu allir sem ferðast til Frakklands, hvort sem er frá löndum innan Evrópu (ESB/EES/Schengen) eða utan Schengen, þurfa að framvísa nýlegu (72 klst.) neikvæðu PCR smitprófi.

Fólk sem vinnur yfir landamæri og flutningar á landi (þ.á.m. vöruflutningar) eru undanþegnir þessari reglu. Nánari upplýsingar um útfærslu reglnanna verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?

Ferðamönnum frá Íslandi er heimilt að millilenda, gista á flugvallarhóteli og fara úr millilendingarsvæði án þess að framvísa læknisvottorði eða fara í sóttkví.

Millilendingar eru jafnframt heimilar ef ferðast er frá landi utan EES-svæðisins eða löndum sem ESB hefur opnað á, en þegar ferðast er til Frakklands frá tilteknum ríkjum þarf að framvísa nýlegu smitprófi (72 tímar) áður en ferðalagið hefst. Þá þurfa ferðamenn frá ýmsum ríkjum að gera ráð fyrir því að taka smitpróf á flugvellinum ef þeir hafa ekki framvísað slíku smitprófi.  

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Ferðamönnum frá Íslandi er heimilt að millilenda, gista á flugvallarhóteli og fara úr millilendingarsvæði án þess að framvísa læknisvottorði eða fara í sóttkví.

Þeir sem koma frá öðrum ríkjum en aðildarríkjum ESB, EES og EFTA (auk Andorra, Vatíkanið, San Marínó og Mónakó) ber að framvísa nýlegu neikvæðu PCR-smitprófi (innan 72 klukkustunda gamalt). Þá munu viðkomandi jafnframt þurfa að fara í 7-daga einangrun eftir komuna til Frakklands og taka annað PCR-próf þegar einangruninni lýkur.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Ekki fyrir þá sem koma frá Íslandi og aðildarríkjum ESB,  EES og EFTA (auk Andorra, Vatíkanið, San Marínó og Mónakó).

Þeir sem koma frá öðrum ríkjum en ofantöldum ber að framvísa nýlegu neikvæðu PCR-smitprófi (innan 72 klukkustunda gamalt). Þá munu viðkomandi jafnframt þurfa að fara í 7-daga einangrun eftir komuna til Frakklands og taka annað PCR-próf þegar einangruninni lýkur.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Frá og með sunnudeginum 24. janúar munu allir sem ferðast til Frakklands, hvort sem er frá löndum innan Evrópu (ESB/EES/Schengen) eða utan Schengen, þurfa að framvísa nýlegu (72 klst.) neikvæðu PCR smitprófi.

Fólk sem vinnur yfir landamæri og flutningar á landi (þ.á.m. vöruflutningar) eru undanþegnir þessari reglu. Nánari upplýsingar um útfærslu reglnanna verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR próf.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Þess er ekki þörf fyrir þá sem ferðast frá Íslandi.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Sérstakar reglur eru í gildi vegna ferðalaga frá Bretlandi. Frá 22. desember 2020 til 6. janúar 2021 munu eingöngu ríkisborgarar EES-ríkja eða ríkisborgarar þriðju ríkja sem búa í Frakklandi, ESB eða á EES-svæðinu eða þeir sem þurfa að ferðast vegna nauðsynlegra ástæðna geta komið til Frakklands frá Bretlandi. Allir sem ferðast til Frakklands frá Betlandi þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr nýlegu smitprófi (72 klst. fyrir brottför).

Í Frakklandi er í gildi útgöngubann frá kl. 20 – 6 með undanþágu á aðfangadag. Þá ber öllum eldri en 6 ára skylda til að bera andlitsgrímur á opinberum stöðum, þ.m.t. verslunum, hótelum,  í almenningssamgöngum sem og á almannafæri.

9. Gagnlegir tenglar:

 

Síðast uppfært 22. janúar 2021

1.Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já. Ferðamenn frá Íslandi mega koma ef þeir telja sig eiga brýnt erindi til landsins eða vegna fjölskyldutengsla.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?  

Ísland er skilgreint í flokki sóttkvíarlanda í Færeyjum (eins og í Danmörku). Farþegar sem koma frá Íslandi þurfa að hafa lögmætt erindi til landsins, t.d. vegna búsetu, vinnu eða fjölskyldutengsla.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?  

Á ekki við.

4. Sóttkví:  

Allir ferðamenn fara í sótthví þar til niðurstaða prófs tekin á landamærum liggur fyrir. Einnig er fólk beðið um að vera í heimasóttkvíi þar til niðurstaða úr seinna prófi liggur fyrir.

5. Skimanir: 

Allir farþegar eru beðnir um að fara í próf þremur dögum fyrir komuna til landsins. Síðan verða allir skimaðir við landamærin og fara aftur í skimun á 6. degi. Frá 1. október þurfa ferðamenn að greiða fyrir skimunina sem kostar 312 DKK. Ekki er rukkað fyrir skimun á 6. degi.

Er skimun á flugvelli við komu? Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?  Já, prófi sem er þriggja daga gamalt og síðan er einnig skimað við komuna.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?  

Já, ferðir vegna vinnu teljast sem lögmæt erindi.

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Upplýsingasími fyrir ferðamenn: „Coronalinjan“ +298 304040

9. Gagnlegir tenglar:  

Síðast uppfært 15. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Ísland? 

Já, frá 1. júlí heimilar Grikkland ferðamönnum frá öllum ESB+ ríkjunum (ESB, EES/EFTA og Bretlandi auk nokkurra þriðju ríkja) að koma til Grikklands.

Frá og með kl 06:00 þann 11.nóvember og til miðnættis 08.febrúar 2021 er öllum ferðamönnum sem koma til Grikklands, skylt að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr RT-PCR prófi fyrir SARS-CoV-2 kórónuveiru, prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt vottorðið þarf að vera á ensku. Ef ferðamaður getur ekki sýntfram á slíkt próf, verður honum neitað um innkomu í landið. Frekari upplýsingar á https://travel.gov.gr/#/

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Ferðamönnum frá Íslandi auk ESB+ er heimilað að ferðast til Grikklands. 

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, heimilt er að millilenda ef ferðamaður getur framvísað áður teknu smitprófi sbr. pkt 1.

Engin sérstök skilyrði eru fyrir gistingu í millilendingu.

4. Sóttkví:  

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir sem koma til Grikklands erlendis frá þurfa að fara í sóttkví í sjö daga.  Ferðamenn sem koma frá Bretlandi þurfa einnig að taka smitpróf á flugvellinum og aftur á sjöunda degi (síðasta degi sóttkví).

Hversu löng er hún? 

7 dagar

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já, hún gildir fyrir alla sem koma til landsins

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?  

Já, hún gildir fyrir alla sem koma til landsins

5. Skimanir: 

Er skimun á flugvelli við komu? 

Allir farþegar þurfa að framvísa áður teknu smitprófi sbr. pkt 1. Einungis þeir sem koma frá Englandi þurfa einnig að fara í skimun á flugvelli.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Allir farþegar þurfa að framvísa áður teknu smitprófi sbr. pkt 1.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Viðurkennd smitpróf gerð af heilbrigðisstarfsfólki, sem hafa heimild til að gefa út meðfylgjandi vottorð. Ath að prófið þarf að vera á ensku.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Allir ferðamenn skulu hafa fyllt út forskráningarform (Passenger Locator Form) minnst 24 tímum fyrir komu til landsins. Upplýsingar fyrir ferðamenn og formið er að finna á https://travel.gov.gr/#/

9. Gagnlegir tenglar: 

 

 Síðast uppfært 22. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Ríkisstjórn Grænlands hefur framlengt lokanir fyrir farþegaflug til Grænlands frá erlendum ríkjum og gildir nú einnig  um flug frá Danmörku.

Lokunin gildir frá og með 22. janúar nk. 

Eftir 22. janúar verður einungis mögulegt að fljúga allra nauðsynlegustu ferðir á vegum stjórnvalda, og hægt er að sækja um sérstakt leyfi hjá stjórnvöldum, ef um alvarleg veikindi og andlát í nánustu fjölskyldu er að ræða.

Í grundvallaratriðum verður enn mögulegt að ferðast frá Grænlandi en það er engin trygging fyrir því að geta ferðast aftur til Grænlands.

Að öllu óbreyttu gildir þetta til og með 28. febrúar 2021.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Lokað er fyrir farþegaflug til Grænlands frá erlendum ríkjum, þar með talið Íslandi.

Í sérstökum tilvikum kann þó að vera mögulegt að fá undaþágu

Frá og með laugardeginum 23. janúar 2021 gildir sú regla að allir sem ferðast til Grænlands þurfa að framvísa neikvæðu PCR Covid-19 prófi, sem ekki má vera eldra en þriggja daga gamalt (72 tímar)

Sé komið beint frá Íslandi gildir almenn regla um ytri landamæri Danmerkur, þannig að þá þarf í raun að sýna neikvætt Covid -19 próf sem ekki eldra en 24 tíma gamalt miðað við brottfarartíma flugfars.

Börn yngri en 12 ára eru ekki lengur undanskilin því að sýna fram á neikvætt COVID-19 próf við komu til Grænlands.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Á ekki við.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir farþegar sem koma til Grænlands þurfa að fara í sóttkví.

Hversu löng er hún? 

Að minnsta kostir fimm dagar, enda sé þá skimað á Grænlandi fyrir COVID-19. Ef svar er neikvætt, er ekki lengur þörf á sóttkví. Farþegar frá Íslandi fá tíma í próf þegar þeir lenda í Nuuk. Hægt er að velja 14 daga sóttkví í stað skimunar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Farþegar sem koma til Grænlands þurfa að dvelja í einum af þeim bæjum eða þorpum sem tiltekin eru í tilkynningu stjórnvalda þangað til þeir hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr seinni skimun eða hafa dvalið á Grænlandi í 14 daga, áður en heimilt er að ferðast til annarra byggðarlaga innanlands.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Það er skylda að framvísa Covid-19 smitprófi sem ekki er eldra en þriggja daga gamalt ef ferðast er gegnum Danmörku eða 24 tíma gamalt ef ferðast er beint til Grænlands.

 

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Ekki hefur verið skilgreint hvaða próf verða tekin gild, en fram að þessu hafa íslensk og dönsk smitpróf verið tekin gild, enda ekki flogið til Grænlands frá öðrum löndum. 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Allir þurfa að útfylla eyðublað, SUMUT, https://sumut2020.gl/Disclaimer/EditDisclaimer þar sem gert er grein fyrir ferðaáætlunum sem og dvalarstað á Grænlandi. 

Eingöngu þeir sem mega koma til Danmerkur mega koma til Grænlands.  Reglur um ytri landamæri danska konungsríkisins gilda líka á Grænlandi.

Grímuskylda er í öllu millilanda- og innanlandsflugi, bæði á flugvallarsvæði og í flugi. 

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 22. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Ferðalangar frá Íslandi á leið til Hollands þurfa ekki að sýna fram á neikvætt PCR próf og/eða neikvætt hraðpróf þar sem Ísland telst sem stendur til öruggra landa skv. hollenskum stjórnvöldum. Þessir listar geta þó breyst með skömmum fyrirvara og því hvetjum við alla sem huga á ferðalög að skoða listann fyrir brottför og hafa jafnframt samband við flugfélagið sitt.

Listann yfir örugg lönd má finna hér á vef hollenskra yfirvalda.

Allir ferðalangar sem koma til Hollands með flugi eða skipi frá öðrum en öruggum löndum þurfa að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi sem tekið hefur verið innan 72 klukkustunda frá komunni til Hollands. Frá og með 23. janúar þurfa þeir einnig að framvísa neikvæðu hraðprófi, sem hefur verið tekið innan við fjórum tímum fyrir brottför til Hollands.

 • Þess er krafist að prófin séu það sem kallast molecular PCR próf sem gefa niðurstöðu á virkum Sars-Cov2 sýkingum (COVID-19).
 • Hraðprófin verða að hafa verið tekin minna en fjórum tímum fyrir brottför til Hollands.
 • Prófin þurfa að vera neikvæð eða með niðustöðu um að vírus hafi ekki fundist
 • Fyrra og seinna nafn farþega þarf að vera á niðurstöðublaðinu.
 • Dags- og tímasetning á því hvenær prófið var framkvæmt þarf að koma fram og má ekki vera eldra en 72 klst. við komuna til Hollands.
  • Gott er að taka fram þegar farið er í prófið að nauðsynlegt sé að hafa tímasetningu á vottorðinu.
 • Nafn og upplýsingar um rannsóknastofu eða stofnun sem framkvæmdi prófið þurfa að koma fram.

Sem stendur eru engin flug eða ferjur í boði á milli Bretlands og Hollands, til þess að reyna að draga úr útbreiðslu nýs afbrigðis COVID-19 veirunnar.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á síðu hollenskra yfirvalda.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?

Já, sbr. það sem að framan kemur. Krafa um neikvætt COVID próf gildir jafnt um farþega í millilendingu sem og aðra. 

4. Sóttkví:  

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Ríki utan Schengen-svæðisins, að undanskildum t.t. löndum, sjá nánar: https://www.government.nl/topics/coronavirus-covid-19/tackling-new-coronavirus-in-the-netherlands/travel-and-holidays/visiting-the-netherlands

Hversu löng er hún?

10 dagar 

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Þeir sem þurfa að millilenda til þess að ferðast áfram fara ekki í sóttkví.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Nei.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Nei.

5. Skimanir: 

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei 

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

PCR COVID-19 sem tekið hefur verið innan 72 klukkustunda frá komunni til Hollands.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Upplýsingar ekki handbærar 

8. Annað sem fram þarf að koma? 

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 21. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já. Fylla þarf út sérstakt skráningarform áður en lagt er af stað til landsins.

Frá og með mánudeginum28. september þurfa farþegar frá Íslandi að fara í 14 daga sóttkví. Nánari upplýsingar.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei, ekki frá og með 28. september. Listinn er uppfærður á fimmtudögum og tekur nýr gildi á mánudögum.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, en fara þarf í sóttkví á hóteli ef gist er. Þeir sem millilenda á Írlandi án þess að yfirgefa flugvöllinn þurfa ekki að fylla út ofangreint eyðublað um staðsetningu sína. 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir sem koma til Írlands frá löndum sem eru ekki á græna listanum. Einnig þarf að fylla út sérstakt eyðublað fyrir brottför. 

Hversu löng er hún? 

14 dagar. 

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Já. 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Ekki ef Ísland er á græna lista írskra stjórnvalda

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já. 

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei. 

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Nei. 

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Á ekki við. 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Einu undantekningarnar frá sóttkví eru veittar fyrir flugáhafnir, bílstjórar flutningabifreiða og áhafnir skipa. Sjá nánari upplýsingar undir “exceptions” hér: https://www2.hse.ie/conditions/coronavirus/travel.html#self-isolation-after-travel

8. Annað sem fram þarf að koma?

Farþegar sem ferðast til Írlands frá Bretlandi þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir Covid-19 sem framkvæmd hefur verið innan 72 klst fyrir komu. Þetta gildir þó ekki ef einungis er millilent á flugvelli í Bretlandi. Sjá nánar hér: https://www.gov.ie/en/publication/b4020-travelling-to-ireland-during-the-covid-19-pandemic/?referrer=http://www.gov.ie/en/publication/b4020-travelling-to-ireland-from-a-country-that-is-not-on-the-covid-19-travel-advice-list/.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 8. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Byrja þarf á því að fara í gegnum eftirfarandi spurningalista. Hann gefur upp hvaða reglur eiga við um viðkomandi.

Ekki er tekið mark á vottorðum sem staðfesta að viðkomandi hafi þegar fengið Covid við komuna. Hafa þarf með vottorð um að Covid test hafi verið framkvæmt 48 klst fyrir komuna til Ítalíu og fylla þarf út þetta eyðublað: 

Sérstakar reglur gilda í einstaka hérurðum Ítalíu. Mikilvægt er að kynna sér þér áður en lagt er af stað.

Héruð flokkast í rauð, appelsínugul eða gul svæði.

 • Rautt þýðir að það sé algert útgöngubann
 • Appelsínugult að það sé leyfilegt að fara út frá 5 á morgnanna til 22 á kvöldin, bannað er að ferðast á milli héraða nema með undanþágu og veitingahús/krár eru lokuð.
 • Gult þýðir að bannað er að ferðast frá 5 á morgnanna til 22 á kvöldin. Söfn og kvikmyndahús eru lokuð. Krár og veitingastaðir loka kl: 22:00.

Nánar um litaflokkun (á ítölsku).

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já en gisting er ekki heimil ef utan ESB/Schengen, sjá undanþágur.

4. Sóttkví: 

Allir þeir sem koma til Ítalíu frá og með 21. desember 2020 til 6. janúar 2021 þurfa að fara í 14 daga sóttkví.

Einungis fyrir þá sem koma til landsins frá löndum utan Schengen og þeim sem nefnd eru hér að ofan.

Á meðan á dvöl stendur ber einstaklingum sem finna fyrir flensueinkennum, sambærilegum einkennum COVID-19, að hafa samband við næstu heilsugæslustöð og leita ráða. Meðan beðið er eftir upplýsingum frá heilsugæslustöð ber einstaklingi að fara í sjálfskipaða sóttkví.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir þeir sem koma til Ítalíu frá og með 21. desember 2020 til 6. janúar 2021 þurfa að fara í 14 daga sóttkví.

Með því að fylla út eftirfarandi spurningalista færðu upplýsingar um hvort þú þurfir að fara í sóttkví eða ekki.

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei. 

5. Skimanir: 

Er skimun á flugvelli við komu? 

Skimun við komu á ekki við um alla farþega. Sjá nánar undir lið 2.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Ekki er tekið mark á vottorðum sem staðfesta að viðkomandi hafi þegar fengið Covid við komuna.

Hafa þarf með vottorð um að Covid test hafi verið framkvæmt 48 klst fyrir komuna til Ítalíu og fylla þarf út eftirfarandi eyðublað: 

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

"Molecular or antigenic swab tests" 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Já, sjá nánari upplýsingar á vef ítalska utanríkisráðuneytisins.

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Ítalía hefur sett bann á allar flugsamgöngur frá Bretlandi frá 20. desember til 6. janúar.

Héraðsstjórnir hafa heimildir til að setja á auknar kvaðir fyrir ferðamenn frá ákveðnum ríkjum, ferðamenn eru hvattir til að afla sér upplýsinga hér: http://www.regioni.it/regioni-online/ 

9. Gagnlegir tenglar: 

https://www.esteri.it/mae/en/ministero/normativaonline/decreto-iorestoacasa-domande-frequenti/focus-cittadini-italiani-in-rientro-dall-estero-e-cittadini-stranieri-in-italia.html

Spurningalisti sem segir farþegum hvaða reglur eigi við þau.

Síðast uppfært 19. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Nei, en hægt er að komast til landsins í undantekningatilfellum svo sem fyrir þá sem hafa þar dvalarleyfi.  Þeir sem eru utan Japan þurfa staðfest komuleyfi til landsins, eða nýja vegabréfsáritun (sjá næsta lið).

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Íslenskir ríkisborgarar þurfa að sækja um vegabréfsáritun til Japans hjá sendiráði Japans á Íslandi.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já. Hægt er að sækja um leyfi til millilendingar við komu ef farþegar þurfa að gista eða fara á milli millilandaflugvalla. 

4. Sóttkví:  

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir farþegar þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki má vera eldra en 72 tíma og  undirgangast PCR próf við komu til landsins auk þess að fylgja sérstökum reglum japanskra almannavarna í 14 daga eftir komu.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já  

5. Skimanir: 

Er skimun á flugvelli við komu? 

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Á ekki við.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Sjá hlekk japanska utanríkisráðuneytisins:

https://www.mofa.go.jp/ca/fna/page25e_000334.html

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Nei

8. Annað sem fram þarf að koma? 

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 29. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Nei, ekki nema viðkomandi sé með búseturétt í Kanada (e. permanent residency), sé kanadískur ríkisborgari, sé náinn ættingi kanadísks ríkisborgara eða eigi brýnt erindi til Kanada vinnu sinnar vegna. 

Frá og með 7. janúar nk. munu flugfarþegar á leið til Kanada þurfa að framvísa neikvæðu COVID smitprófi, sem ekki má vera eldra en 72 klst. Þegar til Kanada er komið tekur við 14 daga sóttkví.

Bann hefur verið sett á allar flugsamöngur frá Bretlandi frá 23. desember til 6. janúar.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei ekki nema að því leyti sem nefnt er í lið 1. 

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já það er heimilt og áhafnir flugvéla mega gista eina nótt í Kanada. Millilendingar farþega eru háðar því skilyrði að viðkomandi þurfi ekki að fara út af flugvelli í Kanada. 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir sem koma til Kanada, aðrir en þeir sem hafa leyfi til sólarhrings viðkomu vegna millilendingar. 

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Upplýsingar ekki fyrirliggjandi.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já. Sjá lið 1. 

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Frá og með 7. janúar nk. munu flugfarþegar á leið til Kanada þurfa að framvísa neikvæðu COVID smitprófi, sem ekki má vera eldra en 72 klst.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

PCR próf.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já en háð því skilyrði að um áríðandi ferðalög sé að ræða vegna starfa viðkomandi. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er þetta mjög þröngt skilgreint. 

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Landamæri Bandaríkjanna og Kanada eru lokuð þangað til ný ákvörðun verður tekin seint í júlí. Flug eru daglega frá Toronto til Boston en um þau gilda skilyrði skv. svari við spurningu 1.

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 6. janúar 2021

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Nei.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Flestir þurfa að fara í sóttkví, einhver undanþága er fyrir sum lönd en Ísland er ekki þar á meðal sem stendur.

Hversu löng er hún? 

14 dagar á hóteli + ein vika heima.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já en þrátt fyrir það er skimað á flugvelli.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Upplýsingar ekki fyrirliggjandi.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Sem stendur eru landamærin lokuð öllum nema kínverskum ríkisborgurum.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 12. júní.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Sömu reglur gilda um farþega sem koma frá Íslandi og frá aðildarríkjum ESB, Noregi, Liechtenstein, Sviss og Bretlandi, sem sagt þeir ferðast til landsins án vandræða. Þeim sem koma til landsins er gert að skrá sig á þar til gerðu eyðublaði og staðfesta dvalarstað.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?

Já, sjá lið nr. 2, aðrir en tilgreindir geta sótt um að fá að koma til landsins í viðskiptaerindum eða í mikilvægum og sannanlegum persónulegum erindagjörðum.

4. Sóttkví

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Fólk sem er hvorki ríkisborgar ESB/EFTA/Schengen landanna auk Bretlands en hefur gilda ástæðu að ferðast til landsins í viðskiptaerindum eða í mikilvægum og sannanlegum persónulegum erindagjörðum. Almenn regla um sóttkví hefur verið afnumin, en sýni fólk einkenni COVID-19 smits við komu til landsins eða ef fólk hefur verið í nánum tengslum við smitaða einstaklinga er heimilt að gera kröfu um sóttkví.

Hversu löng er hún? 

Sóttkví er að öllu jöfnu 14 dagar, en sjö dagar geti viðkomandi sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr skimun.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Upplýsingar liggja ekki fyrir.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Sjá lið 4.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Sjá lið 4.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Hægt er að framvísa niðurstöðu skimunar sem hefur verið gerð innan 48 klst. og sýnir neikvæða niðurstöðu. Sé niðurstaða skimunar eldri en tveggja sólarhringa hefur viðkomandi kost á að fara í sóttkví í sjö daga og láta skima sig aftur, sé niðurstaðan neikvæð fellur sóttkví niður.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR-próf.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð frá 21. til 23. desember 2020. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Landamærin eru opin fyrir fólk af ákveðnum þjóðernum, þ.m.t. Íslendingum, sem er með dvalarleyfi eða gilda vegabréfsáritun. Landamæri við Írak eru lokuð á landi.

Ekki er þó hægt að fá vegabréfsáritun við komu, líkt og áður hefur verið, heldur þarf að útvega slíka áritun fyrir fram. Sendiráð Kúveit í Stokkhólmi (með fyrirsvar gagnvart Íslandi) veitir nánari upplýsingar um það hvaða skilyrði eru sett fyrir útgáfu vegabréfsáritana.
Sjá: http://kuwaitembassy.se/

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Sérstakur listi yfir lönd sem ekki er heimilt að ferðast frá til Kúveit hefur verið birtur. Ísland er ekki á þeim lista.

Allir sem ferðast til Kúveit verða að skrá sig í appinu Shlonik fyrir brottför og framvísa neikvæðri niðurstöðu úr smitprófi (PCR) á ensku, gefnu út að hámarki 96 klukkustundum fyrir brottför.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Hægt er að sækja um vegabréfsáritun vegna millilendinga í gegnum sendiráð Kúveit í Stokkhólmi: http://kuwaitembassy.se/

Þeir sem millilenda í Kúveit þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr smitprófi (PCR) á ensku, gefið út að hámarki 96 klukkustundum fyrir brottför. 

4. Sóttkví: 

Allir sem ferðast til Kúveit verða að fara í 14 daga sóttkví við komu til landsins.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Fólk þarf að eiga von á að geta lent í slembiúrtaki við komu og vera látið fara í skimun.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já. Krafa er gerð um að smitprófi sé framvísað.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR-próf á ensku.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Upplýsingar liggja ekki fyrir.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Upplýsingar geta breyst með stuttum fyrirvara. Mikilvægt er að kanna hvaða reglur gilda fyrir brottför.

9. Gagnlegir tenglar:

Sendiráð Bandaríkjanna í Kúveit birtir upplýsingar um gildandi reglur á ensku:
https://kw.usembassy.gov/covid-19-information/

Opinber upplýsingasíða stjórnvalda í Kúveit um faraldurinn:
https://corona.e.gov.kw/En/

Síðast uppfært 2. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Allir farþegar sem hyggjast dveljast á Kýpur þurfa að fylla í sérstakt eyðublað, CyprusFlightPass, fyrir komuna:
https://cyprusflightpass.gov.cy/

Ríkjum er skipt í þrjá flokka; A, B og C. Mikilvægt er að farþegar kanni stöðu þess ríkis sem síðast var dvalið í fyrir komuna:
https://cyprusflightpass.gov.cy/en/country-categories

Frá og með 18. janúar 2021 verður Ísland í B-flokki. Farþegar frá ríkjum í B-flokki þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr smitprófi (sjá nánar um skilyrði í lið 6 hér að neðan). Heilsugæslustöðvar veita nánari upplýsingar um skimun vegna ferðalaga til landa þar sem smitprófa er krafist.

Farþegar frá ríkjum sem hvorki eru í A- eða B-flokki mega eingöngu ferðast til Kýpur að sérstökum skilyrðum uppfylltum.

Þeir sem ferðast frá löndum þar sem ekki er boðið upp á smitpróf geta undirgengist smitpróf við komu til landsins, á eigin kostnað. Ísland fellur ekki í þennan flokk.

Jafnframt geta kýpverskir ríkisborgarar og fjölskyldur þeirra, sem og þeir sem hafa skráða búsetu á Kýpur, gengist undir smitpróf við komu. Aðrir skulu hafa niðurstöðu úr smitprófi meðferðis. Þeir sem undirgangast smitpróf við komu skulu sæta einangrun á dvalarstað þar til niðurstaða liggur fyrir.

Sjá nánar hér: https://www.pio.gov.cy/en/press-releases-article.html?id=17907#flat

 

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Íslendingum er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum á Kýpur og gista í landinu. Allir sem ætla sér að gista í landinu þurfa að fylla í sérstakt eyðublað, CyprusFlightPass, fyrir komuna:
https://cyprusflightpass.gov.cy/

 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Farþegar frá ríkjum í A-flokki þurfa ekki að fara í sóttkví eða sýna fram á smitpróf. Farþegar frá ríkjum í B-flokki þurfa að framvísa smitprófi með neikvæðri niðurstöðu sem framkvæmt er að hámarki 72 tímum fyrir brottför. Ekki er krafa um sóttkví fyrir þá sem sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr slíku smitprófi.

Farþegar frá löndum sem hvorki falla í A- eða B-flokk fá eingöngu að ferðast til Kýpur af sérstökum ástæðum og þurfa að fara í 14 daga einangrun við komu.

Þeir sem fá að fara í smitpróf við komu til landsins sæta einangrun á dvalarstað þar til niðurstaða liggur fyrir.

 

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Fyrir farþega frá ríkjum í A-flokki er hvorki skimun né krafa um framvísun smitprófs.
Fyrir farþega frá ríkjum í B- og C-flokki er krafa um að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr smitprófi.

 

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já. Farþegar frá ríkjum í B- og C-flokki að framvísa áður teknu smitprófi sem má að hámarki vera framkvæmt 72 tímum fyrir brottför.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Niðurstöður smitprófa sem gerð eru allt að 72 klukkustundum fyrir brottför til Kýpur eru tekin gild ef þau innihalda eftirfarandi upplýsingar:
a) Dagsetningu prófs
b) Tegund prófs (skal vera RT-PCR).
c) Nafn þess sem undirgekkst próf
d) Neikvæða niðurstöðu smitprófs

 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Upplýsingar liggja ekki fyrir.

 

8. Annað sem fram þarf að koma?

Upplýsingar geta breyst með stuttum fyrirvara. Mikilvægt er að kanna hvaða reglur gilda fyrir brottför.

Sendiráð Kýpur í Kaupmannahöfn hefur fyrirsvar gagnvart Íslandi. Heimasíða þeirra er http://www.mfa.gov.cy/mfa/embassies/embassy_copenhagen.nsf/index_en/index_en?OpenDocument

9. Gagnlegir tenglar:

Visit Cyprus, almennar upplýsingar um ferðalög til Kýpur:
https://www.visitcyprus.com/index.php/en/cyprus-covid19-travel-protocol

CyprusFlightPass:
https://cyprusflightpass.gov.cy/

Svör við algengum spurningum:
https://cyprusflightpass.gov.cy/en/faqs

Flokkun landa í A-,B- og C-flokk
https://cyprusflightpass.gov.cy/en/country-categories

Ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda um flokkun landa:
https://www.pio.gov.cy/coronavirus/en/fly.html

 

Síðan uppfært 18. janúar 2021

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já. Allir farþegar þurfa að fylla út spurningalista á vefnum áður en þeir koma til Lettlands: covidpass.lv/en/ 

Frá 15. janúar þurfa allir farþegar að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi og má það ekki vera eldra en 72 klst. gamalt við komu til Lettlands.

Nánar undir lið 6 hér að neðan.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Nei.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Farþegar frá löndum á lista Lettneskra stjórnvölda yfir áhættusvæði.

Hversu löng er hún? 

10 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Nei.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Frá 15. janúar er skilda að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi eða annarskonar læknisvottorði sem sanni að viðkomandi sé ekki smitandi. Prófið/vottorðið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt við komu til Lettlands. 

Fram til 25. janúar verður hægt að framvísa hvers kyns neikvæðum vottorðum við landamærin en eftir þann tíma verða PCR próf einungis tekin gild.

Farþegum sem ekki geta sýnt fram á neikvætt próf eða vottorð verður ekki leyft að fara um borð í flugvél á leið til Lettlands. Krafa um neikvætt smitpróf eða vottorð á einnig við um þá sem koma til landsins á eigin farartæki. 

Farþegum, sem geta ekki sýnt fram á neikvætt próf, verður ekki hleypt inn í landið. Vottorð mega vera á frummáli, ensku, frönsku eða rússnesku. Sömu reglur gilda um þá sem koma akandi yfir landamærin.

Greina þarf frá prófinu/vottorðinu á forskráningarforminu á covidpass.lv/en/

Einstaklingar sem ferðast til Lettlands vegna atvinnu eru undanþegnir vottorðaskyldu.

Börn yngri en 11 ára þurfa ekki að framvísa vottorði.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Á ekki við.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð frá 21. desember 2020 til 1. janúar 2021. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

 • Miðað er við 16 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðastliðna 14 daga þegar ákvarðanir um ferðatakmarkanir er teknar.
 • Nánari leiðbeiningar fást hjá Latvian Centre for Disease Prevention and Control í síma: +371 673 87 661.
 • Landalisti uppfærður á föstudögum.
 • Neyðarástandi (state of emergency) lýst yfir 9.11.2020 - 11.01.2021. Hertar sóttvarnaaðgerðir í gildi, s.s. lokanir í samfélaginu. Nánari upplýsingar hér.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 15. janúar 2021.

Sjá Sviss.

Síðast uppfært 12. júní.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Athugið að allir farþegar þurfa að skrá sig hjá heilbrigðisyfirvöldum (National Public Health Centre) í Litháen frá og með þriðjudeginum 15. september. Áður en lagt er af stað þarf að fylla út eyðublað og sýna þarf QR kóða, sem fæst við skráningu, við innritun í flug (ferju, rútu eða lest).

Allir, sem koma til landsins á bíl, þurfa að skrá sig í síðasta lagi 12 klst. fyrir komu.

Eyðublaðið og nánari upplýsingar.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, en ekki má yfirgefa flugvöllinn.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir, sem koma frá áhættusvæðum, þurfa að fara í 10 daga sóttkví skv. gilandi reglum.

Önnur leið er að sýna fram á neikvætt Covid-19 sýni (má ekki vera eldra en 48 klst. gamalt). Ef viðkomandi getur sýnt fram á neikvætt sýni þarf ekki að fara í sóttkví en fólk er þó eindregið hvatt til að huga vel að almennum sóttvörnum, vera eins mikið heima og hægt er og forðast ferðalög innan Litháens. 

Hversu löng er hún? 

10 dagar eða þangað til að neikvætt sýni úr smitprófi í Litháen fæst. 

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Nei.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Á ekki við.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð frá 21. til 31. desember 2020. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

Miðað við 25 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga þegar ákvarðanir um ferðatakmarkanir er teknar.

Hertar sóttvarnaaðgerðir í gildi 7.-29.11.2020, s.s. lokanir í samfélaginu. Nánari upplýsingar á koronastop.lrv.lt/en

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 23. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei, öllum frá EES-svæðinu er heimilt að koma til Lúxemborgar.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, heimilt að millilenda.

4. Sóttkví: 

Ef komist er í snertingu (augnlit-til-augnlits) við manneskju sem er með staðfest smit, þarf að vera heima í sjö daga. Á fimmta degi er prófað fyrir COVID-19, ef ekki er smit lýkur sóttkví eftir sjöunda dag frá þeim fyrsta.

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Á ekki við.

Hversu löng er hún?

Sjá 4.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð frá 20. desember 2020 í a.m.k. sólahring. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

9. Gagnlegir tenglar:

https://msan.gouvernement.lu/en/dossiers/2020/corona-virus.html 

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já. Malta var opnuð fyrir ferðamenn frá tilteknum löndum, þar á meðal Íslandi, þann 1. júlí.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Ísland er á lista yfir örugg lönd á Möltu, sjá hér: https://www.visitmalta.com/en/covid-19)

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?

Já.

4. Sóttkví:

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Allir þeir sem hafa verið í löndum sem ekki eru á lista yfir örugg lönd innan 14 daga áður en ferðast er til Möltu.

Hversu löng er hún?

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Já.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Nei, ekki ef komið er frá Íslandi eða öðrum löndum á lista yfir örugg lönd á Möltu.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Nei.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Ferðamenn sem koma frá löndum á „appelsínugulum“ lista á Möltu þurfa að framvísa neikvæðu PCR-prófi til að komast um borð í flug til Möltu. Listinn er uppfærður reglulega, sjá hér: https://www.visitmalta.com/en/covid-19

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR-próf tekin innan 72 klst fyrir brottför til Möltu. Á einungis við um þá sem koma frá löndum á appelsínugula listanum.  

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 29. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Ísland?

Já. Allir sem ferðast frá hááhættusvæði (svokölluð rauð lönd) til Noregs þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 smitprófi, fara í sýnatöku innan við sólahring frá komu til landsins og dvelja á sóttkvíarhóteli í 7-10 daga við komuna til landsins.

 • Ísland er skilgreint sem hááhættusvæði. Breytingar á stöðu Íslands er hægt að fylgjast með hér: rauð/gul lönd
 • Allir skulu fylla út skráningarform við komu.
 • Covid-19 smitpróf skulu ekki vera eldri en 24 tíma. Tegund smitprófsins skal vera PCR eða antigen hraðpróf. Niðurstöður smitprófsins þurfa að vera á ensku, sænsku, dönsku, þýsku eða frönsku. Farþegar sem þurfa að millilenda á leiðinni til Noregs þurfa að framvísa neikvæðu prófi sem þarf að hafa verið tekið innan við 24 tímum frá bottför á fyrsta fluglegg. Undanþegnir eru einstaklingar sem búsettir eru í Noregi, norskir ríkisborgarar og einstaklingar í millilendingu.
 • Sýnataka við komu til Noregs. Frá og með 18.janúar þurfa allir sem koma til landsins frá hááæhættusvæði (rauðum löndum) að fara í sýnatöku á flugvelli eða við landamæri.
 • Sérstök sóttkvíarhótel eru m.a. staðsett við alþjóðaflugvelli og landamæri. Sveitarfélögin sjá um sóttkvíarhótelin, ekki er hægt að bóka fyrirfram og kostar nóttin með máltíðum 500 NOK fyrirfullorðna. Þar þurfa allir sem koma til Noregs að dvelja í 10 daga. Sérstakar undanþágur fá:
  • Þeir sem eru búsettir í Noregi, eiga fasteign í Noregi eða leigja mega dvelja á eigin húsnæði á sóttkvíartíma.
  • Þeir sem eru ekki búsettir í Noregi en geta sýnt fram á að hafa aðgang að húsnæði þar sem þeir geta dvalið þessa 10 sóttkvíardaga. Viðkomandi verður að hafa eigið herbergi, aðgang að eigin baðherbergi, eldhúsaðstöðu eða geta fengið tilsentan mat. Viðkomandi þarf að geta dvalið þar í 10 daga án þess að þurfa að umgangast aðra og að vera búin að fylla út og skrifa undar hjálagt eyðublað, fyrir komu til landsins: https://www.regjeringen.no/contentassets/493acaa2bb94492db3887a62c9f84e98/avkrysningsskjema_karantenehotell.pdf
  • Foreldri sem ferðast til Noregs til að heimsækja barn sitt sem er 18 ára eða yngra, má dvelja í sóttkví á heimili hins foreldris og barna sinna.
  • Einstaklingar sem fá úthlutað húsnæði af vinnuveitanda vegna vinnuferða til landsins. Þeir þurfa að sýna staðfestingu á þessu við komu til landsins, að vinnuveitandi úthluti viðeigandi dvalarstað til að dvelja á í 10 daga sóttkví.
  • Þeir sem geta sýnt fram á að hafa verið smitaðir af COVID-19 á síðustu 6 mánuði.
 • Frá og með 29. desember kl. 08:00 er hægt að ljúka ferðasóttkví eftir 7 daga með því að fá neikvætt próf úr tveimur skimunum, að öðrum kosti sitja að óbreyttu í 10 daga sóttkví. Möguleikinn á að stytta sóttkví með skimun er ekki réttur einstaklinga og er háður því að sveitarfélagið eða einkaaðilar hafi burði til að framkvæma prófin, eða að vinnuveitandinn beri ábyrgð á prófunum. Það mun því vera takmörkunum háð hvort einstaklingum gefist kostur á að stytta sóttkví úr 10 dögum niður í 7.
  Stytting á sóttkví er ekki í boði fyrir þá sem hafa dvalið í Bretlandi síðustu 14 daga fyrir komu til Noregs. 
 • Mælst er til að ferðamenn til Noregs kynni sér gildandi reglur hér: https://www.helsenorge.no/koronavirus/reise/
 • Mikilvægt er að kynna sér vel reglur í löndum sem er ferðast í gegn um, t.d. ef millilent er á leiðinni.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?

Já. Það er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum komi maður frá hááhættusvæði en ekki má yfirgefa alþjóðasvæði flugvallarins. Farþegar sem þurfa að millilenda er þó bent á að skoða vel þær reglur sem gilda í því landi þar sem þeir millilenda.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Almenna reglan er að allir sem koma erlendis frá þurfa að fara í ferðasóttkví við komuna til landsins. Undanþága er fyrir þá sem koma frá svokölluðum „gulum svæðum/löndum“ þ.e. svæði/lönd í Evrópu með lága smittíðni. Einnig er veitt undanþága til þeirra sem geta framvísað Covid-smitprófi (sjá lið 6).

Hversu löng er hún?

10 dagar.

Frá og með 29. desember kl. 8:00, er hægt að ljúka ferðasóttkví eftir 7 daga með því að fá neikvætt próf úr tveimur skimunum, að öðrum kosti sitja að óbreyttu í 10 daga sóttkví.

Möguleikinn á að stytta sóttkví með skimun er ekki réttur einstaklinga og er háður því að sveitarfélagið eða einkaaðilar hafi burði til að framkvæma prófin, eða að vinnuveitandinn beri ábyrgð á prófunum. Það mun því vera takmörkunum háð hvort einstaklingum gefist kostur á að stytta sóttkví úr 10 dögum niður í 7.

Stytting á sóttkví er ekki í boði fyrir þá sem hafa dvalið í Bretlandi síðustu 14 daga fyrir komu til Noregs. 

Sjá nánari upplýsingar á vef norskra stjórnvalda.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Já.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Allir sem koma til landsins skulu fara í sýnatöku á flugvellinum eða við landamæri.

Skimunin kemur ekki í stað 10-daga sóttkvíar fyrir farþega frá hááhættusvæðum.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já, undanþága frá sóttkví er veitt þeim sem geta sýnt fram á staðfest smit COVID-19 síðustu 6 mánuði.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

RT-PCR próf fyrir SARS-CoV-2.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Nei, ekki eru lengur veittar undanþágur fyrir þá sem koma í vinnuferð til Noregs og er öllum skylt að fara í 10 daga sóttkví. Ef vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði þar sem hann getur fylgt reglum um sóttkví á sóttkvíartímanum getur hann dvalist þar í stað þess að dvelja á sóttkvíarhóteli.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Skylt er að nota andlitsgrímur fyrir þá sem eru í ferðasóttkví og þurfa af einhverjum orsökum að nýta almenningssamgöngur t.d. frá flugvelli til heimilis. Almenningi er ráðlagt að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngum, verslunum og þar sem ekki er unnt að halda 1 meters fjarlægð. Börn undir 12 ára eru undanþegin kröfu um að nota andlitsgrímur. Fylki og sveitarfélög hafa sum sett eigin sóttvarnarreglur, þetta á t.d. við um Osló og Bergen.

Laugardaginn 23. janúar tóku gildi hertar sóttvarnarreglur í Noregi sem fela í sér umfangsmiklar lokanir og takmarkanir í Osló og níu öðrum nágrannasveitarfélögum. 

COVID-próf og vottorð í Noregi vegna ferðalaga

Með vísan í sífellt auknar kröfur um staðfestingu á neikvæðu COVID-prófi við ferðalög erlendis fylgja hér upplýsingar frá sendiráði Íslands í Noregi um hvernig einstaklingar geta útvegað sér slíkar staðfestingar í Noregi.

Opinbera heilbrigðisþjónustan í Noregi gefur ekki út vottorð sem sýnir niðurstöður úr Covid-sýnatöku. Bæði þeir sem eru búsettir í landinu sem og ferðalangar þurfa að sækja þá þjónustu hjá einhverjum af þeim fjölmörgum einkareknu læknamiðstöðvum í landinu. Athugið að listinn er ekki tæmandi. 

Læknamiðstöðvar sem bjóða uppá hraðafgreiðslu Covid-sýnatöku og vottorð:

Læknamiðstöðvar sem bjóða uppá COVID-sýnatöku og útgáfu COVID-vottorða en eru ekki með innan við sólahrings afgreiðslu:

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 24. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Nei. Landamæri Nýja Sjálands eru lokuð flestum sem eru hvorki ríkisborgarar eða íbúar Nýja Sjálands. Nánari upplýsingar á COVID upplýsingavef Nýja Sjálands.

Frá miðnætti aðfaranótt 26. janúar (að Nýsjálenskum tíma) er farþegum frá öðrum löndum en Ástralíu, Suðurskautslandinu og flestum Kyrrahafseyjum skilt að framvísa neikvæðu COVID smitprófi sem er tekið innan 72 tíma fyrir brottför til landsins. Nánari upplýsingar á COVID upplýsingavef Nýja Sjálands.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Heimilt er að millilenda á alþjóðaflugvöllum án áritunar svo lengi sem farþegi kemur frá landi þar sem áritun um millilendingu var ekki nauðsynleg til að byrja með (e. visa waiver nationality) og er Ísland þar með talið. Sé farþegi að fljúga til eða frá Ástralíu eða frá Kyrrahafsríki á leiðinni heim og er með staðfesta brottför innan við 24 tímum frá komu til Nýja Sjálands má hann einnig millilenda í Nýja Sjálandi. 

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Allir.

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nýja-Sjáland leyfir ekki millilendingar nema samið sé um það sérstaklega á milli stjórnvalda.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já. Athugið að landamæri Nýja Sjálands eru lokuð flestum ferðamönnum. Sjá nánar undir lið 1.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

RT-PCR, LAMP og antigen próf.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

8. Annað sem fram þarf að koma?

Nei.

9. Gagnlegir tenglar:

https://www.immigration.govt.nz/about-us/covid-19

Um ferðalög til Nýja Sjálands á COVID upplýsingavef Nýja Sjálands.

Síðast uppfært 19. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já.

Á miðnætti 21. desember tekur gildi bann við landgöngu ferðafólks frá Bretlandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst. Einungis ríkisborgarar og dvalarleyfishafar verða undanþegnir. Þeir munu þurfa að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi við komu til Portúgal eða undirgangast próf við komu og vera í sóttkví þangað til að niðurstöður liggja fyrir. 

Á meginlandi Portúgal hefur verið lokað á ferðir fólks út fyrir sitt sveitafélag frá miðnætti til 6 á morgnanna nema í sérstökum neyðartilvikum. Í sveitarfélögunum Felgueiras, Lousada og Paços de Ferreira innan Portofylkis hafa verið settar skorður á bílaumferð frá og með miðnætti 23 október og þarf að hafa gilda ástæðu til þess að ferðast um á bíl eftir það.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Sömu reglur gilda um fólk sem kemur frá Íslandi og frá Schengen svæðinu og aðildarríkjum ESB, Noregi, Liechtenstein, Sviss og Bretlandi auk annarra landa utan þessa svæðis sem ESB hefur opnað á.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Íslendingum er heimilt að millilenda, gista á flugvallarhóteli og fara úr millilendingarsvæði án þess að framvísa læknisvottorði eða fara í sóttkví.

Hafa ber í huga að ef um er að ræða ferðalög með millilendingu í Portúgal til eða frá löndum sem ekki tilheyra ESB, Schengen, Bretlandi eða eftirfarandi löndum (Ástralíu, Kanada, Kína, Suður Kóreu, Georgíu, Japan, Marokkó, Nýja Sjálandi, Rúanda, Tælandi, Túnis, Úrúgvæ) og farið er af flugvallasvæði, ber að sýna fram á neikvæða niðurstöðu COVID-19 skimunar innan síðustu 72 klukkutíma fyrir brottför, frá rannsóknarstofum sem eru viðurkenndar af innlendum eða alþjóðlegum yfirvöldum.

4. Sóttkví: 

Ekki er krafa um sóttkví í Portúgal.

Ferðamenn sem koma frá ríkjum utan ESB, EES, EFTA og Schengen ber að sýna fram á neikvæða niðurstöðu COVID-19 skimunar innan síðustu 72 klukkutíma fyrir brottför, frá rannsóknarstofum sem eru viðurkenndar af innlendum eða alþjóðlegum yfirvöldum. Slíkt á þó ekki við um eftirfarandi ríki utan Evrópu: Ástralíu, Kanada, Kína, Suður-Kóreu, Georgíu, Japan, Morokkó, Nýja Sjáland, Rúanda, Tæland, Túnis og Úrúgvæ.

Sérstakar ráðstafanir eru í gildi fyrir Madeira og Asoreyjar.  Öllum ferðamönnum ber að sýna fram á neikvæða niðurstöðu COVID-19 skimunar innan síðustu 72 klukkutíma fyrir brottför, frá rannsóknarstofum sem eru viðurkenndar af innlendum eða alþjóðlegum yfirvöldum.  Einnig stendur til boða að fara í skimun á flugvelli og fara í sóttkví á hóteli eða í heimahúsi þar til niðurstöðurnar berast.

Hversu löng er hún? 

Á ekki við.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Á ekki við.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei en hitastigið er tekið.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Ekki er þörf á að framvísa smitprófi/læknisvottorði, nema þegar ferðast er til Madeira eða Azoreyja.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Smitpróf sem eru framkvæmd á rannsóknarstofum sem eru viðurkenndar af ríki viðkomandi farþega eða alþjóðlegum stofnunum.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Þess er ekki þörf fyrir þá sem ferðast frá Íslandi.

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Á miðnætti 21. desember tekur gildi bann við landgöngu ferðafólks frá Bretlandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst. Einungis ríkisborgarar og dvalarleyfishafar verða undanþegnir. Þeir munu þurfa að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi við komu til Portúgal eða undirgangast próf við komu og vera í sóttkví þangað til að niðurstöður liggja fyrir. 

Flugfarþegum ber að útfylla eftirfarandi eyðublað fyrir brottför:

Passenger Locator Card

9. Gagnlegir tenglar:

https://covid19estamoson.gov.pt/

https://www.visitazores.com/en/timetoazores 

http://www.visitmadeira.pt/en-gb/useful-info/corona-virus-(covid-19)/information-to-visitors-(covid-19)

Síðast uppfært 28. Október.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Sömu reglur gilda um farþega sem koma frá Íslandi og frá aðildarríkjum ESB, Noregi, Liechtenstein, Sviss og Bretlandi. Farþegar frá Svartfjallalandi, Georgíu, Japan, Kanada, Albaníu og S.-Kóreu eru einnig á undanþágulista.

Sömu reglur gilda um fólk sem kemur frá Íslandi og frá aðildarríkjum ESB, Noregi, Liechtenstein, Sviss og Bretlandi auk annarra landa utan þessa svæðis sem ESB hefur opnað á.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Fólki af fyrrnefndum lista er heimilt að ferðast og millilenda í Póllandi.

4. Sóttkví: 

Frá og með 28. desember 2020 ber öllum sem koma til Póllands að fara í sóttkví í 10 daga. Reglan gildir til 17. janúar 2021 og verður þá endurskoðuð. Undanþegnir eru m.a. Þeir sem ferðast til landsins með eigin bifreið, námsmenn, vöruflutningabílstjórar og aðrir skv. reglugerð.

Reglan gildir að svo stöddu til 17. janúar 2021. 

Hversu löng er hún? 
10 dagar. 

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 
Borgarar ESB/EES mega fara um Pólland á leið annað (transit). 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 
Já. 

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?
Já.

 
5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Upplýsingar liggja ekki fyrir.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Upplýsingar liggja ekki fyrir.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.  

8. Annað sem fram þarf að koma?

Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila ekki lendingar fluga frá Bretlandi og Norður-Írlandi frá miðnætti 21.12.20.

Takmarkanir og reglur til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins geta breyst með skömmum fyrirvara.

9. Gagnlegir tenglar:

https://www.poland.travel/en/travel-inspirations/safety-advice-for-travellers-concerning-the-covid-19-epidemic

Síðast uppfært 26. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Frá 7. október 2020 skilgreina rúmönsk stjórnvöld Ísland sem áhættusvæði vegna fjölda smita. Einstaklingar sem að koma frá Íslandi þurfa því að halda til í 14 daga sóttkví við komu.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Ríkisborgarar ESB, EES og Sviss er frjálst að ferðast til Rúmeníu, séu þeir ekki að koma frá löndum sem að skilgreind eru sem áhættusvæði vegna smita.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Einstaklingar sem að dvelja í landinu undir 72 tíma eru undanþegnir sóttkví gegn því að þeir geti framvísað neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 48 tíma og sýna engin einkenni smits.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Ríkisborgarar utan ESB og EES landa ásamt Sviss, þurfa að fara í sóttkví við komu til Rúmeníu. Ríkisborgarar ESB, EES og Sviss þurfa einnig að fara í sóttkví ef að þeir hafa ferðast til svæða sem eru metin áhættusvæði af rúmönskum yfirvöldum.

Listi er uppfærður vikulega hjá stjórnvöldum Rúmeníu og frá 6. október 2020 er Ísland skilgreint sem áhættusvæði vegna smita.  

Hversu löng er hún? 

14 dagar, en möguleiki er að stytta sóttkví í 10 daga ef að próf (SarsCoV-2- RT-PCR) sem tekið er á 8. degi frá komu er neikvætt og einstaklingur sýni engin einkenni smits.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Einstaklingar sem að dvelja í landinu undir 72 tíma eru undanþegnir sóttkví gegn því að þeir geti framvísað neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 48 tíma og sýna engin einkenni smits.

 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Á ekki við

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Einungis er heimilt að sýna fram á áður tekið smitpróf ef að einstaklingur dvelur í landinu í 72 tíma eða styttra (SarsCoV-2- RT-PCR próf). Prófið má ekki vera eldra en 48 tíma.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já, slíkar undanþágur eru veittar af rúmönskum stjórnvöldum. 

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð frá 21. desember 2020 til 4. janúar 2021. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

Brot við sóttkvíarreglum varða sektum. Ef sóttkví er ekki virt þarf að hefja hana aftur. Möguleiki er á að ferðir þínar verði raktar rafrænt. Við komu til landsins þarf að fylla út yfirlýsingu um að þú munir virða reglu um 14 daga sóttkví.

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Nei. Núgildandi reglur banna almennar ferðir útlendinga til landsins, nema í undantekningartilfellum svo sem fyrir þá sem hafa varanlegt búsetuleyfi í landinu eða þurfa að komast til Rússlands af heilbrigðisástæðum eða vegna andláts í fjölskyldu.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Allt almennt millilandaflug liggur enn niðri. Aðeins ríkisflug og flug með sérstakri undanþágu (t.d. heimferðarflug) er leyft. Millilendingar millilandafluga eru ekki heimilaðar.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Sóttkví hefur verið hætt. Fylla þarf út meðfylgjandi eyðublað og framvísa við innritun sem og þegar farið er í gegnum landamæraeftirlit.

Allir erlendir ríkisborgarar sem koma til landsins þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir COVID-19 á ensku eða rússnesku sem þarf að hafa verið tekið innan 3ja sólarhringa fyrir komuna til landsins.

Hversu löng er hún? 

Á ekki við.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Heimilt er að ferðast áfram innan Rússlands en millilendingar erlendra ríkisborgara sem hyggjast ferðast áfram til annarra ríkja eru óheimilar.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Sjá ofangreint.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 
Rússneskir ferðamenn þurfa að skrá sig á Gosuslugi.ru fyrir heimferðina og fylla þar inn allar upplýsingar um veru sína erlendis. Þeir hafa 3 sólarhringa eftir heimkomuna til að fara í COVID-próf í Rússlandi og hlaða upp á vefsíðuna niðurstöðu þess prófs.

Sjá: https://www.gosuslugi.ru/394604/1

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei en allir eru hitamældir.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Það er skylda fyrir erlenda ríkisborgara að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr COVID-prófi á ensku eða rússnesku sem þarf að vera nýrri en þriggja sólarhringa þegar komið er til landsins.

Má framvísa vottorði um bólusetningu í stað neikvæðs PCR-prófs?:  Nei. Framvísa verður vottorði á ensku eða rússnesku um neikvætt PCR-próf, sem tekið var innan þriggja sólarhringa við komu til Rússlands.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Einungis PCR-próf sem hafa verið tekin innan 3ja sólarhringa fyrir komu til landsins og vottorð þar að lútandi þarf að vera á ensku eða rússnesku.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Rússnesk fyrirtæki geta sótt um heimild til að fá til sín erlenda sérfræðinga (e. Highly Qualified Specialists). Umsóknirnar eiga að berast því fagráðuneyti sem fer með málaflokk viðkomandi fyrirtækis sem forgangsraðar út frá mikilvægi þeirra fyrir rússneskt atvinnulíf og ef samþykki fæst er því næst sent innanríkisráðuneytinu sem eftir atvikum getur í undantekningartilfellum veitt komuheimild.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Rússland hefur framlengt lokun á flugumferð til og frá Bretlandi, sem tók gildi hinn 22. desember 2020, og gildir hún a.m.k. til 1. febrúar nk. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

9. Gagnlegir tenglar:

https://www.gosuslugi.ru/394604/1

https://www.gosuslugi.ru/foreign-citizen?lang=en

Síðast uppfært 13. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Fólk sem kemur frá Íslandi er heimilt að ferðast til Serbíu.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já. Millilending eða transit telst dvöl skemur en 12 klst. Sé dvölin lengur en 12 klst. gildir það sama og um venjulega dvöl í landinu.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Fólk sem getur ekki framvísað neikvæðri niðurstöðu úr viðurkenndri skimun fyrir komu til landsins. Sjá lið nr. 6.

Hversu löng er hún? 

Að öllu jöfnu 10 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Á ekki við.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já. Allir þeir sem ferðast til Serbíu skulu framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi. Niðurstaðan úr prófinu verður að hafa fengist innan við 48 klst. fyrir komu til landsins frá því landi sem komið er frá til Serbíu.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR-próf.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Sjá undanþágur í hlekk að neðan.

8. Annað sem fram þarf að koma?

9. Gagnlegir tenglar:

 

Síðast uppfært 18. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Ísland er á lista yfir ríki þar sem lítil áhætta er á smiti, sjá https://www.mzv.sk/web/en/covid-19

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já.

4. Sóttkví: 

Já. Sóttkví við komu þar til RT-PCR COVID-19 próf hefur staðfest að viðkomandi er ekki smitaður. Annars 10 daga sóttkví eftir komu til landsins. Sjá https://www.mzv.sk/web/en/covid-19

Hversu löng er hún? 

Allt að 10 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

RT-PCR COVID-19 próf, en ekki eldra en 72 tíma gamalt.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já.

8. Annað sem fram þarf að koma?

9. Gagnlegir tenglar:
https://www.mzv.sk/web/en/covid-19

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Heimilt er að millilenda í allt að 12 klukkustundir án þess að þurfa að sæta sóttkví.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Þeir sem eru ekki á græna lista slóvenskra yfirvalda yfir örugg lönd. Frá og með 12. október 2020 er Ísland á rauðum lista Slóvenskra yfirvalda og þurfa farþegar frá Íslandi að fara í 10 daga sóttkví við komu til Slóveníu.

Slóvenskir ríkisborgarar og dvalarleyfishafar sem ferðast til Slóveníu frá löndum Evrópusambandsins eða Schengen svæðisins þurfa ekki að sæta sóttkví ef þeir geta sannað að þau séu ekki að koma frá landi á rauða listanum. Upplýsingar um græna, gula og rauða lista slóvenskra yfirvalda má finna á vef slóvensku lögreglunnar.

Hversu löng er hún? 

10 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Ef Ísland er á rauða eða gula listanum. Listarnir eru uppfærðir reglulega og aðgengilegir á vef slóvensku lögreglunnar.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Aðeins ef Ísland er á rauðum lista slóvenskra yfirvalda.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei, heilbrigðisyfirvöld Slóveníu gætu athugað með heilsu fólks sem fer yfir landamærin. Útlendingar sem hafa ekki fasta búsetu í Slóveníu sem segjast vera með COVID-19 eða eru með einkenni (hita, hósta og öndunarerfiðleika) gæti verið neitað um inngöngu.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já. Smitpróf sem er ekki eldra en 48 klukkustunda gamalt við komu til Slóveníu og sýnir að viðkomandi sé ekki með SARS-CoV-2 (COVID-19) gefur undanþágu frá 10 daga sóttkví.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Allir sem búa á Íslandi geta komið til Slóveníu frá 8. júní án þess að gefa upp ástæðu

8. Annað sem fram þarf að koma?

9. Gagnlegir tenglar: 

https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/all-you-need-to-know-for-a-healthy-and-safe-vacation-in-slovenia

https://www.policija.si/eng/newsroom/news-archive/103470-crossing-the-state-border-during-the-coronavirus-epidemic

https://nijz.si/en/list-countries-crossing-national-borders-without-restrictions

Síðast uppfært 12. október 2020

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já. Ferðamönnum ber skylda að fylla út „FCS“ forskráningarform fyrir brottför til Spánar: https://www.spth.gob.es/

Allir ferðamenn á leið til Kanaríeyja, þ.m.t. frá Íslandi, verða að framvísa neikvæðu smit-prófi (PCR, TMA eða RT-LAMP) sem er innan við 72ja tíma gamalt við komu, ellegar fara í 10 daga sóttkví eða skemur ef farið er í skimun innan við 72ja tíma eftir komu. Þetta gildir til loka janúar. Sjá nánar hér

Ferðamenn (eldri en 6 ára) sem koma frá hááhættusvæðum til annarra áfangastaða á Spáni, ber jafnframt að framvísa neikvæðu smitprófi sem er innan við 72ja tíma gamalt. Ísland er ekki skilgreint sem hááhættusvæði í það minnsta fram til 7. febrúar*. Skv. þessu þurfa ferðamenn sem koma beint frá Íslandi ekki að framvísa neikvæðu smitprófi, nema á Kanarí, þar sem öllum ferðamönnum ber að framvísa neikvæðu smitprófi.

Hins vegar, í ljósi reynslu ferðalanga frá Íslandi undanfarna daga, er fólk eindregið hvatt til að hafa með sér neikvætt smitpróf til að komast í tengiflug til Spánar. Þá eru ferðalangar hvattir til forðast að fljúga í gegnum flugvelli á Bretlandi til Spánar vegna hertra ráðstafana gagnvart ferðafólki frá Bretlandi, en þar til 19. janúar er ferðafólki í flugi frá Bretlandi meinuð landganga á Spáni (þ.m.t. á Kanarí) nema vera með spænskt ríkisfang eða lögheimili á Spáni.

Ef flogið er í gegnum lönd sem eru á lista yfir hááhættusvæði þarf PCR, TMA eða RT-LAMP próf sem eru innan við 72ja klst gömul. Mótvakapróf (antigen) eru ekki tekin gild.  

Listi spænskra stjórnvalda yfir hááhættusvæði í gildi frá 25. janúar til 7. febrúar

Landgöngubann er í gildi fyrir ferðamenn sem koma frá ríkjum utan Schengen og ESB, þ.m.t. Bretlandi. Þetta gildir einnig um tengiflug frá Bretlandi. Því er ekki unnt að ferðast til Spánar frá Íslandi í gegnum Bretland. Nokkur ríki utan Schengen og ESB hafa fengið undanþágu frá landgöngubanni, þ.e. Ástralía, Nýja-Sjáland, S-Kórea, Kína, Japan, Singapúr, Tæland og Rúanda. 

Einnig eru spænskir ríkisborgarar og aðrir með lögheimili á Spáni undanþegnir landgöngubanni. 

Neikvætt smitpróf þarf að vera í frumriti eða rafrænt og má vera á ensku, spænsku, frönsku eða þýsku. Hin svokölluðu Quick-test vegna Covid-19 sem hægt er að fá t.d. í apótekum margra landa eru ekki tekin gild sem smitpróf.

Engar kröfur eru gerðar um smitpróf til fólks sem ferðast til Spánar á landi (á vegum, í lestum eða fótgangandi). 

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Sjá ofar.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Íslendingum er heimilt að millilenda á Spáni, gista á flugvallarhóteli og fara úr millilendingarsvæði án þess að framvísa læknisvottorði eða fara í sóttkví.

4. Sóttkví: 

Ekki er krafist sóttkvíar á Spáni.

Hversu löng er hún? 

Á ekki við

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Á ekki við.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Á ekki við.

5. Skimanir:

Ferðamenn frá Íslandi eru undanþegnir skimun til 7. febrúar hið minnsta, en ef farið er til Spánar með tengiflugi er vissara að hafa neikvætt smitpróf meðferðis. Sjá ofar.

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Sjá ofar.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Sjá ofar.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við. 

8. Annað sem fram þarf að koma? 

Ferðaskipuleggjendum (ferðaskrifstofur og flugrekendur) er skylt að upplýsa farþega um þær reglur sem gilda um framvísun smit-prófs fyrir brottför.

Ferðamönnum ber skylda að fylla út forskráningarform fyrir brottför til Spánar: https://www.spth.gob.es/

Næturútgöngubann hefur verið sett á um allt land. Einstaka svæði eru lokuð fyrir ónauðsynlegar ferðir. Heimastjórnum er frjálst að skilgreina nánari útfærslu á hvoru tveggja. Mikilvægt er að ferðamenn kynni sér vel gildandi takmarkanir á hverjum stað því staðan getur breyst hratt.

Almennt mega ekki fleiri en sex manns vera saman, hvorki á almannafæri né í einkarými. 

Mælst er til að ferðalangar fylgist með upplýsingagjöf hvers sjálfstjórnarsvæðis og -borgar, því staðan getur breyst hratt (sjá m.a. vef Ferðamálaráðs Spánar hér að neðan)

Öllum eldri en 6 ára ber skylda að bera andlitsgrímur á almannafæri.

Virða ber 1,5 metra fjarlægðarreglu

Reykingar eru sums staðar bannaðar á almannafæri ef ekki er unnt að virða fjarlægðarreglu.


9. Gagnlegir tenglar: 

Ferðamálaráð Spánar:
https://www.spain.info/en/discover-spain/practical-information-tourists-covid-19-travel-spain/

Spain Travel Health Portal: 
https://www.spth.gob.es/ 

Listi yfir hááhættusvæði:
www.mscbs.gob.es/en/profesionales/saludPublica/ccayes/alertasActual/nCov/documentos/AnexoIIpaises-yzonasderiesgo_entre14122020y27122020.pdf

* Nánar um hvaða reglur gilda fyrir einstök ríki o.fl., þ.m.t. 2ja vikna uppfærslur á listum yfir hááhættusvæði: 
https://www.mscbs.gob.es/en/profesionales/saludPublica/ccayes/alertasActual/nCov/spth.htm

 

Hægt er að hlaða niður rakningrappinu Radar Covid á íslenska síma. Stilla þarf á Bluetooth svo það virki.

Síðast uppfært 24. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Íslendingar geta ferðast til Montenegro hafi þeir undanfarna 15 daga dvalið á svæðum sem stjórnvöld skilgreina sem lág-áhættusvæði (Green List), þ.e. aðildarríki ESB/EES auk Bretlands o.fl. lönd. Sjá lið 16 í hlekk á gagnlegum tenglum.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Íbúar landa á fyrrnefndum lista landa sem stjórnvöld skilgreina sem lág-áhættusvæði geta millilent í og ferðast um Montenegro. Um aðra gildir einungis gegnumferð (e. transit) eins fljótt og unnt er og gegn framvísun staðfestingar á áframhaldandi ferðalagi. Upplýsingar um heimild til gistingar liggur ekki fyrir. 

4. Sóttkví:

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Fólk sem kemur frá eða hefur dvalið á svæðum sem stjórnvöld hafa skilgreint sem áhættusvæði. Á það t.d. ekki við um aðildarríki ESB/EFTA. Sjá nánar í lið 12 í hlekk á gagnlegum tenglum.

Hversu löng er hún?

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Upplýsingar liggja ekki fyrir.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei, nema að þeir komi frá eða hafi dvalið í löndum sem skilgreind eru sem áhættulönd/svæði.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Nei.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já, ef fólk kemur frá eða hefur dvalið í löndum á lista sem stjórnvöld hafa skilgreint sem miðlungs-áhættusvæði (yellow list) 15 daga fyrir komu til landsins. Sjá nánar í lið 14 í hlekk á gagnlegum tenglum.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR-próf eða mótefnispróf, sem hefur verið framkvæmt innan við 72 klst. frá komu til landsins.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Reglur geta breyst með skömmum fyrirvara.

9. Gagnlegir tenglar:

http://www.gov.me/en/homepage/measures_and_recommendations/

 

Síðast uppfært 31. ágúst 2020

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já. Landamæri Sviss hafa verið opin frá og með 15. júní nk. gagnvart öllum ESB og EFTA ríkjum svo og Bretlandi.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei, engar sérstakar ráðstafanir gilda um Ísland. Sviss uppfærir reglulega hverjir þurfa að sæta sóttkví eftir því hvaðan ferðast er, sjá nánar undir lið 4.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já. Heimilt er að millilenda á alþjóðaflugvöllum. Engin skilyrði eru fyrir því að gista í Sviss fyrir þá sem ferðast frá ríkjum sem talin eru upp í lið 1 nema sóttkvíarákvæði eigi við.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Sviss uppfærir reglulega hverjir þurfa að sæta sóttkví eftir því hvaðan ferðast er. Upplýsingar um hverjir þurfa að sæta sóttkví.

Hversu löng er hún?

10 dagar

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Já Sviss hindrar ekki ferðamenn sem vilja yfirgefa landið.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Sviss uppfærir stöðu þeirra þjóða sem þurfa sæta sóttkví reglulega og mikilvægt er að staðfesta stöðu Íslands áður en ferðast.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Ef Ísland er á lista yfir lönd sem sæta þurfa sóttkví. 

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Neikvæð niðurstaða í COVID-19 prófi gefur ekki undanþágu við kröfu um sóttkví. 

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Á ekki við.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð tímabundið frá 21. desember 2020. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

Frá og með mánudeginum 7. júlí verður skylda að vera með grímur í öllum almenningssamgöngum í Sviss. Nánari upplýsingar um sóttvarnaraðgerðir má finna á vef svissneskra stjórnvalda.

Fólk sem kemur til landsins er beðið um að fylgjast með og fylgja ráðum svissneskra yfirvalda hvernig forðast megi smit

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Bann er við komu til Svíþjóðar frá Bretlandi og Danmörku. Frá og með 25. janúar gildir bannið einnig um komu frá Noregi. Sænskir ríkisborgarar og þeir sem búa og/eða starfa í Svíþjóð eru undaþegnir banninu en einnig er hægt að veita undanþágu á grundvelli mjög aðkallandi fjölskylduaðstæðna (t.d. vegna andláts eða líknandi meðferðar náins aðstandanda). Þeir sem búa eða sinna heilbrigðisþjónustu á Borgundarhólmi fá að ferðast um Svíþjóð til að komast á milli Borgundarhólms og Danmerkur. Bannið nær einnig yfir þá sem einungis ferðast í gegnum Danmörku, Bretland eða Noreg á leið sinni til Svíþjóðar. Nánari upplýsingar á heimasíðu sænsku lögreglunnar: https://polisen.se/aktuellt/nyheter/2020/december/inreseforbud-till-sverige-fran-storbritannien-och-danmark/

Landamærin eru opin þeim sem ferðast frá öðrum löndum innan EES/EFTA. Þeir sem ferðast til Svíþjóðar frá löndum utan EES/EFTA og hafa fasta búsetu innan EES/EFTA/Schengen mega koma til Svíþjóðar.

Ákvörðun um undanþágu er tekin af landamæralögreglu við komuna til Svíþjóðar. Ekki er hægt að fá ákvörðun fyrirfram.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já. Þeir sem mega koma til Svíþjóðar mega einnig millilenda og yfirgefa flugvöllinn til þess að gista annars staðar.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Ekki er almenn krafa um sóttkví við komuna til Svíþjóðar en þeir sem koma til Svíþjóðar frá Bretlandi, Noregi eða Suður-Afríku eru beðnir um að fara strax í skimun og halda sig svo heima þar til sjö dagar eru liðnir frá komu, og fara í aðra skimun á fimmta degi.

Hversu löng er hún? 

Sjá að ofan.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Sjá að ofan.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Sjá að ofan.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Sjá að ofan.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Eingöngu er gerð krafa um að neikvæðu smitprófi sé framvísað við ferðalög frá Bretlandi til Svíþjóðar (frá og með 1. janúar 2021). Krafan á eingöngu við erlenda ríkisborgara. Athugið að komubann frá Bretlandi gildir enn þrátt fyrir þetta.

Ekki er krafist framvísun smitprófs þegar ferðast er frá öðrum löndum en Bretlandi.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

Prófið þarf að vera tekið 72 tímum eða minna fyrir brottför af til þess bærum aðila/stofu. Það er á ábyrgð ferðalanga að sýna fram á að viðkomandi aðili/stofa hafi tilskilin leyfi til að framkvæma Covid-próf.

 7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Þess er ekki þörf fyrir þá sem ferðast beint frá Íslandi. Ekki mögulegt að sækja um undanþágu frá komubanni frá Bretlandi, Danmörku og Noregi fyrir fram. Ákvarðanir um undanþágu eru teknar af landamæralögreglu við komu. 

8. Annað sem fram þarf að koma?

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 24. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Ísland er á lista yfir lönd með litla smit áhættu, sjá https://www.mvcr.cz/mvcren/article/coronavirus-information-of-moi.aspx

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já, millilending er heimil.

4. Sóttkví: 

Nei

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Þeir sem ekki eru á lista yfir lönd með litla smit áhættu, sjá https://www.mvcr.cz/mvcren/article/coronavirus-information-of-moi.aspx

Hversu löng er hún? 

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Nei.

5. Skimanir:

Þeir sem fara í nám eða til vinnu í Tékklandi þurfa að skila RT-PCR COVID-19 prófi til viðkomandi skóla eða vinnuveitanda

Er skimun á flugvelli við komu?

Á ekki við

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Á ekki við

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð tímabundið frá 21. desember 2020. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 21. desember 2020

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Nei.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Já.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Tyrkneskir ríkisborgarar eða borgarar með skráða búsetu í Tyrklandi.

Hversu löng er hún? 

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram? 

Nei.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn? 

Nei.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu? 

Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Nei.

Hvaða smitpróf eru tekin gild? 

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Undanþága er veitt þeim sem að flytja vörur til og frá landinu og þeim sem að nýta sér læknisþjónustu innan landsins. 

8. Annað sem fram þarf að koma?

Frá 20. desember 2020 loka tyrknesk stjórnvöld fyrir flug frá Danmörku, Bretlandi, Hollandi og S-Afríku um óákveðin tíma. Þessi ákvörðun er tekin í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af Covid-19, og almennra sóttvarnarráðstafanna.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi? 

Almennt er lokað fyrir aðra en ungverska ríkisborgara og þau sem eru með dvalarleyfi í Ungverjalandi. Aðrir geta sótt um undanþágu til lögregluyfirvalda. Umsóknareyðublað á ensku er að finna á vef ungversku lögreglunnar

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum? 

Lögregluyfirvöld geta farið fram á sóttkví eða skimun við veitingu undanþágu.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu? 

Millilending er heimil þeim sem mega koma til landsins, þ.e. EES/Schengen-ríkjum, nema Bretland.

4. Sóttkví: 

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Sjá svar við lið 2.

Hversu löng er hún? 

10 daga. Hægt að stytta með tvöfaldri skimun. Fyrri skimunin getur farið fram í öðru Schengen landi fyrir brottför til Ungverjalands. 

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Ekki vitað.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Já, ef undanþága hefur fengist.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Já.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Já.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Já, hægt er að framvísa PCR smitprófi teknu í öðru Schengen landi. Þá gildir það próf sem fyrra prófið af tveimur í tvölfaldri skimun. Ef seinni skimun reynist einnig neikvæð lýkur sóttkví.  

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR próf

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Á ekki við

8. Annað sem fram þarf að koma?

Flugumferð frá Bretlandi verður bönnuð tímabundið frá 22. desember 2020. Er þetta gert í varúðarskyni vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst.

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 21. desember 2020.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?  

Já. Landamæri voru opnuð aftur 28. september. Krafist sérstakrar sjúkratryggingar vegna Covid-19 og notkunar á appinu „Dii vdoma.“ Nánari upplýsingar á visitukraine.today.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þá sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?  

Nei. 

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?  

Já, millilendingar eru leyfðar farþegum sem koma frá löndum á græna listanum og geta sýnt fram á brottför frá landinu innan tveggja daga frá komu til landsins.

Farþegar sem koma frá löndum á rauða listanum verða að sýna fram á brottför frá landinu innan sólahrings frá komu til landsins. Ef millilent er í landi sem Úkraína skilgreinir sem grænt hefur viðkomandi farþegi 48 klst. til að fara í flug til Úkraínu. 

Nánari upplýsingar um græna og rauða listann.

4. Sóttkví:  

Hverjir þurfa að fara í sóttkví? 

Ef komið er beint frá rauðmerktu landi þarf að taka PCR próf 48 klst. áður en komið er til Úkraínu, taka PCR próf í Úkraínu eða fara í 14 daga sóttkví.  

Hversu löng er hún?

14 dagar.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Nei.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Já.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi? 

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Nei.

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði?

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

Hægt að rjúfa sóttkví ef neikvætt sýni er tekið í Úkraínu.

Hægt að framvísa vottorði um sýnatöku á landamærum, og þannig sleppa við sóttkví. Sýnið má ekki vera eldra en 48 klst. gamalt.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi?

Á ekki við.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Stjórnvöld í Úkraínu fara fram á að þeir sem eru á leið til landsins séu með sjúkratryggingu sem nái einnig yfir alla læknisþjónustu vegna hugsanlegs COVID-19 smits á meðan dvalið er í Úkraínu.

Sjúkratrygginguna þarf að kaupa hjá tryggingfélagi sem er staðsett í Úkraínu eða hjá erlendu tryggingafélagið sem  er með útibú í Úkraínu eða með samning þar (contractual relationship with an insurance company – a partner in Ukraine).

Hægt er að kaupa sjúkratryggingu á netinu. Það þarf að fylla út eyðublað, greiða með Visa eða MasterCard og viðkomandi fær tryggingu á þremur tungumálum (úkraínsku, ensku og rússnesku) í tölvupósti á um hálftíma. Þú getur prentað trygginguna út eða sýnt hana rafrænt á landamærum.

9. Gagnlegir tenglar: 

Síðast uppfært 23. janúar 2021.

1. Eru landamæri ríkis opin fyrir fólk með búsetu á Íslandi?

Já. Öllum þeim sem koma til Þýskalands ber að skrá sig rafrænt á www.einreiseanmeldung.de fyrir komu til landsins.

2. Eru sérstakar ráðstafanir fyrir þau sem koma frá Íslandi, þ.e. er Ísland á undanþágulista og ef svo ásamt hvaða ríkjum?

Sömu reglur gilda um fólk sem kemur frá Íslandi og frá aðildarríkjum ESB, Noregi, Liechtenstein, Sviss og Bretlandi auk annarra landa utan þessa svæðis sem ESB hefur opnað á.

3. Er heimilt að millilenda á alþjóðaflugvöllum og með hvaða skilyrðum má gista í millilendingu?

Landamærin eru áfram lokuð öðrum en borgurum ESB, EES og Bretlands auk annarra landa utan þessa svæðis sem ESB hefur opnað á nema fyrir liggi ríkar ástæður. Dvöl milli fluga er heimil og má gista á hótelum við alþjóðlega flugvelli milli fluga. Útfærsla verður í samráði við önnur ESB ríki.

4. Sóttkví:

Hverjir þurfa að fara í sóttkví?

Fólk sem kemur til Þýskalands frá skilgreindum áhættulöndum/svæðum skv. lista Robert-Koch-Institut, þ.e. þar sem nýsmit eru fleiri en 50 m.v. 100.000 íbúa á sjö daga tímabili. Stjórnvöld í hverju sambandslandi fyrir sig geta ákveðið að fólk sem kemur frá þriðja ríki þar sem lítið er um smit þurfi ekki að sæta sóttkví.

Frá og með 14. janúar 2021 þarf fólk sem kemur frá þessum svæðum einnig að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr skimun innan 48 klst. eftir komu til landsins.

Frá og með 14. janúar 2021 þarf fólk sem kemur frá hááhættusvæðum, sem þar sem mikið er um nýsmit eða stökkbreytt veira er útbreidd að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr skimun sem framkvæmd er innan 48 klst. fyrir komu til landsins og gæti þurft að framvísa henni áður farið er um borð í flugvél og/eða við komu til landsins. Sjá nánar á vefsíðu Robert-Koch-Institut.

Reglur um sóttkví og framkvæmd eru á forsvari sambandslandanna og geta breyst með stuttum fyrirvara. Ráðlegt er að leita upplýsinga frá því sambandslandi þar sem viðkomandi kemur inn í landið eða á síðu Robert-Koch-Institut (sjá tengil fyrir neðan).

Hversu löng er hún?

Sóttkví er að öllu jöfnu 10 dagar. Hægt er að stytta sóttkví geti viðkomandi sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr skimum í fyrsta lagi eftir fimm daga í sóttkví.

Er heimilt að rjúfa hana til að ferðast áfram?

Að öllu jöfnu þegar um er að ræða mikilvæga og nauðsynlega ferð og viðkomandi hafi engin einkenni smits, en reglur um sóttkví eru á forsvari einstakra sambandslanda og geta breyst með skömmum fyrirvara. Gegnumferð (transit) um Þýskaland á leið annað er heimil.

Gildir hún fyrir íslenska ferðamenn?

Frá 22. nóvember 2020 er Ísland ekki lengur á áhættulista Robert-Koch-Institut, nema viðkomandi hafi undanfarna 10 daga fyrir komu til Þýskalands dvalið í landi/á svæði sem er á áhættulistanum.

Gildir hún fyrir þarlenda ferðamenn sem koma til baka frá Íslandi?

Nei, frá 22. nóvember 2020 er Ísland ekki á áhættulista Robert-Koch-Institut.

5. Skimanir:

Er skimun á flugvelli við komu?

Á stærri flugvöllum er hægt að láta skima fyrir Covid19 gegn greiðslu. Annars ber viðkomandi að fara í skimun innan 48 klst. frá komu til landsins hjá viðurkenndum læknastofum sem annast slíka skimun. Sjá hér hvar hægt er að bóka tíma í skimun https://www.116117.de/de/coronavirus.php#content753

6. Er heimilt að framvísa áður teknu smitprófi/læknisvottorði? 

Já, sjá lið nr. 4. Hvert sambandsland getur sett reglur um framvísun smitprófa/læknisvottorða sem gilda í undantekningartilfellum s.s. fyrir fólk í fjarbúð, vöruflutningafólk, heilbrigðisstarfsmenn o.fl.

Hvaða smitpróf eru tekin gild?

PCR-smitpróf og fleiri frá viðurkenndum læknamiðstöðvum/stofum í löndum samkvæmt lista Robert-Koch-Institut en hvert og eitt sambandsland getur sett reglur um framvísun smitprófa/læknisvottorða.

7. Eru möguleikar fyrir fyrirtæki til þess að sækja um undanþágu ef ferðatakmarkanir eða sóttkvíarkvaðir eru í gildi? 

Já.

8. Annað sem fram þarf að koma?

Reglur um sóttkví, útgöngu- og samkomutakmarkanir eru á forsvari einstakra sambandslanda og getur verið munur á milli þeirra.

Að öllu jöfnu ber fólki að bera andlitsgrímu í verslunum, fjölförnum verslunargötum í almenningsamgöngum, á flugvöllum og almennt þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna.

9. Gagnlegir tenglar:

Síðast uppfært 14. janúar 2021.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira