Hoppa yfir valmynd
27. maí 2020 Heilbrigðisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stafrænt heilbrigðismót: Stefnumót heilbrigðisþjónustu og frumkvöðla

Stafrænt heilbrigðismót er hafið og stendur til 15.júlí 2020. Þar geta aðilar sem veita heilbrigðisþjónustu sett fram raunverulegar áskoranir um lausnir í heilbrigðisþjónustu og komið á samstarfi við fyrirtæki og frumkvöðla sem bjóða fram hugmyndir að lausnum.

Heilbrigðismótið er einskonar stefnumót heilbrigðisþjónustu og aðila markaðarins á netinu. Með þessu geta heilbrigðisstofnanir fundið samstarfsaðila í nýskapandi verkefni. 

Nýsköpunarmót hafa verið haldin nokkrum sinnum hér á landi og eru farsæl leið til þess að tengja aðila saman að nýjum lausnum.

Nýsköpunarfjármögnun fyrir stofnanir heilbrigðisráðuneytisins

Að auki gefst stofnunum heilbrigðisráðuneytisins, sem veita heilbrigðisþjónustu, kostur á að sækja um fjármögnun til nýskapandi verkefna. Stofnanirnar, í slagtogi við aðila á markaði, geta sótt um fjármögnun sem nemur allt að 15 milljónum króna til þess að verja í nýskapandi verkefni. 

Fjárfestingarátak í nýsköpun í heilbrigðisþjónustu

Stafræna heilbrigðismótið og fjármögnunarátakið eru hlutar af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu og markmið þess er að styðja við nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu í samvinnu heilbrigðisstofnana og frumkvöðla. Alls verður 150 milljónum króna varið í verkefnið. Átakið er þríþætt.

Fyrsti hluti fjárfestingarátaksins, hakkaþonið Hack the Crisis Iceland er nú í gangi. Þar gefst frumkvöðlum tækifæri til þess að koma með lausnir við áskorunum heilbrigðisþjónustu vegna COVID 19 faraldursins. Verðlaunaafhending og úrslit fara fram á föstudag. Stafrænt heilbrigðismót er annar áfangi verkefnisins og fjármögnunarátakið er sá þriðji.

Allar upplýsingar um stafræna heilbrigðismótið og fjármagn til nýskapandi verkefna stofnana: https://heilbrigdismot.b2match.io/

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
3. Heilsa og vellíðan
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira