Hoppa yfir valmynd
4. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Rýmri samkomutakmarkanir taka gildi 7. september

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndStjórnarráðið

Nálægðarreglu verður breytt úr 2 metrum í 1 metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi á mánudaginn, 7. september. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Aðrar breytingar á samkomutakmörkunum sem verða með reglugerðinni eru þessar:

  • Hámarksfjöldi á sund- og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum fer úr helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í 75%.

  • Íþróttir, sviðslistir og önnur menningarstarfsemi getur farið fram þrátt fyrir 1 metra reglu, þ.e. snertingar eru þar heimilar. Um áhorfendur fer eftir almennum reglum um 1 metra og 200 manns í rými.

Opnunartími vínveitingastaða verður áfram takmarkaður við til kl. 23.00.

Reglugerð heilbrigðisráðherra hefur verið send  Stjórnartíðindum til birtingar og tekur sem fyrr segir gildi mánudaginn 7. september.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum