Hoppa yfir valmynd

Ísland og Sameinuðu þjóðirnar

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti aðildarumsókn Íslands hinn 9. nóvember 1946. Íslendingar fengu aðild að Sameinuðu þjóðunum þann 19. nóvember 1946 og undirritaði Thor Thors, fulltrúi ríkisstjórnar Íslands yfirlýsingu um að Ísland samþykkti sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Árið 1947 var Thor Thors, sendiherra, skipaður fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og gegndi hann því starfi til ársins 1965. Síðan hafa eftirtaldir sendiherrar verið fastafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum:

  • Hannes Kjartansson (1965-1972)
  • Haraldur Kröyer (1972-1973)
  • Ingvi S. Ingvarsson (1973-1977)
  • Tómas Á. Tómasson (1977-1982)
  • Hörður Helgason (1982-1986)
  • Hans G. Andersen (1986-1989)
  • Benedikt Gröndal (1989-1991)
  • Helgi Gíslason (Deputy Permanent Representative) (1991-1992)
  • Kornelíus Sigmundsson (Deputy Permanent Representative) (1992-1993)
  • Tómas Á. Tómasson (1993-1994)
  • Gunnar Pálsson (1994-1998)
  • Þorsteinn Ingólfsson (1998-2003)
  • Hjálmar W. Hannesson (2003-2008)
  • Dr. Gunnar Pálsson (2009-2011)
  • Gréta Gunnarsdóttir (2011-2014)
  • Einar Gunnarsson (2015-2018)
  • Bergdís Ellertsdóttir (2018-2019)
  • Jörundur Valtýsson (2019-dagsins í dag)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum