Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Ríkisstjórn og utanríkisráðherra hverju sinni móta íslenska utanríkisstefnu og er það hlutverk fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að framkvæma hana á vettvangi Sameinuðu þjóðanna samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðuneytisins. Áherslur í starfi fastanefndar fara eftir þeim markmiðum, þeirri stefnu og þeim hagsmunamálum sem stjórnvöld hafa og vinna að á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Fastanefndin, eftir því sem við á, tekur þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum samtakanna í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna.

Hlutverk fastanefndar er að vera tengiliður í samskiptum, upplýsa ráðuneytið um framvindu mála með reglulegum hætti og veita utanríkisráðuneytinu ráðgjöf um atkvæðagreiðslur á allsherjarþinginu. Fastanefndin starfar samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisins meðal annars á grundvelli upplýsinga sem sendar eru ráðuneytinu um eðli máls og afstöðu annarra ríkja og greiðir atkvæði í nafni Íslands.

Þá er fastanefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart Dóminíska lýðveldinu og Kúbu.

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

Heimilisfang

733 Third Avenue, 18th Floor
New York NY 10017

Sími: +1 (212) 593 2700

Netfang 

unmission[hjá]utn.is

Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:30

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunumTwitte hlekkur

Fastafulltrúi og sendiherra

Jörundur Valtýsson

Ferilskrá (á ensku).

No image selected

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum