Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Ríkisstjórn og utanríkisráðherra hverju sinni móta íslenska utanríkisstefnu og er það hlutverk fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að framkvæma hana á vettvangi Sameinuðu þjóðanna samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðuneytisins. Áherslur í starfi fastanefndar fara eftir þeim markmiðum, þeirri stefnu og þeim hagsmunamálum sem stjórnvöld hafa og vinna að á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Fastanefndin, eftir því sem við á, tekur þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum samtakanna í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna.

Hlutverk fastanefndar er að vera tengiliður í samskiptum, upplýsa ráðuneytið um framvindu mála með reglulegum hætti og veita utanríkisráðuneytinu ráðgjöf um atkvæðagreiðslur á allsherjarþinginu. Fastanefndin starfar samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisins meðal annars á grundvelli upplýsinga sem sendar eru ráðuneytinu um eðli máls og afstöðu annarra ríkja og greiðir atkvæði í nafni Íslands.

Þá er fastanefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Umdæmislöndin eru: Antígva og Barbúda, Bahamaeyjar, Barbados, Belís, Dóminíka, Dóminíska lýðveldið, Grenada, Gvæjana, Haítí, Jamaíka, Kúba, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Súrínam og Trínidad og Tóbagó.

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

Heimilisfang

733 Third Avenue, 18th Floor
New York NY 10017

Sími: +1 (212) 593 2700

Netfang 

unmission[hjá]utn.is

Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:30

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunumTwitte hlekkur

Fastafulltrúi og sendiherra

Jörundur Valtýsson

Ferilskrá (á ensku).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira