Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Ríkisstjórn og utanríkisráðherra hverju sinni móta íslenska utanríkisstefnu og er það hlutverk fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að framkvæma hana á vettvangi Sameinuðu þjóðanna samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðuneytisins. Áherslur í starfi fastanefndar fara eftir þeim markmiðum, þeirri stefnu og þeim hagsmunamálum sem stjórnvöld hafa og vinna að á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Fastanefndin, eftir því sem við á, tekur þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum samtakanna í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna.

Hlutverk fastanefndar er að vera tengiliður í samskiptum, upplýsa ráðuneytið um framvindu mála með reglulegum hætti og veita utanríkisráðuneytinu ráðgjöf um atkvæðagreiðslur á allsherjarþinginu. Fastanefndin starfar samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisins meðal annars á grundvelli upplýsinga sem sendar eru ráðuneytinu um eðli máls og afstöðu annarra ríkja og greiðir atkvæði í nafni Íslands.

Þá er fastanefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Umdæmislöndin eru: Antígva og Barbúda, Bahamaeyjar, Barbados, Belís, Dóminíka, Dóminíska lýðveldið, Grenada, Gvæjana, Haítí, Jamaíka, Kúba, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Súrínam og Trínidad og Tóbagó.

Fastanefnd Íslands í New York

Heimilisfang

800 Third Avenue, 36th floor
New York NY 10022

Sími: +1 (212) 593 2700

Netfang 

unmission[hjá]mfa.is

Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:30

Fastanefnd Íslands í New YorkFacebook hlekkurFastanefnd Íslands í New YorkTwitte hlekkur
NafnStarfsheitiNetfang
Bergdís Ellertsdóttirfastafulltrúi[email protected]
Berglind St. Louisritari[email protected]
Francisco Gonzalesaðstoðarmaður
Helen Inga Stankiewicz Von ErnstSendiráðsritari[email protected]
Hildigunnur Engilbertsdóttirsérfræðingur[email protected]
Jónas Gunnar Allanssonsendifulltrúi[email protected]
Sesselja Sigurðardóttir sendiráðunautur[email protected]
Tinna Þórarinsdóttiraðstoðarsendiráðsfulltrúi[email protected]

Fastafulltrúi

Bergdís Ellertsdóttir

Current position

2018     Permanent Representative of Iceland to the United Nations, New York.

Professional Career:

Ambassador of Iceland to Belgium, The Netherlands, Luxembourg, Switzerland and San Marino, 2014-2018.

Head of the Icelandic Mission to the European Union, September 2014-2018

Director, International Trade Negotiations. Chief negotiator Iceland-China FTA. Directorate for Trade and Economic Affairs, September 2012

Deputy Secretary General. European Free Trade Association (EFTA), Brussels, 2007-2012

Director General for International Security and Development Co-operation Affairs. Ministry for Foreign Affairs, January 2007

Foreign Affairs Adviser to the Prime Minister of Iceland, 2005-2006

Head of European Affairs, Deputy Director General. Trade Department. Ministry for Foreign Affairs, 2003-2004

Deputy Director, Political Department. Dealing with security issues, NATO, OSCE, bilateral relations with the United States, Canada and Russia, 2000-2003

Political Officer. NATO HQ, Political Division, Brussels, 1998-2000

Deputy Head of Mission. Embassy of Iceland in Bonn with accreditation to Switzerland, Austria and the OSCE, 1995-1998  

First Secretary. Ministry for Foreign Affairs, Trade Department, 1991-1995
.

Education:

European Studies (M.A.), University of Essex, UK, 1988-1989

Political Science and English (B.A.), University of Iceland, Reykjavík, 1985-1987

Political Science, English and History, Albert-Ludwigs-Universität, Heidelberg, Germany, 1983-1985

German, Ruprecht-Karls-Universität, Freiburg, Germany, 1982-1983
.

Marital status:

                              Mrs Ellertsdóttir was born in 1962. She is married with four children

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira