Hoppa yfir valmynd

Tvíhliða samskipti

Stjórnmálasambandi var komið á milli Íslands og Sovétríkjanna 1943. Síðan 1944 hefur verið íslenskt sendiráð í Moskvu og sovéskt og síðar rússneskt sendiráð í Reykjavík

Tvíhliða samskipti ríkjanna standa á traustum grunni. Þau hafa með sér reglulegt samráð á stjórnmálasviðinu og víðtæk samráð og samvinnu á efnahags- og viðskiptasviðinu, einkum á sviði sjávarútvegsmála.

Samskipti á sviði menningarmála eru einnig mikil og fara vaxandi. Á síðari árum hafa íslensk leikrit og kvikmyndir, sem sýnd hafa verið í Moskvu, vakið verðskuldaða athygli. Sömuleiðis hafa allmargir tónleikar íslenskra listamanna þótt takast með ágætum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum