Hoppa yfir valmynd
4. mars 2019

Íslendingar í Bretlandi þurfa að sækja um settled/pre-settled status

Að gefnu tilefni minnir Sendiráð Íslands í London alla Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi á að tryggja rétt sinn til búsetu í landinu eftir Brexit.

Til þess að halda búseturéttinum þurfa Íslendingar að sækja um settled status (ef þeir hafa dvalið í Bretlandi í fimm ár) eða pre-settled status (ef þeir hafa dvalið í Bretlandi skemur en í fimm ár).

Opnað verður fyrir umsóknir þann 30. mars nk. en þá verður hægt að sækja um í tölvu eða með snjalltæki, eða með því að senda skjöl og persónuskilríki með pósti (póstfang verður tilkynnt síðar á www.gov.uk).

Undanskildir eru þeir sem nú þegar hafa Indefinite Leave to Remain en þeir geta þó kosið að sækja um settled status og þannig lengt þann tíma sem þeir geta dvalið utan Bretlands án þess að missa búseturéttinn.

Þeir sem eru með dvalarleyfi, UK Permanent Residence Document, þurfa annað hvort að sækja um settled status (þurfa ekki að sýna fram á 5 ára búsetu) eða sækja um ríkisborgararétt ef ætlunin er að búa áfram í Bretlandi eftir 31. desember 2020.

Hér að neðan má sjá leiðbeiningamyndir fyrir umsækjendur. Enn er óljóst hvort Bretland gengur úr Evrópusambandinu með eða án útgöngusamnings og dagsetningar í umsóknarferlinu velta að miklu leyti á því. Efri myndin gildir ef Bretland gengur úr ESB með samning, og sú neðri ef enginn samningur verður samþykktur.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/brexit/upplysingar-til-islenskra-rikisborgara/

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum