Hoppa yfir valmynd
17. desember 2020

Ísland styður réttindabaráttu LGBTI-fólks í Tsjetsjeníu-lýðveldinu í Rússlandi.

Ísland var í hópi nokkurra aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem minntust þess á fastaráðsfundi stofnunarinnar í dag (17. desember), að tvö ár eru liðin síðan ríkin settu af stað rannsókn á alvarlegum mannréttindabrotum gagnvart LGBTI-fólki og formælendum þess í Tsjetsjeníu-lýðveldinu í Rússneska sambandsríkinu innan ramma Moskvu-aðferðarinnar svokölluðu hjá ÖSE.

Sameiginleg yfirlýsing, 17. desember 2020

Í skýrslunni var m. a. komist að þeirri niðurstöðu, að LGBTI-fólk þyrfti m. a. að þola ofsóknir, ólöglegar handtökur, pyntingar og aftökur án dóms og laga. Yfirvöld í Tsjetsjeníu-lýðveldinu og Rússlandi neituðu samvinnu um rannsóknina á sínum tíma. Enn berast fregnir af ofsóknum af hálfu yfirvalda gagnvart LGBTI-fólki og öðrum, sem láta sig mannréttindi í landinu varða.

Að framtakinu árið 2018 stóðu Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Holland, Belgía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Fastafulltrúi Íslands flutti þá ávarp fyrir hönd ríkjanna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira