Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. maí 2021 Sendiráð Íslands í London

Nauðsynlegt að sækja um Settled/Pre-Settled Status

Nú er bara rúmur mánuður til stefnu til að sækja um Settled/Pre-Settled Status, en Íslendingar sem fluttu til Bretlands fyrir 1. janúar 2021 verða að sækja um fyrir 30. júní. Þau sem ekki staðfesta rétt sinn í gegnum þetta sérstaka skráningarkerfi breskra stjórnvalda eiga á hættu að missa réttindi sín til búsetu í Bretlandi. Frekari upplýsingar um Settled/Pre-Settled Status er að finna hér.

Þau sem flytja til Bretlands frá og með 1. janúar 2021 þurfa að sækja um vegabréfsáritun samkvæmt nýju innflytjendakerfi breskra stjórnvalda. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir EES-ríkisborgarar sem vilja flytja til Bretlands eftir 1. janúar munu þurfa að hlíta sömu reglum og ríkisborgarar annarra ríkja, þ.e. ekki njóta neinna sérkjara sem ríkisborgarar EES-ríkja. Þau sem hyggjast setjast að og sækja nám eða vinnu munu þannig þurfa til þess vegabréfsáritun og uppfylla ákveðin skilyrði. 

Upplýsingar um nýtt innflytjendakerfi sem tekur við í Bretlandi eftir lok aðlögunartímabilsins 31. desember 2020 er að finna hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira