Hoppa yfir valmynd
3. september 2021 Sendiráð Íslands í París

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í umdæmi sendiráðs Íslands í París

Að jafnaði er hægt að kjósa í sendiráðinu virka daga frá klukkan 10-13 - mynd

Alþingiskosningar verða haldnar 25. september 2021. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í aðdraganda kosninganna fer fram á skrifstofu sendiráðs Íslands í París og hjá kjörræðismönnum. Auk Frakklands eru umdæmislönd sendiráðsins Alsír, Andorra, Ítalía, Líbanon, Marokkó, Mónakó, Portúgal, Spánn og Túnis.

Sendiráðið í París er opið virka daga frá klukkan 09:30 - 15:30
Staðsetning: 52, avenue Victor Hugo, 75116 Paris
Sími: +33 (0)1 44 17 32 85
Netfang: paris[hjá]utn.is

Að jafnaði er hægt að kjósa í sendiráðinu virka daga frá klukkan 10-13 og kjósendum er bent á að hafa samband við sendiráðið með tölvupósti eða í síma áður en komið er til að kjósa.

Hjá sendiráðinu má einnig nálgast nánari upplýsingar um hvar er hægt að kjósa utan Parísar, en hægt er að kjósa utan kjörfundar samkvæmt samkomulagi hjá kjörræðismönnum. Vegna COVID-19 farsóttarinnar geta þau tilvik komið upp, vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum erlendis verði takmarkað.

Á vef Þjóðskrár geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í Alþingiskosningum 25. september 2021.

Við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar þarf kjósandi að geta gert grein fyrir sér, svo sem með því að framvísa íslenskum skilríkjum (t.d. ökuskírteini eða vegabréfi). Vakin er athygli á að kjósendur erlendis bera sjálfir ábyrgð á að senda atkvæði til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandinn telur sig vera á kjörskrá. Sendiráðið hvetur kjósendur til að greiða atkvæði sem fyrst þar sem þó nokkuð hefur hægst hefur á póstsendingum í faraldrinum.

Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um ræðisskrifstofur í umdæmislöndum:

  • Frakkland: Bordeaux, Boulogne-sur-Mer, Lyon, Marseille, Nice og Strasbourg
  • Alsír: ekki er starfandi íslensk ræðisskrifstofa í landinu
  • Andorra: Andorra la Vella
  • Ítalía: Genoa, Messina, Milano, Napoli, Roma og Venice
  • Líbanon: Beirut
  • Marokkó: Casablanca og Tangier
  • Mónakó: Monaco
  • Portúgal: Aveiro/Gafanha da Nazaré og Lisbon
  • Spánn: Barcelona, Benidorm, Bilbao, Las Palmas, Madrid (Las Rozas), Málaga, Orihuela Costa, Palma de Mallorca, Sevilla, Valencia og Vigo/Pontevedra
  • Túnis: Tunis

Nánari leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má finna á kosningavef Stjórnarráðsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira