Um sendiskrifstofu
Sendiráð Íslands í París var opnað þann 10. janúar árið 1946. Sendiráðið þjónar Frakklandi og níu öðrum ríkjum, þ.e. Alsír, Andorra, Ítalíu, Líbanon, Marokkó, Mónakó, Portúgal, Spáni og Túnis.
Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningarmála.
Sendiráð Íslands í París
Heimilisfang52, avenue Victor Hugo
75116 Paris
Sími: +33 (0)1 44 17 32 85
Netfang
Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:30 - 15:30
Sendiráð Íslands í ParísFacebook hlekkurSendiráð Íslands í ParísFacebook hlekkur 2Sendiráð Íslands í ParísTwitte hlekkurSendiherra
Unnur Orradóttir Ramette
Unnur Orradóttir Ramette tók við sem sendiherra í París í júlí 2020. Þar áður var hún sendiherra í Kampala, Úganda (frá 1. ágúst 2018), skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (frá 1. maí 2016) og sendiráðunautur á sömu skrifstofu frá 1. ágúst 2009. Unnur hóf störf hjá utanríkisþjónustunni í júlí 1997 og gegndi stöðu viðskiptafulltrúa hjá sendiráði Íslands í París í 12 ár.
Unnur útskrifaðist með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum (DESCAF) hjá Ecole Supérieure de Commerce de Lille í Frakklandi árið 1993.
Unnur er gift Patrick Ramette og eiga þau tvö börn.