Um sendiskrifstofu
Sendiráðið þjónar Frakklandi og sex öðrum ríkjum, þ.e. Andorra, Ítalíu, Líbanon, Mónakó, Portúgal og Spáni. Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningarmála. Sendiráð Íslands í París var opnað þann 10. janúar árið 1946.
Sendiráð Íslands í Ottawa
Heimilisfang360 Albert Street, Suite 710
Ottawa, ON K1R 7X7
Sími: +1 (613) 482 1944
Netfang
Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00
Sendiráð Íslands í OttawaFacebook hlekkurSendiráð Íslands í OttawaTwitte hlekkurSendiherra
Unnur Orradóttir Ramette
Unnur Orradóttir Ramette tók við sem sendiherra í París í júlí 2020. Þar áður var hún sendiherra í Kampala, Úganda (frá 1. ágúst 2018), skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (frá 1. maí 2016) og sendiráðunautur á sömu skrifstofu frá 1. ágúst 2009. Unnur hóf störf hjá utanríkisþjónustunni í júlí 1997 og gegndi stöðu viðskiptafulltrúa hjá sendiráði Íslands í París í 12 ár.
Unnur útskrifaðist með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum (DESCAF) hjá Ecole Supérieure de Commerce de Lille í Frakklandi árið 1993.
Unnur er gift Patrick Ramette og eiga þau tvö börn.