Hoppa yfir valmynd
28. september 2023 Utanríkisráðuneytið

Jafnlaunavottun 2023 – hverfandi launamunur í utanríkisráðuneytinu mælist nú konum í vil

Utanríkisráðuneytið - mynd

Leiðréttur launamunur kynjanna í utanríkisráðuneytinu nemur nú 0,3 prósentum og mælist konum í vil í fyrsta skipti. Ráðuneytið hlaut í gær vottun frá Vottun hf., sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Utanríkisráðuneytið hlaut fyrst jafnlaunavottun árið 2019 og hefur ráðuneytið náð mjög góðum árangri í að eyða kynbundnum launamun.

„Kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi og þess vegna er þessi niðurstaða afar kærkomin. Mikil vinna liggur að baki þessa góða árangurs og því er gleðilegt að sjá að launamunur kynjanna í utanríkisráðneytinu er nær hverfandi og eilítið konum í vil í fyrsta skipti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Vottunin var lögfest í júní 2017 með breytingum á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 

Með innleiðingu jafnlaunastaðalsins gafst fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma á fót stjórnunarkerfi til að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Nánar um jafnlaunavottun.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta