Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2025 Utanríkisráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Loftferðasamningur milli Íslands og Argentínu tekur gildi

Samningateymi Íslands við undirritunina. Pétur Thorsteinsson, aðalsamningamaður utanríkisráðuneytisins, ásamt Völu Hrönn Viggósdóttur, löfgræðingi í innviðaráðuneyti, og Kristínu Helgu Markúsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Samgöngustofu. - mynd

Loftferðasamningur milli Íslands og Argentínu hefur tekið gildi til bráðabirgða, en hann veitir íslenskum flugfélögum rétt til áætlunarflugs, leiguflugs og farmflutninga án takmarkana á fjölda fluga eða áfangastaða.

Þá tryggir hann íslenskum flugfélögum svokölluð fyrstu til níundu flugréttindi, sem þýðir m.a. að félögin þurfa ekki viðkomu í báðum samningsríkjum og geta starfað á innanlandsmarkaði.

Samkomulag um samninginn var undirritað á fjarfundi í mars, en hann er víðtækasti loftferðasamningur sem Ísland hefur gert utan Evrópska efnahagssvæðisins. 

Loftferðasamningar eru mikilvægir viðskiptasamningar sem tryggja flutninga til og frá Íslandi og greiða aðgang íslenskra flugrekenda að alþjóðamörkuðum.

Hér má nálgast yfirlit yfir loftferðasamninga Íslands við önnur ríki.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta