Loftferðasamningur milli Íslands og Argentínu tekur gildi
Loftferðasamningur milli Íslands og Argentínu hefur tekið gildi til bráðabirgða, en hann veitir íslenskum flugfélögum rétt til áætlunarflugs, leiguflugs og farmflutninga án takmarkana á fjölda fluga eða áfangastaða.
Þá tryggir hann íslenskum flugfélögum svokölluð fyrstu til níundu flugréttindi, sem þýðir m.a. að félögin þurfa ekki viðkomu í báðum samningsríkjum og geta starfað á innanlandsmarkaði.
Samkomulag um samninginn var undirritað á fjarfundi í mars, en hann er víðtækasti loftferðasamningur sem Ísland hefur gert utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Loftferðasamningar eru mikilvægir viðskiptasamningar sem tryggja flutninga til og frá Íslandi og greiða aðgang íslenskra flugrekenda að alþjóðamörkuðum.
Hér má nálgast yfirlit yfir loftferðasamninga Íslands við önnur ríki.