Hoppa yfir valmynd

Loftferðasamningar

 

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Misjafnt er hversu víðtæk réttindi loftferðasamningar Íslands kveða á um en auk gagnkvæmra heimilda til farþega- og farmflugs milli samningsríkja veita margir samningar heimild til millilendinga í þriðja ríki, heimildir til fraktflugs til og frá þriðju ríkjum og viðkomandi samningsríkis án viðkomu í skráningarríki.

Flugiðnaðurinn er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins. Heildarvelta innan flugiðnaðarins er svipuð og í framleiðslu málma og nam hún 247,8 milljörðum króna árið 2015. Þar af voru 185,8 milljarðar í formi gjaldeyristekna. Það er því hagsmunamál fyrir íslenskan efnahag að vítt net loftferðasamninga tryggi íslenskum flugrekendum sem greiðastan aðgang að alþjóðamörkuðum. Að sama skapi tryggja opnir og víðtækir loftferðasamningar flugrekendum annara ríkja heimildir til áætlunarflugs hingað til lands en yfir 26 erlendir flugrekendur stunda áætlunarflug til Íslands.

Ísland hefur gert fjölda loftferðasamninga sem veita heimildir til viðskiptaflugs til 101 ríkis. Mikil aukning hefur átt sér stað í fjölda loftferðasamninga af hálfu íslenska ríkisins undanfarin ár. Núverandi stefna Íslands felst hins vegar í að semja við færri mikilvæg ríki en við mörg ríki, að uppfæra gildandi samninga og stefna að fullgildingu áritaðra samninga.

Eftirfarandi er yfirlit um inntak þessara samninga þar sem greina má efni þeirra á einfaldan hátt. Yfirlitinu er ætlað að auðvelda flugrekendum að meta hvernig einstakir samningar nýtast í markaðssókn á tiltekin svæði. Greiningin byggist á yfirferð um efni allra samninga og viljayfirlýsinga sem gerðar hafa verið.

Einnig eru taldir með 10 samningar við ESB ríki og Sviss en heimildir eru til flugs til allra ríkja sem tilheyra innri markaðnum á grundvelli EES-samningsins auk Vaduz samningsins að því er varðar Sviss. Því hefur verið samið um viðskiptaflug til 101 ríkis (86-3+18) auk viljayfirlýsinga milli 9 ríkja eða til 110 ríkja alls. Af þeim er nú þegar hægt að beita 101 samningi og viljayfirlýsingum. Viljayfirlýsingarnar eru ekki birtar við fullgildingu samninganna en þar koma að öðru jöfnu fram samningsforsendur og nánari skýringar sem geta gefið veigamikla vísbendingu um réttindi sem af samningi leiða.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira