Hoppa yfir valmynd

Viðskiptaþjónusta

Hlutverk ráðuneytisins og sendiráða

Ráðuneytið og sendiskrifstofur Íslands styðja atvinnulíf og einstök fyrirtæki með ýmsu móti. Ráðuneytið vinnur að því að skapa sem hagstæðast alþjóðlegt viðskiptaumhverfi fyrir íslensk fyrirtæki. Í þeim tilgangi er kallað eftir hagsmunum útflytjenda í hvert sinn sem samningar standa yfir við önnur ríki um fríverslun, tvísköttun eða fjárfestingar. Þá er viðskiptavakt starfrækt í ráðuneytinu þar sem íslensk fyrirtæki geta komist í samband við starfsmann utanríkisþjónustunnar þegar upp koma brýn erindi sem leysa þarf án tafar. Neyðarvakt er opin allan sólarhringinn í síma (+354) 545-0-112 en fyrir erindi sem geta beðið skrifstofutíma er bent á netfangið [email protected].  Sjá frekari upplýsingar um viðskiptavaktina.

Sendiráð Íslands eru augu og eyru okkar erlendis og svara daglega fjölda fyrirspurna um viðskiptatengsl við Ísland auk þess að kynna íslenska menningu og fyrirtæki í umdæmisríkjum sínum. Viðskiptafulltrúar starfa á flestum sendiskrifstofum Íslands en gegna margir fleiri hlutverkum samhliða. Viðskiptafulltrúar starfa náið með Íslandsstofu samkvæmt þjónustusamningi. Hlutverk Íslandsstofu er að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar í þágu íslenskra útflutningsgreina og vera samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífsins.

Hvað geta sendiráð og viðskiptafulltrúar gert fyrir þig?

Á sendiskrifstofunum er til staðar mikilvæg staðarþekking og öflugt tengslanet sem byggst hefur verið upp árum saman. Sendiskrifstofur eru öflugt tæki til að opna fyrirtækjum dyr á nýja markaði eða rækta mikilvæg viðskiptasambönd. Í sumum sendiráðum er boðið upp á aðstöðu til að funda með fyrirtækjum og öll bjóða þau upp á þá þjónustu að senda út boðskort eða annað efni þegar við á.

Viðskiptafulltrúar aðstoða fyrirtæki m.a. við að:

  • Leggja mat á viðskiptatækifæri
  • Útvega markaðskannanir fyrir vörur og þjónustu
  • Finna samstarfsaðila fyrir íslenska aðila og
  • Koma á tengslum
  • Veita ráðgjöf varðandi menningarmun
  • Koma á og sitja fundi með íslenskum fyrirtækjum
  • Veita starfsaðstöðu í sendiráðinu til vinnu eða fundahalda (eftir aðstæðum á hverri sendiskrifstofu)

Sendiskrifstofur og Íslandsstofa

Árlega bjóða forstöðumenn sendiskrifstofa /sendiherrar Íslands og viðskiptafulltrúar upp á fundi hjá Íslandsstofu vegna viðskiptatengdra verkefna í umdæmisríkjum sínum. Þá má ekki gleyma öflugu neti rúmlega 200 kjörræðismanna sem vinna óeigingjarnt starf um víða veröld til framgangs íslensku viðskiptalífi.

Íslandsstofa mótaði langtímastefnu fyrir íslenskar útflutningsgreinar fyrir hönd utanríkisráðuneytisins árið 2019. Stefnan byggir á sex stefnumarkandi áherslum sem snerta bæði hefðbundna útflutningsatvinnuvegi, ferðaþjónustu, skapandi greinar, hugvit, nýsköpun og tækni. Sendiskrifstofurnar samræma starfsáætlanir sínar með Íslandsstofu og kynna fyrir viðskiptalífinu tækifæri á mörkuðum.

Síðast uppfært: 19.7.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum