Hoppa yfir valmynd

Aðstoð við fyrirtæki

Yfirlit yfir helstu þjónustu sem býðst fyrirtækjum í milliríkjasamskiptum á vegum utanríkisþjónustunnar og annarra stofnana.

Utanríkisþjónustan fer með utanríkismál og gætir í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna Íslands að því er snertir 

  1. stjórnmál og öryggismál, 
  2. utanríkisviðskipti,  
  3. menningarmál. 

Utanríkisráðuneytið fer jafnframt með norræna samvinnu, þróunarsamvinnu og varnarmál.

Verkefni utanríkisráðuneytisins á sviði viðskiptamála

Hlutverk utanríkisráðuneytisins er að vinna að eflingu utanríkisviðskipta í gegnum utanríkisþjónustuna og net ræðismanna erlendis, svo sem með því að:

  • Veita íslensku atvinnulífi og innlendum stoðstofnunum atvinnulífsins þjónustu viðskiptafulltrúa og annarra útsendra starfsmanna í sendiráðum Íslands erlendis,
  • gera tillögur að og annast útfærslu sameiginlegra verkefna ráðuneytisins og Íslandsstofu í umdæmislöndum sendiráða eftir því sem við á,
  • greiða fyrir aðgangi íslenskra útflutningsfyrirtækja að erlendum stjórnvöldum,
  • virkja net sendiráða og ræðismanna til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf,
  • miðla upplýsingum til íslenskra fyrirtækja og stofnanna um þróun í alþjóðaviðskiptum og alþjóðavæðingu eins og þær eru numdar í sendiráðunum,
  • miðla nýjum tækifærum sem felast í tvíhliða og fjölþjóða viðskiptasamningum Íslands og annarra ríkja og stuðla að markvissri kynningu þeirra á meðal íslensks atvinnulífs,
  • standa fyrir kynningu á Íslandi sem áhugaverðum fjárfestingarkosti í samvinnu við Íslandsstofu,
  • annast markaðsráðgjöf gegn gjaldi fyrir einstök íslensk fyrirtæki á þeim mörkuðum þar sem eru starfandi viðskiptafulltrúar, í samvinnu við Íslandsstofu,
  • hvetja fulltrúa erlendra fyrirtækja til að heimsækja land og þjóð og að stuðla að auknum áhuga þeirra fyrir viðskiptum við Ísland,
  • hafa með höndum lausn deilumála vegna ágreinings um túlkun milliríkjasamninga,
  • reka SOLVIT

Ítarefni

Verkefni Íslandsstofu

Hlutverk Íslandsstofu er að vinna að kynningu á Íslandi erlendis og aðstoð við íslensk fyrirtæki í sókn þeirra á erlenda markaði, svo sem með því að:

  • Veita almenna og sértæka upplýsingagjöf um viðskipti á erlendum mörkuðum, markaðsmöguleika og aðferðir í almennri markaðssetningu á vörum og þjónustu frá Íslandi,
  • veita ráðgjöf og fræðslu sem stuðlar að aukinni þátttöku íslenskra fyrirtækja í útflutningi og sölu vöru og þjónustu á alþjóðamörkuðum, 
  • veita markaðs- og útflutningsráðgjöf innanlands og erlendis,
  • annast skipulagningu þátttöku íslenskra fyrirtækja á erlendum vörusyningum og kaupstefnum og umsjón viðskiptasendinefnda til áhugaverðra markaðssvæða erlendis,
  • vinna önnur skilgreind verkefni sem tengjast eflingu á utanríkisverslun,
  • veita erlendum fyrirtækjum, stofnunum og öðrum aðilum upplýsingar um íslensk fyrirtæki, íslenskt atvinnulíf og almenn viðskiptatækifæri,
  • vera sú markaðslega upplýsingamiðstöð sem tengir saman íslensk og erlend fyrirtæki, á sem hagkvæmastan og arðbærastan hátt fyrir íslensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf.

Tenglar

Íslandsstofa rekur Film in Iceland, sem leggur megináherslu á að kynna Ísland sem áhugaverðan kost til þess að taka upp erlendar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Fyrirtækin geta fengið allt að 35% kostnaðarins endurgeiddan. 

Utanríkisþjónustan veitir fyrirtækjum almenna aðstoð vegna málaferla erlendis. Hún framkvæmir nótarialaðgerðir (staðfestir skjöl), birtir ferðaviðvaranir, leiðbeinir þeim sem þurfa vegabréfsáritanir til erlendra ríkja og hjálpar starfsmönnum fyrirtækja ef þeir verða fyrir veikindum eða slysum erlendis.

Ítarefni

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu hefur það hlutverk að laða beina erlenda fjárfestingu til Íslands. Fjárfestingarsvið sinnir kynningar- og markaðsstarfi erlendis, meðal annars með rekstri upplýsinga- og markaðsvefsins  www.invest.is, greiningum á samkeppnisstöðu og styrkleikum Íslands, þjónustu við erlenda fjárfesta og á samstarf við stjórnvöld vegna stefnumótunar um beina erlenda fjárfestingu og leiðir til að bæta samkeppnishæfni Íslands og stjórnsýslu.

Tenglar

  • Utanríkisþjónustan heldur utan um aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), sem tryggir íslenskum fyrirtækjum bestu kjör í utanríkisviðskiptum við aðildarríki stofnunarinnar.
  • Á sama hátt sér utanríkisþjónustan um víðtækt net fríverslunarsamninga sem tryggja íslenskum fyrirtækjum tollfrjálsan aðgang og fleiri ívilnanir umfram það sem aðild að WTO býður.

Útboð alþjóðastofnana

Útboð erlendis almennt - Opinber innkaup

Íslensk fyryrtæki hafa aðgang að útboðum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Útboð í tengslum við þróunarsamvinnu

Utanríkisþjónustan veitir fyrirtækjum útflutningsleyfi sem flytja út vörur sem hafa tvíþætt notagildi eða varnartengdar vörur og aðstoðar þau við þau verkefni.

Ítarefni

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins starfrækir tryggingardeildar útflutnings. Hlutverk hennar er að veita tryggingar og ábyrgðir til þess að efla íslenskan útflutning vöru og þjónustu, auka íslenskar fjárfestingar erlendis, þátttöku í verklegum framkvæmdum erlendis og þátttöku í stærri verklegum framkvæmdum hérlendis.

ÚTÓN veitir margvíslega þjónustu við tónlistarmenn og aðila í tónlistarbransanum.  Sjá nánar hér. 

Tenglar

Utanríkisþjonustan ráðleggur fyrirtækjum sem flytja út til svæða þar sem útflutningur kann að vera bannaður vegna alþjóðlegra þvingunaraðgerða.

Ítarefni

Síðast uppfært: 2.7.2019 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum