Hoppa yfir valmynd

Útflutningseftirlit

Útflutningseftirlit með hlutum með tvíþætt notagildi

Íslandi er skylt að hafa eftirlit með vissum útflutningi hluta með tvíþætt notagildi, þ.e. vöru, tækni og þjónustu sem nota má bæði í borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi, á grundvelli ýmissa þjóðréttarlegra skuldbindinga. Tilgangur þessa útflutningseftirlits er að koma í veg fyrir að hlutir með tvíþætt notagildi séu nýttir í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands vegna t.d. þvingunaraðgerða og brota á mannúðarrétti eða mannréttindum.

Íslensk löggjöf tekur mið af og innleiðir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/821 um að setja Sambandsreglur um eftirlit með útflutningi, miðlun, tækniaðstoð, umflutningi og tilflutningi hluta með tvíþætt notagildi.

Stjórnsýslulega heyrir útflutningur undir utanríkisráðuneytið. Utanríkisráðherra veitir fjórar tegundir  útflutningsleyfa, það er stök útflutningsleyfi, almenn útflutningsleyfi, útflutningsleyfi vegna umfangsmikilla verkefna og heildarútflutningsleyfi. Lista yfir hluti sem sæta útflutningsleyfi má finna í reglugerðum sem innleiddar eru á grundvelli laga nr. 67/2023 um afvopnun, takmörkun vígbúnaðar og útflutningseftirlit.

Gjald fyrir útflutningsleyfi er kr. 25.000 skv. 19. tölul. 12. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991.
Gjaldið skal greitt með umsókninni.
Hægt er að millifæra á reikning utanríkisráðuneytisins: 0303-26-000269, kt. 670269-4779. Kvittun þarf að fylgja umsókn. Umsóknir um útflutningsleyfi sendist á: [email protected]

Alþjóðaskuldbindingarnar grundvallast meðal annars á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, efnavopnasamningnum frá árinu 1992, vopnaviðskiptasamningnum, EES-samningnum og aðild Íslands að svokölluðum eftirlitskerfum. Ísland tekur þátt í þremur eftirlitskerfum: Ástralíuhópnum um efna- og lífefnavopn, Eftirlitskerfinu með flugskeytatækni (MTCR) og Kjarnbirgjahópnum (e. Nuclear suppliers Group, NSG). Þá hefur Ísland sótt um þátttöku í Wassenaar-fyrirkomulaginu frá 1995 sem fjallar um hefðbundin vopn og hluti með tvíþætt notagildi.

Ísland er aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og er aðili að, tekur þátt í eða styður samtök og samvinnu tengd útflutningseftirliti, þar á meðal stofnuninni um bann við efnavopnum (OPCW), Haag-atferlisreglurnar gegn útbreiðslu skotflauga (HCOC), öryggisátakið gegn útbreiðslu gereyðingarvopna (PSI), hnattrænt átak gegn kjarnahryðjuverkum (GICNT) og hnattrænt átak gegn kjarnaógnum (GTRI).

Eyðublöð

Alþjóðastofnanir

Alþjóðasamningar

Alþjóðasamstarf

Löggjöf


Yfirlit yfir aðild að útflutningseftirlitskerfum

Ríki AG MTCR NSG WA  Σ
Argentína 1 1 1 1 4
Ástralía 1 1 1 1 4
Kanada 1 1 1 1 4
Japan 1 1 1 1 4
Kórea, Lýðveldið 1 1 1 1 4
Nýja-Sjáland 1 1 1 1 4
Bandaríkin 1 1 1 1 4

(7) (7) (7) (7)
(Evrópa I)  AG MTCR  NSG  WA  Σ 
Austurríki 1 1 1 1 4
Belgía 1 1 1 1 4
Búlgaría 1 1 1 1 4
Tékkneska lýðveldið 1 1 1 1 4
Danmörk 1 1 1 1 4
Finnland 1 1 1 1 4
Frakkland 1 1 1 1 4
Grikkland 1 1 1 1 4
Þýskaland 1 1 1 1 4
Ungverjaland 1 1 1 1 4
Írland 1 1 1 1 4
Ítalía 1 1 1 1 4
Lúxemborg 1 1 1 1 4
Niðurlönd 1 1 1 1 4
Pólland 1 1 1 1 4
Portúgal 1 1 1 1 4
Spánn 1 1 1 1 4
Svíþjóð 1 1 1 1 4
Bretland 1 1 1 1 4

(19) (19) (19) (19)
(Evrópa II) AG  MTCR NSG  WA   Σ
Noregur 1 1 1 1 4
Sviss 1 1 1 1 4
Tyrkland 1 1 1 1 4
Úkraína 1 1 1 1 4

(4) (4) (4) (4)
(Evrópa III)  AG MTCR  NSG  WA   Σ
Króatía 1
1 1 3
Kýpur 1
1
2
Eistland 1
1 1 3
Lettland 1
1 1 3
Litháen 1
1 1 3
Malta 1
1 1 3
Slóvakía 1
1 1 3
Slóvenía 1
1 1 3
Rúmenía 1
1 1 3
Evrópusambandið 1


1

(10) (0) (9) (8)
(Evrópa IV)  AG MTCR  NSG  WA   Σ
Belarus

1
1
Ísland 1 1 1
3
Serbía

1
1

(1) (1) (3) (0)
(Önnur)  AG  MTCR NSG  WA   Σ
Brasilía
1 1
2
Kína

1
1
Kazakhstan

1
1
Mexikó 1
1 1 3
Rússland
1 1 1 3
Suður-Afríka
1 1 1 3

(1) (3) (6) (3)
Samtals 42 34 48 41
Ameríka
4 4 5 4
Afríka
0 1 1 1
Asía 2 2 4 2
Evrópa 33 25 36 32
Eyjaálfa 2 2 2 2
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum