Hoppa yfir valmynd

Hryðjuverkamál

Hryðjuverk eru alvarleg ógn við alþjóðlegt öryggi sem allar þjóðir þurfa að vinna gegn, Ísland þar á meðal. Þetta samstarf fer fram á ýmsum vettvangi, sjá nánar að neðan.

Gögn, stofnanir og samstarf

Atlantshafsbandalagið NATO

Evrópuráðið CoE

Evrópusambandið EU (ESB) / Evrópska efnahagssvæðið EEA (EES)

 Peningaþvættisstofnunin FATF (Fjármálaaðgerðahópurinn) 

Sameinuðu þjóðirnar UN (SÞ)

Samningar

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu OSCE (ÖSE)

Tenglar

CTC     |     CoE     |      FATF     |     NATO    |     OSCE     |      

FATF - Peningaþvættisstofnunin

Fjármálaaðgerðahópurinn

FATF (Peningaþvættisstofnunin eða Fjármálaaðgerðahópurinn, e. Financial Action Task Force) er alþjóðastofnun sem var komið á fót 1989. Upphaflega stóðu 15 ríki að þessu milliríkjasamstarfi en eru nú orðin 34. Ísland gerðist aðili 1992. Stofnunin er staðsett í París. Hlutverk hennar er þríþætt:

  • Vinna gegn peningaþvætti (frá 1989)
  • Vinna gegn fjármögnun hryðjuverka (frá 2001)
  • Vinna gegn fjármögnun útbreiðslu gereyðingarvopna (frá 2007, í tengslum við framkvæmd ályktana öryggisráðs SÞ)

Í apríl 2018 kom út nýjasta FATF-skýrslan um framkvæmd Íslands á skuldbindingum sínum. Þar koma fram margar ábendingar um framkvæmd alþjóðaskuldbindinga. Í september 2021 gaf FATF út eftirfylgnisskýrslu um framvindu mála á Íslandi.

Stýrihópur gegn peningaþvætti

Peningaþvættismál heyra undir dómsmálaráðuneytið sem hefur samstarf um þau mál við önnur ráðuneyti og stofnanir. Dómsmálaráðherra hefur endurskilgreint hlutverk stýrihóps um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skipað hann að nýju með fulltrúum fleiri aðila sem málið snertir. Hlutverk stýrihópsins er ráðgjöf og stefnumótun í aðgerðum á þessu sviði.

Hlutverk stýrihópsins er eftirfarandi:

  • Að sinna stefnumótun, tryggja yfirsýn, samvinnu og samstilla varnir gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka, þar á meðal fjármögnun gereyðingarvopna.
  • Tryggja eftirfylgni og úrbætur vegna athugasemda FATF (Financial Action Task Force),
  • Stuðla að samræmdu eftirliti á grundvelli viðeigandi lagaákvæða,
  • Að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í afstöðu til mála hjá FATF,
  • Taka þátt í innleiðingu og breytingum á regluverki sem snýr að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gerð áhættumats,
  • Stuðla að fræðslu og aukinni þekkingu um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Peningaþvættisskrifstofa

Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara (e. Financial Intelligence Unit - FIU) annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar eru upplýsingar greindar og miðlað til hlutaðeigandi yfirvalda til frekari meðferðar, svo sem rannsóknar og saksóknar.

Gögn

Löggjöf

  • Lög (frá 20. janúar 2016) um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006, með síðari breytingum (áreiðanleikakannanir, undanþága frá áreiðanleikakönnun, eftirlit o.fl.)
  • Lög um breytingu á lögum sem varða alþjóðleg öryggismál o.fl. nr. 81/2015 (reglum breytt um birtingar nafna hryðjuverkamanna af hálfu öryggisráðs SÞ og frystingu fjármuna)
  • Lög um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrotamála o.fl.) nr. 47/2015 (peningaþvættisskrifstofa vistuð hjá nýju embætti héraðssaksóknara).

Tenglar

FATF  |  FME (Fjármálaeftirlitið)  |  FIU (Peningaþvættisskrifstofa)

 

Samningar og samstarf um hryðjuverkamál og skyld mál

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum