Hoppa yfir valmynd

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Peningaþvætti er ólöglegt á Íslandi og víðast hvar annars staðar þótt misjafnt sé hve langt er gengið í að uppræta það. Um þetta fjalla lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lögin leggja meðal annars ríka skyldu á fjármálastofnanir að reyna að koma í veg fyrir að þær séu notaðar til peningaþvættis. 

Talað er um að þvætta peninga eða peningaþvætti þegar uppruni illa fengins fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn hjá hinum brotlega er að njóta ávaxtanna af glæpum sínum, t.d. með einkaneyslu og/eða að hann geti fjárfest illa fenginn ágóða í löglegri starfsemi og hagnast enn meira.

Ísland tekur þátt í alþjóðasamstarfi um aðgerðir gegn peningaþvætti og er aðili að FATF (Financial Action Task Force), alþjóðastofnun sem komið var komið á fót árið 1989. Hlutverk hennar er þríþætt; vinna gegn peningaþvætti (frá 1989), vinna gegn fjármögnun hryðjuverka (frá 2001) og vinna gegn fjármögnun útbreiðslu gereyðingarvopna (frá 2007, í tengslum við framkvæmd ályktana öryggisráðs SÞ).

Stefna íslenskra stjórnvalda í aðgerðum gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu og fjámögnun gereyðingarvopna

Aðgerðaráætlun gegn peningaþvættir og fjármögnun hryðjuverka 2021-2023.pdf

Aðgerðaráætlun gegn peningaþvættir og fjármögnun hryðjuverka 2019.pdf

Innleiðing fjórðu peningaþvættistilskipunar 2015/849 ESB

Í undirbúningi er innleiðing svokallaðrar fjórðu peningaþvættistilskipunar 2015/849 ESB. Teknir hafa verið saman almennar upplýsingar um hana og veigamestu breytingarnar sem hún hefur í för með sér.

Sjá einnig:

Tengdar fréttir
Síðast uppfært: 28.8.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum