Hoppa yfir valmynd

Aðgerðir gegn netglæpum

Netglæpir eru glæpir eða afbrot samkvæmt hegningarlögum eða sérrefsilögum sem framin eru með tilstuðlan netsins.

Netglæpir eru í örum vexti og æ meiri áhersla er lögð á það á alþjóða vísu að bregðast við slíkri brotastarfsemi, enda eru þeir ekki vandamál eins lands vegna alþjóðlegs eðlis netsins. Alþjóðlegt samstarf um aðgerðir gegn netglæpum fer fram á grunni samnings Evrópuráðsins um tölvubrot og á vettvangi Evrópulögreglunnar EUROPOL.

Netöryggisstefna Íslands fyrir árin 2022-2037 kom út í febrúar 2022 og byggir fyrsta aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggi á henni. Í aðgerðaráætluninni, sem gildir fyrir árin 2022-2026, er að finna sjö aðgerðir sem dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á og stefnt er að fara í til að auka netöryggi á Íslandi og sporna við netglæpum. Aðgerðirnar eru eftirfarandi:

  • Koma í kring fræðsluátaki um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna.
  • Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása.
  • Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu.
  • Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot.
  • Auka fræðslu innan réttarvörslukerfisins um netglæpi.
  • Auka vernd barna á netinu.
  • Styrkja tæknilega getu lögreglunnar við rannsókn barnaníðsefnis.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 2.5.2024 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum