Hoppa yfir valmynd

Viðskiptavakt utanríkisráðuneytisins

Viðskiptavaktin - Utanríkisráðuneytið stendur vörð um atvinnulífið, allan sólarhringinn, allt árið.

Neyðarvakt er opin allan sólarhringinn: (+354) 545-0-112

Erindi sem geta beðið skrifstofutíma á Íslandi: [email protected].

Sérstakri Viðskiptavakt hefur verið komið á fót þar sem íslensk fyrirtæki geta komist í samband við starfsmann utanríkisþjónustunnar hvenær sem er þegar upp koma brýn erindi sem leysa þarf á hraðan hátt.

Sem dæmi um erindi sem viðskiptavaktin getur aðstoðað með má nefna:

  • Vandamál sem geta komið upp við tollafgreiðslu á ferskri vöru í útlöndum.
  • Vandamál varðandi ýmis skjöl á borð við heilbrigðisvottorð eða annað.
  • Atriði sem snúa að ferðalögum starfsfólks í viðskiptaerindum eða málefnum sem snúa að sóttvörnum.

Um viðskiptavaktina

Viðskiptavaktin er ein af tólf tillögum sem settar voru fram í skýrslunni Saman á útivelli sem utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lét gera og kom út sumarið 2020. Starfshópi skýrslunnar var falið að móta hvernig utanríkisþjónustan geti aukið stuðning við útflutning á íslenskri vöru og þjónustu.

Neyðarvaktin byggir á verklagi sem mótað var við heimflutningsátak íslenskra ríkisborgara í fyrstu bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar við að greiða leið Íslendinga sem voru staddir erlendis þegar COVID-19 fór að dreifast um heiminn. Utanríkisþjónustan hefur á sínum snærum útsenda og staðarráðna starfsmenn á 27 starfsstöðvum í 22 löndum, auk nets rúmega 200 ólaunaðra kjörræðismanna í rúmlega 90 löndum. Allt þetta fólk er til staðar ef upp koma hnökrar eða vandamál í samskiptum við erlend stjórnvöld.

Síðast uppfært: 3.7.2023 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum