Hoppa yfir valmynd

Fríverslunarsamningar Íslands

 

1. EES-samningurinn

Samningur milli aðildarríkja ESB og EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samningurinn tók gildi 1. janúar 1994. Í samningnum er kveðið á um tollfrelsi fyrir allar iðnaðarvörur sem upprunnar eru í löndum samningsaðila. Jafnframt er í bókun 3 við samninginn kveðið á um tollfríðindi fyrir unnar landbúnaðarvörur og í bókun 9 er kveðið á um tollfríðindi fyrir sjávarafurðir. Ákvæði um upprunareglur er að finna í bókun 4 við samninginn.

2. Tvíhliða samningar Íslands og ESB um tollfríðindi fyrir sjávarafurðir og landbúnaðarvörur

a) Bókun 6 við fríverslunarsamning Íslands og ESB (þá EBE) frá 1972:

Í bókun 6 við fríverslunarsamning Íslands og ESB (þá EBE) frá 1972 er kveðið á um tollfríðindi við innflutning íslenskra sjávarafurða inn á markaði ESB. Ákvæði bókunar 6 eru enn í fullu gildi í þeim tilvikum er kveðið er á um betri markaðsaðgang fyrir tilteknar sjávarafurðir í bókuninni en felst í bókun 9 við EES-samninginn.

b) Samningur með óunnar landbúnaðarafurðir:

Auk bókunar 3 við EES-samninginn, þar sem kveðið er á um tollfríðindi fyrir unnar landbúnaðarvörur, er í gildi tvíhliða samningur milli Íslands og ESB frá árinu 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Samningurinn sem tók gildi árið 2018 leysti af hólmi samning frá 2007 um sama efni.

3. EFTA-sáttmálinn

Samningur milli EFTA-ríkjanna (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss). Samningurinn var upphaflega undirritaður árið 1960. Ísland gerðist aðili að EFTA árið 1970. Endurskoðaður EFTA-sáttmáli tók gildi 1. júní 2002.

4. Fríverslunarsamningur EES-EFTA ríkjanna og Bretlands

Lokið var við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland í sumarbyrjun 2021 og samningurinn var svo undirritaður 8. júlí 2021. Er þar á ferðinni framsækinn og yfirgripsmikill fríverslunarsamningur sem nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna og þeirra reglna sem um þau gilda.

Samningurinn var samþykktur á Alþingi í mars 2022 og var beitt til bráðabirgða frá 1. september 2022 til 1. febrúar 2023 þegar hann tók endanlega gildi.   

Samninginn í heild má finna á vef Alþingis á íslensku og ensku sem og þingsályktun um fullgildingu hans. 

Jafnframt má finna samninginn á vef Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) 

5. Fríverslunarsamningur Íslands og Kína

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi 1. júlí 2014.

6. Fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja (Hoyvíkur-samningurinn)

Hoyvíkursamningurinn tók gildi 1. nóvember 2006.  Með honum var komið á sameiginlegu efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja. Í samningnum er kveðið á um niðurfellingu tolla af öllum vörum, að uppfylltum skilyrðum upprunareglna samningsins.

7. Samningur um viðskipti milli Íslands og Grænlands

Í samningi við Danmörku um viðskipti milli Íslands og Grænlands er kveðið á um tiltekin tollfríðindi í viðskiptum milli landanna.

8. Fríverslunarsamningar EFTA

EFTA-ríkin hafa gert 29 fríverslunarsamninga sem ná til alls 40 landa. Í eftirfarandi töflu má finna yfirlit yfir þessa samninga og hlekki á annars vegar íslenska þýðingu á meginefni viðkomandi samnings og hins vegar enskan texta viðkomandi samnings ásamt viðaukum.

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum