Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. júní 2004 Félagsmálaráðuneytið

Þjónusta við innflytjendur

Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp, með erindisbréfi dagsettu 12. nóvember 2003, og var hlutverk hópsins að fjalla um þjónustu við innflytjendur á Íslandi, skipulag hennar og fyrirkomulag.

Starfshópurinn hefur nú skilað greinargerð og tillögum.

Helstu verkefni sem starfshópnum voru falin:

  • Að móta tillögur um með hvaða hætti sé unnt að auka samvinnu og samhæfa þá þjónustu sem í dag er innt af hendi hjá þeim aðilum sem helst hafa með málaflokk innflytjenda að gera á Íslandi. Er þá átt við ríki, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og aðra.
  • Að skilgreina og forgangsraða þeim þáttum þjónustu sem æskilegt er að í boði séu hjá þjónustuaðilum og koma með tillögur um hugsanlega verkaskiptingu aðila í málaflokknum.
  • Að móta tillögur um hvar hugsanleg þörf sé á að auka við þjónustu við útlendinga búsetta á Íslandi og hvernig henni verði best fyrir komið.

Skjal fyrir Acrobat ReaderGreinargerð og tillögur starfshóps um þjónustu við innflytjendur á Íslandi (200 KB)Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira