Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. desember 2015 Dómsmálaráðuneytið

Frumvarp til nýrra útlendingalaga afhent innanríkisráðherra

Frumvarp til nýrra útlendingalaga hefur verið afhent innanríkisráðherra. Frumvarpið samdi nefnd þingmanna úr öllum flokkum og voru frumvarpsdrögin kynnt á opnum fundi í ágúst síðastliðnum og á vef ráðuneytisins. Frumvarpið hefur tekið smávægilegum breytingum við lokameðferð en unnt er að koma ábendingum til ráðuneytisins til og með 18. desember næstkomandi. Skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Óttarr Proppé alþingismaður var formaður þingmannanefndarinnar en auk hans sátu í henni Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Ásamt þeim sat í nefndinni fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðherra, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir. Með nefndinni hafa starfað Erna Kristín Blöndal og Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingar í innanríkisráðuneytinu, Sigurbjörg Rut Hoffritz, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, auk sérfræðinga velferðarráðuneytisins, Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar.

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga nr. 96/2002.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum