Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. febrúar 2018 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Vel sóttur kynningarfundur um landsáætlun um innviði

Frá kynningarfundinum - mynd

Góðar umræður skópust á opnum kynningarfundi um um landsáætlun um innviði sem haldinn var í gær. Á fundinum var landsáætlunin kynnt, en um er að ræða stefnumarkandi áætlun til tólf ára sem setur fram sýn um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum svo vernda megi náttúru og menningarminjar. Þá var einnig kynnt þriggja ára verkefnaáætlun.

Fundinum var jafnframt streymt beint á Facebook-síðu umhverfis og auðlindaráðuneytisins.

Samráðsferli vegna áætlananna og tengda umhverfisskýrslu stendur nú yfir á samráðsgátt Stjórnarráðsins. Frestur til að skila inn umsögnum um  verkefnaáætlun er til 26. febrúar næstkomandi en frestur til að skila inn umsögnum um landsáætlun og umhverfisskýrslu er til 19. mars.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira