Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. september 2019 Matvælaráðuneytið

Ávarp Kristjáns Þórs á ársfundi Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti á föstudag ávarp á fyrsta ársfundi Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Í ávarpinu fór Kristján Þór meðal annars yfir mikilvægi stofnunarinnar fyrir íslenskt samfélag en varpaði einnig fram hugmynd að verkefni til að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga á hafið.

Ávarpið má lesa hér. 

„Það er mér mikill heiður að ávarpa þennan fyrsta ársfund Hafrannsóknastofnunar. Stofnun sem gegnir lykilhlutverk við nýtingu auðlinda hafs og vatna og gegnir þannig um leið lykilhlutverki í íslensku samfélagi. Það er mikilvægt fyrir slíka stofnun að njóta trausts og virðingar. Hafrannsóknastofnun þarf um leið að geta þolað gagnrýni – þolað það að verk hennar kalla á umræðu, spurningar og svör.

 

(…)

 

Kæru gestir.

Íslendingar, líkt og allar aðrar þjóðir heims, standa frammi fyrir miklum áskorunum sem leiða af loftslagsbreytingum. Breytingum á hitistigi sjávar í kringum landið fylgja margvíslegar áskoranir sem við þekkjum. Með hlýnandi sjó höfum við séð hvernig ýsan hefur flutt sig í verulegum mæli norður fyrir land og skötuselur einnig fært sig norður með vesturlandinu. Það sem veldur okkur þó mestum höfuðverk að þessu leyti er breytt hegðun loðnunnar.

 

Eins og þessi stutta upptalning sýnir að þá er það stórmál fyrir íslenskan sjávarútveg, sem byggir allt sitt á lífríki hafsins, að við öðlumst meiri skilning á þessum breytingum. Því ætla ég að varpa fram þeirri hugmynd í dag hvort það sé ekki tilefni til að fara í markvissa vinnu í þá veru. Að við rekjum á heildstæðan hátt þróun vistkerfisbreytinga sem orðið hafa í hafinu umhverfis Ísland, setjum fram sviðsmyndir um mögulega þróun og öðlumst þannig meiri skilning á þessum breytingum og samspili ólíkra þátta í lífríki hafsins. Slíkt verkefni þyrfti að vinnast í öflugri samvinnu stjórnvalda, með Hafrannsóknastofnun í broddi fylkingar, og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi.“

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira