Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. október 2020 Matvælaráðuneytið

Heimilt að draga frá 7% með notkun á ísþykkni

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Breytingin lýtur að reglum um afla sem veginn er á hafnarvog frágenginn til útflutnings, beint í flutningsfar. Til þessa hefur verið heimilt að draga frá 12% þegar kælt er með flöguís, en með breytingunni verður einnig heimilt að draga frá 7% þegar kælt er með ísþykkni (e. Liquid Ice).

Á undanförnum árum hafa nýir kælimiðlar verið að ryðja sér rúms, m.a. ísþykkni og ofurkæling. Í vor var sett regla um fast ísfrádrag vegna ofurkælingar. Helstu kostir þessara nýju kælimiðla eru hraðari og betri kæling og útlit og áferð fisksins verður mun betri. Auk þess fylgir þessu mikið vinnuhagræði um borð fyrir áhöfn enda þarf ekki mokstur þegar þessari kæliaðferð er beitt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þeirri framþróun sem orðið hefur á undanförnum árum við kælingu á afla, m.a. með ofurkælingu en einnig með notkun á ísþykkni. Það er mikilvægt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun og liðki fyrir henni, m.a. með því að sjá til þess að regluverkið hvetji til slíkrar framþróunarenda til þess fallið að viðhalda gæðum aflans enn betur. Það er meginmarkmið þeirra breytinga sem við erum hér að gera.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
14. Líf í vatni
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira