Hoppa yfir valmynd

Opinber fjármál

Ríki og sveitarfélög mynda saman hið opinbera. Opinber fjármál snúast um rekstur sameiginlegra sjóða, hvernig fjármuna er aflað og í hvað þeim er varið. Stefnumörkun í opinberum fjármálum grundvallast á fimm grunngildum: Sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. Þessi grunngildi eru leiðarljós allra stefnumótunar og ákvarðana Alþingis og stjórnvalda í opinberum fjármálum.

Fjárlagaferlið markar ramma um opinber fjármál, allt frá fjármálastefnu og fjármálaáætlun til fjárlagafrumvarps og samþykktra fjárlaga hvers árs.

Lög um opinber fjármál tóku gildi 1. janúar 2016. Markmið laganna er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála þ.e. fjármála ríkisins og fjármála sveitarfélaga. Með þetta að leiðarljósi er lögunum ætlað að tryggja:

  • Heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma.
  • Vandaðan undirbúning áætlana og lagasetningar sem varðar efnahag opinberra aðila og öflun og meðferð opinbers fjár.
  • Skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn og starfsemi.
  • Að opinber reikningsskil séu í samræmi við viðurkenndar bókhalds- og reikningsskilareglur.
  • Virkt eftirlit með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár, eigna og réttinda.

Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun, stöðugleika, aga við framkvæmd fjárlaga og bætt reikningsskil. Með þeim er sett umgjörð um opinber fjármál og sköpuð skilyrði fyrir samþættingu markmiða í efnahagsmálum og fjármálum hins opinbera bæði ríkis og sveitarfélaga.
Grunnstoðir laganna eru fjórar: Langtímaáætlun til næstu áratuga, fjármálastefna og fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlög fyrir komandi ár.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum